Morgunblaðið - 01.08.2001, Page 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 35
✝ Sigríður Stefáns-dóttir fæddist í
Borgarnesi 27. októ-
ber 1922. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akraness
24. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Stefán
Ólafsson skósmiður,
f. 8. júlí 1895, d. 10.
september 1986, og
Sigurbjörg Magnús-
dóttir húsmóðir, f. 6.
desember 1896, d.
20. apríl 1978. Bróð-
ir Sigríðar er Magn-
ús Stefánsson, pró-
fessor í sagnfræði í Bergen í
Noregi, f. 25. desember 1931, kona
hans er Gunhild Stefánsson einka-
ritari.
Sigríður giftist 9. janúar 1943
Guðmundi Sverrissyni frá
Hvammi í Norðurárdal. Foreldrar
hans voru Sverrir Gíslason bóndi í
Hvammi og Sigurlaug Guðmunds-
dóttir frá Lundum. Börn Sigríðar
og Guðmundar eru: 1) Sigurlaug
ólfur Grétar, f. 20. janúar 1994, og
Sigríður Herdís, f. 27. október
1996; Sverrir Þórður, bifreiða-
stjóri, f. 24. september 1967, eig-
inkona Díana Linda Sigurðardótt-
ir skrifstofumaður, f. 25.
september 1971, börn þeirra eru
Árni Freyr, f. 30. ágúst 1988, og
Guðmundur f. 4. apríl 1994; Sigrún
Herdís tryggingaráðgjafi, f. 11.
september 1974, maki Magnús Sig-
urðsson, veggfóður- og dúklagn-
ingamaður, f. 30. júlí 1974, börn
þeirra eru Ágústa Kristín, f. 23.
maí 1995, og Sigurbjörg Herdís, f.
25. október 1999. 3) Sverrir bóndi,
f. 23. febrúar 1950, eiginkona Sig-
þrúður Margrét Þórðardóttir
bóndi, f. 24. mars 1952, börn
þeirra eru: Hrafnhildur háskóla-
nemi, f. 20. nóvember 1976, Þórð-
ur Smári, húsasmiður og háskóla-
nemi, f. 4. júní 1979, og Sverrir
Már nemi, f. 6. júlí 1985. 4) Guð-
mundur Stefán starfsmaður Fjöl-
iðjunnar í Borgarnesi, f. 14. júlí
1957.
Sigríður lauk gagnfræðaprófi
frá Flensborg árið 1939 og prófi
frá húsmæðraskólanum á Staðar-
felli 1941.
Útför Sigríðar fór fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 31.
júlí.
kennari, f. 12. septem-
ber 1943, maki Indriði
Valdimarsson skrif-
stofustjóri. Börn
þeirra eru: Sigríður
kennari, f. 14. mars
1972, maki Hjörtur
Hróðmarsson raf-
eindavirki, f. 20. nóv-
ember 1970, dætur
þeirra eru Ingveldur
María, f. 31. janúar
1994, og Sigurlaug
Rún, f. 20. mars 1997;
Ingibjörg hjúkrunar-
fræðinemi, f. 25. októ-
ber 1977, unnusti
Ragnar Fjalar Þrastarson sölu-
fulltrúi, f. 19. júní 1977; og Valdi-
mar, fjölbrautaskólanemi, f. 30.
mars 1983. 2) Sigríður Herdís
skrifstofumaður, f. 30. mars 1946,
maki Sigurður Þórðarson, þau
skildu. Börn þeirra eru Guðmund-
ur matreiðslumeistari, f. 11. júní
1965, sambýliskona Unnur Run-
ólfsdóttir skrifstofumaður, f. 12.
ágúst 1967, börn þeirra eru Run-
Elsku mamma.
Margs er að minnast, nú þegar
þú hefur kvatt þessa jarðvist vora,
þrotin að kröftum. Okkur er efst í
huga öll þín ástúð og umhyggja og
hvað þú lagðir hart að þér til að
okkur liði öllum sem best. Það eru
forréttindi að fá að eiga slíka for-
eldra sem þið pabbi voruð, traust og
samhent. Öll yndislegu árin í
Hvammi, fallega æskuheimilið,
hlýja og ástúð alla tíð. Þessu er ekki
hægt að gleyma.
