Morgunblaðið - 02.08.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.08.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Krikket og saga þess Áhersla á drengskap og heiðarleika Krikket hefur veriðtalsvert í fréttumað undanförnu í tengslum við Íslandsmeist- aramót í greininni sem haldið var nýlega. En hvernig íþrótt er krikket – því svarar Ragnar Krist- insson sem er konferens- ráð Íslenska krikketsam- bandsins. „Krikket er íþrótt sem spiluð er af tveimur ellefu manna liðum, þar sem ann- að liðið reynir að slá bolta með kylfu og ná stigum meðan hitt liðið reynir að fella „krikketin“, sem eru þrjár trésúlur. Þær eru 28 tommu háar og völlurinn er á stærð við fótboltavöll og stærri.“ – Hvenær fóru menn að leika krikket? „Heimildir segja að meðlimir Skotfélagsins hafi stundað krikket á Melavellinum eða túnunum þar í kringum miðja 19. öld en lítið ann- að er vitað um krikketiðkun þeirra umfram þetta. Hins vegar gera þessar heimildir krikket að elstu nútímahópíþrótt sem stunduð hef- ur verið á Íslandi. Krikketiðkun lá síðan í dvala að mestu eða öllu leyti í nær 150 ár, þangað til Kylfan, krikketklúbbur Reykjavíkur, var stofnaður í júlí 1999.“ – Hverjir stóðu að stofnun félagsins? „Fyrstu stjórnina skipuðu auk mín þeir Benedikt G. Waage, Stef- án Pálsson, Sigurður Jónsson og Valur Norðri Gunnlaugsson. Markmið krikketklúbbsins var í byrjun eingöngu að koma á fót ein- um alvöruleik með tveimur ellefu manna liðum þar sem allir spiluðu í hvítum fatnaði með alvöru búnað og eftir settum reglum og að sjálf- sögðu að hafa í heiðri hin óskrifuðu lög krikketsins um að sýna dreng- skap og heiðarleika í hvívetna.“ – Hvar kom krikket fyrst fram? „Það eru merki um það að krikk- et hafi verið stundað að einhverju leyti á Englandi allt frá 16. öld og jafnvel enn lengur. En fyrsti krikketleikurinn sem vitað er með vissu að hafi verið spilaður var spil- aður í Sussex í Suður-Englandi 1697.“ – Var þetta heldri manna íþrótt í Englandi þá? „Að öllum líkindum hefur krikk- et verið sú heldri manna íþrótt sem það er enn í dag. Til marks um það er hið fræga máltæki „This is not cricket“, sem er orðatilæki sem meðal annars Bertie Wooster (sögupersóna í sögum breska rit- höfundarins Wodehouse) lét sér oft um munn fara þegar honum blöskraði framferði annarra.“ – Er krikket líkt einhverri ann- ari íþrótt? „Að grunni til er krikket ekki ósvipað hornabolta og jafnvel kýló sem íslensk börn spiluðu óspart á árum áður. Grundvallarhugs- unin er að slá bolta sem lengst í burtu og hlaupa á milli hafna (endi- marka). Það sem grein- ir þessa íþrótt þó mest frá öðrum íþróttum er snyrtimennskan, hefð- in og öll umgjörðin sem einkennist af „heiðursmannahætti“.“ – Er starfsemi Íslenska Krikk- etsambandisns blómleg? „Krikket á Íslandi líður fyrir það að vegna veðurs er eingöngu hægt að spila það stuttan tíma ársins og erfitt er að skipuleggja leiki fram í tímann þar sem krikket er ekki spilað í rigningu eða slæmu veðri. Þó hefur Íslenska krikketsam- bandið reynt að standa fyrir ein- hverjum leikjum á hverju ári. Spil- að er oftast í Stykkishólmi eða á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ, en þar er aðstaða öll til fyrirmyndar. Fyrsta Íslandsmótið var haldið sumarið 2000 þegar Kylfan keppti við Glaum í Stykkishólmi og fór Glaumur með sigur af hólmi. Kylfan hefndi síðan ófaranna og varð bikarmeistari sama ár eftir sigur á Glaumi. Haustið 2000 kom síðan alvöru keppnislið, skipað leikmönnum sem höfðu verið við nám í Oxford, til Íslands, þegar einn félaganna ákvað að gifta sig. Keppti enska liðið við Kylfuna og fór svo að Kylfan hafði frækinn sigur.