Morgunblaðið - 02.08.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.08.2001, Qupperneq 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRANSKIR dagar voru á Fáskrúðs- firði um helgina, en þetta er í sjötta skipti sem slík hátíð er haldin. Að þessu sinni sá hópur áhugafólks um undirbúning hátíðarinnar, en áður fyrr var fólk tilnefnt af hrepps- nefnd Búðahrepps. Margt var til skemmtunar fyrir alla aldurshópa, íþróttir svo sem fótbolti, leikir, hjólreiðakeppnin Tour de Fáskrúðsfjörður, útimark- aður, myndlistarsýningar, ljós- myndasýning og kjóla- og fatasýn- ing á fötum frá fyrri tíð. Dansleikir voru föstudags- og laugardagskvöld auk þess sem harmonikkuball var á laugardag í Verkalýðshúsinu. Fjölmennt ætt- armót var haldið og ferming- arbarnamót eru orðin fastur liður á þessum dögum, auk þess sem brott- fluttir Fáskrúðsfirðingar heim- sækja staðinn í tilefni daganna. Veðrið var eins og best verður á kosið. Talið er að íbúafjöldi staðarins hafi tvöfaldast þessa helgi. Fulltrú- ar frá bæjarstjórn Gravelines í Frakklandi, sem er vinabær Fá- skrúðsfjarðar, voru á hátíðinni en það er orðinn fastur liður að þeir heimsæki Fáskrúðsfjörð um hátíð- ina. Er þá farið með þeim í grafreit franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði og höfð þar bænastund. Fulltrúar frá bæjarstjórn Gravelines í Frakklandi tóku þátt í minningarathöfn um franska sjómenn. Franskir dagar á Fá- skrúðsfirði Fáskrúðsfjörður Í DALABÚÐ á þriðjudagskvöld var samankomið margmenni til þess að funda um málefni Goða hf. Lokun sláturhússins hér í Búðardal eru af- ar slæm tíðindi fyrir bændur og marga aðra sem tengjast málum á einn eða annan hátt. Fyrir svörum voru Andri Árnason, hæstaréttar- lögmaður, Haraldur L. Haraldsson, sveitarstjóri, og Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti. Fundarstjóri var Böðvar B. Magnússon, bóndi. Rætt var vítt og breitt um allt sem málinu viðkemur og var það greinilegt að mikil reiði er í fólki vegna lokunarinnar og stífni hjá for- svarsmönnum Goða hf. sem vilja alls ekki ræða það að leigja húsið fyrir slátrun eða selja það. Reyndar kom það fram á fundinum að forsvars- menn Goða hf. svara engum skila- boðum sem fyrir þá hafa verið lögð, svo ekkert er hægt að ræða við þá. Einnig var talað um það að þessir menn kynnu ekki mannleg sam- skipti og þyrfti að taka þá í kennslu, og var talað um að þeir þyrftu að fá drög að því hvernig uppsagnarbréf eru skrifuð. Fannst fólki sem var sagt upp að það væri eins ópersónu- legt og hægt var. Hvorki var þeim þakkað fyrir unnin störf né að þeim þætti leitt að það yrði að fara þessa leið. Fyrirtæki tilbúin í kjötvinnslu Fram kom á fundinum að fyrir- tæki væru tilbúin til að koma hingað með rekstur og jafnvel kjötvinnslu en það gengur ekki vegna þess að ekki fær neinn húsið til leigu eða sölu. Þrjár ályktanir voru sam- þykktar samhljóða og hljóðuðu þær upp á það m.a., að mótmælt var harðlega ósk forsvarsmanna Goða hf. um úreldingarstyrk frá hinu op- inbera vegna sláturhússins í Búð- ardal, fundarmenn skoruðu einnig á forráðamenn Goða hf. til viðræðna um leigu hússins, ef þeir vildu það ekki lýstu þeir fullri ábyrgð á Goða hf. á því tjóni sem bændur verða fyrir vegna þessa. Einnig var sam- þykkt samhljóða og stutt með lófa- klappi, að enginn vildi leggja fé inn hjá Goða hf. til slátrunar í haust, ef fram fer sem horfir. Minnst var á að það þættu skrýtnar reikningsaðferðir, sem fyndu það út að betra væri að end- urbæta sláturhúsið í Borgarnesi fyr- ir 100 milljónir, þegar það kostar 28 milljónir að koma afurðastöðinni í Búðardal í útflutningshæft ástand. Reiði vegna lokunar sláturhúss