Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TALSMENN Evrópusam-bandsins (ESB) fögnuðuí gærmorgun að náðsthefði samkomulag um breytingar á Kyoto-bókuninni frá 1997 um varnir gegn loftslags- breytingum. Margot Wallström, sem fer með umhverfismál í fram- kvæmdastjórn sambandsins, sagði að þótt niðurstaðan gengi skemur en vænst hefði verið hefði mála- miðlunin bjargað Kyoto-bókuninni. „Evrópusambandið slakaði mjög á kröfum sínum til að ná fram sam- komulaginu en það var verð sem fyllilega er hægt að réttlæta,“ sagði Wallström. Er Jan Pronk, forseti ráðstefnunnar og umhverf- ismálaráðherra Hollands, undirrit- aði samkomulagið að fulltrúunum viðstöddum var honum fagnað með miklu lófataki. Pronk lagði fram málamiðlunartillögur er voru að lokum samþykktar. Markmið ráðstefnunnar í Bonn var að fylgja eftir samþykktunum sem gerðar voru í Kyoto með því að móta reglur um framkvæmd ráðstafananna sem þá tókst að ná einingu um. Fulltrúar 178 ríkja tóku þátt í ráðstefnunni og stóð lokafundurinn í 25 stundir og fram á rauðamorgun í gær. Ef samning- urinn á að öðlast gildi þurfa minnst 55 ríki að staðfesta hann en það hafa nú þegar um 30 ríki gert. Í samningnum skuldbinda 38 iðnvædd ríki sig til að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Ekkert ríki Evrópusambandsins hefur enn staðfest samkomulagið en þau hafa heitið að gera það fyr- ir árslok. Bandaríkjamenn greiddu ekki atkvæði um niðurstöðuna í Bonn en þeir eru andvígir samkomulag- inu frá 1997 og segja það andstætt hagsmunum þjóðarinnar. And- staða þeirra var talin geta valdið því að samkomulagið kæmi aldrei til framkvæmda en Bandaríkja- menn voru meðal þátttakenda er Kyoto-bókunin var samþykkt á sínum tíma. Stjórn repúblikanans George W. Bush hefur tekið aðra afstöðu en stjórn Bills Clintons og óttuðust Evrópuþjóðirnar að Jap- anir myndu, vegna þess hve sam- starf þeirra við Bandaríkin ilvægt, feta í Bandaríkjamanna í Bonn Kyoto-samkomulaginu. Sv ekki en Japanir settu um ir sig orðalag á ákvæði ingar sem beita skal ge aðildarþjóðum er ekki st skuldbindingarnar. Var s fjarlægja ákvæðið en j heitið að ESB fengi að um að það yrði tekið upp á ugasta andstaðan við ste Tilslakanir tryggð gang Kyoto-samn Forseti ráðstefnunnar í herra Hollands, fagnar fundarhaldanna, M Bonn. AP, AFP. Sátt náðist í gær í viðræðum í Bonn milli fulltrúa nær 180 ríkja um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar frá 1997 um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Bandaríkja- menn ætla ekki að staðfesta bókunina. ÞAÐ losnaði ummikla spennuþegar þetta lá fyrir. Menn höfðu vak- að lengi og viðræðurn- ar verið erfiðar,“ segir Halldór Þorgeirsson, skrifstofustjóri í um- hverfisráðuneytinu, sem situr loftslagsráð- stefnuna í Bonn fyrir Íslands hönd. Að sögn Halldórs var fyrst og fremst tekist á um fjögur meginatriði á fundin- um. Fyrsta atriðið sem samkomulag náðist um varðar útfærslu heim- ildar í Kyoto-bókuninni um bind- ingu kolefnis með ræktun skóga. ,,Það náðist líka samkomulag um að heimila bindingu með land- græðslu og um upptöku kolefnis í skógum, sem voru til staðar 1990,“ segir Halldór. Hafa Íslendingar tekið mikinn þátt í samningavinnu um þessi at- riði og sáu m.a. um að stjórna samningaviðræðum um þau síð- ustu tvö árin, að sögn hans. Sú út- færsla sem samkomulag náðist um varðandi bindingu kolefnis í gróðri er byggð á málflutningi Íslands og Noregs, skv. upplýsingum Hall- dórs. „Það atriði sem leystist síðast og var erfiðast að ganga frá í lokin er svonefnt framfylgdarákvæði, sem lýtur að útfærslu á því hvernig bregðast skuli við ef ríki standa ekki við sínar skuldbindingar, hvaða afleiðingar það hefur og hvaða viðurlög verða við því. Átök- in hafa snúist að töluverðu leyti um hvort slík viðurlög geti bundið ríki lagalega. Þar vakna spurningar um full- veldi ríkja og yfir- þjóðlegt vald,“ segir Halldór. Á laugar- dagskvöldið lagði Jan Pronk, umhverf- isráðherra