Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í BLAÐASERÍU sinni The Invisi- bles kastaði Grant Morrison fram spurningunni hvort það að lifa eftir lögum og reglum sé hentugasta líf- erni sem kostur er á. Í skrumskæl- ingu hans af raunheiminum er öllum valdhöfum heimsins stjórnað af ver- um sem hafa það að vopni að geta gabbað skynfæri þegna sinna. Þann- ig geta þær stjórnað öllum heimsins þjóðum og því, eftir eigin hentisemi, hvað þegnar þeirra heyra, finna og sjá. Þeir einu sem geta veitt slíkum drottnurum einhverja mótspyrnu er hópur samansettur af stjórnleysingj- um, kuklurum, klæðskiptingum og tímaferðalöngum. Með því að skapa slíkan heim gat Morrison í raun leyft sér allt sem honum datt í hug. Þar var rými til þess að viðra allar samsæringskenn- ingar hans og benda á kvilla nútíma- samfélaga. Má því í raun segja að söguþráðurinn sem slíkur hafi ekki alltaf verið meginatriðið, heldur frekar hinar beittu ábendingar og hinar úthugsuðu og vel lesnu vanga- veltur um tilveru okkar. Þessar bókmenntir eru í raun full- komið mótvægi gegn því eirðarleysi sem hefur sljóvgað ungdóm hins vestræna heims í áratug. Með sam- særiskenningum sínum bendir Morrison á glufur í lífsmynstri nú- tímamanna sem valdafíklar gætu nýtt sér í hag. Við trúum flestu því sem við heyrum, sjáum eða finnum með okkar eigin skynfærum og því er valdabarátta The Invisibles fólgin í því hver stjórnar skynjunum okkar. Hvernig á nokkur manneskja að geta gert upp sinn hug um nokkurn hlut ef öllu því sem skynfærin skynja er stýrt af öðrum? T.d. í gegnum skólakerfið, kvikmyndir, sjónvarp, tölvuleiki, tónlist eða blaðagreinar eins og þessa. Hver semur reglur samfélagsins og hvenær hætta þær að þjóna því? Með því að kasta fram slíkum spurningum í bland við tilheyrandi fantasíu og hasar myndasögublaða hvetur hann lesendahóp sem vana- lega er með nefið ofan í einhverju allt öðru en heimspekilegum bókmennt- um til að vakna upp frá „play- station“-draumaheimi sínum og skoða ástand raunheimsins. Síðustu mánuði hefur DC Comics útgáfan verið iðin við að endurprenta blaðaseríuna í kiljur. Upphaflega kom serían út í þremur blaðasyrp- um, en eftir útgáfu þessarar nýjustu bókar, Entropy in the U.K., er rúm- lega helmingur seríunnar nú fáan- legur í kiljum. Það verður að segjast eins og er að sögur Morrisons sóma sér mun betur í þessu formi enda greinilegt að verkið var samið sem heild. Hægt og rólega vefur Morri- son net sitt og vísar óspart í liðna jafn sem ókomna atburði og því var í raun fáránlegt að serían hafði upp- haflega verið gefin út í 24 blaðsíðna mánaðarlegum skömmtum. Þessu má líkja við að vera með heilan kassa af legókubbum en fá aðeins eitt skref af teikningunum á mánaðar fresti. Þetta verk ber að lesa hægt, rólega, vandlega, með opinn huga en með þó með varann á. MYNDASAGA VIKUNNAR Hver stjórnar þér? biggi@mbl.is The Invisibles: Entropy in the U.K. eftir Grant Morrison. Útgefin af Vertigo/DC Comics árið 2001. Fæst í myndasöguverslun Nexus. skilgreinir tónlist sveitarinnar og segir hana alls ekki spila síðrokk en það sé „ömurlegasta tónlist- arskilgreining sem fyrirfinnst á þessu jarðríki okkar“. Hljómsveit- in leiki hins vegar „alternative aggressive rockrock massive“ sem myndi útleggjast sem „gegnheilt