Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 11
ÚRSKURÐUR SKIPULAGSSTOFNUNAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 11 Útsala 50% afsláttur Skólavörðustígur 8 Sími: 552 4499 FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að leggjast gegn áformum um virkjun við Kára- hnjúka hafa komið sér á óvart, hann hafi frekar átt von á að virkjunin yrði leyfð með ákveðnum uppfyllt- um skilyrðum. Friðrik boðaði fréttamenn til fundar við sig síðdeg- is í gær í höfuðstöðvar Landsvirkj- unar, skömmu eftir að úrskurður Skipulagsstofnunar lá fyrir. Þar sagði hann m.a. að hann ætti frekar von á því að Landsvirkjun myndi kæra úrskurðinn til umhverfisráð- herra, en frestur til þess er til 5. september nk. Hann sagði að ákvörðun yrði tekin á næstu dögum, um leið og farið yrði betur ofan í skýrslu Skipulagsstofnunar. Á blaðamannafundinum var lögð fram stutt tilkynning frá Lands- virkjun þar sem segir að standi þessi úrskurður Skipulagsstofnun- ar óbreyttur verði ekki séð að vatns- orka í jökulám á Austurlandi verði nýtt. „Þetta þýðir að þessar orkulindir, sem eru verulegar, verða ekki nýtt- ar til hagsbóta fyrir íslenska þjóð. Þess vegna hlýtur það að vera skylda fyrirtækis eins og Lands- virkjunar, sem hefur lögboðnu hlut- verki að gegna í þessum efnum, að fara rækilega yfir úrskurðinn með tilliti til lögboðinnar kærumeðferð- ar. Umhverfisráðherra á síðan loka- orðið og fellir fullnaðarúrskurð,“ sagði Friðrik. Nýju lögin óskýr Friðrik vakti á fundinum athygli á að Landsvirkjun starfaði eftir nýj- um lögum um mat á umhverfisáhrif- um og Kárahnjúkavirkjun væri langstærsta framkvæmdin sem fjallað hefði verið um eftir gildis- töku laganna. „Það verður að segjast eins og er að þessi nýju lög eru um margt óskýr og ekki hefur enn verið reynt á ýmislegt þar. Bæði Skipulags- stofnun og þeir sem ráðast í fram- kvæmdir eru enn að fóta sig í því hvað lögin þýða. Sjálfsagt er ágrein- ingur um það. Það er t.d. mjög áber- andi í lagatextanum að margt er byggt á huglægu mati. Hugtök eru mörg hver gildishlaðin þar sem ekki eru til fastir mælikvarðar. Ég tek það fram að þegar við lögðum af stað var okkur ljóst að þetta væri mikið verkefni. Við fengum til okkar bestu sérfræðinga sem völ var á, bæði erlenda og innlenda, og höfum varið um 300 milljónum króna bara í rannsóknir, sem að sjálfsögðu eru verulegir fjármunir. Ég tel að fólk verði að átta sig á því hvað það kost- ar að fara í mat á umhverfisáhrifum í þetta stórri framkvæmd. Við telj- um mikið hafa verið gert varðandi þennan undirbúning og við höfum fengið erlenda ráðgjafa, sem unnið hafa að mati á umhverfisáhrifum víða um heim, til að tryggja að vinnubrögðin væru í lagi. Ég verð af þeim sökum að segja að niðurstaðan kom nokkuð á óvart. Við hefðum skilið það betur ef leyfið hefði verið skilyrt. Tíminn var skammur sem við höfðum og skiljanlegt að Skipu- lagsstofnun hefði viljað sjá ýmislegt fleira og óska eftir frekari upplýs- ingum. Þetta tel ég að hefði verið mögulegt fram að því að fram- kvæmdir hæfust. Niðurstaðan varð önnur og þegar maður les úrskurð- inn má einkum rekast á tvennt sem Skipulagsstofnun leggur áherslu á,“ sagði Friðrik. Vel viðunandi arðsemi Annars vegar nefndi hann að stofnunin taldi ekki nægjanlega vel sýnt fram á arðsemi fram- kvæmdanna á móti umhverfisáhrif- unum. „Vel kann að vera að það sé rétt og þá stafar það af því að við höfum staðið í samningaviðræðum við þann aðila sem ætlar að kaupa af okkur rafmagnið. Af ýmsum ástæð- um höfum við ekki getað opnað okk- ar bækur alveg í því sambandi. Nú höfum við náð þeim árangri að raf- magnsverðið liggur nokkurn veginn fyrir og hvað þetta mál snertir tel ég að við séum