Hollands og forseti ráðstefn- unnar, fram sáttatil- lögu á ráðstefnunni um öll fjögur meg- inágreiningsefnin. Á sunnudeginum gáfu Evrópusambandið, Ísland, Noregur og Nýja-Sjáland, sem tilheyra svonefndum Regnhlífarhópi, það svo til kynna að þau gætu fellt sig við þessa miðlunartillögu eins og hún lá fyrir þá. Hið sama gerðu Sviss og Austur-Evrópuríki á fundinum, að sögn Halldórs. Hann leggur áherslu á að Ísland hafi stutt miðlunartillögu Pronks eindregið og hafnar þeirri gagn- rýni sem fram kom um helgina í máli Árna Finnssonar, áheyrnar- fulltrúa umhverfissamtaka Íslands á ráðstefnunni, um að svo hefði ekki verið. ,,Það er alfarið mis- skilningur hjá Árna og hann spurði íslensku sendinefndina aldrei um stöðuna í þessu máli,“ segir Hall- dór. ,,Það var að mínu mati mjög slæmt að Árni skyldi ekki hafa haft samband við íslensku sendinefnd- ina og ganga úr skugga um hver afstaða Íslands væri áður en hann fór í fjölmiðla á Íslandi,“ segir hann. Umhverfisráðherrar Norður- landanna að Íslandi undandskildu sendu frá sér yfirlýsingu á sunnu- dag þar sem lýst var stuðningi við miðlunartillöguna. Munu Íslands hins vegar hafa m svo að ekki væri rétt að s yfirlýsingunni á viðkvæm viðræðnanna, en töldu kæmi fram að Ísland styd una heilshugar á fundinum Halldór segir samk sem náðist í Bonn marka t umhverfissamningum á vettvangi. ,,Þetta samkomulag þý raun og veru að með þ Kyoto-bókunin tilbúin til ingar ríkja og nú er e fyrirstöðu lengur fyrir þau ast handa við þetta m langtímaverkefni. Fyrsta bindingartímabilið, sem er til 2012, er eingöngu u segir Halldór. Ísland nýtur virðin Aðspurður hversu m samkomulagið er fyrir Ísl ir Halldór það hafa mikla ,,Ísland hefur lagt mikið að stuðla að því að Kyoto verði að raunveruleika. Ís ur virðingar annarra sa nefnda og er talið hafa sýn afstöðu í þessum samning um og þess vegna er þet ánægjuefni. Með þessar stöðu fæst líka viðurkenn sem Ísland hefur haldið f frá því fyrir fundinn í K landgræðsla sé jafngild n skóga varðandi bindingu Það skiptir miklu máli, göngu vegna þess mag þarna er um að ræða, held ur þetta ekki síður hv þeirri mikilvægu baráttu urheimta landgæði á Íslan ir Halldór. Halldór Þorgeirsson, samningafulltrúi Íslands á lof lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bonn Samkomulagið markar tímamót Halldór Þorgeirsson SÍÐBÚIN LAGATÚLKUN TÓBAKSVARNANEFNDAR ÞAÐ SEM GENÚA- FUNDURINN SNERIST UM Fréttir af fundi leiðtoga áttahelztu iðnríkja heims hafa aðmiklu leyti snúizt um þann óskunda, sem fámennur hópur óeirða- seggja gerði í borginni, en ekki mál- stað um 100.000 mótmælenda, sem fóru í friðsamlegar mótmælagöngur, eða efnislegar niðurstöður leiðtog- anna. Það er synd að fámennur hópur ofbeldismanna skuli hafa komizt upp með að draga athyglina frá málefnun- um, sem til umræðu voru í Genúa. Athæfi þeirra á álíka mikið skylt við málstað andstæðinga hnattvæðingar- innar og óspektir fótboltabullna við hinn sanna íþróttaanda. Alþjóðleg samtök, sem stóðu fyrir friðsamlegum mótmælum í Genúa, gerðu rétt í því að fordæma aðgerðir óeirðaseggjanna enda spilla þær eingöngu fyrir mál- stað þeirra. Staðreyndin er sú, að málefnaleg mótmæli andstæðinga hnattvæðingar – eða kannski öllu heldur andstæðinga afleiðinga hnattvæðingar fyrir sum fá- tækustu lönd heims – hafa augljóslega haft áhrif á dagskrá leiðtogafundarins og þann árangur, sem þar náðist. Leiðtogarnir lögðu sem fyrr áherzlu á mikilvægi fríverzlunar og hvöttu til þess að ný umferð alþjóðlegra við- ræðna um lækkun tolla og afnám við- skiptahindrana yrði hafin á vegum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Taka má undir þá yfirlýsingu leiðtoganna að skilvirkasta leiðin til að draga úr fá- tækt sé að skapa sterkt og opið alþjóð- legt hagkerfi. Þeir lögðu sig hins veg- ar í framkróka að þessu sinni til að sýna að þeir væru tilbúnir að mæta þeirri gagnrýni, sem sett hefur verið fram á afleiðingar