Morgunblaðið - 02.08.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.08.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEITINGAMENN og kaffihúsa- gestir sem blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins heimsóttu í gær, á fyrsta gildisdegi nýju lag- anna, reyndust vera á einu máli um gagn og nauðsyn laganna – þau væru ekki slæm hugmynd á blaði en í reynd illframkvæmanleg og kynn- ingarmálum væri ábótavant. „Við ætlum að hætta alveg að selja tóbak,“ er það fyrsta sem Anna Karen Sverrisdóttir, framkvæmda- stjóri Café Milanó, segir þegar hún er innt eftir viðbrögðum við nýjum tóbaksvarnalögum. Ástæðuna er að hennar sögn ekki hægt að rekja beint til nýrra laga heldur síhækk- andi tóbaksskatta. „Veitingaleyfið ætti að duga og algjör óþarfi er að leggja endalausa skatta ofan á vör- una. Við höfum því ákveðið að klára þær tóbaksbirgðir sem við eigum og hætta svo allri sölu.“ Rekstraraðilar Café Milanó hófu undirbúning fyrir breyttar aðstæð- ur í veitingarekstri fyrir rúmu ári þegar staðurinn ákvað að setja al- gjört reykbann í hádeginu þegar mesta ösin er. Anna Karen segir breytingarnar nú því ekki verða eins hastarlegar og ella og að við- skiptavinir staðarins hafi haft lang- an tíma til að aðlagast. „Flestir við- skiptavina okkar hafa verið mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag og það mælst vel fyrir. Starfsfólkið er líka ánægt því að það er miklu þægi- legra að vinna á reyklausum vinnu- stað. Nú hefur fjöldi reyklausra borða yfir daginn verið aukinn og við teljum okkur uppfylla þessar nýju kröfur mjög vel.“ Veitingamenn fengu engar upplýsingar Anna Karen segist reyndar afar undrandi og óánægð með hvernig staðið hafi verið að kynningu lag- anna innan veitingahúsageirans þar sem engar upplýsingar hafi borist veitingamönnum, hvorki skrifleg fyrirmæli né að fulltrúi frá löggjaf- arvaldinu hafi komið og kynnt eig- endum og starfsfólki í hverju breyt- ingarnar felast. „Upplýsingaflæðinu er algjörlega ábótavant, reglur hafa ekki verið kynntar og upplýsingar eru nær engar. Af þeim upplýsingum sem ég hef viðað að mér um lögin sýnast mér þau sniðug eins langt og þau ná en það þarf að fylla í eyðurnar. Ég hef haft samband við aðra kaffi- húsaeigendur og þeir eru sammála mér í þessu og þykir einkennilegt að hafa ekki fengið greinarbetri upp- lýsingar – sérstaklega í ljósi þess að það er ætlast til þess að við veit- ingamenn leggjum út í heilmiklar framkvæmdir og breytingar vegna laganna.“ Þegar hún er spurð um hvað henni finnist viðskiptavinir segja um ný tóbaksvarnalög segir hún þann misskilning vera nær algildan að almenningur haldi að öll kaffihús hafi verið skylduð til að vera alveg reyklaus frá og með gildistöku lag- anna í gær. „Þannig að upplýsing- arnar virðast ekki bara vera ónógar til starfsfólks kaffihúsanna heldur einnig til almennings.“ Rakel Rán Guðjónsdóttir, rekstr- arstjóri á Svarta kaffinu, tekur í sama streng og segist enga kynn- ingu hafa fengið á breyttri löggjöf. „Ég hringdi í dómsmálaráðuneytið á þriðjudag og reyndi að afla mér betri upplýsinga en fékk þau svör að umsjónarmaður verkefnisins væri í fríi og ekki væntanlegur fyrr en í næstu viku. Þetta þykir mér hart því það er nauðsynlegt að fá að vita hvort unnt sé að fá einhverjar und- anþágur frá lögunum, t.d. um kvöld og helgar, því á minni stöðunum í borginni er nánast ókleift af stúka veitingasalinn af,“ segir Rakel Rán. Á Svarta kaffinu eru 14 borð og fyrr í vikunni voru tvö þeirra reyklaus en í gær hafði þeim verið fjölgað í fjög- ur. Þau höfðu einnig verið færð frá hinum borðunum en reykingar voru leyfðar á hinum tíu borðunum. „Við- skiptavinirnir eru mjög meðvitaðir um nýju lögin og spyrja mikið um hvar megi reykja og hvar ekki. Þrátt fyrir það virðist fólk ekki