Eftir að þið fluttuð í Borgarnes
var oft skotist þangað. Alltaf var
tekið á móti okkur með sömu ást-
úðinni. Hvað þú gladdist við hvert
barnabarn sem fæddist og varst
góð amma og síðan langamma. Og
að litla Sigga Dísa skyldi fæðast 27.
október, á afmælisdaginn þinn, það
var mikil gleði. Það var sárt að
horfa upp á það þegar heilsan fór að
bila. Fyrst greindist parkinsons-
veikin, en þú reyndir að halda
áfram af öllum mætti. Þá var ómet-
anlegt hvað pabbi hjálpaði þér mik-
ið og vel. Eftir að þið komuð í litlu
þjónustuíbúðina ykkar hallaði stöð-
ugt undan fæti. En þú, elsku
mamma, prjónaðir af mikilli list og
bakaðir pönnukökur til að bjóða
gestum ykkar þótt þú værir þrotin
að kröftum. Síðustu pönnukökurnar
bakaðir þú sitjandi á stól og þá voru
gestirnir ykkar hún Anna og hann
Óli.
Öll símtölin okkar á kvöldin, að
heyra röddina þína, það var ólýs-
anlegt þegar þú sagðir „Silla mín“,
„Sigga mín“.
Mesta gleði þín var þegar afkom-
endurnir komu í heimsókn á stórhá-
tíðum og tyllidögum. Þá var alltaf
nóg til á veisluborði og þegar stór
hluti af þínu fólki var við sjúkrabeð
þinn sólarhring áður en þú lést
fannst þér verst að geta ekki haft
mat handa þeim.
Síðustu dagana heima í Borgar-
nesi varstu orðin alvarlega veik og
pabbi hjálpaði þér, hvort sem var á
nóttu eða degi, þrátt fyrir að hans
heilsa væri ekki í lagi. Eftir að þú
hafðir verið flutt á sjúkrahúsið varð
ljóst að meira var að en áður var
vitað. Allt var gert til að finna hvað
það væri, og að lokum kom hið
sanna í ljós og eftir það varð ekki
við neitt ráðið. Við viljum þakka
Lindu fyrir að koma með uppá-
haldsfrænkurnar í heimsókn upp í
Borgarnes, og það var annarri okk-
ar mikil gleði að hjálpa til við mót-
töku þeirra. Enginn vissi þá að
þetta yrði næstsíðasti dagur þinn
heima.
Megi algóður Guð taka þig í fang
sitt og gæta þín.
Stelpurnar þínar
Sigurlaug og Sigríður Herdís.
Strax sem barn að aldri heyrði ég
talað um myndarskap Diddu í
Hvammi sem húsmóður. Hún var
húsmóðir af Guðs náð og naut þess
greinilega.
Didda virtist alltaf tilbúin hvort
sem gestir komu óvænt eða hún
bauð kirkjugestum að ganga til
stofu, sömu rausnarlegu móttök-
urnar.
Það var erfitt að taka við sem
húsmóðir í Hvammi á eftir henni og
hef ég oft fundið vanmátt minn þar.
Til Diddu voru allir velkomnir,
ekki síst börnin.
Hún varðveitti barnið í sér til síð-
asta dags. Hún gat talað við börnin
og hlegið með þeim og alltaf las hún
barna- og unglingabækur og hafði
gaman af.
Eftir því sem afkomendum henn-
ar fjölgaði virtist hjartað hennar
stækka og búa til meira rúm fyrir
alla.
Hún sagði sögur af sínum börn-
um, ömmu- og langömmubörnunum
sem allar urðu fallegar, þó að til-
efnið væri misjafnt.
Það var hnípinn hópur sem
kvaddi ömmu Diddu undir morgun
þann 24. júlí sl. eftir stutta en erfiða
legu. Það vakti eftirtekt okkar hvað
himinninn var fallegur og kyrrðin
mikil þegar við komum út frá henni.
Nú er hún horfin okkur öllum og
væntanlega tekin til við sín vana-
störf annars staðar, frísk og kát.
Líklega prjónar hún nú fallega vett-
linga á litla kalda englaputta, fylg-
ist með okkur öllum og brosir
ömmubrosinu sínu.
Ég stend til brautar búinn,
mín bæn til þín og trúin
er hjartans huggun mín,
minn veiki vinaskari,
ég veit þótt burt ég fari,
er, Herra Guð, í hendi þín.
(Matthías Jochumsson.)
Kveðja og þakkir,
þín tengdadóttir.
Elsku amma. Hugurinn fer á flug
þegar við systkinin rifjum upp allar
samverustundirnar með þér. Við
bræðurnir fengum að dvelja á
sumrin í yndislegu sveitinni ykkar í
Hvammi í Norðurárdal, glæsilega
býlinu ykkar afa. Það voru forrétt-
indi að vera hjá ykkur.
