Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 39
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 39 Kr.1424.500 Wild Star 1600 ÞYNNKUBANINN LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á bifreiðastæði við Geirsgötu 9 fimmtudaginn 19. júlí milli kl. 08:50 og 13:20 en þá var ekið utan í hægra framhorn bifreiðarinnar KO-428 sem er MMC Pajero Sport, hvít að lit, þar sem hún stóð mannlaus á fyrrgreindu bifreiðastæði. Tjónvald- ur og/eða vitni eru beðin um að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á bifreiðastæði við slysadeild Land- spítalans í Fossvogi miðvikudaginn 18. júlí milli kl.11:00 og 12:00. Þá var ekið utan í hægri framhurð bifreið- arinnar ZL-604 sem er Toyota Avensis, leigubifreið, græn að lit, þar sem hún stóð mannlaus á fyrr- greindu bifreiðastæði. Tjónvaldur og/eða vitni eru beðin um að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum RÓLEGT var í borginni þessa helgi enda eru margir borgarbúa í ferða- lögum. Brýnt er því að minna á frá- gang eigna og hagnýtar leiðbein- ingar í því skyni má skoða á upp- lýsingavef lögreglu. Ástæða er til að minna ökumenn sem hafa hjólhýsi, fellihýsi eða aðra tengivagna við ökutæki sín að lög- bundinn hámarkshraði þeirra á bundnu slitlagi er 80 km/klst. Þá er einnig ástæða að brýna fyrir öku- mönnum að skylda er að hafa góða sýn aftur fyrir ökutækið og ber að gera ráðstafanir með sérstaka spegla ef þess þarf. Því miður virðast það helst erlendir ferðalangar sem slíkar ráðstafanir gera í umferðinni. Lögreglan mun fylgjast með þessum málum á komandi ferðahelgum. Tæplega fertugur ökumaður var stöðvaður í Lágmúla grunaður um að aka bifreiðinni undir áhrifum lyfja. Ökumaðurinn hafði ekið á aðra bifreið. Bifreið var ekið á ljósastaur á Háaleitisbraut á laugardagsmorgun. Ökumaðurinn hélt þó áfram akstri sínum en skildi hluta bifreiðarinnar eftir á vettvangi. Þá var tilkynnt um akstur mjög skemmdrar bifreiðar við Nóatún skömmu síðar. Loks var lögreglu tilkynnt að öku- maður hefði stöðvað aksturinn og hlaupið á brott. Málið er í rannsókn. Handtösku var stolið frá konu þar sem hún sat við tölvu í verslun við Lækjargötu. Ýmis verðmæti voru í töskunni ásamt persónulegum mun- um. Brotist var inní bifreið í Nauthóls- vík síðdegis á föstudag og þaðan stol- ið ýmsum verðmætum. Að auki var brotist inní níu önnur ökutæki víðs vegar um borgina um helgina. Sammerkt þeim öllum var að skilin höfðu verið eftir verðmæti í bílunum sem voru of áberandi. Lögreglu var tilkynnt um ein- stakling sem gerði tilraunir að kom- ast inní ökutæki á Bergþórugötu við Sundhöllina. Maðurinn var handtek- inn og vistaður í fangageymslu en hann hafði í vörslum sínum farsíma, myndavél og geisladiska sem hann gat ekki gefið skýringu á. Lögreglu er það mjög mikilvægt að borgarar tilkynni um grunsam- legar mannaferðir. Farið var inní bílskúr í foldahverfi en þar er gullsmíðaverkstæði og verslun. Talsverðum verðmætum var stolið. Ekki virðast vera takmörk fyrir því hvar brotist er inn ef marka má innbrot í húsnæði Sorpu við Ána- naust. Þar var stolið flugeldum, kaffikönnu, ísskápum og glerflösk- um. Í eftirlitsmyndavélum veittu lög- reglumenn karlmanni athygli við Tryggvagötu þar sem hann stofnaði til illinda. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Átök urðu á laugardagsmorgun í Hafnarstræti og varð að flytja tvo á slysadeild. Á miðnætti á sunnudag kom til átaka milli gesta og dyravarða veit- ingastaðar við Þingholtsstræti. Meiðsli voru minniháttar og ætluðu aðilar að leita sjálfir aðhlynningar. Stúlka á sextánda ári var flutt fót- brotin á slysadeild eftir að hafa fallið í stiga í verslunarmiðstöð við Bú- staðaveg síðdegis á föstudag. Afskipti voru höfð af utan- bæjarmanni á laugardagsmorgun eftir að hann hafði berað sig að neð- an í Austurstræti og sýnt kynfæri sín. Hann gaf þá skýringu á athæfi sínu að honum hefði hugnast að hafa þar þvaglos. Honum var bent á að salerni hefðu ýmsa kosti í þessu sambandi. Lögreglu var tilkynnt um eld í húsnæði við Bústaðaveg á sunnudagsmorgun. Þar brann garð- hýsi til grunna. Trilla sökk í Reykjavíkurhöfn á sunnudagsmorgun.Talið er að orsök megi rekja til þess að báturinn var bundinn við flotbryggju og mun hafa flækst undir bryggjunni þegar flæddi að með þessum afleiðingum Dagbók lögreglu 20.