Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 27 „ÞAÐ er þarna meirihluti innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins sem lætur sig engu varða vísindalegar niðurstöð- ur. Rétt eða rangt skiptir þá ekki máli. Það eru vissulega vonbrigði með mörg evrópsku ríkin að þau skuli vera svo öfgasinnuð í hvalveiði- málum að þau láti sig ekki varða rétt og rangt,“ segir Árni Mathiesen um atkvæðagreiðsluna á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Vissulega svekktur „Maður er vissulega svekktur yfir því að tapa þessari atkvæðagreiðslu með minnsta mun. Hefðu Rússar getað greitt atkvæði hefði tillagan fallið á jöfnu, en þeir höfðu ekki greitt félagsgjöld og misstu þar með atkvæðisréttinn. Það er hins vegar mikill sigur fyrir lögfræðinga okkar og þjóðréttarfræðinga að lönd eins og Frakkland, Sviss og Austurríki, sem eru öll yfirlýstir hvalveiðiand- stæðingar, skuli komast að sömu lögfræðilegu niðurstöðunni; að við höfum fulla heimild til að ganga inn í Alþjóðahvalveiðiráðið með fyrirvara um bann við veiðum í atvinnuskyni. Engin rök andstæðinganna standast lög, afstaðan er einfaldlega pólitísk. Við áttum ekki von á því að ríki eins og Frakkland, Sviss og Austurríki stæðu með okkur í þessu. Þá er það óneitanlega mjög svekkjandi að Sví- þjóð og Finnland skuli snúast gegn okkur í þessu máli. Þegar við vorum að undirbúa inngönguna átti utan- ríkisráðherra viðræður við starfs- bræður sína frá þessum löndum til að láta vita hvað við værum að gera og afla inngöngu okkar fylgis. Við eigum mikið samstarf með þessum ríkjum, en samt greiða þau atkvæði gegn okkur.“ Árni sagði ennfremur að staðan væri óljós og erfitt að segja til um hvað kynni að koma út úr þessu. Þetta væru fyrst og fremst lögfræði- legar og pólitískar spurningar, en ekki um það hvort og hvenær hval- veiðar myndu hugsanlega hefjast. Framhaldið yrði að meta síðar, en ljóst væri að við værum þegar búin að styrkja stöðu okkar mjög mikið. Hvernig tækist síðan að spila úr því væri nokkuð undir öðrum komið, til dæmis Japönum og Norðmönnum, og viðskiptum þeirra með hvalafurð- ir, en japanski markaðurinn væri sá eini sem væri opinn fyrir hvalafurð- um. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra Rétt eða rangt skiptir þá engu Afstaða Finna og Svía vonbrigði Sjávarútvegsráðherra, Árni Mathiesen, telur Ísland fullgildan aðila að Alþjóðahvalveiðiráðinu þrátt fyrir að aðild okkar með fyrirvara um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni hafi verið hafnað. Morgunblaðið/Arnaldur ÁRSFUNDUR Alþjóða-hvalveiðiráðsins hafnaði ígær aðild Íslands aðráðinu vegna þess fyrir- vara Íslands að það sé ekki sam- þykkt fyrri ákvörðun ráðsins um að leyfa engar hvalveiðar í hagnaðar- skyni. Áður höfðu verið greidd at- kvæði um það hvort ráðið gæti greitt atkvæði á þennan hátt og féllu atkvæði þá að 19 ríki töldu ráðið hafa rétt til atkvæðagreiðslunnar en 18 töldu svo ekki vera. Eitt ríki, Austurríki, tók ekki þátt í þeirri at- kvæðagreiðslu. Að þessu loknu bauð formaður ráðsins Íslendingum sæti á ársfundinum án atkvæðaréttar. Íslenska sendinefndin taldi það al- gjörlega óviðunandi, og lítur á sig sem fullgildan aðila að ráðinu, þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna. Ólögmæt atkvæðagreiðsla Íslendingar telja það