Allur gestagangur og alltaf stór-
veisla hjá þér elsku amma, hversu
margir sem komu. Sama var eftir
að þið flytjið í Borgarnes, þá var
Sigrún Herdís komin í hópinn og
við systkinin nutum þess að koma
til þín. Þú hafðir svo stórt hjarta,
varst svo gáfuð og sagðir okkur svo
margt. Þú unnir allri fallegri tónlist
og baðst afa oft um að spila fyrir þig
uppáhaldslögin þín. Svo fór heilsan
þín að bila og það var sárt að sjá.
En alltaf voru sömu móttökurnar. Í
hvert skipti sem von var á barni
vissir þú það yfirleitt á undan öllum
öðrum. Ekki vegna þess að nokkur
hefði sagt þér það, og kynið gastu
sagt rétt til um líka.
Öll barnabarnabörnin þín veittu
þér mikla gleði og skemmtir þú þér
oft við það að segja sögur af þeim.
Það var alltaf svo gaman að sjá ykk-
ur afa hvað þið voruð samrýnd og
hjálpuðust fallega að. Þú varst snill-
ingur í höndunum og sést það best á
allri þinni fallegu handavinnu sem
prýðir heimilið ykkar afa. Algóður
guð blessi afa og létti honum sorg-
ina.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
En ástin er björt sem barnsins trú,
en blikar í ljóssins geimi,
og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú,
oss finnst þar eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
(Einar Benediktsson)
Þín barnabörn,
Guðmundur, Sverrir,
Sigrún og makar.
„Má ekki bjóða þér meiri teit,
Fiskur?“ er eitt það fyrsta sem
kemur upp í huga minn þegar ég
rifja upp ljúfar minningar um
ömmu Sigríði. Þessi orð ömmu
minnar heitinnar lýsa svo vel mynd-
arskapnum og ákafanum í henni,
þar sem hún reyndi að fá matargest
í Hvammi forðum daga, Teit að
nafni, til að fá sér meiri fisk á disk-
inn. Frá ömmu mátti enginn svang-
ur fara og alltaf hugsaði hún svo vel
um aðra, þessi yndislega kona.
Við hlógum oft að orðaruglinu
með Teit og fiskinn. Og nú er hún
amma mín farin, og við munum ekki
oftar hlæja saman að því. Eða því
þegar ég kom hlaupandi á nýju „té-
kossonum“ mínum upp afleggjar-
ann að Hvammi, fjögurra ára gömul
og nýstigin úr rútunni frá Akranesi.
Eða hvernig gleraugun okkar
glömruðu alltaf þegar við heilsuð-
umst og kvöddumst með faðmlagi.
Eða yfir forföður okkar, Veste
Petreus, og því hvernig afi var allt-
af að grínast með hann. Það var oft
mikið hlegið þegar við nöfnurnar
hittumst og þess mun ég sárlega
sakna. Amma Sigríður hafði mjög
gaman af að hitta eða frétta af
dætrum mínum tveimur og vita
hvað þær höfðu fyrir stafni. Ekki
síður fannst henni gaman að heyra
af kisunni minni litlu, enda amma
sérstakur dýravinur og náttúru-
unnandi. Einhvern tíma fór kisa
meira að segja með okkur í heim-
sókn til ömmu og afa, og hafði
amma mjög gaman af þeirri heim-
sókn.
Amma Sigríður háði stutta, átak-
anlega og hetjulega baráttu síðustu
tvo sólarhringa lífs síns. Það var
okkur í fjölskyldunni og henni
sjálfri mikið áfall þegar við gerðum
okkur grein fyrir hvað allt í einu var
stutt eftir. Að sama skapi var
dásamlegt hvað allir í fjölskyldunni
stóðu saman og studdu bæði hana
og afa og hver annan meðan á dán-
arstríðinu stóð. Það er gott að eiga
góða að og amma hefði verið stolt af
samheldni afkomenda sinna undir
þessum kringumstæðum. Minning-
in um stórkostlega konu stendur
eftir og yljar okkur um hjartaræt-
ur. Yndislega konu, sem bar hag
barna sinna, barnabarna og lang-
ömmubarna fyrir brjósti, og fylgd-
ist nákvæmlega og af áhuga með
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur. Konu, sem lét sér ekki allt
fyrir brjósti brenna og hafði af-
dráttarlausar skoðanir á öllu. Minn-
ingin um konu, sem okkur öllum
þótti einstaklega vænt um og var og
verður alltaf elsku besta amma Sig-
ríður. Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Indriðadóttir.