–23. júlí Mikilvægt að tilkynnt sé um grunsamlegar mannaferðir Í GAGNRÝNI Þórodds Bjarnasonar um listsýninguna Í skugga trjánna á Hallormstaðvar rangt farið með nafn á höfundi verksins Hreiður svartlistafuglsins. Rétt nafn lista- konunnar er Gréta Ó. Sigurðardótt- ir. Þá var rangt farið með föðurnafn listakonunnar Magdalenu Margrét- ar Kjartansdóttur. Einnig misritað- ist nafn á verki Guðrúnar Kristjáns- dóttur, en rétt er það ritað m-Álverk. Með þann titil í huga vill gagnrýn- andi fá að koma því að, að verkið fær aukið hugmyndafræðilegt vægi og þýðingu. Beðist er velvirðingar á þessu. Þá var rangt farið með föðurnafn listakonunnar Hafdísar Helgadóttur í gagnrýni Braga Ásgeirssonar um sýninguna Flogið yfir Heklu á Kjar- valsstöðum. Er beðist velvirðingar á því. LEIÐRÉTT „STJÓRN Stúdentaráðs hefur ákveðið að ráða Bjarka Valtýsson í stöðu ritstjóra Stúdentablaðsins fyr- ir veturinn 2001–2002. Umsækjend- ur um stöðu ritstjóra voru fjórir. Bjarki Valtýsson er 25 ára og hef- ur lokið B.A.-prófi í bókmenntafræði og íslensku frá Háskóla Íslands. Bjarki er stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri þar sem hann rit- stýrði tímaritinu Muninn skólaárið 1996 – 1997. Bjarki starfar nú sem textasmiður á markaðsdeild Stöðvar 2 en hefur áður starfað m.a. sem prófarkalesari fyrir bókaforlagið Bjart og Sölku. Bjarki mun hefja störf 15. ágúst nk.,“ segir í frétta- tilkynningu frá Stúdentaráði. Bjarki Valtýs- son ráðinn nýr ritstjóri Stúd- entablaðsins ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ SUÐURLANDS: Breiðumörk 2, Hveragerði. Opið frá 15. sept. til 15. maí á virkum dögum kl. 10–17 og um helgar kl. 12–16. Sími 483 4601. Bréf- sími: 483 4604. Netfang: tourinfo@hveragerdi.is UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ÁRBORGAR / Tourist Inform- ation: Austurvegi 2, 800 Selfoss. Sími: 482-2422. Net- fang: tourinfo@selfoss.is - Opið: virka daga 10-19, laug- ardaga 11-15. UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐIN HELLU / Tourist Inform- ation: Suðurlandsvegi 1, 850 Hella. Sími: 487 5165. Net- fang: tourinfo@rang.is - Opið: virka daga 09-17, laug- ardaga 11-15. UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐIN SÖGUSETRINU / Tourist Information: Hlíðarvegi, 860 Hvolsvöllur. Sími 487- 8781. Netfang: njala@islandia.is - Opið: alla daga 09-18. UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐIN VESTMANNAEYJUM / To- urist Information: Vestmannabraut 38, 900 Vestmanna- eyjum. Sími: 481-3555. Netfang: slorn@isholf.is - Opið: virka daga 09-17, helgar 13-17. UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐIN VÍK Í MÝRDAL / Tourist In- formation: Bridebúð. 870 Vík. Sími: 487-1395. Netfang: upplysingar_vik@hotmail.com - Opið: virka daga 11-19, helgar 11-19. UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐIN KIRKJUBÆJAR- KLAUSTRI: Systrakaffi Klausturbraut 13. 880 Kirkju- bæjarklaustur. Sími: 487-4620. Netfang: skaftinfo@is- gatt.is - Opið; virka daga og um helgar. VÍMULAUS ÆSKA, foreldrahópurinn, Vonarstræti 4b. Foreldras. 581 1799, opinn allan sólarhringinn. For- eldrahúsið opið alla virka daga kl. 9–17, s. 511 6160 og 511 6161. Fax: 511 6162. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464 og grænt nr. 800– 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. ÞJÓNUSTUSETUR LÍKNAFÉLAGA: Hátúni 10B. Opið alla virka daga kl. 13-17. Allar upplýsingar og minning- arkort félaga S: 551-7744. SJÚKRAHÚS heimsóknartímar SKJÓL HJÚKRUNARHEIMILI. Frjáls alla daga. LANDSPÍTALINN – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS FOSSVOGUR: Alla daga kl. 15–16 og 19–20 og e. samkl. Á öldrunarlækningadeild er frjáls heimsóknartími e. samkl. Heimsóknartími barnadeildar er frá 15–16 og frjáls viðvera foreldra allan sólarhringinn. Heimsókn- artími á geðdeild er frjáls. GRENSÁSDEILD: Mánud.–föstud. kl. 16–19.30, laugard. og sunnud. kl. 14–19.30 og e. samkl. LANDAKOT: Á öldrunarsviði er frjáls heimsóknartími. Móttökudeild öldrunarsviðs, ráðgjöf og tímapantanir í s. 525 1914. ARNARHOLT, Kjalarnesi: Frjáls heimsóknartími. HRINGBRAUT: Kl. 18.30–20. BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD, Dalbraut 12: Eftir samkomulagi við deildarstjóra. BARNASPÍTALI HRINGSINS: Kl. 15–16 eða e. samkl. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS KLEPPI: Eftir sam- komulagi við deildarstjóra. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Vífilsstöðum: Eftir sam- komulagi við deildarstjóra. KVENNADEILD, KVENLÆKNINGAD. Kl. 18.30–20. SÆNGURKVENNADEILD: Kl. 14–21 (feður, systkini, ömmur og afar). VÍFILSSTAÐASPÍTALI: Kl. 18.30–20. SUNNUHLÍÐ hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknar- tími kl. 14–20 og eftir samkomulagi. ST. JÓSEFSSPÍTALI HAFN.: Alla d. kl. 15–16 og 19– 19.30. SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA, KEFLAVÍK: Heimsóknar- tími a.d. kl. 15–16 og kl. 18.30–19.30. Á stórhátíðum kl. 14–21. Símanr. sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja er 422 0500. SJÚKRAHÚS AKRANESS: Heimsóknartímar eru frá kl. 15.30–16 og 19–19.30. AKUREYRI – SJÚKRAHÚSIÐ: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30–16 og 19–20. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14–19. Slysavarðstofusími frá kl. 22–8, s. 462 2209. BILANAVAKT VAKTÞJÓNUSTA. Vegna bilana á veitukerfum Orkuveitu Reykjavíkur (vatns-, hita- og rafmagnsveitu) sími 585 6230 allan sólarhringinn. Kópavogur: Vegna bilana á vatnsveitu s. 892 8215. Rafveita Hafnarfjarðar bilana- vakt 565 2936 BILANAVAKT BORGARSTOFNANA: Sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. SÖFN ÁRBÆJARSAFN: - Minjasafn Reykjavíkur. Í júní, júlí og ágúst er safnið opið kl. 9-17 þriðjudaga til föstudaga. Um helgar er safnið opið kl. 10-18. Á mánudögum er Árbær- inn og kirkjan opin frá kl. 11-16. BORGARBÓKASAFN, aðalsafn, Tryggvagötu 15: Sími: 563 1717, fax: 563 1705. Opið mán.–fimt. kl. 10–20. Fös- tud. kl. 11–19. Laug. og sun kl. 13–17. BORGARBÓKASAFNIÐ í Gerðubergi, Gerðubergi 3–5: Sími: 557 9122, fax: 575 7701. Mánud.–fimmtud. kl. 10– 20, föstud. kl. 11–19. Sept.–maí er einnig opið laugard. og sunnud. kl. 13–16. BÚSTAÐASAFN v/Bústaðaveg: Sími: 553 6270, fax: 553 9863. Mánud.–fimmtud. kl. 10–20, föstud. kl. 11–19. BÓKABÍLAR:Bækistöð í Bústaðasafni, sími: 553 6270.Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Bókabílar ganga ekki í tvo mánuði að sumrinu og er það auglýst sérstaklega. FOLDASAFN v/Fjörgyn:Sími: 567 5320, fax: 567 5356. Má- nud.–fimmtud. kl. 10–20, föstud. kl. 11–19. SELJASAFN, Hólmaseli 4–6: Sími: 587 3320. Mánud. kl. 11–19, þriðjud.–föstud. kl. 11–17. SÓLHEIMASAFN, Sólheimum 27: Sími: 553 6814. Má- nud.–fimmtud. kl. 10–19, föstud. kl. 11–19. BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 50D. Safnið verð- ur lokað fyrst um sinn vegna breytinga. BÓKASAFN KEFLAVÍKUR: Opið mán.–fös. 10–20. Opið lau. 10–16 yfir vetrarmánuði. BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3–5: Mán.–fim. kl. 10–21, fös. kl. 10–17, lau. (1. okt.–30. apríl) kl. 13–17. Les- stofan opin frá (1. sept.–15. maí) mán.–fim. kl. 13–19, fös. kl. 13–17, lau. (1. okt.–15. maí) kl. 13–17. BÓKASAFN SAMTAKANNA ’78, Laugavegi 3: Opið mán.