ótvírætt samkvæmt lögum og reglum Al- þjóðahvalveiðiráðsins að því sé óheimilt að greiða atkvæði með þessum hætti við fyrirvara sem sett- ir eru við inngöngu ríkja í ráðið. Fjórum sinnum áður hafa ríki geng- ið í ráðið með fyrirvörum, en þá hef- ur ekki komið til atkvæðagreiðslu sem þessarar. Formaður íslenzku sendinefndarinnar á ársfundinum, Stefán Ásmundsson, segir að sam- kvæmt lögum ráðsins sé það réttur hvers og eins ríkis fyrir sig, ýmist að gera fyrirvara við samþykktir eða mótmæla fyrirvörum einstakra ríkja. Sá háttur hafi verið hafður á til þessa og segir hann að það sé mat Íslendinga og fleiri ríkja innan ráðs- ins að með þessari atkvæðagreiðslu sé verið að taka af ríkjunum rétt þeirra til að taka afstöðu til fyrir- vara eins og okkar Íslendinga nú. Þetta mál var kynnt fjölmiðlum á blaðamannafundi í sjávarútvegs- ráðuneytinu í gær, en fundurinn var í beinu símasambandi við formann sendinefndar Íslands á fundinum. Þar rakti Stefán Ásmundsson gang mála á ársfundinum í gærmorgun: „Eftir að við höfðum flutt fram- sögu okkar eins og önnur ný aðild- arríki, kom að dagskrárlið sem fjallaði um skipulag fundarins lögðu Ástralía og Bandaríkin fram sam- eiginlega tillögu, sem gekk út á það að Hvalveiðiráðið myndi ekki sam- þykkja fyrirvara Íslands við inn- gönguna,“ sagði Stefán. Um þessa tillögu urðu miklar deil- ur, sem grundvölluðust á því að Hvalveiðiráðið sem slíkt hefði hæfni til að taka slíka ákvörðun, það væri réttur einstakra ríkja en ekki ráðs- ins hvort þau samþykktu eða höfn- uðu fyrirvaranum. Með atkvæða- greiðslu sem þessari væri ráðið að taka fullveldisréttindi aðildarríkj- anna af þeim. Formaður ráðsins skar svo úr um það að ráðið hefði hæfni til að greiða atkvæði með þessum hætti. Fjölmörg ríki neituðu að samþykkja þessa ákvörðun for- mannsins, en þá var ákveðið að kjósa um það hvort hún stæðist. Naumur meirihluti „Við töldum, og fleiri, að ekki væri rétt að kjósa um það, þar sem ráðið hefði enga hæfni til að greiða at- kvæði um fyrirvarann. Niðurstaðan var sú að 19 greiddu atkvæði með því að Alþjóðahvalveiðiráðið gæti greitt atkvæði um aðild Íslands með fyrirvara, en 18 voru á móti. Að því loknu var gengið til kosn- inga um að hafna fyrirvara Íslands. Sömu 19 ríkin greiddu því atkvæði, þrjú sátu hjá og 16 greiddu ekki at- kvæði í mótmælaskyni.“ Stefán sagði að hörðustu and- stæðingar hvalveiða hefðu greitt at- kvæði gegn aðild Íslands með fyr- irvaranum, en ýmis ríki andstæð hvalveiðum hefðu greitt atkvæði með Íslandi, þar sem þau hefðu komizt að þeirri niðurstöðu að þessi leið væri ekki rétt og meðal þeirra hefðu verið Frakkland og Sviss. Eftirtalin ríki greiddu atkvæði með því að Alþjóðahvalveiðiráðið gæti greitt atkvæði um aðild Íslands með fyrirvara: Argentína, Ástralía, Bandaríkin, Bretland, Brazilía, Chile, Finnland, Holland, Indland, Írland, Ítalía, Mexíkó, Mónakó, Nýja-Sjáland, Oman, Suður-Afríka, Spánn, Svíþjóð og Þýzkaland. Atkvæði á móti greiddu: Antigua og Barbuda, Danmörk, Dóminí- kanska lýðveldið, Frakkland, Gínea, Grenada, Ísland, Japan, Kína, Kó- rea, Marokkó, Noregur, Panama, Sviss, Salómonseyjar, St. Vincent, St. Kitts og Nevis og St. Lucia. Austurríki greiddi ekki atkvæði. Við síðari atkvæðagreiðsluna greiddu sömu 19 ríkin atkvæði með, 16 tóku ekki þátt þar sem þau