hnattvæddra við- skipta. Þeir skuldbundu sig til að bæta frekar markaðsaðgang fyrir vörur frá fátækustu ríkjum heims. Þeir ákváðu að setja á stofn sjóð með 1,2 milljarða dollara stofnfé til að berjast gegn út- breiðslu alnæmis, mýrarköldu og berkla í þróunarríkjunum. Þeir lofuðu auknum stuðningi við menntun í þriðja heiminum, að auka matvælaað- stoð við fátækustu ríkin og hétu því að halda áfram að gefa þeim upp skuldir. Fleira mætti telja. Hnattvæðingin og alþjóðleg frí- verzlun er helzta tækifæri fátækustu ríkja heims til að brjótast úr viðjum fátæktar. Leiðtogar iðnríkjanna gerðu rétt í því að draga ekki úr áherzlu sinni á fríverzlun. Sömuleiðis er það í þágu þróunarríkjanna að al- þjóðlegar fríverzlunarviðræður fari fram á vegum Heimsviðskiptastofn- unarinnar í stað þess að þær beinist í auknum mæli í farveg tvíhliða samn- inga viðskiptablokka. Það er hins veg- ar jákvætt að leiðtogarnir leggi aukna áherzlu á að berjast gegn óæskilegum hliðarverkunum hnattvæðingar. Slíkt sýnir árangur þeirra, sem barizt hafa málefnalega í þágu íbúa fátækustu ríkja heims. En sá árangur er ekki óeirðaseggjunum að þakka og þeir eru ekki fulltrúar fólks, sem líður skort. Það var hárrétt ákvörðun hjá leiðtog- um iðnríkjanna að taka ekkert tillit til óeirðaseggjanna, en að hlusta á mál- efnalega gagnrýni. Í nýjum tóbaksvarnalögum erákvæði, sem bannar „hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir [tóbakstegundir] til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra“. Ekki verður annað séð en að með þessu ákvæði, sem hnykkti á eldri lagaákvæðum frá 1996, sé einfaldlega bannað að nefna tóbakstegundir á nafn í fréttum eða annarri fjölmiðlaumfjöllun. Margir urðu til að gagnrýna þetta ákvæði í frumvarpi til nýrra tóbaks- varnalaga, þar á meðal Morgunblað- ið. Blaðið taldi að með þessu væri lengra seilzt en nauðsynlegt var til að halda uppi banni við tóbaksauglýs- ingum. Blaðið treysti sér ekki til að mæla með að svona langt væri gengið í að takmarka tjáningarfrelsi, þótt það væri í þágu góðs málstaðar. Alþingismenn tóku ekki mark á gagnrýnisröddum og samþykktu um- rætt lagaákvæði. Í þessu ljósi vekja athygli ummæli Þorgríms Þráinsson- ar, framkvæmdastjóra tóbaksvarna- nefndar, í Morgunblaðinu á laugar- dag. Þar segir framkvæmdastjórinn: „Með umfjöllun er átt við greinar þar sem augljóslega er um keyptar aug- lýsingagreinar að ræða. Í kjölfar aug- lýsingabanns á tóbaki sem vofir yfir í Evrópu mun slíkt án efa aukast þar sem iðnaðurinn mun reyna að kaupa sér umfjöllun í fjölmiðlum.“ Væri þetta það, sem þingmenn áttu við þegar þeir samþykktu nýju lögin, þyrfti líklega að skoða lagaákvæðið í nýju ljósi. En þá vaknar sú spurning hvers vegna það var ekki orðað með öðrum hætti, þannig að skýrt væri hvað við er átt. Og formaður heil- brigðis- og trygginganefndar Alþing- is, Jónína Bjartmarz, virðist í grein, sem birtist hér í blaðinu 15. júlí, ekki sammála túlkun Þorgríms. Jónína leggur þvert á móti þann þrönga skilning í ákvæðið, sem virðist aug- ljós af lestri þess: „…almenn umfjöll- un í fjölmiðlum telst ekki auglýsing í skilningi tóbaksvarnalaga nema ein- stakra vörutegunda, þ.e. vörumerkja, sé getið.“ Af grein þingmannsins verður engan veginn ráðið að bannið gildi eingöngu ef augljóslega sé um „keypta auglýsingagrein“ að ræða. Sú spurning vaknar óneitanlega hvers vegna framkvæmdastjóri tób- aksvarnaráðs kom sjónarmiðum sín- um ekki á framfæri við Alþingi áður en frumvarpið var samþykkt. Það hefði áreiðanlega verið mark á honum tekið og lagaákvæðið skýrar orðað. Eins og það stendur er það óþarft og gagnslaust brot á tjáningarfrelsinu. Eins og sagði í leiðara hér í blaðinu 25. febrúar sl.: „Öflugt fræðslustarf og áróður gegn reykingum, sem byggist á traustum vísindalegum grunni, eru mun nærtækari ráð til að vinna gegn vágestinum og þau skila árangri eins og dæmin sanna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.