í betri aðstöðu nú en áður að nefna skýrari tölur um arð- semina,“ sagði Friðrik og upplýsti að Landsvirkjun reiknaði með því að fá 12–14% arðsemi eigin fjár af framkvæmdinni, sem væri vel við- unandi og sambærilegt við það sem orkufyrirtæki fengju í nágranna- löndum. Hins vegar nefndi Friðrik að í skýrslu Skipulagsstofnunar væri áhersla lögð á að gera lítið úr já- kvæðum efnahagsáhrifum virkjun- arinnar. „Skýrsla Þjóðhagsstofnunar ligg- ur fyrir þar sem skýrt kemur fram að þarna verður um verulegar breytingar að ræða. Landsfram- leiðsla eykst talsvert og útflutnings- aukningin verður um 60 milljarðar á ári. Þetta er auðvitað veruleg búbót til viðbótar annarri starfsemi í land- inu.“ Friðrik sagði að ef Landsvirkjun kærði ekki úrskurðinn þá myndu án efa einhverjir aðrir gera það og reiknað væri með því í matsferlinu. Úrskurðurinn breytti því ekki að niðurstaða matsins gæti legið fyrir í lok október eða byrjun nóvember. Friðrik sagði aðspurður að útgáfa virkjanaleyfis væri óháð úrskurði Skipulagsstofnunar. Mat á um- hverfisáhrifum væri aðeins einn þáttur ferilsins. Reiknað væri með að frumvarp um virkjanaleyfið yrði lagt fram á haustþinginu og lægi fyrir áður en samningar ættu að undirritast 1. febrúar á næsta ári. Ekki einhlítt að meta verðmæti landsins Spurður í ljósi athugasemda Skipulagsstofnunar við mats- skýrslu Landsvirkjunar hvort eitt- hvað hefði mátt vinna betur sagði Friðrik að eflaust hefði Landsvirkj- un mátt vera nákvæmari varðandi arðsemina, sem fyrirtækið hefði verið að forðast af viðskiptalegum ástæðum. Ekki aðeins hefðu við- ræður staðið yfir við erlenda aðila heldur einnig hér innanlands. „Ef við hefðum átt von á því að skortur væri á upplýsingum frá okkur þá hefðum við viljað fá ná- kvæmari leiðbeiningar um það. Auðvitað var ágreiningur um sumt sem kom fram í matsáætluninni sjálfri. Það getur verið ágreiningur um viss atriði og eitt af því sem kemur upp er hvort leggja eigi fjárhagslegt verðmat á landið. Til þess er ekki til nein einhlít aðferð. Við töldum, sem framkvæmdaaðili, að við gætum ekki gert það með neinni ná- kvæmni. Skipulagsstofnun finnur að þessu en við efumst um að það standist lög um umhverfismatið, satt að segja,“ sagði Friðrik. Forstjóri Landsvirkjunar sagðist ekki geta sagt til um hvort þessi úr- skurður hefði áhrif á áhuga fjár- festa á stóriðju á Austurlandi. Hann taldi líklegra að fjárfestar héldu áfram ótrauðir. „Svo má ekki gleyma því að ann- að ferli er í gangi varðandi álverið sjálft. Innan tveggja vikna kemur niðurstaða sem ég veit ekki hver verður. En upp gæti komið sérstök staða ef álverið færi í gegn en það fengi bara ekkert rafmagn. Það er líka sérstök staða komin upp í dag því við höfum sjálfstætt leyfi til að byggja raforkulínurnar frá virkjun- inni að álverinu,“ sagði Friðrik enn- fremur. Raforkuverð ekki gefið upp Hann vildi ekki á þessari stundu gefa upp það raforkuverð sem væri uppi í viðræðum við Reyðarál. Stór þáttur í verðinu væri þróun álverðs á heimsmarkaði. „Þegar við tökum álverðið, eins og við sjáum það þróast, og notum það raforkuverð sem við höfum nokkurn veginn sam- ið um, gefur það okkur arðsemi upp á 12–14%. Það eru engin stórvægi- leg vandamál í samningum milli Landsvirkjunar og Reyðaráls en málið er allt mun flóknara en svo að það sé eina atriðið sem skiptir máli. Fjárfestar þurfa til dæmis að sam- ræma innbyrðis sjónarmið og að því er unnið,“ segir Friðirk. Ekki virkjað á Aust- urlandi standi úr- skurðurinn óbreyttur Morgunblaðið/Þorkell Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, var þungt hugsi yfir úrskurði Skipulags- stofnunar, enda kom honum á óvart að virkjun við Kára- hnjúka væri alfarið hafnað