Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SEX félagar í björgunarsveit breska flughersins, sem er sjálf- boðaliðasveit innan hersins, eru væntanlegir til landsins undir lok næstu viku. Þeir munu í kjölfarið halda á jökulinn þar sem breska sprengjuflugvélin fórst með fjórum mönnum árið 1941, eða fyrir 60 ár- um. Með þeim í för verða félagar úr Björgunarsveitinni Súlum á Akur- eyri. Flak vélarinnar fannst í jökli á hálendinu, milli Öxnadals og Eyja- fjarðar fyrir tveimur árum. Hörður Geirsson, safnvörður á Minjasafn- inu á Akureyri, fann flak vélarinnar en hann hafði þá leitað hennar í 20 ár og farið 10 ferðir upp á fjöllin án árangurs. Flugvélabrakið sótt næsta vor Tilgangur ferðar Bretanna á jök- ulinn er að sækja þær líkamsleifar sem komið hafa í ljós. Einnig að flytja brakið úr vélinni sem kom upp úr snjónum í ár og fyrra, upp á hærra svæði, þannig að það standi upp úr snjónum næsta vor þegar stefnt er að því að flytja það til byggða. Líkamsleifar mannanna verða settar í grafir sem útbúnar voru í Fossvogskirkjugarði á síðasta ári og er það gert með vitund ættingja þeirra. Á þessu ári hafa verið farnir tveir leiðangrar á jökulinn. Í byrjun maí var farinn birgðaleiðangur á vél- sleðum, til að undirbúa leiðangur Bretanna, hinn 13.–17. ágúst nk. Þá var einnig breidd út stór loðnunót á snjóinn. Í leiðangri á jökulinn um síðustu helgi, þar sem aðstæður voru skoðaðar, kom í ljós að nótin hafði brætt 50–80 cm af jöklinum, enda tekur hún í sig mikinn hita þegar sólin skín. Því hefur komið meira upp af braki vélarinnar, sem annars hefði ekki komið í ljós fyrr en mun seinna. Flugferð sú sem endaði á þessum stað var farin á Fairy-Battle-flugvél breska flughersins. Flugvélin flaug frá Melgerðismelum yfir Akureyri og út Eyjafjörð. Til vélarinnar heyrðist frá vegagerðarmönnum í Öxnadal og einnig heyrðu hermenn á Melgerðismelum í vélinni skömmu áður en hún fórst. Mikil leit var gerð að vélinni um allt land en hún fannst ekki fyrr en tveimur dögum síðar, er leitarflokkur sem hafði að- setur á Bakka í Öxnadal fann hana. Í skýrslu sem var gerð var eftir leitarmönnum og fannst í London vorið 1999 kemur fram að þeir töldu ekki mögulegt að safna saman lík- amsleifum þeirra manna sem fórust með vélinni. Þessi skýrsla varð þó til þess að hægt var að staðsetja flakið á gömlu korti frá breska hernum á þessum tíma. Breskir hermenn á leið á jökulinn þar sem sprengju- flugvélin fórst fyrir 60 árum með fjórum mönnum Morgunblaðið/Hörður Geirsson Skúli Árnason stendur við skrúfublað flugvélarinnar. Séð í átt til flugvélabraksins á jöklinum. Fremst sést í hluta hjólastellsins upp úr snjónum. Ætla að sækja líkamsleifar sem komið hafa í ljós ARI B. Hilmarsson á Þverá í Eyja- fjarðarsveit hefur á undanförnum misserum komið upp 9 holu golfvelli á landareign sinni, ofan þjóðvegarins. Ari og synir hans Jón, Stefán og Steingrímur luku nýlega við smíði lít- ils grillskála og buðu því til grillveislu á dögunum og lýstu golfvöllinn form- lega tilbúinn til notkunar. Á undan- förnum mánuðum hefur fólk þó tekið forskot á sæluna og æft sig af kappi. Hver 9 holu hringur kostar aðeins 500 krónur, sem er mun ódýrara en víðast hvar annars staðar. Það er því upplagt fyrir fólk að nýta þessa að- stöðu til æfinga. Ari sagði að sér virt- ist sem fólk væri mjög þakklátt og ánægt með þessa aðstöðu en notend- ur vallarins koma aðallega frá Akur- eyri, en þaðan er aðeins nokkurra mínútna akstur að Þverá. Golfvöllur að Þverá tekinn í notkun Eyjafjarðarsveit Morgunblaðið/Benjamín Ari B. Hilmarsson á golfvelli sínum að Þverá. UMHVERFISRÁÐ og bæjarráð Akureyrar hafa samþykkt tillögu að deiliskipulagi svæðis Háskólans á Akureyri á Sólborg. Deiliskipu- lagssvæðið í heild er rúmir 100 þúsund fermetrar en deiliskipulag- ið tekur til núverandi og framtíðar svæðis HA að Sólborg. Núverandi lóð HA er 47.000 fermetrar og heildarflatarmál núverandi bygg- inga er um 4.800 fermetrar. Við gerð deiliskipulagsins er horft til frekari uppbyggingar og aukinna umsvifa HA og leitast við að skapa