Morgunblaðið - 01.08.2001, Page 26

Morgunblaðið - 01.08.2001, Page 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ VONSKUVEÐUR og hávaðarok komu ekki í veg fyrir að fólk legði leið sína í Reykholt á föstudags- kvöldið. Beethoven var aðdráttarafl- ið, og fátt sem getur haldið aftur af hans traustustu vinum. Í fimm ár hefur Steinunn Birna Ragnarsdóttir nú skipulagt tónleikahald í Reyk- holtskirkju, eina helgi á sumri, og hún hefur haft lag á því að velja sam- an góða tónlistarmenn og sérstak- lega áheyrilega efnisskrá. Dúett í Es-dúr, fyrir víólu og selló sýnir glaðan og næman Beethoven. Ljúf tónlistin var sprelllifandi í flutn- ingi Ásdísar Valdimarsdóttur og Michaels Stirlings. Stirling hefur sérstaklega fallegan og þéttan tón á sellóið, meðan tónn Ásdísar á víóluna er mýkri og þýðari. Samspil þeirra var með eindæmum fallegt og jafnt. Sif Túliníus, Ásdís Valdimarsdótt- ir og Bryndís Halla Gylfadóttir léku Serenöðu í D-dúr fyrir fiðlu, víólu og selló. Glettni og fjör eru ríkjandi í fyrsta þætti verksins og var leikur kvennanna öruggur og kraftmikill. Í öðrum þætti átti Sif einstaklega fall- egt sóló á fiðluna í laglínu sem gæti eins hafa verið bel canto aría. Eftir annan kraftmikinn og fjörugan þátt kemur tregaþrungin melódía, þar sem fiðla og víóla léku í áttundum sitt ljúfsára lag; mjög áhrifamikið. Fiðlan er aftur boðberi gleðinnar og sellóið fær að njóta sín með aðalstef; loks fær víólan að láta ljós sitt skína með sólóstrófu, og sellóið tekur und- ir í óskaplega fallegri músík sem rís og hnígur eins og heitur andardrátt- ur. Leikur Sifjar, Ásdísar og Bryn- dísar Höllu var stórkostlegur; átaka- mikill og spennuþrunginn þar sem við átti, en annars blíður og auð- mjúkur. Það var gaman að heyra þetta litla fallega verk svo vel flutt. Í Píanótríói op. 1 nr. 3 í c-moll er Beethoven samur við sig. Hann lauk við verkið um 1794, eða um það leyti sem heyrnardeyfðar hans fer fyrst að gæta. Þó er enga deyfð að finna hér; þetta yndislega verk hans er þróttmikið, jafnvel svolítið sársauka- fullt, en þó svo mikill ljúflingur, barmafullur af lífi. Mikið mæðir á píanóleikaranum – Beethoven hefur haft einhvern sérlega fingrafiman í huga – kannski sjálfan sig, því mikið er um skala og hlaup fram og aftur og upp og niður og annríki hjá píanó- leikaranum. Í undurfögrum andante þættinum fá hljóðfærin hvert um sig að njóta sín í einleiksstrófum, og menúettinn er þokkafullur og stillt- ur. Sú stilling hverfur út í veður og vind í lokaþættinum, þar sem Beethoven verður sannarlega eld- fimur; allt ætlar um koll að keyra og gífurlegur kraftur leysist úr læðingi. Þessi dramatísku átök skila sér vart nema í afbragðs flutningi, og ekkert vantaði á að Sif, Bryndís Halla og Steinunn Birna hrærðu við hverri einustu taug hlustandans. Þetta var magnaður flutningur, ferskur og lifandi. HEFÐ er komin á það að á Reyk- holtshátíð séu að í það minnsta einir söngtónleikar. Að þessu sinni voru gestir hátíðarinnar þýsku hjónin Lisa Graf sópransöngkona og Peter Bortfeldt píanóleikari, en þau starfa við óperuna í Aachen. Mikill fengur var að því að fá þessa listamenn hingað. Efnisskráin var metnaðar- full með sígildum ljóðasöngsperlum, en líka söngvum sem heyrast sjaldn- ar, og var þessi mixtúra afar bragð- góð og fagmannlega saman sett. Lisa Graf fór varfærnislega af stað í ljóðasöngvum Schumanns. Í Widmung, eða Tileinkun var túlkun Lisu ekki með þeim ákafa og djörf- ung sem maður heyrir flesta söngv- ara leggja í þessa heitu ástarjátn- ingu; viðkvæmi og innileiki voru