Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 47
Crouching Tiger, Hidden Dragon  Mögnuð ástarsaga frá Ang Lee úr gamla Kína, sem sigrast á þyngd- arlögmálinu í glæsilegum bardagaat- riðum.(A.I.) Hraðbrautin 2/Freeway 2  Óvægin, hömlulaus og grótesk kvik- mynd með stingandi samfélags- gagnrýni. Svona kvikmynd hefði Tar- antino líklega gert hefði hann fæðst sem kona. Brúin/ Un pont entre deux rives  Frönsk ástarsaga, í leikstjórn Gérard Depardieu og Frédéric Auburtin, sem fer sínar eigin leiðir og er áhuga- verð fyrir vikið. Hinsta kvöldið/ Last Night Djúp og eftirminnileg kanadísk kvik- mynd sem fjallar um hversdagsleik- ann andspænis heimsenda. Saga Arturo Sandoval /For Love or Country: The Arturo Sandoval Story  Trúverðug og átakanleg sönn saga af kúbverska trompetleikaranum Art- uro Sandoval og baráttu hans fyrir pólitísku hæli í Bandaríkjunum. Andy Garcia hefur aldrei leikið betur. Lifendur og liðnir / Waking the Dead  Óvenju trúverðug ástarsaga með al- varlegum pólitískum undirtóni. Frá- bær leikur hins rísandi Billy Cudrup og örugg leikstjórn hins óuppgötvaða leikstjóra Keiths Gordons. Unbreakable  Áhugaverð og þægileg kvikmynd sem veltir upp tilvistarspurningum á spennandi hátt. (H.L.) Villiljós  Djörf, oft bráðfyndin, annað veifið glimrandi vel skrifuð lýsing á ótta og tilvistarkreppu reykvísks æskufólks og leikurinn yfirleitt góður.(S.V.) The Contender  Býsna áhugaverð mynd um bak- tjaldamakk pólitíkusanna í Hvíta hús- inu. Góðir leikarar og fín flétta. (H.L.) Tregi tryllta mannsins / Wild Man Blues  Fín „fluga á vegg“-heimildarmynd um sjaldgæfa Evrópureisu klarí- nettleikarans Woodys Allens og djasssveitar þeirrar sem hann hefur leikið með á hverju mánudagskvöldi í áraraðir. Fortíðardraugar / The Yards  Þétt og gott spennudrama um vand- kvæði sem geta verið bundin því að reyna að snúa baki við vafasamri for- tíð. Leikur Marks Wahlbergs er lág- stemmdur en lúmskur. Billy Elliot  Einföld, falleg og fyndin mynd um baráttu 11 ára drengs að fá að vera hann sjálfur, og pabba hans við að finna einhverja von.(H.L.) Tígurland / Tigerland  Frábært drama um harðneskjuna sem ríkir í æfingabúðum fyrir unga hermenn sem bíða þess að verða sendir til Víetnam. Aðalleikarinn Col- in Farrell er næsta ofurstjarnan. Dópsalinn / Drug Dealer  Lítil mynd gerð af vanefnum en aug- ljósri ástríðu. Lýsir eymdarlífi smá- krimmans á strætum New York- borgar. Svo hrá að blóðið drýpur úr. GÓÐ MYNDBÖND Tigerland: Colin Farrell og Matthew Davies, upprennandi leikarar í frábærri mynd. Ottó Geir Borg, Heiða Jóhannsdótt ir Skarphéðinn Guðmundsson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 47 betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6. B.i. 16 Sýnd kl. 8.  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Dýrvitlaus og drepfyndinn Sýnd kl. 8 og 10. Keanu Reeves og James Spader Sýnd kl. 10. B.i. 12 Sýnd kl. 6. EÓT Kvikmyndir.is Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 10. www.sambioin.is Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr 243. Kvikmyndir.com strik.is Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Dýrvitlaus og drepfyndinn Sýnd kl. 8. Ísl tal. Vit nr. 245 Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 6 Vit nr 249.Sýnd kl. 8 og 10 Vit nr 243. Kvikmyndir.com strik.isSpenna á yfir 380 km hraða! Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit nr. 245 Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr 243. One Night at McCool´s er sýnd í Regnboganum MAGNAÐ BÍÓ  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters! Sýnd. 6, 8 og 10. Dýrvitlaus og drepfyndinn Með Rob Schneider úr (Deuce Bigalow: Male Gigolo.) Framleitt af hinum eina sanna Adam Sandler Sýnd. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is Framleitt af hinum eina sanna Adam Sandler Dýrvitlaus og drepfyndinn Sýnd kl. 8 og 10. B. i 12 ára. Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Kvikmyndir.com Strik.is AF ÞEIM 11 myndum sem gefnar voru út á myndbandi í síðustu viku ná tvær þeirra þegar í stað að skipa sér meðal þeirra mest leigðu, The Way of the Gun og Billy El- liot. The Way of The Gun kom út á mánudeginum og virðist freista flestra er skella sér út á leiguna þessa dagana. Hér er á ferð has- armynd eftir handritshöfund The Usual Suspect, Christopher McQuarrie, en þetta er fyrsta myndin sem hann leikstýrir. Það spillir vart fyrir áhuganum að ný- bakaður Óskarsverðlaunahafi, Benicio Del Toro, er í aðalhlut- verki ásamt fyrrum ungstirninu Ryan Phillips og gamla jaxlinum James Caan. Del Toro leikur í þremur mynd- um sem frumsýndar eru á árinu. Fyrsta skal nefna The Pledge, þriðju mynd leikarans Seans Penns, sem frumsýnd var á Cann- es kvikmyndahátíðinni við góðar undirtektir. Einnig leikur Del Toro í brasilísku myndinni Assumption of The Virgin á móti Juliette Bin- oche og nýjustu mynd hins gam- alkunna William Friedkin The Hunted á móti Tommy Lee Jones. Billy Elliot kom út undir lok vik- unnar en nær samt 4. sætinu sem bendir til þess að hún muni klífa enn hærra í næstu viku. Myndin var einn af óvæntustu glaðningum bíóársins í fyrra. Einföld skosk saga af ungum dreng sem dreymir um að verða balletdansari en mætir mótspyrnu fjölskyldu sinnar, sem vill að hann verði hnefaleikakappi eins og allir „sannir“ karlmenn. Leikstjór- inn, hinn efnilegi Stephen Daldry, er kominn til Hollywood og síðar á árinu verður frum- sýnd fyrsta draumasmiðjumynd hans, dramað The Hours, sem skartar heilu „stjörnukerfi“, þ.á.m. leikkonunum Nicole Kid- man, Meryl Streep og Julianne Moore. Byssu- bófar og ballet- dans Einbeittir bófar gera sér grein fyrir að vegir byss- unnar eru órannsakanlegir.                                                                !" #    !"   !"   !"   !" #    !"   !" #  $%&'( !#'   !"   !"   !"   !"  )   )  #  #  #  * * +   ,  * +   * +   * * +   +   +   +   +   +   +   * +   *                      !  ""#$  %"   !    ! & #'  (     )#*+ ,-.,/  )#*+ -).,0  )#*+ -1.-2 3 "435   6  7   88 2  Tveir nýliðar á myndbanda- listanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.