stofnuninni sem mesta möguleika á svæðinu og jafnframt vinna með náttúru og landslagi þess. Í deiliskipulaginu eru m.a. skilgreindir þrír byggingareitir fyrir allt að 23.000 fermetra bygg- ingar að flatarmáli. Í byggingarreit A, sem er um 5.500 fermetrar verður byggt kennslu- og skrifstofuhúsnæði vegna núverandi starfsemi HA og byggingarreitur B er fyrir rann- sóknarhús, allt að 9.000 fermetrar á 5-7 hæðum. Svæði C er svo í til- lögunni frátekið fyrir framtíðar- byggingar HA en frekara skipulagi þess er þó frestað. Þar má þó gera ráð fyrir allt að 9.000 fermetra byggingu en svæði B og C eru bæði rúmir 16.000 fermetrar að stærð. Auglýst eftir athugasemdum Skipulagstillagan verður auglýst í vikunni og höfð almenningi til sýnis í minnst fjórar vikur. Í aug- lýsingunni verður tiltekinn frestur, minnst 6 vikur, til að gera athuga- semdir við tillöguna. Ef engar at- hugasemdir berast má afgreiða til- löguna endanlega eftir eina umræðu í bæjarstjórn. Deiliskipulagið er unnið af Hall- dóri Jóhannssyni landslagsarkitekt hjá Teikn á lofti ehf. á Akureyri. Tillaga að deiliskipulagi svæðis Háskólans á Akureyri á Sólborg samþykkt í umhverfis- og bæjarráði Möguleiki á um 23.000 fer- metra byggingum til viðbótar LÖGREGLUNNI í Ólafsfirði barst tilkynning um vandræði tveggja manna á báti á Ólafsfjarðarvatni seinni partinn á fimmtudag. Björgun- arsveitin Tindur var send til aðstoðar mönnunum sem eru á þrítugsaldri. Þegar björgunarsveitarmenn nálg- uðust mennina kom í ljós að bátinn rak stjórnlaust undan vindi, þar sem mennirnir voru báðir mjög ölvaðir og af þeim sökum höfðu þeir misst ár- arnar. Þá höfðu þeir einnig misst veiðistangir sem þeir höfðu meðferð- is. En þeir komust klakklaust til lands með aðstoð björgunarsveitar- manna. Harður árekstur Síðar um kvöldið varð harður árekstur tveggja bíla á horni Aðal- götu og Ægisbyggðar í Ólafsfirði. Tvær ungar konur óku bílunum en þær sluppu ótrúlega vel miðað við að- stæður. Annar bíllinn kom frá Æg- isbyggð en hinn var á leið í bæinn frá brúnni sem liggur yfir ósinn. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Áreksturinn í Ólafsfirði var nokkuð harður. Ölvaðir lentu í vandræðum á bát Ólafsfjörður Á SJÖTTA Tuborgdjassi í Deiglunni á Heitum fimmtudegi í kvöld kl. 21:30, leikur píanódúó skipað þeim: Gunnari Gunnarssyni á píanó og Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa. Gunnar Gunnarsson er Akureyr- ingur að uppruna og stundaði tónlist- arnám þar og í Reykjavík. Hann er starfandi kirkjuorganisti en um leið einn helstu djasspíanistum landsins. Tómas R. Einarsson hefur verið virkur í íslensku djasslífi í tvo ára- tugi og verið eitt afkastamesta djass- tónskáld landsins. Á síðasta ári komu út tveir geisladiskar með tónlist hans. Þeir Gunnar og Tómas R. hafa starfað mikið saman undanfarin sex ár og leikið bæði innanlands og utan. Efnisskráin er óvenju fjölbreytt af djassprógrammi að vera; þar eru lög klassískra djasshöfunda, latíndans- ar, norrænar vísur í djassbúningi og íslensk tónlist. Aðgangseyrir er 500 krónur. Píanódúó á Heitum fimmtudegi Á SÍÐASTA skólaári stunduðu 688 nemendur nám við Háskólann á Ak- ureyri en á næsta skólaári 2001-2002 er reiknað með að um 900 nemendur muni stunda nám við Háskólann, sem er ríflega 30% fjölgun milli ára. Mesta fjölgun nemenda er í rekstrardeild, en þar fjölgar þeim úr 168 í 293, og í kennaradeild, þar sem þeim fjölgar úr 258 í 342. Nemendum í fjarnámi fjölgar mikið eða úr 156 í 273. Nemendum í sjávarútvegsdeild fækkar hins vegar um þrjá á milli ára. Ný deild, upplýsingatæknideild, tekur til starfa í haust og þar munu 33 nemendur hefja nám í tölvunar- fræði til BS-prófs. Nýnemum í hjúkrunarfræði á heilbrigðisdeild fækkar um tæplega helming á milli ára, verða 30 næsta skólaár en voru 56 á því síðasta. Ný- nemum í iðjuþjálfun fjölgar hins veg- ar. Í kennaradeild fjölgar nýnemum um helming milli ára, úr 30 í 59 en fækkar á leikskólabraut úr 59 í 42 næsta skólaár. Nemendum fjölgar um 30% milli ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.