töldu atkvæðagreiðsluna ólögmæta og þrjú sátu hjá: Austurríki, Frakkland og Sviss. Fyrir þessa atkvæðagreiðslu höfðu nokkur ríki samþykkt inn- göngu Íslands með fyrirvaranum um hvalveiðibanna, en meðal þeirra voru Japan og Noregur. Nokkur óvissa var um það um miðjan dag í gær hvað þetta þýddi í raun og veru. Hvort inngöngu Ís- lands hefði verið hafnað eða ekki. Hvort Ísland væri orðinn lögform- legur aðili að ráðinu gagnvart þeim ríkjum sem hefðu samþykkt fyrir- varann án tillits til atkvæðagreiðsl- unnar. Þegar ríki samþykkja fyrir- vara eins og Ísland gerði nú og Noregur á sínum tíma, þegar landið lýsti sig óbundið af ákvörðun ráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnu- skyni, geta þau ríki ekki amazt við veiðum og sölu afurða frá viðkom- andi ríki. Hafi fyrirvaranum hins vegar verið mótmælt er ríkið sem mótmælir óbundið af fyrirvaranum og getur lagzt gegn veiðum og lagt hömlur á viðskipti viðkomandi ríkis með hvalaafurðir og jafnvel aðrar afurðir. Það gildir hins vegar ekki ef um veiðar í vísindaskyni er að ræða. Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins Aðild Íslands með fyrirvara hafnað n er mik- fótspor og hafna vo fór þó hríð fyr- um refs- egn þeim tanda við æst á að jafnframt þrýsta á á ný. Öfl- efnu Evr- ópusambandsins kom frá Regn- hlífarhópnum, laustengdu samstarfi nokkurra ríkja þar sem fremst fara Ástralía, Kanada og Japan og hafa Íslendingar unnið með hópnum. Honum tókst að koma því fram að binding koldíox- íðs í skógum og jarðvegi mætti vera drjúgur hluti af framlagi hverrra þjóðar. Einnig var tekist á um svonefnda losunarkvóta. ESB- ríkin urðu að sætta sig við að ekki yrði þak á rétti iðnríkjanna til að kaupa sér slíka kvóta af öðrum ríkjum sem ekki losa mikið af gróðurhúsalofttegundum. Markmiðið, sem sett var á blað í Kyoto á sínum tíma, var að losun koldíoxíðs, sem veldur hlýnun í lofthjúp jarðar, og fleiri svo- nefndra gróðurhúsalofttegunda yrði minnkuð um 5,2% frá því sem var árið 1990. Var miðað við að takmarkinu yrði náð ekki síðar en 2012. Ástæðan fyrir þessum að- gerðum er fyrst og fremst ótti margra við að snögg hlýnun geti valdið snöggum breytingum á and- rúmslofti og veðrakerfi um allan heim, sjávarborð muni hækka og færa láglendi í kaf og jafnframt að hafstraumar muni færast til. Spá hlýnun um allt að 5,8% Brennsla á jarðefnaeldsneyti eins og olíu og kolum er talin eiga mestan þátt í aukningu gróður- húsalofttegunda á síðari áratug- um. Sérstök nefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna hefur spáð því að á næstu hundrað árum muni and- rúmsloftið hlýna og meðaltals-hita- stigshækkunin geti orðið frá 1,5 gráðum á selsíus upp í 5,8 gráður. Fullyrt var í gær að ákvörðunin um að binding í gróðri mætti vera hluti af framlagi ríkjanna til minnkunar koldíoxíðlosunar merkti að raunverulegur sam- dráttur í losuninni á heimsvísu yrði mun minni en stefnt var að í upphaflega samkomulaginu 1997. Talsmaður náttúruverndarsamtak- anna World Wide Fund For Nat- ure taldi að minnkunin yrði aðeins um 1,8%. Fulltrúarnir í Bonn náðu sam- komulagi um að auðugar þjóðir myndu frá 2005 verja 410 millj- ónum dollara, rúmlega 40 millj- örðum króna, til að aðstoða þróun- arlöndin við að bregðast við loftslagsbreytingum og taka upp tækni sem minnki útblástur. ðu