“ – Eru margir starfandi í Ís- lenska krikketsambandinu? „Menn eru misvirkir eins og gengur og gerist, en ætla má að um rösklega þrjátíu manns hafi spilað alvöru krikket eftir settum reglum á löglegum velli á hérlendis frá því sambandið var stofnað.“ – Hvað um reglurnar – eru þær flóknar? „Nei, en eins og gerist um allar íþróttir er best að koma og horfa á leik eins og hann gengur fyrir sig, frekar en að lesa einhverjar þykk- ar reglubækur.“ – Eru konur í Íslenska krikket- sambandinu? „Nei, ekki sem stendur en einu sinni var haldin æfing sem ein- hverjar stúlkur sóttu. Ekkert varð þó úr framhaldi hjá þeim á iðkun krikkets. Ég vil hvetja allar konur til að taka upp þessa skemmtilegu íþrótt. Ég hvet auðvitað karla til þess að fjöl- menna einnig.“ – Er dýrt að stunda krikket? „Nei, það er mjög ódýrt. Bún- aðurinn getur reyndar verið dýr en við höfum fengið hann að gjöf í Evrópska krikketsambandinu og eigum nóg af honum. Þess má geta að krikket er einkum stundað í löndum breska samveldisins, enda var krikket gífurlega vinsælt á dögum breska heimsveldisins.“ Ragnar Kristinsson  Ragnar Kristinsson fæddist í Reykjavík 30. maí 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1993 og BA- prófi frá Háskóla Íslands í sagn- fræði árið 2000. Hann hefur m.a. stundað kennslu en er nú starfs- maður í markaðsdeild Trygg- ingamiðstöðvarinnar. Krikket er heldri manna íþrótt enn í dag Nemendur á hrossa- braut Hólaskóla Fá inni í skólanum í vetur SKÚLI Skúlason, skólameistari Hólaskóla, segir að í samráði við landbúnaðarráðuneyti hafi verið ákveðið að endurskipuleggja næsta skólaár og bjóða öllum um- sækjendum um tamninganám skólavist. Áður hafði níu nemend- um verið neitað um að halda áfram námi eftir að hafa lokið fyrsta ári á hrossabraut. „Það er von skólans að þessi niðurstaða verði farsæl og biður hlutaðeigandi velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem orðið hafa,“ segir í fréttatilkynningu sem send var út í gær. Þessi niðurstaða kemur í framhaldi af fundi sem haldinn var í landbúnaðarráðu- neytinu um málefni skólans skömmu fyrir helgi. Skólinn hefur verið í örri þróun Í tilkynningu skólans segir að hann hafi verið í örri þróun og vor- ið 2000 hafi tekið gildi ný nám- skrá, en samkvæmt henni bjóði skólinn meðal annars upp á nám í hestamennsku, reiðmennsku og reiðkennslu. „Þetta er í samræmi við lög um búnaðarfræðslu frá 1999. Próf- gráður Hólaskóla í þessu námi eru eftirfarandi: Hestafræðingur og leiðbeinandi, tamningamaður og þjálfari og reiðkennari. Nemendur útskrifast frá skólanum að lokinni hverri ofantalinna prófgráða. Þannig stunduðu 22 nemendur námið sl. vetur. Allir stóðust próf- in og útskrifuðust 12. maí sl. með prófgráðuna hestafræðingur og leiðbeinandi.“ Alls barst 21 umsókn um skólavist „Stæði hugur þeirra til frekara náms við Hólaskóla þurftu þessir nemendur að sækja um skólavist á ný fyrir 10. júní sl. til að hefja nám til prófgráðunnar tamningamaður. Alls barst 21 umsókn,“ segir í til- kynningu skólans. HVORT Bjarni Hafþór Helgason hafði það yfir lækinn á kláfvírum fylgir ekki sögunni, en greinilegt er að ýmislegt gera menn sér til skemmtunar á ættarmótum. Myndin er einmitt tekin á einu slíku í Hallormsstaðarskógi, þar sem niðjar Ingibjargar og Að- alsteins frá Vaðbrekku voru sam- an komnir og reyndu að komast yfir læk á eftirlíkingu af kláfvír- um. Það var gert í minningu ætt- móðurinnar, sem sagan segir að hafi eitt sinn, þegar mikið lá við, farið yfir Jökulsá á Brú á kláfvír- um. Morgunblaðið/Ragnhildur Á kláfvírum í Hall- ormsstaðarskógi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.