hennar stílbragð, og sú túlkun var mjög sannfærandi þótt hún væri frekar óvenjuleg. Söngur Súleikur var í sama anda, merktur einlægn- inni fremur en ákafanum og túlkunin falleg og tær. Lótusblómið var hreint út sagt hrollvekjandi í fegurð sinni, en í ljóðinu Jemand sneri Lisa Graf upp á viðkvæmnina og brá fyrir sig húmor í óðnum til Einhvers síns, sem hún elskar afar heitt. Der Nuß- baum, eða Hnotviðurinn sem breiðir laufskrúð sitt og blóm yfir stúlku sem þráir ást var dæmalaust fallega flutt, og áhrifamikið diminuendo í lok lagsins, og hrífandi veikur söng- ur hæfðu beint í hjartastað. Söngvar Brahms eru erfiðir en óumræðilega fallegir þegar lista- menn hafa á þeim rétta takið. Lisa Graf og Peter Bortfeldt áttu ekki í nokkrum vandræðum með að hræra við gagnrýnanda með framúrskar- andi túlkun sinni. Ach, wende diesen Blick var stórfenglegt í flutningi þeirra og Es träumte mir og Wenn du nur zuweilen lächelst voru mettuð því sársaukafulla yndi sem Brahms lætur svo vel að draga fram í tónlist sinni. Unbewegte, laue Luft var á hinn bóginn ólgandi af óþreyju ástríðufullrar löngunar. Blíð og mjúk túlkun listamann- anna á ljóðinu Ef til er unaðsleg grasflöt, eftir Franz Liszt var hríf- andi. Langir veikir tónar sem Lisa Graf kann svo vel að beita skapa mikla dýpt í landslag tónlistarinnar. Í ljóðinu: Hvernig, sögðu þeir, var teflt fram dulúð og spurn. Flutning- ur þessa lags var hreint út sagt frá- bær, og í laginu Ó, þegar ég sef, beitti Lisa Graf enn töfrabragði sínu í löngu fallegu diminuendo sem fær hrollinn til að hríslast með þeim sem á hlustar. Lokalagið í Lisztsyrpu, Barn mitt, ef ég væri konungur var prýðilega flutt, þrátt fyrir að söng- konuna þryti textaminnið. Lög Duparcs eru miklar perlur. Boðið til ferðar, er sviðsett með sefj- andi öldum hafsins, sem píanóið túlk- aði svo ágætlega. Í ljóðinu er ferða- langnum heitið himnasælu, þar sem ekkert er nema regla, fegurð, vel- lysting og munaður, þegar ferðalagið langa er á enda. Chanson triste var yndislega fluttur og í Extase spilaði Lisa Graf enn með tilfinningar hlust- andans í sérstaklega blæbrigðarík- um söng. Þar sýndi Peter Bortfeldt líka sínar allra bestu hliðar í fallega mótuðum inngangi og millispilum milli erinda. Eftirspil hans í Phydilé var ekki síður hrífandi og yndislegt og túlkun þeirra beggja á því ljúfa ástarkvæði fegurðin uppmáluð. Í ljóðum Richards Strauss gafst meira svigrúm fyrir fjör og kátínu. All mein Gedanken gneistaði af fjöri; Allerseelen og Das Rosenband ívið rórri og heitari, en lokalagið, Heim- liche Afforderung þar sem elskend- ur skipuleggja leynilegan ástarfund var virkilega flott í flutningi Lisu Graf og Peters Borfeldts. Það var mikið klappað í Reyk- holtskirkju þegar formleg efnisskrá þessara tónleika var tæmd. Gestir risu úr sætum og augljóst var að listamönnunum þýsku yrði ekki sleppt án aukalaga. Þá fengum við að heyra hvers vegna Lisa Graf er ein af eftirsóttustu óperusöngkonum Þýskalands. O mio babbino caro úr Gianni Schicci eftir Puccini var hríf- andi, en lokalagið, Tileinkun eftir Strauss, var enn ein staðfesting á ágæti þessara velkomnu gesta. Söngrödd Lisu Graf er sérlega tær og klingjandi falleg, og hún hefur sterka útgeislun; syngur jafnvel með augunum. Þetta var heillastund í Reykholtskirkju, og óskandi að þessa gesti ræki á fjörur okkar oftar. DANS hinna blessuðu sálna úr Orfeifi og Evridísi eftir Gluck er lag sem allir þekkja og hafa margsinnis heyrt í flutningi alls konar lista- manna. Það er ekki vandalaust að koma svona margleiknu stefi