fram- ningsins AP í Bonn, Jan Pronk (t.h.), umhverfismálaráð- úrslitunum í gær ásamt framkvæmdastjóra Möltubúanum Michael Zammit Cutajar. fulltrúar metið það standa að mu stigi að skýrt ddi tillög- m. komulagið tímamót í alþjóða- ýðir það í þessu er staðfest- ekkert til u að hefj- mikilvæga a skuld- r frá 2008 upphafið,“ ngar mikilvægt land, seg- þýðingu. á sig við o-bókunin sland nýt- amninga- nt ábyrga gaviðræð- tta mikið ri niður- ning á því fram, allt Kyoto, að nýræktun kolefnis. ekki ein- gns sem dur verð- vatning í u að end- ndi,“ seg- fts- SIV Friðleifsdóttirumhverfisráð-herra segir sam- komulagið í Bonn sögu- legt. ,,Ég tel að hér sé um stórviðburð að ræða, að alþjóðasam- félagið skyldi ná þess- um samningi í höfn. Þetta gerist strax í kjölfar alþjóðasamn- ingsins um þrávirk líf- ræn efni, sem snýr að aðgerðum gegn meng- un hafsins. Þetta eru tveir afar mikilvægir samningar á sviði um- hverfismála á alþjóða- vettvangi,“ segir Siv. Hún sagði að það hefði vissulega getað brugðið til beggja vona á fundinum um helgina. ,,Þetta eru flóknustu alþjóðasamningar sem um getur og það er tekist á um gíf- urlega hagsmuni. Það þurfti að finna heildarlausn, þar sem nægi- lega mörg ríki, eða 55 ríkja sem losa 55% gróðurhúsalofttegunda, gætu sætt sig við niðurstöðuna. Þess vegna var þetta mjög þungt í vöfum og flókið,“ segir hún. Geta tekið upplýsta ákvörðun Siv segir mikilvægt að í samn- ingnum sé kveðið á um að ríki heims eigi að ná ákveðnum tölulegum markmiðum á fyrsta skuldbinding- artímabili Kyoto-bókunarinnar, þ.e. á tímabilinu 2008–2012. ,,Til þess að ná þeim markmiðum er unnið eftir ákveðnum leikreglum og var verið að útfæra þær núna, þannig að nú geta ríki heims í fyrsta skipti tekið upplýsta ákvörðun um að fullgilda bókunina, því núna vita menn hvað hún inniheldur,“ seg- ir umhverfisráð- herra. Þrátt fyrir þetta samkomulag mun Ís- land þó ekki fullgilda bókunina fyrr en við- unandi niðurstaða liggur fyrir um mál- efni Íslands, sem ekki voru til umræðu á ráðstefnunni í Bonn, að sögn Sivjar. Hún bendir á að í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar komi fram að Ísland muni gerast aðili að Kyoto- samkomulaginu svo framarlega sem komið verði til móts við sérstöðu Íslands með viðunandi hætti. ,,Við vitum ekki endanlega í dag hvort það verður en þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur ríki hafa sýnt því vaxandi skilning að það sé óeðlilegt að útiloka Íslend- inga frá því að nýta endurnýjanlega orkugjafa, vatnsorku og jarðvarma, til að framleiða ál sem notað er í vistvænum tilgangi,“ segir hún. Siv segir m.a. þann þátt sam- komulagsins sem varðar bindingu kolefnis með landgræðslu mjög já- kvæðan og hvetja til enn frekari landgræðslu. Í þeim hluta sam- komulagsins sem fjallar um við- skipti með losunarheimildir er gert ráð fyrir að aðildarríkin geti ráðist í sameiginleg verkefni með þróunar- ríkjunum. Hefur það einnig þýðingu fyrir Ísland að sögn umhverfisráð- herra. ,,Við getum gert þetta og það yrði talið okkur til tekna að ein- hverju leyti, t.d. með því að aðstoða þróunarríki við nýtingu jarð- varma.“ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra um samkomulagið Siv Friðleifsdóttir Sögulegur stórviðburður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.