Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ REIÐIR Palestínumenn í stærstu flóttamannabúðunum í Líbanon kröfðust þess í gær að náð yrði fram hefndum fyrir árás Ísraela á skrifstofur Hamas-samtakanna á Vesturbakkanum í fyrradag, þar sem átta féllu, þ. á m. tveir drengir. Skotmark Ísraela mun hafa verið tveir helstu leiðtogar Hamas-sam- takanna, sem féllu í árásinni. Árásir Ísraela undanfarið á til- tekin skotmörk meðal Palestínu- manna hafa verið fordæmdar víða um heim. Forseti Sýrlands, Bashar Assad, sagði í gær að Sýrlendingar kynnu að auka herafla sinn í ljósi stigmagnandi átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Sagði Assad að staða mála í Mið-Austurlöndum væri komin á „alvarlegt stig sem krefðist fyllstu árvekni og viðbún- aðar“. Hátt í 700 manns hafa fallið í átökum Ísraela og Palestínumanna undanfarna tíu mánuði, umsamin vopnahlé hafa að engu orðið og arabar hvarvetna í Mið-Austur- löndum hafa fyllst mikilli reiði. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði í gær að árás Ísraela á Hamas-leiðtogana mundi leiða til „hefndarhringrásar“ og bæði Ísr- aelar og Palestínumenn mundu gjalda þess. Lét Mubarak þessi orð falla eftir að hafa átt fund með Yasser Arafat, forseta heimastjórn- ar Palestínumanna. Tyrkir gagnrýndu Ísraela harð- lega í gær fyrir árásina á Vest- urbakkanum. „Líkt og mörg önnur ríki fordæmir Tyrkland þessa árás, sem bætir ekki ástandið, sem nú þegar er alvarlegt,“ sagði í yfirlýs- ingu tyrkneska utanríkisráðuneyt- isins. Eru Ísraelar hvattir til að láta af valdbeitingu. Þjóðverjar vöruðu við því í gær að árás Ísraela á skrifstofur Hamas gætu orðið til þess að draga enn úr möguleikum á friðarumleitunum. Í yfirlýsingu frá þýska utanríkis- ráðuneytinu sagði að árás Ísraela væri „ógn við ákaflega viðkvæmt vopnahlé í Mið-Austurlöndum“ og geti stuðlað að stigmögnun frekari átaka. Hvöttu Þjóðverjar báða deiluaðila til að hefja viðræður. Í yfirlýsingu frá rússneska utan- ríkisráðuneytinu er aukið ofbeldi í Mið-Austurlöndum fordæmt og Ísraelar og Palestínumenn hvattir til að fara eftir friðaráætlun sem lögð var til í skýrslu alþjóðlegrar nefndar er kennd var við George Mitchell, fyrrverandi þingmann í Bandaríkjunum. Abdullah II Jórdaníukonungur ræddi við George W. Bush Banda- ríkjaforseta í síma á þriðjudag og hvatti hann til að láta meira til sín taka til að binda enda á átök Ís- raela og Palestínumanna. Opinbera fréttastofan Petra í Jórdaníu greindi frá því að konungurinn hefði sagt Bush að Bandaríkja- stjórn yrði umsvifalaust að skerast í leikinn á landsvæðum Palestínu- manna, þar sem ástandið færi hríð- versnandi og væri „komið á stór- hættulegt stig“. Samkvæmt fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins, BBC, eru árásir Ísraela undanfarið í sam- ræmi við þá stefnu ísraelsku stjórn- arinnar að ráða af dögum menn sem hún telur að séu ógn við ísra- elska borgara. Hafi ísraelskir emb- ættismenn á stundum viðurkennd fullum fetum að þetta sé stefnan og að henni sé fylgt til hins ítrasta. „Ég get sagt ykkur afdráttar- laust hver stefnan er,“ sagði Ephraim Sneh, fyrrverandi aðstoð- arvarnarmálaráðherra og núver- andi samgönguráðherra, fyrr á þessu ári. „Ef einhver hefur framið eða er að leggja á ráðin um hryðju- verk verður að ráðast á hann. Þetta ber árangur, þetta er ótvírætt og þetta er réttlátt.