af stofnuninni vegna mikilla um- hverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga. Á blaðamannafundi Landsvirkjunar í gær kom fram að úrskurður Skipulagsstofn- unar um Kárahnjúkavirkjun verður að öll- um líkindum kærður. Upplýst var að arð- semi framkvæmdanna væri talin 12–14%. Forstjóri Landsvirkjunar segir úrskurð Skipulagsstofn- unar um Kárahnjúkavirkjun hafa komið sér á óvart Hún hafi möguleika á að kæra og loks hafi umhverfisráðherra frest til að kveða upp endanlega niðurstöðu. „Ég held að það sé mjög brýnt að menn fari yfir þetta mjög vandlega. Auðvitað er það þannig að stjórnvöld í þessu landi bera ábyrgð hvað þetta varðar. Og ef það er niðurstaðan að það megi nánast ekki nýta náttúru- auðlindir í þessum landshluta er það auðvitað mjög alvarleg niðurstaða og stórpólitísk,“ segir Smári. Hann bendir á að sú niðurstaða hefði ekki einungis áhrif á Austurland heldur á þjóðarhag allan í framtíðinni. „Það er náttúrlega þannig að menn vega og meta hvað þeir hafa að leið- arljósi þegar þeir taka svona ákvörð- un eða komast að þessari niðurstöðu. Ef menn taka fyrst og fremst undir rök ákveðinna aðila en draga rök ann- arra aðila í efa lýsir það auðvitað eink- um ákveðnu viðhorfi hjá þeim sem fara í gegnum þetta mál. Það er að- allega þetta sem ég á við þegar ég segi að þetta sé pólitísk ákvörðun,“ segir Smári. Hann ítrekar að hann dragi faglega þætti niðurstöðunnar í efa. Þá er hann undrandi á niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að skortur sé á upplýsingum varðandi einstaka þætti framkvæmdarinnar. Völd Skipulagsstofnunar í málum sem þessum umhugsunarverð „Ég fullyrði bæði varðandi Kára- hnjúkavirkjun og varðandi álver á Reyðarfirði að það umhverfismat sem hefur verið framkvæmt varðandi bæði þessi verkefni er á meðal þeirra viðamestu og fullkomnustu sem fram- kvæmd hafa verið hér á landi. Mér er minnisstætt að Landsvirkjun var með sænskan ráðgjafa í þessari umhverf- ismatsvinnu og sá fullyrti að þetta væri með fullkomnustu verkum á því sviði sem hann hefði augum litið. Samt er það þannig að Skipulags- stofnun kvartar undan skorti á upp- lýsingum á nánast öllum sviðum.“ Smári treystir sér ekki til að segja til um viðbrögð Landsvirkjunar en vonar að úrskurðurinn verði kærður. „Mér finnst að menn verði að sýna þeim [Landsvirkjun] þá tillitssemi að fara í gegnum þetta með vönduðum hætti og það munu þeir eflaust gera. En auðvitað vona ég heitt og innilega að þeir kæri þessa niðurstöðu og setji fram rök sem menn verða bókstaflega að horfa til í þessu sambandi. Þá tel ég líka að menn verði að velta fyrir sér hver eigi að vera völd stofnana eins og Skipulagsstofnunar í málum sem þessum,“ segir Smári. SVERRIR Her- mannsson, for- maður Frjáls- lynda flokksins, segir niðurstöðu skipulagsstjóra um að leggjast gegn fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkj- un vera stórfrétt. „Þetta hlýtur að snarbreyta öllum gangi málsins, ég er ekki spámann- lega vaxinn en álykta sem svo að hér sé ólítill hængur kominn á framgang þess. Mér finnst líklegt að stjórnvöld reyni að fara þær leiðir sem færar eru úr þessu en ljóst er að það hefur syrt mjög í álinn með þessari nið- urstöðu skipulagsstjóra,“ segir Sverrir. Sverrir Hermannsson Hlýtur að breyta gangi málsins ÖSSUR Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingarinnar, segist mjög sátt- ur við niðurstöðu skipulagsstjóra enda byggist hún á faglegum vinnubrögðum. „Ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart, þau álit sem komu frá sérfræðistofnunum virtust öll Össur Skarphéðinsson Sigur þeirra sem vilja láta náttúr- una njóta vafans    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.