Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 37
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 37 FRÁ árinu 1997 hefur Hafnar- fjarðarkirkja staðið fyrir sumar- búðum í bæ fyrir 6-12 ára börn. Börnin mæta við safnaðarheimilið, Suðurgötu megin, hvern virkan dag kl. 13 en sumarbúðunum lýkur kl. 16. Margt skemmtilegt er gert; bærinn og nágrenni er skoðað, grillað uppí sveit og farið í stuttar ferðir. Aðaláherslan er þó lögð á leiki og fjör. Sé veðrið slæmt er brugðið á leik í safnaðarheimilinu og rétt fyrir kl. 16 er haldin stutt sunnudagaskólastund í kirkjunni. Allir krakkar eiga að koma með nesti með sér og að sjálfsögðu klædd eftir veðri. Sumarbúðirnar hafa verið vel sóttar þau fjögur sumur sem þær hafa verið haldnar. Sumarbúða- stjóri í ár er Eyjólfur Eyjólfsson og honum til aðstoðar er Halla Ey- berg Þorgeirsdóttir auk hressra krakka sem þekkja vel til barna- starfs. Sumarbúðastarfið skiptist í þrjár vikur. Það hefst þriðjudaginn 7. ágúst og hægt er að skrá börnin í eina viku eða fleiri. Hver vika kostar 2.000 krónur fyrir barnið en boðið er upp á systkinaafslátt. Skráning er í síma 555 1295 í Hafnarfjarðarkirkju alla virka daga milli kl. 10 og 12 en frekari upplýsingar veitir Halla Eyberg í síma 698 2909. Öll börn á aldrinum 6-12 ára eru hjartanlega velkomin. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-16 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Kaffi á könnunni. Hægt að grípa í spil, rabba saman og yfirleitt að hitta mann og annan í góðu tómi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudögum kl. 10-12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 hjónakvöld. Fræðsla og spjallkvöld um hjónabandið og ým- is viðfangsefni hjóna. Hjónakvöldið er hugsað fyrir hjón á öllum aldri og líka fólk sem hyggur á hjúskap. Sr. Kristján Björnsson flytur stutt upphafserindi og leiðir umræður. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Hafnar- fjarðarkirkja - sumarbúðir í bæ 2001 Hafnarfjarðarkirkja. FRÉTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vélstjóri Vélstjóri óskast á kúfiskskipið Fossá ÞH 362. Aðalvél er 738 kw. Upplýsingar í síma 892 5694 og 853 8695. Kennara vantar á Kirkjubæjarklaustur! Nú vill svo til að laus er staða íþróttakennara á Kirkjubæjarklaustri. Í sumar verður hafist handa við byggingu íþróttahúss. Það er því kjörið tækifæri fyrir einstakling, sem hefur hef- ur brennandi áhuga á að taka þátt í því að byggja upp auðugt íþróttalíf, að nota nú tæki- færið og sækja um hjá okkur. Viðkomandi á einnig kost á að kenna aðrar greinar með. Ódýrt húsnæði er í boði á staðnum. Kirkjubæjarskóli á Síðu er grunnskóli á Kirkjubæjarklaustri með um 90 nemendur. Aðbúnaður nemenda og starfsfólks er ágætur. Við skólann er gott bókasafn og við hann er einnig starfræktur tónlist- arskóli. Í skólanum er gott tölvuver og skólinn er almennt vel tækjum búinn. Önnur þjónusta á staðnum er m.a. heilsugæslustöð, leikskóli, verslun, banki, bifreiðaverkstæði, hárgreiðslustofa, kaffihús, golfvöll- ur og ferðaþjónusta. Upplýsingar veitir Valgerður Guðjónsdóttir skólastjóri í síma 487 4633 og 487 4950 eða Jóna Sigurbjartsdóttir í síma 487 4636. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. og skal um- sóknum skilað skriflega til skólastjóra Valgerðar Guðjónsdóttur eða formanns fræðslunefndar Skaftárhrepps, Jónu Sigurbjartsdóttur. Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Siglufjarðar- prestakalli, Skagafjarðarprófastsdæmi, frá 1. október 2001. ● Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar- presta til fimm ára. ● Um launakjör fer skv. ákvörðun kjaranefnd- ar, en að öðru leyti gilda um starfið lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. ● Óskað er eftir því að umsækjendur geri í umsókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. ● Valnefnd velur sóknarprest skv. starfs- reglum um presta nr. 735/1998, en biskup ákveður með hvaða umsækjanda hann mælir náist ekki samstaða í valnefnd. ● Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 20. gr. starfsreglna um presta nr. 735/1998, en ákvæðið er svohljóðandi: „Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn prestskosning fari fram, er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en að hálf- um mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var auglýst laust til umsóknar.