Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ DORTMUND Sparkassen, styrkt- araðili skákhátíðarinnar í Dortmund í ár, má kallast sigurvegari hátíðar- innar. Það er langt síð- an úrslit skákmóts hafa vakið jafnmikla athygli. Síðasti skákviðburður sem endaði með álíka tíðindum var einvígi þeirra Kasparovs og Kramniks á síðasta ári. Það ætti varla að teljast til frétta, að Brain- games heimsmeistarinn Vladimir Kramnik sigr- aði á aðalmótinu. Hitt er öllu fréttnæmara, að búlgarski stórmeistar- inn Veselin Topalov varð jafn Kramnik í efsta sæti með 6½ vinn- ing úr 10 umferðum, þótt Kramnik væri úr- skurðaður sigurvegari eftir stigaútreikninga og hefur því sigrað sex sinnum á Dortmund- mótinu í sjö tilraunum. Sérstaka athygli vakti að Topalov vann báðar skákirnar gegn Anand og reyndar lék hann sama leikinn gegn Mo- rozevich. Þótt Topalov hafi talist í hópi sterk- ustu skákmanna heims um nokkra hríð þá leiðir þessi árangur til þess, að skákáhugamenn munu fylgjast mjög náið með árangri hans á næst- unni og hvort honum takist að blanda sér í baráttu stórveldanna þriggja. Þótt Topalov hafi komið á óvart, þá eru aðaltíðindi skákmótsins í Dort- mund ótrúlega slakur árangur FIDE-heimsmeistarans og ind- verska stórmeistarans Viswanathan Anand, en hann lenti í neðsta sæti og vinningshlutfallið var einungis 30%. Heimsmeistaratitill Anands hefur leitt til þess að hann er nánast þjóð- hetja á Indlandi, þátttaka í skák hef- ur margfaldast og fjöldi indverskra fréttamanna fylgir honum hvert fót- spor. Þannig var það einnig í Dort- mund, þar sem þeir voru ávallt mætt- ir á undan öðrum fréttamönnum á staðinn og tryggðu sér bestu sætin í fréttamannamiðstöðinni. Þegar An- and hafði lokið síðustu skákinni á mótinu með stuttu jafntefli gegn Leko og gekk út úr Stadt leikhúsinu hópuðust fréttamenn að honum, en hann sagði einungis: „Ég hef nú þeg- ar gleymt þessu skákmóti.“ Skák- áhugamenn velta nú fyrir sér skýr- ingum á þessari útreið Anands. Ein kenningin er sú, að hann sé nú á þeim tímapunkti að hafa náð öllum sínum markmiðum, þ.á.m. að vinna heims- meistaratatitilinn og hljóta aðdáun indversku þjóðarinnar og skák- áhugamanna um allan heim fyrir vik- ið. Varla er það trúleg skýring, enda má segja að allir fyrri heimsmeist- arar í skák hafi staðið í svipuðum sporum. Aldrei fyrr hefur þó nokkur þeirra orðið neðstur á skákmóti með- an hann hélt heimsmeistaratitlinum, hvað þá með svona slakt vinnings- hlutfall. Frammistaða Anands á skákmótinu í Dortmund hefur rifjað upp slakt gengi hans í seinni hluta einvígisins við Kasparov í New York 1995, en þar fannst sumum baráttu- viljann skorta hjá Anand. E.t.v. er einhver skapgerðarmunur á Anand og Kasparov, en Kasparov hefur margsinnis sýnt, að hann gefur aldrei frá sér vonina og hefur oft tryggt sér efsta sætið á skákmótum með ofur- mannlegri frammistöðu í síðustu um- ferðunum. Líklegast er engin ein skýring á frammistöðu Anands, heldur eru ástæðurnar margar. Það var honum t.d. lítt að skapi þegar skipuleggjend- ur Dortmund-mótsins tilkynntu að næsta Dortmund-mótið yrði áskor- endamót fyrir heimsmeistarakeppni Braingames. Anand mislíkaði sýni- lega þessi tilkynning og sagðist ekki hafa áhuga á að taka þátt í slíku móti, enda teldi hann það til þess fallið að draga úr mikilvægi heimsmeistara- titils síns. Í þessum þrengingum