Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 23
FERÐALÖG „HLUTI af útilegunni er að njóta góðrar máltíðar, svo auðvitað skiptir máli að taka með það sem hverjum og einum þykir gott,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur hjá Manneldis- ráði, þegar hún er spurð um hentugt nesti í útileguna. „Eins þarf að gæta þess að fjölbreytnin sé nægileg og það er mikilvægara eftir því sem ferðalagið er lengra.“ Þá skiptir máli hversu auðvelt er að nálgast mat og bæta við því sem á vantar, eða hvort allt er tekið með að heim- an, að sögn Önnu. „Bakpokaferða- langar verða til dæmis að taka tillit til þess hversu löng ferðin er og hversu þungt er að bera matinn, auk þess sem þeir hafa ekki kæliað- stöðu.“ Ferskir ávextir og grænmeti eru mjög hentugir því þeir endast vel en verða helst útundan ef mikið er nærst á sjoppufæði , að sögn Önnu. „Best er að taka ávextina og græn- metið með í heilu lagi og gott að vera búin að þvo það sem borðað er með hýðinu,svo hægt sé að grípa til þeirra hvenær sem er.“ Af mjólk- urvörum mælir hún með G-vörum því þær má geyma utan kæliskáps. Grillmatur er alltaf vinsæll í úti- leguna og ágætur kostur að mati Önnu. „Best er að velja kjöt í þéttum umbúðum og gæta þess að ekki leki vökvi á önnur matvæli. Þegar um- búðir hafa einu sinni verið opnaðar þarf að matreiða kjötið innan skamms tíma. Til að spara sér fyr- irhöfn við matreiðsluna er hægt að forsteikja kjöt, t.d. kjúklinga sem gott er að borða kalda.“ Hægt er að velja meðlæti af ýmsu tagi, t.d. kartöflur á grillið eða tilbú- ið kartöflusalat sem geymt er í kæli- töskunni, en Anna bendir á að kart- öflusalat með ediki endist lengur en majonessalat. Ávextir á grillið Brauð, hrökkbrauð, kex og annar kornmatur endast vel og henta í öll ferðalög. „Í upphafi ferðar getur verið gott að hafa með sér smurðar samlokur að heiman, en þær eru sjaldnast lystugar nema í 1-2 daga. Skinka, kæfa, ostur og annað álegg henta vel og sniðugt er að hafa grænmeti í sneiðum með í þéttu íláti og bæta því á samlokurnar rétt áður en þær eru borðaðar.“ Til að fullkomna ferðina er líklegt að margir kjósi að hafa með sér ein- hver sætindi. Ávextirnir, sem þegar ættu að vera komnir í nestiskörfuna eru góður millibiti og eftirréttur, en einnig geta grillaðir ávextir verið gómsætur biti, segir Anna. „Þurrk- aðir ávextir eru líka vinsælir á ferða- lögum sérstaklega þegar farið er í göngutúra og súkkulaði fylgir með í flestum fjallgöngum. Það er ekkert að því að fá sér súkkulaðimola svo lengi sem hugsað er um magnið. Þá má ekki gleymast að ferðalög eru til að gera sér dagamun og mataræði örfárra daga breytir litlu ef almennt er borðaður hollur matur.“ Morgunblaðið/Kristján Ferskir ávextir og grænmeti er hentugt í útilegur því það endist vel. Fjölbreytilegt nesti í útileguna heitið það í heila öld. Húsið á sér ríka sögu og hefur verið vöruhús, beitingahús, fiskverkunarhús og fleira í gegnum tíðina. Það er ein- mitt vegna þessarar miklu sögu sem eldri Stykkishólmsbúar hafa sýnt kaffihúsinu mikinn áhuga, því margir þeirra hafa einhvern- tíman unnið í húsinu.“ Sjáv- arpakkhúsið stendur við höfnina í Stykkishólmi. Fyrir utan húsið er pallur sem snýr út að höfninni og geta gestir fylgst með lífinu þar og sólsetrinu þegar fer að skyggja. Nafnið á kaffihúsinu, Sjáv- arpakkhúsið, hefur vakið nokkuð umtal að sögn Bjarna og hluti af sérstöðu hússins er einmitt falinn í orðaleik tengdum nafninu. „Við höfum grínast svolítið með nafnið á húsinu. Þetta hús hefur alltaf verið meira en venjulegt pakkhús svo nú erum við farnir að segja að þetta sé hús sjávarpakksins, og leggjum út frá því við gerð mat- seðils og annars. Þetta hefur svo verið þýtt á önnur tungumál og heitir til dæmis á ensku The sea- bastards inn.“ Sjávarpakkhúsið er sumarkaffi- hús og að sögn Bjarna er stefnt á að hafa það opið frá júníbyrjun til ágústloka ár hvert. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nýja kaffihúsið í Stykkishólmi stendur við höfnina. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.