frá sér þannig að eitthvað nýtt sé sagt. Sif Túliníus bókstaflega negldi salinn með óhemju fallegum fiðluleik sín- um. Næturljóð eftir Chopin fylgdi. Samleikur Sifjar og Steinunnar Birnu var fágaður og hundrað pró- sent samstilltur, það var unun að hlusta á þær. Michael Stirling og Steinunn Birna léku Adagio úr Selló- konsert í D-dúr eftir Haydn. Selló- leikur Stirlings var góður og túlk- unin fín, en nokkrir óþarfa óhreinir tónar dúkkuðu upp á vondum stöð- um. Steinunni Birnu lætur meðleiks- hlutverkið vel. Hún hefur næma til- finningu fyrir andardrætti hins hljóðfærisins og hennar leikur rís og hnígur í fullkomnu samræmi við það. Richard Simm lék sér að því að töfra fram gosbrunna, annars vegar þann eftir Ravel, og hins vegar Gos- brunnana í Villa D’Este eftir Liszt. Hvor tveggju eru stórbrotin glans- númer – verk Liszts þó ívið mikilúð- legra. Fallegur ásláttur Richards Simm laðaði jafnt fram mýkt og létt- leika í smæstu sprænum, sem og þunga og kraft mestu boðafallanna . Verk Ravels er tærara og gegn- særra og þar er pentatóníski fimm tóna skalinn áberandi, með sínum austræna blæ. Richard Simm er mikill píanisti og lék verkin tvö sér- staklega glæsilega og með píanísk- um bravúr. Richard Simm var einnig meðleikari Michaels Stirlings í Eleg- íu eftir Gabriel Fauré. Þarna fóru þeir á kostum, Stirling söng heitum og tilfinningaþrungnum tón á sellóið, og Richard Simm var honum full- komlega fylginn, og lék millispil með syngjandi lýrík. Tríó í a-moll ópus 114 var upphaflega samið fyrir klar- inettu, selló og píanó, en hér flutt með víólu í stað klarinettunnar. Þetta var djörf hugmynd, því á þenn- an hátt heyrist verkið tæpast nokk- urn tíma. Þó ætlaðist Brahms til þess að sá möguleiki væri fyrir hendi, því þegar hann sendi nótur að verkinu til útgefanda síns, bað hann um að klarinettuparturinn, yrði líka skrifaður í víólulykli, þannig að báðir kostir væru opnir. Sellóið kynnir upphafsstef verksins og brahmsísk ólga leysist úr læðingi. Í adagio þættinum fær víólan að njóta sín vel. Andantino grazioso var þokkafullt og leikur tríósins sem eitt hljóðfæri væri. Í lokaþættinum geysist Brahms enn af stað, það er allt svo knýjandi og sprengikrafturinn mik- ill. Hann notar sekvensa til að trekkja stuðið allt til tilþrifamikils niðurlagsins. Flutningur verksins var glæsilegur og mjög dýnamískur, rétt eins og Brahms á að vera. LOKATÓNLEIKAR Reyk- holtshátíðar hófust á því sem kalla mætti elsta dægurlag mannkynssög- unar, La folia, sem eignað er Corelli, vegna tilbrigðanna sem hann samdi við það. Höfundur stefsins er óþekktur, en ótal tónskáld allt frá ómunatíð hafa gert því skil á allra handa máta. Sif Túliníus lék með Steinunni Birnu útsetningu Kreisl- ers á tilbrigðum Corellis. Flutningur þeirra var fágaður og samstilling þeirra sérstaklega góð. Glæsileg ka- densa í lokatilbrigðinu sveif leikandi létt og átakalaust frá fiðlu Sifjar. Sónata fyrir tvö selló eftir Bois- mortier kom verulega á óvart. Þarna var lítið og sérlega ljúft verk leikið af mikilum þokka og innileik af þeim Bryndísi Höllu og Michael Stirling. Sellóin féllu vel hvort að öðru og það var virkilega indælt að uppgötva þetta verk í svona frábærum flutn- ingi. Rondo fyrir víólu og píanó eftir Sibelius naut sín ekki nógu vel. Jafn- vægið milli hljóðfæranna var víól- unni í óhag, og betur hefði farið að hafa flygilinn minna opinn. Richard Simm og Steinunn Birna spiluðu fjórhent í glimrandi barna- svítu eftir Debussy. Þar eru loka- þættirnir tveir betur þekktir sem sjálfstæð verk, Menúettinn