Anands var það síst til bóta, að helsti aðstoðar- maður hans, georgíski stórmeist- arinn Elizbar Ubilava (2524), tók sér langþráð frí meðan Dortmund- skákmótið stóð yfir. Í síðasta skákþætti Morgunblaðsins var greint frá því, að fríið notaði Ubilva m.a. til að taka þátt í sterku skák- móti í Banasque á Spáni þar sem hann sigraði, en meðal þátt- takenda voru þau Helgi Áss Grétarsson og Lenka Ptacnikova. Lokaúrslit Dort- mund-skákmótsins urðu þessi: 1. Vladimir Kramnik 6½ v. 2. Veselin Topalov 6½ v. 3. Peter Leko 5½ v. 4. Alexander Mo- rozevich 5 v. 5. Michael Adams 3½ v. 6. Viswanathan An- and 3 v. Helgi Áss með 4½ af 7 Sjö umferðum af níu er nú lokið á skákmótinu í Balaguer á Spáni þar sem Helgi Áss Grétarsson er meðal þátttakenda. Helgi hefur fengið 4½ vinning og er í 22.-36. sæti. Stórmeistararnir Artur Kogan (Ísra- el) og Heikki Westerinen (Finnland) eru efstir með 6 vinninga. Íslenskir skákmenn fjölmenna til Tékklands Opna tékkneska meistaramótið er orðið vinsælasta erlenda skákmótið meðal íslenskra skákmanna. Alls taka nú 23 Íslendingar þátt í mótinu. Þeirra á meðal eru tvær skákkonur, þær Anna Björg Þorgrímsdóttir og Harpa Ingólfsdóttir. Í raun er hér um skákhátíð að ræða sem saman- stendur af mörgum skákmótum. Há- tíðin hófst þann 16. júlí og henni lýk- ur 28. júlí. Þremur umferðum er lokið á að- almótinu þar sem keppendur eru 303. Ellefu Íslendingar taka þátt í því og staða þeirra er þessi: 12.-46. Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson 2½ v. 47.-121. Hannes Hlífar Stefánsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Stefán Kristjánsson 2 v. 122.-185. Róbert Harðarson og Sigurbjörn J. Björnsson 1½ v. 186.-259. Páll A. Þórarinsson, Guð- mundur Kjartansson 1 v. 260.-288. Ólafur Ísberg Hannesson og Dagur Arngrímsson ½ v. Í B-riðli tefla 397 keppendur, þar á meðal ellefu Íslendingar. Tveimur umferðum er lokið: 131.-266. Halldór Brynjar Hall- dórsson, Tómas Björnsson, Haraldur Baldursson, Ólafur Kjartansson og Jónas Jónasson 1 v. 267.-343. Stefán Bergsson, Guðni Stefán Pétursson, Anna Björg Þor- grímsdóttir, Sigurður Ingason og Jón Árni Halldórsson ½ v. 344.-397. Harpa Ingólfsdóttir 0 v. Birgir Berndsen teflir í D-riðli þar sem keppendur eru 294 og hefur hann unnið báðar fyrstu skákirnar. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 29.7. Hellir. Bikarmót Striksins 18.8. Hellir&TR. Borgarskákmótið Kramnik og Topalov efstir, en Anand neðstur í Dortmund Daði Örn Jónsson SKÁK D o r t m u n d DORTMUND SPAR- KASSEN SKÁKHÁTÍÐIN 12.-22.07. 2001 Veselin Topalov Viswanathan Anand ✝ Guðrún HrefnaSveinsdóttir Ped- ersen fæddist í Reykjavík 15. júní 1915. Hún lést 13. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Dýr- finna Oddfriðsdóttir, f. 2. ágúst 1895, d. 28. júlí 1985, og Sveinn Guðmundsson járn- smiður í Reykjavík, f. 14. nóvember 1885, d. 16. desember 1956. Systir Hrefnu sam- mæðra er Soffía Bjarnadóttir, f. 8. nóvember 1924. Tvo bræður átti hún sammæðra en þeir létust báðir í bernsku. Systur Hrefnu samfeðra eru: Auður Sveinsdóttir Laxness, f. 30. júlí 1918, Ásdís Sveinsdóttir Thoroddsen, f. 18. mars 1920, d. 10. nóv. 1992, Fríða Sveinsdóttir, f. 25. janúar 1922. Bróðir þeirra var Baldur Sveinsson sem er látinn. Hrefna giftist 18. maí 1934 Niels Hafsteini Pedersen sem var fædd- ur 25. október 1913 en