vita hvernig lögin eru, þ.e. hvar þau eiga að gilda og til hverra þau taka,“ seg- ir Rakel Rán og kveðst þess fullviss að margir staðir muni eiga erfitt með að framfylgja lögunum þrátt fyrir besta vilja veitingamannanna. „Það væri auðvitað eðlilegasta og einfaldasta lausnin fyrir alla aðila að hafa annars vegar reyklaus kaffihús og hins vegar kaffihús þar sem reykingar eru leyfðar,“ segir Rakel Rán. Telja lögin fara yfir strikið Á Hverfisbarnum sátu félagarnir Einar Gunnar Guðmundsson og Sverrir Briem að kaffidrykkju. Spurðir um tóbaksvarnalögin voru þeir sammála um að mikil umræða væri á vinnustað og í vinahópi þeirra um þau og flestir væru á þeirri skoðun að það væri skynsam- legast að kaffihúsin fengju sjálf að ráða hvernig málum væri háttað innanhúss. „Lögin fara yfir strikið. Auðvitað ætti markaðurinn að stjórna þessu. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að það er sterk- ur markaður fyrir bæði reyk- og reyklausa staði og þeir síðarnefndu ganga mjög vel. Það er eftirsókn- arvert og sterkur leikur fyrir kaffi- hús að fá það orðspor að vera fjöl- skylduvænn staður,“ segir Einar Gunnar og Sverrir tekur undir: „Við viðskiptavinir staðanna veljum sjálfir hvert við förum og ákveðum staðarval eftir aðstæðum og félags- skap hverju sinni. Það ætti að vera eigendanna að ákveða sínar reglur, innan skynsamlegs ramma auðvit- að, og ríkið ætti að draga úr þessari stjórnun á högum fólks,“ segir hann og bætir við: „Eina rétta lausnin á þessu vandamáli er kannski bara að hætta að reykja.“ Þjónar Hverfisbarsins sögðu að reyklausum borðum hefði verið fjölgað verulega en vandamálið væri bara að enginn vildi sitja við þau. Misjafnar undirtektir vegna nýrra tóbaksvarnarlaga sem tóku gildi í gær Einar Gunnar Guðmundsson og Sverrir Briem segja markaðinn eiga að fá að ráða en ríkið ekki. Anna Karen Sverrisdóttir á Café Milanó er hætt að selja tóbak vegna hárra skatta. Morgunblaðið/Billi Rakel R. Guðjónsdóttir á Svarta kaffinu segir erfitt að framfylgja lögunum. Veitingamenn telja þau ekki nógu vel kynnt Ný tóbaksvarnarlög tóku gildi í gær, 1. ágúst. Samkvæmt lögunum eru reykingar á veitinga- og kaffihúsum bannaðar nema í afmörkuðu rými. ÁRNI Johnsen keypti fyrr í sumar hurðir hjá Húsasmiðjunni fyrir rúm- ar 100 þúsund krónur út á beiðni frá Ístaki vegna framkvæmda við Þjóð- leikhúsið. Með svipuðum hætti og hreinlætistæki frá Tengi og gluggar og hurðir frá trésmiðju á Stokkseyri greiddi Ístak reikninginn í Húsa- smiðjunni og fékk hann síðan endur- greiddan hjá Framkvæmdasýslu rík- isins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hurðirnar og hrein- lætistækin voru meðal þeirra vara sem Árni sendi frá Vestmannaeyjum til lands með þéttidúknum sem komið var fyrir í geymslu í Reykjavík á veg- um rekstraraðila Þjóðleikhúskjallar- ans. Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, vildi hvorki játa því né neita að hurðakaupin hefðu átt sér stað. Málið væri í „eðlilegum farvegi hjá þar til bærum yfirvöldum,“ eins og hann orðaði það. Almenna regla fyrirtækisins væri að gefa ekki upp- lýsingar um einstaka viðskiptamenn né einstök viðskipti. Fleiri en fjórar beiðnir Páll Sigurjónsson, forstjóri Ístaks, sagði við Morgunblaðið að beiðnirnar sem Árni hefði misnotað í nafni fyr- irtækisins væru fleiri en fjórar en ekki fjórar eins og haft hefði verið eft- ir sér í blaðinu í gær. Hann sagði að rannsókn Ríkisendurskoðunar ætti eftir að leiða í ljós hversu mörg til- vikin væru. „Árni hafði ekki undir höndum beiðnablöð frá okkur heldur pantaði hann vörurnar og bað að þær yrðu settar á reikning Ístaks. Síðan kemur hann til okkar og óskar eftir því að við skrifum út beiðni á byggingarefni til nota í Þjóðleikhúsinu. Þegar verk- kaupi biður um þetta þá gerum við það, þannig er