jaðargrimmdarrokkrokk“. Fuga er sveit sem hefur verið til í um eitt og hálft ár en einbeitt sér að viðveru í búlskúrnum að sögn Péturs Einars Jóhannssonar, eins liðsmanns sveitarinnar. Meðlimir koma annars vegar úr Árbæjar- sveitinni Pornopop, samstarfsverk- efni Péturs og bróður hans, sem einnig er meðlimur í Fugu. Porno- pop gaf einmitt út hljómdiskinn Blue árið 1997 sem féll einkar vel í kram gagnrýnenda sem og ann- arra. Restin af sveitinni kemur úr hinu eðla Mosfellsbandi, Bee Spid- FASTUR punktur í dægurtónlist- armenningu Reykjavíkur hafa ver- ið svofelld Stefnumótakvöld sem Undirtónar standa fyrir á veitinga- staðnum Gauki á Stöng. Í kvöld mun nýrokkið ráða ríkj- um en það eru Úlpa, Fuga og Dikta sem munu stíga á svið. Úlpan hefur verið iðin við hljóm- leikahald að undanförnu en breið- skífa frá henni er væntanleg í end- aðan ágúst. Hljómsveitina Diktu ættu ein- hverjir að kannast við sem lagt hafa leið sína á Músíktilraunir Tónabæjar undanfarin ár en hún er skipuð fjórum ungum piltum úr Garðabæ og af Álftanesi. Að sögn Hauks Heiðars Haukssonar, gít- arleikara og söngvara, er stefnan tekin á hljóðverið fljótlega þó tími og fjárráð ráði að sjálfsögðu hrað- anum á því ferlinu. Haukur kveður fast að er hann ers, sem gerði garðinn frægan á Músíktilraunum hér um árið, en þar var gítarleikari og forsöngvari enginn annar en Jónsi úr Sigur Rós. „Mig minnir að við höfum spilað opinberlega einu sinni áður,“ segir Pétur jafnframt. „Við leikum ein- hverskonar vælurokk og erum búnir að taka upp tvö lög í hljóð- veri Sigur Rósar en vitum ekki al- veg hvað við ætlum að gera með þau. Við stefnum þó að því að koma einhverju út með tíð og tíma.“ Hann bætir því við að lokum að væntanleg sé ný plata frá Porno- pop á þessu ári. Gestum er gert að reiða 500 kr. af hendi við inngang, fýsi þá að kanna það sem á boðstólum er. Aldurstakmark miðast við 18 vetur og er hurðum upp lokið kl. 21.00. Jaðargrimmdarrokkrokk Stefnumót á Gauknum Rokkrokksveitin Dikta. ÞÖGLI Bítillinn, George Harrison, hefur tjáð vini sínum og sam- starfsmanni, upptökustjóranum George Martin, að dauðinn sé ekki langt undan. Harrison hefur að undanförnu verið að gangast undir meðferð vegna heilaæxlis en henni hefur nú verið hætt. Að sögn Martin bíður Harrison síðasta ævikvöldsins með stóískri ró. „Hann tekur því rólega og von- ast eftir því að þetta hverfi. Hann býr yfir óendanlega miklu and- legu þreki en veit engu að síður að hann er að deyja og er sáttur.“ Árið 1998 gekkst Harrison und- ir skurðaðgerð þar sem æxli í hálsi var fjarlægt. Fyrr á þessu ári var hann jafnframt greindur með lungnaæxli og talið er að helmingur annars lungans hafi verið fjarlægður í því skyni að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu sjúkdómsins. Ekki nóg með að sjúkdómar hafi ógnað lífi Harrison und- anfarið því að síðla árs árið 1999 réðst maður inn á heimili hans og stakk hann með hnífi níu sinnum. Kona Harrisons, Olivia, bjargaði manni sínum með því að berja innbrotsþjófinn í hausinn með lampa. Harrison dvelur nú í sumarhúsi sínu á Hawaii. Bíður með stóískri ró Reuters George Harrison bíður átekta, hugsanlega dauðans, á Hawaii um þessar mundir. George Harrison á dánarbeðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.