Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 17

Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 17 sínum tíma, en breytt út af því eft- ir því sem andinn hefur blásið þeim í brjóst. Til dæmis hefur þurft að fjarlægja trjátegundir sem ekki hafa þolað norðanáttina. Guðbjörg segir að þau hafi unn- ið verkið algerlega sjálf og það hafi tekið sinn tíma. Hólmkell er smiður og smíðaði allar verendur, skjólveggi og girðingar. Hitt hafa þau unnið í sameiningu. Segir Guðbjörg að í garðinum sé mest af runnum og trjám og lítið af fjölærum plöntum og því þurfi ekki að leggja mikla vinnu í að halda garðinum við. „Við tökum hann í gegn á vorin og svo fer ég stundum út í garð eftir vinnu til að tína í burtu það sem ég sé,“ segir hún. Verð líka að sinna áhugamálinu Kirkjuvegur 30, Möllershús, er eitt af elstu húsum Keflavíkur. Það er byggt 1896 og var símstöð í því í upphafi. Þar fæddust systk- inin Sjöfn Valgeirsdóttir og Rúnar Valgeirsson, og búa enn. Rúnar segist hafa gert húsið upp smám saman síðastliðin tíu ár, byrjað 1991 að klæða það að utan. „Nú er flestum verkefnum lokið. Ég notaði sumarfríið til að hellu- leggja innkeyrsluna. Ég ætlaði einnig að mála þakið en það fór svo mikill tími í hellulagninguna að ég náði því ekki. Svo verður maður líka að stunda áhugamálið, golfið, ekki þýðir að eyða öllu frí- inu í húsið,“ segir Rúnar. Sjöfn hefur hugsað vel um garð- inn og slær blettinn reglulega. Rúnar segir að þar sé nánast sami gróður og var þegar þau voru börn að alast þar upp. Viðurkenningarnar voru afhent- ar við athöfn sem fulltrúar bæj- arstjórnar buðu til síðdegis síðast- liðinn mánudag. Þar kom fram að margir fallegir garðar væru í bæn- um og erfitt hafi verið að velja úr. „AUÐVITAÐ höfum við svolítinn áhuga á þessu en liggjum þó ekki á hnjánum í garðinum alla daga,“ segir Guðbjörg Friðriksdóttir en hún er ein þeirra sem fékk við- urkenningu fyrir snyrtilegt hús og fallegan garð í Reykjanesbæ. Skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar veitti í vikunni þrenn verðlaun fyrir hús og garða. Sjöfn Valgeirsdóttir á Kirkjuvegi 30 í Keflavík fékk viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og gott við- hald á húsi og garði í eldra hverfi. Guðbjörg Friðriksdóttir og Hólm- kell Gunnarsson fékk viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegt hús og fal- legan vel gerðan garð að Freyjuvöllum 11 í Keflavík. Þá fékk söluumboð Heklu hf. við- urkenningu fyrir fallegt hús og snyrtilegan frágang á húsi og lóð fyrirtækisins að Njarðarbraut 13 í Njarðvík. Unnið í sameiningu Guðbjörg sagði að það hefði komið sér á óvart að hljóta við- urkenninguna, því aðalgarðurinn væri á bak við húsið og lokaður af. Vegfarendur sæu því lítið inn í hann. Þau Hólmkell byrjuðu á að útbúa garðinn fyrir tíu árum, en bakgarðinn fyrir fimm árum. Þau hafa stuðst við skipulag sem garðahönnuður gerði fyrir þau á Liggjum ekki á hnjánum alla daga Reykjanesbær Söluumboð Heklu á Njarðarbraut 13 fékk viðurkenningu fyrir fallegt hús og snyrtilegan frágang á húsi og lóð. Eigandi Möllershúss fékk viðurkenningu fyrir snyrti- mennsku, vel viðhaldið hús og garð í eldra hverfi. Eigendur Freyjuvalla 11 fengu viðurkenningu fyrir snyrtimennsku á húsi og fallegan og vel gerðan garð. Þremur húseigendum voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og fallega garða NÝTT sambýli og leiguíbúðir fyrir fatlaða í Grindavík var tekið formlega í notkun í gær. Grindavíkurbær er eigandi hússins og leigir þjónustu- rými til Svæðisskrifstofu Reykjaness. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði þegar hann opnaði sambýlið að það væri mun ódýrara en sambærileg rými í Reykjavík. Húsið er byggt á lóð við Túngötu 15-17, miðsvæðis í bænum. Í öðru húsinu eru innréttaðar þrjár íbúðir í sambýli með þjónustu allan sólarhringinn, í hinu eru þrjár leigu- íbúðir og í millibyggingunni er sam- eiginlegt þjónusturými. Fram kom við athöfnina í gær að markmið þjónustunnar er að veita íbúum viðeigandi búsetuþjónustu vegna fötlunar og stuðla þar með að vellíðan þeirra og velferð. Á heimilinu verður leitast við að veita íbúunum þann stuðning, þjálfun og meðferð sem þeir hafa þörf fyrir hverju sinni. Grindavíkurbær byggir húsið og er eigandi þess, í samræmi við sam- komulag sem gert var milli bæjarins og Svæðisskrifstofunnar í júní á síð- asta ári. Stofnaði bærinn sérstakt hlutafélag, sem heldur utan um fjár- festinguna og rekstur hússins. Bygg- ingin kostar um 50 milljónir kr. Fagleg ábyrgð á rekstri þjónustu- annar er á höndum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi. Fyrir hönd ríkisins sér hún um starfsmannahald og stendur straum af launakostnaði, veitir íbúunum frekari liðveislu og ákveður með bú- setu og þjónustu á sambýlinu í sam- ráði við félagsþjónustu Grindavíkur. Svæðisskrifstofan greiðir leigu fyrir sameiginlegt rými og stofnkostnað vegna innbús í sameiginlegu þjón- usturými. Forstöðumaður nýja heimilisins er Guðrún Inga Bragadóttir. Hún reikn- ar með að starfsemi hefjist 1. sept- ember en enn er ekki búið að ráða allt starfsfólk. „Búið er að ráðstafa 5 íbúðum en þeirri síðustu verður ráð- stafað á næstunni,“ segir hún. Ódýrari rými en í höfuðborginni Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Guðrún Inga Bragadóttir tekur við gjöf úr hendi Einars Njálssonar. Páll Pétursson opnaði sambýlið. DRAUMAHEIMAR eftir Önnu Maríu Guðlaugsdóttur er mynd ágústmánaðar í Reykjanesbæ. Myndin hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 67, í Keflavík og verður þar út mánuðinn. Mynd mánaðarins er kynningar- verkefni markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar á mynd- listarmönnum bæjarins. Menningarfulltrúi bæjarins sér um verkefnið. Anna María Guðlaugsdóttir er fædd 3. janúar 1959 í Keflavík. Hún hefur lengi verið félagi í Baðstof- unni, félagi áhugafólks um myndlist, og sótt námskeið á þeirra vegum. Einnig lærði hún vatnslitamálun í Bandaríkjunum og kínverska blek- málun í Japan. Anna María hefur haldið 4 einkasýningar og tekið þátt í 5 samsýningum, meðal annars í Bandaríkjunum og í Japan. Hún er einn af stofnendum Félags myndlist- armanna í Reykjanesbæ og var lengi formaður félagsins. Drauma- heimar mynd mán- aðarins Reykjanesbær Draumaheimar, mynd ágústmánaðar. LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði ökumann um klukkan ellefu í fyrra- kvöld á tæplega tvöföldum hámarks- hraða. Bíllinn var stöðvaður eftir að hann hafði mælst á 133 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesvegi til móts við Fitjar. Hámarkshraði þarna er 70 kílómetrar. Maðurinn verður væntanlega sviptur ökuleyfi tímabundið, að sögn lögreglu. Á tvöföldum hámarkshraða Reykjanesbraut BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur ákveðið að ráða Gunnar Kristmanns- son sem skólastjóra Tónlistarskóla Grindavíkur. Skólanefndin hafði mælt með öðrum umsækjenda sem fyrsta kosti. Sjö sóttu um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Grindavíkur. Skóla- nefnd tónlistarskólans mælti með tveimur umsækjendum, í þessari röð: Birnu Bragadóttur og Gunnari Kristmannssyni. Fulltrúar meiri- hluta bæjarstjórnar ákváðu í bæjar- ráði að ráða Gunnar í stöðuna. Fulltrúi minnihlutans lagði til að skólastjóri yrði ráðinn tímabundinn í fjögur ár og Esther Helga Guð- mundsdóttir fengi starfið. Sat fulltrúi minnihlutans hjá þegar meirihlutafulltrúarnir samþykktu að ráða Gunnar. Gunnar Kristmannsson er 31 árs klarínettleikari og söngvari, ættaður frá Akranesi. Hann er með próf í blásarakennslu og hefur unnið við tónlistarkennslu á Akranesi, í Kópa- vogi og Garðabæ og stjórnað skóla- hljómsveit og kór á Akranesi. Síð- ustu tvö árin hefur hann verið við söngnám á Ítalíu og á Spáni. Ráðinn skóla- stjóri tónlist- arskólans Grindavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.