hann lést 30. apríl 1973. Foreldrar hans voru Ágústa María Finnbogadóttir, f. 21. ágúst 1883, d. 24. maí 1921, og Niels Pedersen frá Svenborg í Dan- eiga fimm börn og fjögur barna- börn. 9) Guðrún, f. 7. júní 1952, maður hennar er Jörgen Berg- holdt, þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn. 10) Hjördís, f. 27. sept. 1954, hún er gift Stefáni A. Magn- ússyni, eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Hrefna ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni og stjúpa, Bjarna Guð- mundssyni. Hún lærði ung að bjarga sér. Fljótlega eftir fermingu var hún vinnukona hjá Jóni Þor- lákssyni ráðherra og konu hans, Ingibjörgu. Hún var aðeins átján ára þegar hún kynntist mannsefni sínu, þar sem þau voru samtíða í Viðey. Hún vann við framreiðslu á yngri árum með móður sinni, Dýr- finnu. Þau Hafstein og Hrefna bjuggu lengst af á Skúlagötu 72. Þegar yngstu börnin fóru að vaxa úr grasi fór Hrefna að vinna meira utan heimilis og vann ýmis störf þar til Hafstein réð sig sem húsvörð hjá borgarverkfræðingi í Skúlatúni 2. Þar unnu þau bæði þar til Haf- stein lést 1973. Hrefna fluttist þá á Skúlagötu 74 og bjó þar þar til hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Hrefnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mörku, f. 3. desember 1885, d. 4. janúar 1952. Þau Hafstein og Hrefna eignuðust sam- an tíu börn, þau eru: 1) Ágústa Nellie, f. 30. sept. 1934, gift Val Júlí- ussyni, þau eiga þrjú börn, átta barnabörn og eitt barnabarna- barn. 2) Sveinn, f. 11. jan. 1935, dáinn í apríl sama ár. 3) Sveinn Bjarnfinnur, f. 27. mars 1937, kvæntur Helgu Biering, þau eiga þrjár dætur og barnabörnin eru sex. 4) Anna Krist- ín, f. 7. maí 1939, d. 12. des. 1996. Hún var gift Hreini Hjartarsyni, þau áttu saman þrjú börn og barnabörn- in eru sjö. 5) Hrafnhildur, f. 28. júlí 1940, maður hennar er Jóhannes Agnarsson. Hún á þrjár dætur og tvö barnabörn. 6) Auður Ásdís, f. 11. febrúar 1943, hún er gift Ásgeiri Kristinssyni, þau eiga þrjár dætur og ellefu barnabörn. 7) Vilmar Haf- steinn, f. 20. sept. 1945, hann er kvæntur Selmu Guðjónsdóttur og eiga þau fjögur börn og fimm barna- börn. 8) Kristinn, f. 30. maí 1948, kona hans er Erla Viðarsdóttir, þau Vertu nú sæl að sinni elsku besta amma, það er með sárum söknuði sem við kveðjum þig með þessum orðum og þökkum þér fyrir allt. Þar til við hittumst næst elsku amma: Við sjáum dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla, það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blakti síðasti loginn, en svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Ástarkveðjur Agnar og Eygló. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig allsstaðar, þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (J.H.) Kallið er komið. Skapari himins og jarðar hefur kallað hana ömmu okk- ar til sín. Það er alltaf jafn sárt þegar hann sækir ástvini okkar. Hún Ebba amma kenndi okkur þegar við vorum börn að það er eitt sem við mann- fólkið eigum sameiginlegt; að fæðast og deyja. Það sem huggar okkur í söknuði okkar er að nú ert þú komin til afa og barnanna þinna. Við vorum svo lánsöm að fá að eyða miklum tíma með þér, þú varst með okkur á öllum stórum stundum í lífi okkar. Þú lifðir fyrir fjölskylduna þína og vorum við ríkidæmi þitt. Flestar minningarnar tengjast Skúlagötunni þar sem þú