“ Eftir árásina á Vesturbakkanum í fyrradag ítrekaði Bandaríkja- stjórn andstöðu sína við að Ísraelar fylgi þessari stefnu. Eldflaugaárásir Ísraela fordæmdar víða um heim Beirút, Berlín, Damaskus, Amman. AP. AP Föður Omars Mansours, sem var meðal hinna föllnu í árásinni, lyft svo að hann geti snert lík sonarins. Segir Dani hunsa alla samvinnu Þórshöfn. Morgunblaðið. ANFINN Kallsberg, lögmaður Færeyja, sagði í ræðu á Lög- þinginu í gær að Danir vildu ekki eiga neitt samstarf við færeysk stjórnvöld um sjálfstæðismálin. Þingkosningar verða í Færeyjum einhvern tíma fyrir næsta vor. Kallsberg sagði ljóst að sjálfstæð- ismálið væri alls ekki í höfn, danska stjórnin legði steina í götu Færeyinga og notaði allar hugsan- legar leiðir, lagalegar og pólitískar, til að hindra framgang málsins. „Þess vegna er mikilvægt að við sýnum lipurð og þrautseigju. Og við skulum ná takmarkinu,“ sagði lögmaðurinn. Færeyingar ætla að lækka dönsku styrkina Kallsberg sagði að þar sem for- sætisráðherra Danmerkur, Poul Nyrup Rasmussen, hefði ekki vilj- að halda fund með sér um grund- vallaratriði sjálfstæðisins myndi færeyska stjórnin einhliða lækka fjárstyrkina sem Danir veita Fær- eyingum á hverju ári. Aðstoðin er nú um milljarður danskra króna, nær 12 milljarðar ísl. kr. á ári, en landstjórnin í Þórshöfn hyggst lækka hana um þriðjung frá næstu áramótum. Einnig hyggjast Fær- eyingar taka yfir stjórn skólamála og almannatrygginga en þessir málaflokkar eru nú á hendi stjórn- valda í Kaupmannahöfn. Lögð verða drög að opinberum sjóði sem nota á til að koma í veg fyrir of miklar efnahagssveiflur í kjölfar breytinga í atvinnumálum. Olían ekki enn í hendi Hafnar eru boranir eftir olíu í lögsögu Færeyja og ræddi Kalls- berg um tækifærin og hætturnar sem hugsanlegri olíuvinnslu gætu fylgt. Hann varaði fólk einnig við því að ganga út frá því sem gefnu að olía fyndist og lagði áherslu á að enn væri verið að leita. Kallsberg í ræðu á Lögþinginu MOAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, er nú orðinn 59 ára gamall og hefur setið við stjórnvölinn í landinu í 32 ár. Landar hans eru nú farnir að velta því fyrir sér hver mun taka við af honum þeg- ar hann lætur af störfum. Sér til halds og trausts við stjórn landsins hefur Gaddafi „Grænu bókina“, handbók eftir leiðtogann sem sögð er svara öll- um spurningum um hvernig beri að stýra Líbýu sem „alvöru lýð- veldi“. Í landinu er engin stjórn- arskrá, aðeins bókin græna sem greinir frá hugmyndafræði leið- togans. Bókin segir þó ekkert um það hver muni taka við af honum. Synir Gaddafis í sviðsljósinu Hingað til hafa íbúar Líbýu slúðrað og lesið á milli línanna um hver verði arftaki leiðtogans en nú geta sér margir til um að þrír einstaklingar komi til greina sem allir bera nafnið Gaddafi. Þrír elstu synir Gaddafis, þeir Mohammed, Seif el-Islam og Al- Saadi deila nú sviðsljósinu með föður sínum í auknum mæli. Til merkis um það nefna dagblöð í Líbýu nú syni Gaddafis á nafn en hingað til hafa menn verið ein- kenndir með stöðuheitum sínum í líbýskum dagblöðum en ekki nöfnum. Gaddafi hefur hingað til