Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMFANGSMESTI viðbúnaður lög- reglu um verslunarmannahelgina er vegna þjóðhátíðar í Vestmanneyjum og Eldborgarhátíðarinnar á Mýrum. Lögregluembætti víða um land hafa skipulagt samstarf sem miðar að því að efla löggæslu. Aukin áhersla er lögð á fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina en m.a. verða níu fíkniefnaleitarhundar við störf á landinu sem er meira en nokkru sinni fyrr. „Lögreglustjórarnir skipuleggja fíkniefnaeftirlit í hverju umdæmi. Það liggur fyrir að það verður tals- verður viðbúnaður,“ segir Guðmund- ur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Alls verða níu fíkniefnaleitarhundar að störfum víða um land. Sérstök áhersla er lögð á þá staði þar sem búist er við mikl- um mannsafnaði s.s. í Vestmanna- eyjum og við Eldborg. Lögreglan leggur til sex hunda en tollstjórinn í Reykjavík og tollgæslan á Keflavík- urflugvelli útvega þrjá. „Þetta er öfl- ugra eftirlit en nokkru sinni fyrr,“ segir Guðmundur sem vonast eftir góðum árangri. „Aðalmarkmiðið er þó að koma í veg fyrir að fólk með- höndli fíkniefni.“ Auk lögreglumanna og bifreiða frá embættunum verða menn frá ríkis- lögreglustjóra við umferðareftirlit á þjóðvegunum. Einn bíll verður gerð- ur út frá Reykjavík, tveir verða á Norðurlandi, einn á Austurlandi og einn á Suðurlandi. Tveir þessara bíla verða ómerktir en í þeim eru hraða- myndavélar. Leitað að áfengi Lögreglan í Vestmanneyjum fær 14 manna liðsauka „ofan af landi“ um verslunarmannahelgina. Að auki verða um 80 björgunarsveitarmenn við gæslu á þjóðhátíð. „Þegar mest er verða 60–70 menn á vakt,“ segir Jóhannes Ólafsson, settur yfirlög- regluþjónn. Hann segir að fimm lög- reglumenn muni sérstaklega sinna fíkniefnamálum, en þeir hafa tvo fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Jóhann segir að hundarnir verði látnir leita hvar sem fíkniefna er von, hvort sem það sé á flugvellinum, há- tíðarsvæðinu eða niðri á höfn. Við Eldborg verður öflug löggæsla að sögn Björn Jónssonar, varðstjóra á Ólafsvík. Megnið af liðinu er frá öðrum embættum, segir Björn enda séu ekki nema átta lögreglumenn á Snæfellsnesi að öllu jöfnu. Flestir koma frá höfuðborgarsvæðinu en einnig koma menn frá Búðardal og Vestfjörðum. Á svæðinu verða fíkni- efnalögreglumenn og þeir verða með fíkniefnaleitarhunda sér til halds og trausts. Að auki verða rúmlega 100 björgunarsveitarmenn á svæðinu. Björn segir að ekki veiti af þar sem nú þegar stefni í mun meiri fjölda á hátíðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. Við hliðið að hátíðarsvæðinu verð- ur gengið úr skugga um að enginn fari þar inn sem er yngri en 16 ára. Þá verður leitað að áfengi hjá þeim sem ekki hafa aldur til áfengis- neyslu. Finnist áfengi verður því um- svifalaust hellt niður. Ekki verður hleypt inn á svæðið fyrr en á hádegi á föstudag. Dregið úr hraða við vegamót Snæfellsnesvegar Hjá lögreglunni í Borgarnesi feng- ust þær upplýsingar að heldur fleiri menn yrðu á vakt um helgina en ver- ið hefur. Reiknað er með talsverðri umferð vestur á Mýrar vegna Eld- borgarhátíðarinnar og því verður dregið úr umferðarhraða við vega- mót Vesturlandsvegar og Snæfells- nesvegar. Í nágrenni vegamótanna verður hámarkshraði 50 km/klst. Stefán Skarphéðinsson, sýslumað- ur í Borgarnesi, segir að undanfarið hafi verið brögð að því að fólk haldi varðelda við sumarbústaðalönd og í raun alls staðar þar sem fólk getur komið því við. Samkvæmt nýjum reglum verði hins vegar að sækja um leyfi fyrir varðeld með ákveðnum fyrirvara. „Það er sótt um slíkt til landeiganda, sveitarstjórnar, slökkviliðsstjóra, heilbrigðisfulltrúa, vátryggingafélags og svo þarf að vera ábyrgðarmaður fyrir brenn- unni.