bjóst til fjölda ára, fyrst með afa og börnun- um þínum en að lokum ein. Á Skúla- götunni var oft fullt út úr dyrum og þótt íbúðin væri ekki stór virtist endalaust vera pláss þar inni. Í hvert sinn þegar við fórum stóðst þú í glugganum og veifaðir til okkar. Elsku amma, nú er komið að okk- ur að kveðja þig. Við sjáum þig fyrir okkur standa við dyrnar að himna- ríki með afa þér við hlið eftir tæplega þrjátíu ára aðskilnað, og þið veifið okkur bæði. Guð geymi þig, elsku amma, minn- ing þín er ljós í lífi okkar. Þín barnabörn Hrefna Björk, Karlotta Lind, Harpa María, Vilmar Hafsteinn og makar. Ó, leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, ég þér sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Á.E.) Elsku Ebba langamma, þá er komið að kveðjustundinni. Okkur langar í fáum orðum að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Við erum ekki gömul en eigum samt ótal minningar um þig. Þótt þú værir orðin kraftlaus vildirðu alltaf að við sætum í mjúka fanginu þínu. Okkur yngstu fannst þú alltaf svo fín og vorum dugleg við að toga í gleraugun þín og hálsmenið þitt. Okkur eldri strákunum fannst alltaf gott að fá ömmubrjóstsykur úr ömmukrús eða kex úr körfunni góðu. Núna hittum við þig ekki aftur hjá ömmu Selmu og afa Vilmari. Við munum alltaf sakna þín. Nú vitum við að þér er ekki lengur illt í hjartanu þínu. Við kveðjum þig núna og geymum myndina af þér í huga okkar. Mömmur okkar ætla að segja okk- ur söguna þína þegar við verðum eldri. Við vitum að englarnir passa þig núna fyrir okkur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Ástarkveðja frá langömmubörn- um þínum. Vilmar Þór, Bjarki Freyr, Kjartan Fannberg, Tómas Leó og Móeiður Klara. Mig langar að minnast systur minnar, Guðrúnar Hrefnu, sem allt- af var kölluð Ebba. Ég var níu árum yngri en hún, svo við áttum litla sam- leið á yngri árum en því meiri þegar við urðum eldri og náðum við vel saman. Ebba giftist ung Hafsteini Níels Pedersen, fóru þau ung til Danmerkur með sitt fyrsta barn, en festu ekki rætur þar og komu heim með tvö börn, en börnin þeirra urðu tíu. Hún systir mín var hetja, með faðminn útbreiddan fyrir öll börnin sín, barnabörnin og barnabarna- börnin. Hún gaf þeim trú og kær- leika, gaf þeim allt það góða sem til er. Hún lærði með þeim, gaf þeim af sínum fróðleik, sem hún hafði lagt rækt við frá barnæsku, hún hjálpaði barnabörnum sínum bæði að læra dönsku og ensku og til hennar kom einnig frændfólk til þess að fá aðstoð við námið. Hún hafði alltaf tíma til þess að hlusta og sagðist læra mikið af börnunum. Hún systir mín var mikið fyrir bókina og hafði þráð að mennta sig, en hennar hlutskipti varð annað og meira, móðir, amma, langamma og langalangamma. Nú síðustu árin var gleðin mest þegar börnin komu í heimsókn, hún hafði enn ánægju af góðum bókum og þegar ég kom í heimsókn til hennar þá var talað um gamla daga, ræddar bækur sem hún var að lesa eða tekið í spil, kaffi á eft- ir og pínulítið serrý. Annað sem hún dáði mjög var leiklist, hún elskaði leikhús, hafði sjálf leikið sem ung stúlka. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á langri leið. Guð blessi þig, elsku systir. Legg þú nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Þín systir, Soffía. GUÐRÚN HREFNA SVEINSDÓTTIR PEDERSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.