var ynd- islegur og ljóðrænn í flutningi þeirra, en snerpa og fjör einkenndu lokaþáttinn. Verkið var í heild skín- andi vel leikið. Lokaverk efnisskrár- innar var Píanókvartett op. 15 í c- moll eftir Gabriel Fauré. Sif Túl- iníus, Ásdís Valdimarsdóttir, Michael Stirling og Richard Simm léku. Það þarf ekki að orðlengja það að flutningur þessa verks var mjög góður. Þetta er tónlist sem andar og bifast, ólmast og knýr á. Leikur Richards Simm var stórbrotinn. Í öðrum þætti var leikur hans sindr- andi bjartur yfir plokkuðum leik strengjanna og í lokaþættinum þar sem hamagangurinn var hvað mest- ur var leikur hans sérstaklega fall- egur. Strengirnir eiga líka sínar un- aðsstundir í þessu frábæra verki og nægir þar að nefna áhrifamikila inn- komu þeirra hvers á fætur öðru í þriðja þættinum, einradda leik þeirra í áttundum sem leysist upp í safaríka harmóníu Faurés. Þetta voru góðir tónleikar, eins og aðrir tónleikar á þessari hátíð. Vöxtur í tónleikahaldi á sumrin hefur gjörbreytt landslagi tónlistar- innar á Íslandi, og fjöldi manns hefur yndi af því að sækja þessa listvið- burði. Í Reykholti hefur Steinunni Birnu Ragnarsdóttur tekist frábær- lega vel að marka stefnu og svipmót þess sem þar er í boði. Áhersla á sí- gild verk á miklum vinsældum að fagna, en það sem úrslitum ræður, er hversu vandað er til flutnings. Lofs- vert er að bændur í Reykholtsdal hafa gefið kirkjunni flygilinn sem leikið er á, en hann reynist vera úr- vals hljóðfæri. Samvinna íslenskra tónlistarmanna og erlendra gesta, allt framúrskarandi listamanna, skapar sérstaklega gott og gefandi andrúmsloft. Það var sérstök ánægja að heyra í Ásdísi Valdimars- dóttur sem starfað hefur erlendis um árabil. Þar er hún víóluleikari hins heimsfræga Chilingirian kvartetts, en eiginmaður hennar, Michael Stir- ling er sellóleikari annars frægs kvartetts, Brindisi kvartettsins. Eins og reyndin var nú, eru þeir fjöl- margir sem sækja alla tónleika há- tíðarinnar, gista í Reykholti, eða koma úr nærliggjandi sumarhúsa- byggðum, og þeir voru þónokkrir sem luku helgardvöl sinni með því að tryggja sér aðgang á hátíðina að ári. Það er ekki síst samfélag þessara dyggu tónlistarunnenda, heima- manna og listamannanna sem skap- ar þá góðu stemmningu sem ríkir í Reykholti. Það er líka fátt betra en að njóta frábærrar listar í jafnfögru og hugvekjandi umhverfi og þar er. Framúrskarandi listamenn og góð tónlist í Reykholti TÓNLIST R e y k h o l t s k i r k j a Verk eftir Ludwig van Beethoven. Flytjendur: Ásdís Valdimarsdóttir, Michael Stirling, Sif Túliníus, Bryn- dís Halla Gylfadóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Föstudag kl. 21.00. KAMMERTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Golli Nýja kirkjan og Snorrastofa í Reykholti. Lisa Graf sópran og píanóleikarinn Peter Bortfeldt fluttu ljóðasöngva eftir Schumann, Brahms, Liszt, Duparc og Richard Strauss. Laugardag kl. 15.00. SÖNGTÓNLEIKAR Verk eftir Gluck, Chopin, Haydn, Liszt, Fauré, Ravel og Brahms. Flytjendur: Sif Túliníus, Richard Simm, Bryndís Halla Gylfadóttir, Michael Stirling, Ásdís Valdimars- dóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Laugardag kl. 21.00. KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Corelli, Boismortier, Sibelius, Debussy og Fauré. Flytj- endur: Sif Túliníus, Ásdís Valdi- marsdóttir, Michael Stirling, Bryn- dís Halla Gylfadóttir, Richard Simm og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Sunnudag kl. 16.00. KAMMERTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.