Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 1
174. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 2. ÁGÚST 2001 TUGIR þúsunda Palestínumanna hrópuðu í gær á hefnd er þeir fylgdu til grafar átta mönnum sem féllu í árás Ísraela í fyrradag. Leiðtogar Palestínumanna sögðu í gær að hætta væri nú á allsherjarátökum í Mið- Austurlöndum en Ísraelar vísuðu á bug fordæmingu margra ríkja á að- gerðum þeirra. Þess í stað ítrekuðu þeir að áfram yrði sóst eftir lífi þeirra, sem legðu á ráðin um hryðjuverk. Mikill mannfjöldi, tugir þúsunda og jafnvel allt að 100.000 manns, fylgdi þeim sem féllu síðasta spölinn í borg- inni Nablus í gær. Krafðist fólkið þess að dauða þeirra yrði hefnt og kom víða til átaka að útförinni lokinni. Féll einn Palestínumaður fyrir byssukúl- um ísraelskra hermanna og tveir aðr- ir, sem grunaðir voru um að vera á snærum Ísraela, voru myrtir. Fjöldamörg ríki og alþjóðlegar stofnanir fordæmdu í gær og í fyrra- kvöld árásir Ísraela og þar á meðal Bandaríkjastjórn, dyggasti banda- maður Ísraela. Í yfirlýsingu banda- ríska utanríkisráðuneytisins sagði að árásirnar væru ögrandi og ykju hætt- una á enn meiri hörmungum. Ísraelsstjórn vísaði þessum mót- mælum á bug í gær og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að árásin, sem varð sex Hamas-mönnum og tveimur börnum að bana, hefði tekist mjög vel. Á fundi í ísraelsku ríkisstjórninni í gær var síðan sam- þykkt að halda áfram þeirri stefnu að drepa herskáa Palestínumenn, sem taldir væru hættulegir öryggi Ísraels- ríkis. Vaxandi efasemdir Í Ísrael er vaxandi umræða um réttmæti stefnunnar og sumir fjöl- miðlar halda því fram að í stað þess að lama Hamas-hreyfinguna hafi árás- irnar eflt hana verulega og aukið hættuna á miklu meira blóðbaði. Kom það einnig fram í viðtali sem ísraelska sjónvarpið átti við Abed Rabbo, upp- lýsingaráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar. Þar hvatti hann til að erlendir eftirlitsmenn yrðu fengnir til að fylgjast með ástandinu og myndi þá koma í ljós hverjir væru með ögr- anir. Á það vilja Ísraelar ekki fallast. Tugir þúsunda Palestínumanna við útför þeirra sem féllu í árás Ísraela Hrópað á hefnd og varað við enn meira blóðbaði Reuters Námsmeyjar við háskólann í Amman í Jórdaníu biðja fyrir Palestínu- mönnunum, sem féllu í árás Ísraela í fyrradag. Jórdanskir námsmenn efndu víða til fjölmennra mótmæla í gær vegna stefnu Ísraela. Jerúsalem. AP, AFP.  Fordæmdar/24 BÚIST er við, að rannsóknir á vefja- rækt út frá stofnfrumum úr fósturvís- um manna hefjist í Japan fyrir árslok en fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti hins vegar í fyrradag að banna alla einræktun mannsfrumna, jafnvel í lækningaskyni. Óttast ýmsir, að bannið leiði til þess, að Bandaríkin einangrist og dragist aftur úr öðrum ríkjum í þessum vísindum. Bretar hafa þegar leyft svipaðar rannsóknir og nú verða sennilega leyfðar í Japan. Í væntanlegri reglugerð um rann- sóknir japanskra vísindamanna á stofnfrumum segir, að aðeins megi notast við frumur, sem fást við frjó- semisaðgerðir og yrði að öðrum kosti fleygt. Þær má nota við vefjarækt en eftir sem áður er bannað að einrækta menn og stofnfrumur mega ekki ganga kaupum og sölum. Stofnfrumur eru undirstaða allra vefja mannslíkamans og eru miklar vonir bundnar við, að með ræktun vefja úr þeim megi lækna marga sjúk- dóma, t.d. alzheimers- og parkinsons- veiki, sykursýki og mænuskaða. Þrátt fyrir þessar miklu væntingar samþykkti bandaríska fulltrúadeildin í fyrradag að banna ekki aðeins ein- ræktun manna, heldur alla einræktun mannsfrumna, jafnvel í lækninga- skyni. Tekur bannið einnig til alls inn- flutnings á afurðum vefjaræktunar erlendis frá og þær má því ekki nota í lækningaskyni í Bandaríkjunum. Flýja land? Margir andstæðingar samþykktar- innar segja, að ekki sé öll von úti enn og vona, að leyfðar verði sams konar rannsóknir og í Japan. Að öðrum kosti sé hætta á, að bandarískt vís- indasamfélag einangrist og þá með þeim afleiðingum, að bandarískir vís- indamenn fari úr landi. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafði ekki tjáð sig um samþykktina í gær en hins vegar var haft eftir konu hans, Lauru, að hún styddi rannsóknir á stofnfrumum í lækningaskyni. Einræktun á fósturvísafrumum í lækningaskyni Leyfð í Japan en bönn- uð í Bandaríkjunum Tókýó, Washington. AP. ÞESSAR tvær flugvélar, sem not- aðar voru til að draga á loft svif- flugur, rákust saman í lofti í gær rétt við Rieti-flugvöllinn á Mið-Ít- alíu. Hröpuðu þær til jarðar saman- kræktar en það er af flugmönnun- um að segja, að þeir sluppu með skrámur. AP Óskemmtilegt faðmlag LÖG um nýtt letur gengu í gildi í Aserbaídsjan í gær og við það tækifæri sagði forseti landsins, Geidar Aliev, að von- andi yrði þessi þriðja letur- breyting á 75 árum jafnframt sú síðasta. Allar opinberar stofnanir, fyrirtæki, dagblöð og önnur útgáfa verða nú að nota latínu- letur í stað þess kýrillíska en landsmenn voru neyddir til að taka það upp á sovéttímanum. Áður höfðu þeir um aldaraðir notast við arabískt letur. Leturbreytingin hefur vakið miklar deilur í landinu. Stuðn- ingsmenn latínuletursins segja að það falli betur að tungunni, sem er tyrkneskrar ættar, en það kýrillíska en margir óttast að leturbreyt- ingin verði til að einangra hinn fjölmenna minnihluta rúss- neskumælandi manna í land- inu. Þá gruna sumir blaða- menn Aliev um að vilja gera þeim lífið leitt með þessum hætti en frjáls fjölmiðlun hef- ur ekki verið eitt af forgangs- málum hans. Aserbaídsjan Skipt um letur í þriðja sinn Baku. AP. LEIÐTOGAR stjórnmálaflokkanna í Makedóníu náðu í gær bráðabirgða- samkomulagi um stöðu albönskunn- ar, en hana talar um þriðjungur landsmanna. Hafa friðarviðræðurnar gengið vonum framar og er nú aðeins eftir að ganga frá samningi um skipan lögreglunnar í þeim héruðum, sem eru að mestu byggð Albönum. Bandaríski sendimaðurinn James Pardew og Francois Leotard, sendi- maður Evrópusambandsins, hafa stýrt viðræðunum og sögðu þeir í gær, að nú ylti allt á samkomulagi um lögregluliðið. Náist það munu 3.000 gæsluliðar frá NATO-ríkjunum koma til Makedóníu til að hafa eftirlit með afvopnun skæruliðanna. Haft er eftir heimildum, að sam- komulagið um stöðu albönskunnar feli í sér, að hana megi nota á þingi og í dómskerfinu og öll lög verði einnig birt á henni. Makedónskan, tunga slavneska meirihlutans, verði hins vegar opinbert mál ríkisstjórnarinnar og í alþjóðlegum samskiptum. Sagt er, að lítið vanti á sátt um skipan lögreglunnar eftir að leiðtogar albönsku stjórnmálaflokkanna féllu frá kröfum um stofnun sérstaks, al- bansks lögregluliðs, sem yrði óháð makedónska innanríkisráðuneytinu. Nú er rætt um, að Albanir fái sömu yfirráð í sínum héruðum yfir lögregl- unni og slavar. Þrátt fyrir friðarviðræðurnar hafa albanskir skæruliðar haft sig nokkuð í frammi en yfirmaður varnarmála í landinu sagði í gær, að það yrði ekki látið spilla viðræðunum. Sagt er, að fimm foringjar skæruliða hafi týnt lífi í bænum Gostivar um síðustu helgi en ekki er vitað með hvaða hætti það varð. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna í Makedóníu semja um stöðu albönskunnar Mikilvægt skref í átt til friðar Ohrid. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.