“ Stefán segir að lögreglan muni framfylgja þessum reglum en hvetur fólk jafnframt til að fara var- lega með eld. Löggæslu á Vestfjörðum stjórnað frá Ísafirði Lögreglan í Bolungarvík, Búðar- dal, á Hólmavík, Ísafirði og Patreks- firði hafa með sér samvinnu um lög- gæslumál á Vestjörðum og í Dala- sýslu um verslunarmannahelgina. Í fréttatilkynningu frá lögregluemb- ættunum kemur fram að megin- áherslan verður lögð á umferðareft- irlit en einnig verður haldið uppi eftirliti á þeim stöðum þar sem mannsafnaður kann að verða. Stjórnstöð fyrir aðgerðir verður á lögreglustöðinni á Ísafirði. Þröstur Brynjólfsson, yfirlög- regluþjónnn á Selfossi, segir að emb- ættin á Suðurlandi starfi mikið sam- an að umferðar- og fíkniefnaeftirliti. Í samstarfi við ríkislögreglustjóra og tollgæslu verður fíkniefnaleitar- hundur á Suðurlandi sem verður not- aður til eftirlits á Bakkaflugvelli og víðar. Svipað á við á Austurlandi en þar hafa lögregluembættin haft með sér samstarf undanfarin ár sem hefur þótt gefast vel. Jón Þórarinsson, varðstjóri á Egilsstöðum, bjóst við að helstu verkefnin yrðu vegna Neistaflugs á Norðfirði og Álfaborg- arsénsins í Borgarfirði eystri. Fylgst með íbúðarhverfum í fjarveru íbúanna Á höfuðborgarsvæðinu mun lög- reglan hafa sérstakt eftirlit með íbúðarhverfum enda er reynsla fyrir því að innbrotsþjófar noti miklar ferðahelgar til innbrota. Meðal þess sem fólk getur gert til að draga úr hættu á innbrotum er að láta ná- granna vita af fyrirhuguðu ferðalagi. Húsinu skal læsa vandlega og ekki er úr vegi að hafa kveikt á einhverjum ljósum. Þá má alls ekki lesa inn á símsvara skilaboð um að enginn verði heima næstu daga. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Reykjavík, segir að verkefni lögreglunnar felist einkum í umferðareftirliti, sérstaklega á föstudag og mánudag. Þá muni lög- reglan fylgjast vel með íbúðahverf- um en til þess verður m.a. notast við ómerkta bíla. Þá segir hann að ökumenn verði að gera ráð fyrir umferðartöfum á höf- uðborgarsvæðinu á föstudag á mánudag. Mestur viðbúnaður við Eldborg og í Eyjum Morgunblaðið/Þorkell Búast má við þungri umferð frá höfuðborgarsvæðinu á morgun. Rétt er að minna ferðalanga á að ganga vel frá húsum sínum en innbrotsþjófar fara gjarnan á kreik um miklar ferðahelgar. Löggæsla efld um verslunarmannahelgina með samstarfi lögregluembættanna SEM fyrr hvetur Umferðarráð ökumenn til að aka varlega, nú þegar mesta ferðahelgi sumarsins fer í hönd. Sig- urður beinir orð- um sínum þó sérstaklega til ungra öku- manna. Þeir hafi fæstir mikla reynslu af akstri á þjóðvegum og því síður á mal- arvegum. „Þetta unga fólk er oft á tíðum að fara sína fyrstu ferð úti á þjóðvegi. Þau eru kannski að aka talsvert langar vegalengdir en eru óþjálfuð og óvön að bregðast við þeim fjöl- mörgu aðstæðum sem upp geta komið,“ segir Sigurður. Eldri öku- menn geti ekki síður lent í slysum en líkur á þeim hljóti að aukast sé ökumaðurinn reynslulítill. Sigurður bendir á að þeim sem hafa haft ökuleyfi í um eitt ár eða svo sé hætt við að ofmeta eigin getu. „Þau halda að þau séu fær í flestan sjó en sú er ekki raunin,“ segir Sigurður. Það taki talsverðan tíma að ná hámarkshæfni í að aka bíl. Þá bendir hann á að séu margir farþegar í bíl hjá ungum ökumanni er hætt við því að farþegar trufli aksturinn. Sé áfengi haft um hönd verður truflunin iðulega meiri. Allir í bílnum verða að spenna beltin Sigurður segir að ökumenn verði að hafa ýmis atriði í huga þegar lagt er út á þjóðvegina. Hann minnir sérstaklega á yfirborðs- merkingar á vegum sem gefa til kynna hvar megi aka fram úr og hvar ekki. Talsverð brögð séu að því að ökumenn virði ekki þessar merkingar en slíkt hafi gríðarlega hættu í för með sér. Þá brýnir Sig- urður fyrir ökumönnum að halda góðum meðalhraða, ekki aka of hratt né of hægt. Með jöfnum akstri dragi úr framúrakstri sem minnkar um leið streitu í umferð- inni. Þá sé brýnt að allir í bílnum noti bílbelti. „Við höfum alltof oft fengið fréttir af banaslysum þar sem lík- legt er