Goða Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Haraldur L. Haraldsson í pontu. Einnig má sjá Böðvar B. Magnússon fundarstjóra, Sigurð Rúnar Friðjónsson oddvita og Andra Árnason. Búðardalur SIGURÐUR Hjálmarsson er nú búinn að vera þrjú sumur í starfi umferðaröryggisfulltrúa Suður- lands. Starfar hann fyrir Umferð- arráð og Slysavarnafélagið Lands- björg í tvo mánuði á sumrin, ekur um og kannar ástand vega og merkinga og kemur með ábend- ingar til Vegagerðar og annarra sem málið varðar um hvað betur megi fara. Gagnrýnir Vegagerðina á Selfossi Sigurður er ekki ánægður með Vegagerðina á Selfossi sem hann segir að hafi tekið lítið mark á ábendingum sínum og fátt eitt af því sem hann hefur komið með ábendingar um er lagfært. Aftur á móti sé Vegagerðin í Vík búin að laga flest það sem hann hefur bent á. Sigurður segist vera búinn að senda fjölda bréfa til Vegagerð- arinnar á Selfossi og hreppsnefnd- ar Mýrdalshrepps með alls konar ábendingar um hvernig væri hægt að lagfæra vegi og vonandi koma í veg fyrir umferðarslys. Til dæmis vantar mikið upp á að umferð- armerkingar séu í lagi inni í Vík- urþorpi og hefur lítið verið gert í að bæta úr þessu þó að tæpt ár sé síðan Sigurður sendi fyrsta bréfið. Sigurður sagðist hafa hitt öku- kennara sem segir að ekki sé hægt að kenna á bíl í Vík vegna þess að ekki séu til öll þau umferðarskilti sem þyrftu að vera vegna kennsl- unnar. Margar kannanir hafa verið gerðar í sumar og hafa þær ekki komið vel út t.d. í bílbeltakönnun sem var tekin á Hellu 3. júlí voru 39% ökumanna með bílbeltin spennt en 61 % án beltis, þá var tekin stefnuljósakönnun hjá Ölfus- árbrú á Selfossi 21. júní síðastlið- inn og gáfu 59% stefnuljós en 41% slepptu því. Þegar fréttaritari hitti Sigurð var hann að mæla hraða við nýtt ræsi yfir Hvammsá í Mýrdal en ræsið er að síga og hefur myndast hættuleg laut yfir ræsinu. Sigurð- ur tekur undir ábendingar vegfar- enda um að vegurinn um Gatna- brún sé ótrúlega illa hannaður þrátt fyrir endurbætur á liðnum árum. Ljósmynd/Jónas Erlendsson Sigurður myndar signa ræsið í Hvammsá. Yfir 60% án bíl- beltis á Hellu Fagridalur LANGÞRÁÐUR þurrkur kom loksins í Þingeyjarsýslu fyr- ir helgina, en júlí- mánuður hefur ein- kennst af þokulofti og vætu allt til þessa. Þegar sólin lét sjá sig voru heyskap- artæki á öllum bæj- um sett í gang til að ná sem mestu og því tæplega tími til að fara heim af túninu í kaffitímanum. Þá var brugðið á það ráð að breiða dúk á túnið við rúllurnar og kunnu börnin vel að meta vöfflur og rjóma undir sum- arhimninum. Loksins lang- þráður þurrkur Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Helgi ásamt börnunum Sigríði og Atla Birni í heyskapskaffi. BRYGGJUDAGUR var nýlega haldinn á vegum handknattleiks- deildar kvenna í ÍBV á Eim- skipsplaninu við Binnakant. Dag- skráin hófst kl. 13 og stóð til kl. 17. Á svæðinu var margt í boði, handflakarar flökuðu ýsu beint í pokann fyrir fólk, auk þess sem margs konar sjávarfang var til sölu, ásamt nýjum og reyktum lunda. Fyrirtækin Kútmagakot, Pizz 67, Íslensk matvæli og Veislu- þjónustan stóðu fyrir sjávarrétt- akynningu sem mæltust vel fyrir hjá þeim mikla fjölda gesta sem lagði leið sína á svæðið í frábæru veðri. Þá var boðið upp á kaffi- húsastemmningu í stóru veitinga- tjaldi, tónlistaratriði, leiki fyrir börn, grill og margt fleira. Bryggjudagurinn tókst mjög vel og voru gestir mjög ánægðir og samkvæmt upplýsingum frá að- standendum er ljóst að framhald verður á og má búast við bryggju- degi næsta sumar. Morgunblaðið/Sigurgeir Sjávarréttakynningin mæltist vel fyrir hjá þátttakendum. Vel heppnaður Bryggjudagur Vestmannaeyjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.