“ ● Allar nánari upplýsingar um embættið, starfskjör, erindisbréf, helstu lög og reglur, sem um starfið gilda, eru veittar á Biskups- stofu, s. 535 1500, grænt nr. 800 6550, fax 551 3284. ● Umsóknarfrestur rennur út 1. september 2001. ● Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Það athugist að embætti sóknarpresta eru aug- lýst með fyrirvara um breytingar á sóknar- og prestakallaskipan. Prestum er skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði á skipunartímanum, sbr. 19. grein laga nr. 70/ 1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins. Með vísan til 13. og 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 eru konur hvattar til að sækja um ofangreint embætti. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI      Stórglæsilegt 50 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í miðbæ Reykjavíkur. Leiga 56.000 kr. Upplýsingar gefur Gunnar í s. 520 5785. Til leigu ca 200 fm húsnæði í Mjóddinni — skipt- anlegt. 3,6 m lofthæð, góðar innkeyrslu- dyr, góð loftræsting, stillanlegur hiti. Hentar sem skjalageymsla, lager o.fl. Verð 600 kr. fm. Upplýsingar í símum 554 5545, 893 1138 og 867 4822. TILKYNNINGAR Til sölu Tilboð óskast í eignir verksmiðju þrota- bús Thermo Plús Europe á Íslandi sem staðsett er í Reykjanesbæ. Um er að ræða verksmiðju til samsetningar á kælitækjum ásamt varahlutalager. Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „T — 11424" fyrir 8. ágúst. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is ATVINNA Fjárfestir/ samstarfsaðili sem hefur áhuga og þekkingu á eldvörnum á sjó, hafið sam- band við Mr. Boberg Mifodax, S.L., Spáni. Fax 0034 966 877 114, netfang: rdx@wanadoo.es . upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR mbl.is DILBERT „FRÁ og með 10. júlí hækkar gjald- skrá Íslandspósts fyrir bréf í einka- rétti innanlands, þ.e. undir 250 g. Vegin meðaltalshækkun er 4,87%. Engin hækkun er á bréfum í flokki 51 – 100 g. Samhliða þessu verður gefið út yfirprentað frímerki fyrir 50 g bréf innanlands. Með þessari hækkun er verið að mæta almennum kostnaðarhækkun- um í þjóðfélaginu. Frá því gjaldskrá bréfa í einkarétti innanlands hækk- aði síðast, 1. janúar 2000, hefur launavísitala hækkað um 12,8% og vísitala neysluverðs um 6,5%,“ segir í fréttatilkynningu. Gjaldskrá Íslandspósts hækkar „TAL hf. hefur tekið tvo nýja senda í sína þjónustu á Vesturlandi. Sendir var settur upp á Flesjustöðum á Kol- beinsstaðahreppi við Mýrar og kem- ur til með að fylla upp svæðið á milli Borgarness og sunnanverðs Snæ- fellsness en þar hefur reikisambandi við Landssíma Íslands verið komið á. Segja má að viðskiptavinir Tals geti nú verið í sambandi stóran hluta leiðarinnar frá Reykjavík til Stykk- ishólms. Einnig hefur sendir verið settur upp í Skorradal sem kemur til með að þjóna fjölda viðskiptavina Tals sem eiga sumarbústað í dalnum,“ segir í fréttatilkynningu frá Tali. Þjónustusvæði Tals stækkar HVERFISBARINN er rúmlega mánaðar gamall bar, staðsettur í bílastæðahúsinu á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs. Þar munu þeir félag- ar í Tríói Árna Heiðars leika nokkra velvalda djasshúsganga fyrir gesti staðarins. Tríóið hefur verið starf- andi meira og minna í 5 ár og er djassáhugamönnum borgarinnar að góðu kunnugt. Auk Árna Heiðars píanóleikara spila með honum Tóm- as R. Einarsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Jass á Hverfis- barnum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.