almenna vinnureglan,“ sagði Páll. Efniskaup fyrir rúma milljón sem ríkið hefur greitt Andvirði byggingarefnis og hrein- lætistækja, sem upplýst hefur verið um opinberlega að Árni hafi keypt til eigin nota á nafni Þjóðleikhússins eða Ístaks, nemur rúmri einni milljón króna. Eftir á að koma í ljós hvort til- vikin hafi verið fleiri en um er að ræða glugga og hurðir frá Trésmíðaverk- stæði Sigurjóns Jónssonar fyrir 418 þúsund krónur, hreinlætistæki hjá Tengi hf. fyrir 180 þúsund, þéttidúk frá Garðheimum fyrir 173 þúsund, óð- alsteina frá BM-Vallá fyrir rúmar 160 þúsund og hurðir frá Húsasmiðjunni fyrir 105 þúsund kr. Hefur þetta verið greitt af Framkvæmdasýslu ríkisins, samkvæmt heimildum Morgunblað- ins, og er til skoðunar hjá Ríkisend- urskoðun. Ekkert af þessu hefur ver- ið notað í Þjóðleikhúsinu heldur við híbýli Árna. Ótalin eru timburkaup í Byko fyrir um 1,5 milljónir, sem Árni pantaði upphaflega á nafni Þjóðleik- hússins. Þau viðskipti hafa ekki farið í gegnum Framkvæmdasýsluna og eru ekki til skoðunar hjá Ríkisendurskoð- un eftir því sem næst verður komist. Fleiri viðskipti Árna Johnsen út á reikning Ístaks að koma í ljós Hurðir hjá Húsasmiðj- unni fyrir 100 þúsund krónur GREINT var frá því í gær að Sig- urbjörn Bárðarson myndi keppa með landsliðinu á heimsmeistara- móti íslenskra hesta sem haldið er í Austurríki í ágúst. Hann var ekki valinn í liðið til að byrja með og lék mönnum forvitni á að vita hverju það sætti. Sigurður Sæmundsson lands- liðseinvaldur sagði í viðtali við Morg- unblaðið að í úrtökuprófi fyrir liðið hefði ekki verið komið samþykki frá eigenda hestsins Gordons frá Stóru- Ásgeirsá um að Sigurbjörn mætti keppa á hrossinu. „Mér fannst Sigurbjörn ekki nógu vel ríðandi. Hann keppti í úrtökunni á hesti sem var að mínu mati ekki nógu góður til að senda á heims- meistaramót. Þótt Sigurbjörn sé meðal heimsins bestu knapa þá helst það í hendur að hafa rétta hestinn.“ Sigurður sagði að ákvörðun eig- enda Gordons um að leyfa Sigurbirni að keppa á því væri besta niðurstaða sem hefði getað orðið. „Það voru allir mjög ánægðir þegar samningar náð- ust um að Sigurbjörn fengi að keppa á þessum firnasterka hesti. Nú getur maður farið að vænta stórviðburða frá honum sem ég er ekki viss um að hefði verið hægt hefði hann verið á öðrum hesti.“ Rétti hesturinn skiptir öllu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Túru Guðmundsson, dóttur Errós, en hann slasaðist ný- verið á Spáni. „Faðir minn hefur beðið mig um að koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri: Erró er úr lífshættu og líð- ur vel. Hann hugsar fyrst og fremst til bróður síns, Kristins Siggeirssonar, sem liggur á sjúkrahúsi af völdum slyss. Erró vill koma á framfæri sérstök- um þökkum til Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, fyrir þá hugulsemi að hringja í eiginkonu hans til að spyrja um líðan hans og bjóða fram aðstoð. Hann biður fjölmiðla vinsamlega að grennslast ekki frekar eftir frétt- um af heilsufari sínu.“ Tilkynning frá Erró Líður vel og úr lífshættu BIFREIÐ var ekið á unglingspilt á hjóli við Hlíðarhjalla í Kópavogi um klukkan átta í gærmorgun. Pilturinn var fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Þar fengust þær upplýsingar að pilturinn hefði hlotið beinbrot við áreksturinn. Gert var að sárum hans en hann fór síðan heim af spítalanum. Ekið á hjólreiðamann ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði ökumann um klukkan ellefu í fyrra- kvöld eftir að hann hafði mælst á 133 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesvegi á móts við Fitjar en þar er hámarkshraði 70 km/klst. Lögreglan sagði að maðurinn yrði væntanlega sviptur ökuréttindum tímabundið. Tekinn á 133 km hraða ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.