Á þessari kveðjustundu viljum
við minnast ömmu Diddu í nokkrum
orðum.
Amma var stór og sterk kona og
húsmóðir fram í fingurgóma. Hún
vildi alltaf vera að gefa eitthvað að
borða, prjóna föt og almennt gefa
eitthvað af sér. Það var alltaf veisla
hjá ömmu og því var best að vera
svangur þegar maður mætti á
svæðið.
Amma hélt í barnið í sér alla tíð
og skildi þess vegna þá speki og
visku sem upp úr okkur rann þegar
við vorum yngri. Það var oft spjall-
að um heima og geima. Hver sagði
sína skoðun, ekki síst amma. Maður
kom aldrei að tómum kofunum hjá
ömmu og sýndi hún ávallt áhuga á
öllu sem við gerðum og við vissum
að hún sagði það sem henni fannst.
Og alltaf var stutt í hláturinn.
Þegar við urðum eldri hvatti hún
okkur til að grípa tækifæri sem
okkur gafst og nota þau, en samt
ekki gleyma hver og hvaðan við vor-
um.
Vanilluhringjabaksturinn fyrir
hver jól var hreinlega ein af stórhá-
tíðum ársins. Þessarar hátíðar var
beðið með mikilli eftirvæntingu og
var stund sem við áttum með ömmu
og enginn annar.
Við kveðjum ömmu Diddu nú
með söknuði, rík af minningum um
hana og þökkum kynnin sem hafa
gefið okkur svo margt.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson.)
Þín ömmubörn,
Hrafnhildur, Þórður
Smári og Sverrir Már
Sverrisbörn.
Elsku langamma okkar. Okkur
þykir svo sárt að þú sért farin frá
okkur. Það var alltaf svo gaman að
koma til ykkar langafa.
En við viljum þakka þér innilega
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman og alla sokkana og
vettlingana sem þú sendir okkur.
Með söknuði kveðjum við þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Þín barnabarnabörn,
Árni Freyr, Guðmundur,
Runólfur, Sigríður Herdís,
Ágústa Kristín og
Sigurbjörg Herdís.
Mig langar að minnast Sigríðar
eða Diddu eins og hún var alltaf
kölluð.
Efst er í huga mínum þakklæti til
hennar fyrir samveruna í Hvammi,
Norðurárdal. Eins og þá var títt um
unglinga réðst ég í kaupavinnu til
þeirra hjóna, Guðmundar og Sigríð-
ar, sumarið 1973. Kynni mín af
þeim og börnum þeirra og barna-
börnum voru einkar ánægjuleg og
gefandi og héldust samskiptin við
þau allt fram á þennan dag eins og
ég veit að er um annað kaupafólk
sem var hjá þeim. Það eitt segir
fleiri orð en þarf að tjá þegar komið
er að hinstu kveðju. Sigríður var
hjartahlý kona, glaðlynd og mynd-
arleg húsfreyja í öllum skilningi.
Hún hafði næman skilning á mönn-
um og málefnum og hafði til að bera
gott viðmót. Hún var ætíð gestrisin
með afbrigðum, enda var mjög
gestkvæmt í Hvammi. Heimili
þeirra hjóna var menningarheimili í
besta skilningi þess orðs, þar var
bókasafn sveitarinnar og ekki
skorti lesefnið fyrir kaupafólkið.
Eldri sonurinn Sverrir, þá nýkom-
inn úr tónlistarnámi í orgelleik,
opnaði fyrir okkur nýjan heim
klassískrar tónlistar.
Sigríður gaf sér tíma til að miðla
af kunnáttu sinni og reynslu hvort
sem það var að prjóna, sauma, baka
eða að segja frá. Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að verða samferða
henni um tíma og kynnst ágætum
mannkostum hennar og rausnar-
skap. Guðmundi, Sigurlaugu,
Siggu, Sverri og Muddi og fjöl-
skyldum þeirra færi ég innilega
samúðarkveðju og bið algóðan guð
að styrkja þau á þessari stund.
Þegar vetrar þokan grá
þig vill fjötra inni,
svífðu burt og seztu hjá
sumargleði þinni.
(Þ.E.)
Minningin um Sigríði lifir.
Ásdís Bragadóttir.
SIGRÍÐUR
STEFÁNSDÓTTIR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.