að bílbeltum hefðu getað bjargað öllu. Við þekkjum dæmi um bílveltur þar sem fjórir voru í bílnum og allir í beltum nema einn. Sá beið bana en hinir þrír sluppu svo gott sem ómeiddir,“ segir Sig- urður. Hann hefur þó mestar áhyggjur af akstri undir áhrifum. „Þegar maður fer yfir óhöppin og slysin sem orðið hafa á undanförnum ár- um verða mörg þeirra snemma að morgni og ótrúlega oft hefur áfengi komið við sögu,“ segir Sigurður. Umferð um verslunarmanna- helgar er jafnan þyngst á föstudög- um og mánudögum. Sigurður segir að á síðustu árum hafi þróunin orð- ið sú að umferðarþunginn dreifist á fleiri daga. Straumurinn byrjar á fimmtudegi en umferðin helst mikil alla helgina. Umferðarráð mun í samvinnu við lögreglu starfrækja upplýsingamið- stöð um helgina. Útvarp Umferð- arráðs verður með útsendingar á öllum útvarpsstöðvum um helgina eftir þörfum. „Við reynum að vera með markvissar upplýsingar sem koma fólki að gagni,“ segir Sig- urður. Ungir ökumenn fari varlega Sigurður Helgason Sigurður Helgason, upplýsinga- fulltrúi Umferðarráðs „ÞAÐ eru ofbeldismenn sem bera ábyrgð á nauðgunum, því má ekki gleyma,“ segir Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynn- ingarfulltrúi Stígamóta. Raun- verulegar for- varnir við nauðg- unum hljóti því að byggja á því að karlmenn virði kynferðislegt sjálfræði kvenna við allar aðstæð- ur. „Stundum finnst okkur eins og þjóðarvitundin sé ekki komin lengra en svo að fólki finnist að þær konur sem ekki passa sig séu hinar seku sem er auðvitað alrangt. Þær konur og stúlkur sem verða fyrir kynferðis- ofbeldi eru ekki óábyrgari en aðrar konur. Munurinn á þeim og öðrum konum er eingöngu sá að þær hafa orðið fyrir hrottalegri árás harðsvír- aðra glæpamanna. Það eru þessir glæpamenn sem eiga að bera skömmina og sektina en ekki konurn- ar sem verða fyrir ofbeldinu,“ segir Rúna. Hún tekur þó fram að Stíga- mót hafi aldrei sagt að allir karlmenn væru slæmir. Allir karlmenn yrðu hins vegar að hafna nauðgunum. Nauðgun það hræðilegasta sem fyrir þær hefur komið Níu konur sem hafði verið nauðgað á útihátíð leituðu aðstoðar Stígamóta í fyrra. Konurnar leituðu sér sjaldn- ast hjálpar strax eftir árásina heldur voru málin að berast til samtakanna fram eftir hausti. Flestar höfðu orðið fyrir árás í fyrra en sum atvikin voru eldri. Rúna segir að þetta sé til marks um að fréttir sem berast af útihátíð- um strax að þeim loknum segi alls ekki alla söguna um það sem gerðist þar. „Konur sem leita til okkar lýsa nauðguninni og afleiðingum hennar sem því hræðilegasta sem nokkurn tíma hafi fyrir þær komið.“ Um þriðjungur þeirra kvenna sem leituðu til neyðarmóttöku vegna nauðgana í fyrra voru í áfengisdái þegar þeim var nauðgað. Alþekkt er að ölvun er jafnan mikil á útihátíðum og því hljóta líkur á nauðgunum að aukast á slíkum samkomum. „Tvær konur frá Stígamótum verða á Eldborgarhátíðinni á Mýr- um, að öðru leyti verðum við ekki beinir þátttakendur í útihátíðum,“ segir Rúna. „Við hins vegar sendum öllum hátíðarhöldurum bréf í byrjun sumars þar sem við minntum á skuggahliðar útihátíða. Við buðum samstarf og minntum á hvaða við- búnaður þyrfti að vera til staðar,“ segir Rúna. Hún telur að viðbúnaður vegna hugsanlegra nauðgana sé víð- ast hvar orðinn eðlilegur þáttur í undirbúningi útihátíða. Fórnarlömb þurfi að geta fengið áfallahjálp og sjúkralið og lögregla verði að vera til staðar. Rúna segir að konur jafnt sem karlar hljóti að hafa rétt til þess að sækja útihátíðir án þess að eiga á hættu að verða fyrir árás. Það sé að sjálfsögðu engin afsökun fyrir nauðg- un að konan hafi verið ölvuð og því síður að karlmaðurinn hafi verið svo ofurölvi að hann hafi ekki gert sér grein fyrir gjörðum sínum. Forvarnir bein- ast að körlum Rúna Jónsdóttir Níu leituðu aðstoðar Stígamóta vegna nauðgana á útihátíðum í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.