Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 27

Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 27 HS Bólstrun ehf. www.bolstrun.is/hs M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928 KÚBVERSKIR embættismenn rannsaka eins hreyfils Cessna 172- flugvél sem brotlenti skammt frá Havana á þriðjudag. Talið er að flugnemi, sem var í sinni fyrstu flugferð einn síns liðs og lagði upp frá Flórída í Bandaríkjunum, hafi stolið vélinni og nauðlent henni á Kúbu. Talsmaður flugskólans, Paradise Aviation á Marathon-eyju, sagði að flugneminn hefði virt að vettugi köll frá flugturninum og sveigt af fyrirhugaðri flugleið og farið í átt til Kúbu. Neminn slapp með skrekk- inn og fór í lögreglufylgd af slys- stað, að því er sjónarvottar sögðu. Reuters Stalst til Kúbu ALLT að þúsund manns er sakn- að eftir flóð og aurskriður á eyj- unni Nias í Indónesíu í gær. Óvíst var síðdegis hversu margir væru látnir en hundruð manna misstu heimili sín. Aurskriðurnar féllu snemma í gærmorgun en þá hafði rignt gegndarlaust í tvo daga. Þrír jarðskjálftar urðu undan ströndum eyjarinnar í fyrrinótt og mældust um 5,4 á Richters- kvarða, gætu þeir einnig hafa átt þátt í að hleypa skriðunum af stað. Talið var að erfitt yrði að koma hjálpargögnum til hamfarasvæð- anna enda er aðeins einn lítill flug- völlur á eyjunni og mörg þorp er aðeins unnt að nálgast sjóleiðis. Hundruð manna láta lífið af völdum flóða og aurskriða í Indónesíu á ári hverju. Hundraða saknað eftir aurskriður Hamfarir í Indónesíu Medan í Indónesíu. AP. RÁÐHERRA upplýsingamála í Kúveit sagði í gær, þegar ellefu ár voru liðin frá innrás Íraka í landið, að ýmislegt benti til að stjórnvöld í Bagdad hefðu lagt á ráðin um hryðjuverk innan landamæra Kúv- eits. Ráðherrann, Sheikh Ahmad Fah- ad al Ahmad, gagnrýndi einnig Íraksstjórn fyrir að ögra bandarísk- um og breskum hersveitum á svæð- inu. „Írakar skjóta eldflaugum og bjóða þannig heim gagnárásum, sem þeir geta nýtt sér í áróðursskyni,“ sagði hann á fréttamannafundi. „Ég vona að íraska stjórnin hætti að valda vandræðum og komist þannig hjá því að verða fyrir árás. Hann bætti því við að Kúveitar gætu engin áhrif haft á það hvort árásir yrðu gerðar á Írak. Banda- ríska sjónvarpsstöðin CBS sagði á mánudag að varnarmálaráðuneytið væri að gera áætlun um harða árás á loftvarnastöðvar Íraka. Óttast hryðju- verk Íraka Kúveitborg. AFP. Stjórnvöld í Kúveit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.