verið sá eini sem nefndur er á nafn. Haft er eftir Anthony Cord- esman, sérfræðingi í málefnum Líbýu á rannsóknarmiðstöð í hernaðar- og alþjóðamálum í London, að einkennin sem nú eru að koma fram séu dæmigerð fyrir leiðtoga sem vill að sonur hans taki við af sér. Í arabískum kon- ungsríkjum eins og Jórdaníu er hefð fyrir því að sonur takið við af föður en í öðrum arabaríkjum þykir slíkt þó ekki jafnsjálfsagt. Kona næsti leiðtogi Líbýu? Gaddafi á auk fyrrnefndra sona, eina dóttur og þrjá aðra syni. Dóttir hans, Ayesha Gad- dafi, sem er laganemi á þrítugs- aldri, hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu. Hún átti til að mynda fund með Saddam Hussein, forseta Írak, er hún heimsótti landið og hún hélt þrumandi ræði um ágæti írska lýðveldishersins (IRA) í ræðu- horninu í Hyde Park í London í einkaheimsókn sinni þangað í fyrra. Því velta menn nú fyrir sér hvort Ayehsa kunni að verða fyrsta konan til að verða forseti Líbýu. Það er þó talið fremur ólíklegt þar sem íbúar Líbýu eru fastheldnir á hefðir auk þess sem ættflokkaskipulag er þar enn við lýði. Gaddafi lýsti því yfir snemma á síðasta ári að þörf væri á nýjum þjóðhöfðingja í Líb- ýu en síðan þá hafa engar ákvarðanir þar að lútandi verið teknar. Þegar þriðji elsti sonur hans, Al-Saadi, var spurður út í þetta nýlega, þar sem hann var staddur í Tókýó, sagði hann of snemmt að ræða það hver verði næsti þjóðhöfðingi Líbýu. Undir orð hans tekur Saad Djabar, sérfræðingur í málefnum Norður-Afríku við háskólann í Cambridge á Englandi. Djabar sagði þó að val á arftaka Gaddaf- is gæti orðið ruglingslegt þegar til þess kemur. „Það er þörf á að endurskipu- leggja uppbyggingu líbýsks stjórnkerfis og samfélags,“ sagði Djabar. Íbúar Líbýu velta fyrir sér arftaka Gaddafis AP Moammar Gaddafi, hinn 59 ára gamli leiðtogi Líbýu, ásamt tveimur sonum sínum. Til vinstri er Al-Saadi sem er forseti knattspyrnu- sambands Líbýu og er hann einn af leikmönnum líbýska landsliðsins í knattspyrnu. Fyrir miðju er Gaddafi og lengst til hægri er Seif el- Islam sem er formaður góðgerðastofnunar Gaddafis. Synir og dóttir leiðtogans í sviðsljósinu Líbýa, Trípólí. AP. TEKJUSKATTAR verða ekki lækkaðir á Ítalíu fyrr en í fyrsta lagi árið 2003. Í kosningabarátt- unni í vor hét hægrimaðurinn Silv- io Berlusconi, sem varð forsætis- ráðherra í júlí, að tekjuskattar yrðu lækkaðir og var loforðið einn af grundvallarþáttum stefnuskrár flokks hans, Áfram Ítalía. Berlusconi kom fram í sjón- varpsþætti í kosningabaráttunni og undirritaði þar skjal sem hann kallaði Samning við Ítali og inn- siglaði þar loforðið. Hagfræðingar efuðust frá upphafi um að hægt yrði að uppfylla það og standa jafnframt við skilyrði sem sett eru um hámarkshalla á fjárlögum að- ildarríkja Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu, EMU. Ítalska stjórnin segir nú að hallinn sé of mikill og því verði að bíða með lækkunina. Stjórnin lagði í gær fram fimm ára áætlun um efnahagsmál í neðri deild þingsins og var hún sam- þykkt, áður hafði efri deildin sam- þykkt hana. Sagt er frá frestun skattalækk- unarinnar í greinargerð með áætl- uninni. Skatta- lækkun frestað Stjórn Silvios Berlusconis Róm. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.