–fim. kl. 20–23. BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu 15: Opið mán. til föst. kl. 10-16. S. 563 1770. Kliðmjúk ljóssins kröfuganga. Sýning um verkalýðsbaráttu á fyrri hluta 20. aldar á 6. hæð Grófarhúss Tryggvagötu 15. Sýningin er ókeypis og er opin 1.-21. maí, mán-fim kl. 10- 12 og föst-sun kl. 13-17. BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka: Op- ið alla daga frá kl. 10–18 til ágústloka. S: 483 1504. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús, Vesturgötu 6, 1. júní–30. ág. er opið alla daga frá kl. 13– 17, s: 555 4700. Smiðjan, Strandgötu 60, 16. júní–30. sept. er opið alla daga frá kl. 13–17, s: 565 5420, bréfs. 565 5438. Siggubær, Kirkjuvegi 10, 1. júní–30. ág. er opið lau.–sun.. kl. 13–17. Skrifstofur safnsins verða opnar alla virka daga kl. 9–17. BYGGÐASAFNIÐ Í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl. 13.30–16.30 virka daga. S. 431 11255. FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl. 13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. FRANSMENN Á ÍSLANDI: Safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sumar kl. 10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alberte- @islandia.is FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar frá kl. 9–19. GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík. Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13. ágúst. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS –HÁSKÓLABÓKASAFN: Frá 21.5. til 19.8. er opið sem hér segir: mán.–fös. kl. 9– 17, lau. 10–14. Sun. lokað. Þjóðdeild og handritadeild lokaðar á laugard. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13– 16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á int- ernetinu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtudaga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Net- fang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstu- daga–miðvikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí– september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið dag- lega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán.-föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími 575-7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11-17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borg- ara. Safnbúð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust- @eldhorn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/ Elliðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S. 567 9009. MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 13-17. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bré- fas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp://www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafn- arfirði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn@natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri.–lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning opin:1. júní - 25. ágúst mánudaga - laugardaga kl. 11.00 -16.00 STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 10–18. Opnað fyrir hópa utan þess tíma. Forsýn- ing á safni Landmælinga Íslands. Maríukaffi býður upp á gómsætar veitingar. Til sölu steinar, minjagripir og ís- lenskt handveerk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/ steinariki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pant- að leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861-0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lokaðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10– 19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14– 18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- ar frá kl. 11–17. ORÐ DAGSINS Reykjavík s. 551 0000. Akureyri s. 462 1840.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.