Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 28
BYGGÐ í Flatey á Skjálfanda lagð- ist af árið 1968. Þá var tiltölulega nýbúið að reisa þar félagsheimili, og þegar best lét bjuggu á milli 25 og 30 fjölskyldur í eynni. Húsin standa þarna enn; en er misjafnlega við haldið; gamlir eyjarskeggjar hafa sumir hverjir gert gömlu hús- in sín upp og nota sem sumardval- arstað fyrir sig og sína. Kirkja stendur enn í Flatey; höfnin þar er mjög góð, og vitinn vísar salt- storknum sjófarendum ennþá veg- inn um Skjálfandaflóann. Um versl- unarmannahelgina lýsir vitinn gömlum Flateyingum leiðina heim, því þá bregður svo við að tónleikar verða haldnir í gamla samkomuhús- inu, en eins og gefur að skilja eru slíkir viðburðir afar sjaldgæfir í Flatey á Skjálfanda. Það er Aðalheiður Þorsteins- dóttir píanóleikari og afkomandi fólksins í Garðshorni í Flatey sem stendur fyrir uppákomunni, en Að- alheiður er fjórðungur Fjögurra klassískra sem ætla að skemmta þeim sem vilja upplifa með þeim þetta ævintýri. Fjórar klassískar eru auk Aðal- heiðar söngkonurnar Björk Jóns- dóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, en kvartett- inn Út í vorið skipa þeir Ásgeir Böðvarsson, Einar Clausen, Halldór Torfason og Þorvaldur Friðriksson, en píanóleikari þeirra er Bjarni Þór Jónatansson. Gamall draumur að rætast „Þetta er gamall draumur minn. Móðurfólkið mitt er úr Flatey, og síðan við fórum að koma þangað aftur til að gera upp húsið okkar, þá hef ég alltaf haft dálæti á sam- komuhúsinu. Ég fór þarna stundum inn til að raula eitthvað, því hljóm- burðurinn í húsinu er mjög góður. Mig hefur því lengi langað til að halda tónleika þarna, og var svo heppin núna að fá restina af Fjórum klassískum til að syngja þarna með mér – þannig að draumurinn er að rætast. Svo, alveg óvænt, bættist karlakvartettinn Út í vorið inn í myndina.,“ segir Aðalheiður. En það er ekki átakalaust að standa fyrir nútíma tónleikahaldi í eyði- byggð, þótt húsið sé til staðar. „Ég er búin að redda rafmagni – fékk mann til að hjálpa mér að setja upp ljósavél, þannig að ég get farið með rafmagnspíanóið og söngkerfið.“ Tónleikarnir verða á laugardeg- inum, 4. ágúst, og segir Aðalheiður að á efnisskránni verði létt og alveg stórskemmtileg lög, og vonandi endi þetta með fjögurra radda ætt- jarðarlagasöng, þar sem allir geta sungið með. Norðursigling á Húsa- vík verður með bátsferðir í Flatey á föstudag og til lands á mánudag, og verður ferðum fjölgað út í eyna að sögn framkvæmdastjórans þar, ef tilefni verður til. Dansað til styrktar samkomuhúsinu En það verður meira fjör í eynni um verslunarmannahelgina en bara tónleikar, að sögn Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. „Það er hefð fyrir því hér í Flatey að halda ball um versl- unarmannahelgina, og eftir tón- leikana verður stiginn hér dans eins og venjulega. Við eyjarskeggjar er- um að reyna að halda samkomuhús- inu við, og ballið er haldið til að afla fjár til þess, svo við getum að minnsta kosti slett á það málningu af og til. Mér er mikið í mun að hús- inu sé haldið við, þarna er gott svið og stórfínt dansgólf. Það eru eyj- arskeggjar sjálfir eða einhverjir þeim tengdir sem hafa séð um að skemmta á böllunum, með harmó- nikkuleik og þeim hljóðfærum sem til falla, og ég er viss um að þetta verður stórgaman eins og venju- lega.“ Aðalheiður segir að þegar hafi margir sýnt því áhuga að koma í Flatey, þar sé hægt að tjalda, og yndislegur friður og náttúrudýrð. „Ég fæ alls staðar mjög góðar und- irtektir við þessu tiltæki mínu, en svo er það auðvitað líka háð veðri og sjólagi í hvað fólk treystir sér.“ „Raulaði mikið, hljóm- burðurinn var svo góður“ Ljósmynd: Spessi Fjórar klassískar: Signý Sæmundsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Björk Jónsdóttir. Tveir kvartettar, Fjórar klassískar og Út í vorið, halda tónleika í sam- komuhúsinu í Flatey á Skjálfanda 4. ágúst, en þar hefur tónlist ekki ómað í áratugi. LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SEINNI sumartónleikar laugar- dagsins í Skálholtskirkju einkennd- ust af ensk-ítalskri leikhúsmúsík og „tveim konsertum“, eins og stóð í skránni með vísan til Óbókonserts eftir Marcello og Concertos grossos Op. 3.2 eftir Händel. Þó að stórkons- ert (concerto grosso) og einleiks- konsert síðbarokksins séu tæpast sama fyrirbrigði – á vissan hátt mætti kalla stórkonsertinn e.k. milli- stig milli óbreytts hljómsveitarverks og einleikskonserts, þar sem „con- certino“-einleikaratríó („soli“, oftast tvær fiðlur og selló) og öll sveitin að tríói meðtöldu („tutti“) skiptast á – þá má til sanns vegar færa að sami „konsertanti“ andi ráði rithætti beggja greina. Hlustanda, sem hlýddi á bæði fyrri og seinni tónleika dagsins, varð að því leyti auðveldara um vik að leggj- ast í sögulegar vangaveltur þar sem síðbarokkverkin kl. 17 mynduðu eðli- legt framhald í tíma talið á miðbar- okkverkunum kl. 15. Og ekki beið manni þar neitt slor, því verkin voru valin af slíkri kostgæfni að vart hefði mátt hugsa sér ákjósanlegra efni til að umturna fordómum þeirra sem þykjast ekki þola barokktónlist. Hvert atriði var öðru skemmtilegra, og lauk leik sem vera bar þegar hæst stóð með rífandi klímax í Händel- stórkonsertinum, þegar tvö óbó og fagott bættust í hópinn. Hið alkunna dálæti Henrys Pur- cell á tilbrigðum yfir „ground“ þrá- bassastefi birtist í fyrsta númeri, „Curtain tune“ eða forspili að leikriti Shakespeares Timon of Athens, er tónskáldið samdi 1694, ári fyrir and- látið. Hin svolítið óvæntu löngu cres- cendó og dímínúendó í glimrandi túlkun Schröders og félaga (ein- hverra hluta vegna skiluðu styrk- hnigin sér þó betur og jafnar en risin) vörpuðu hér, sem raunar víðar á báð- um tónleikum, upp gömlu spurning- unni um hvort virkilega gæti verið að þessi undirstöðutjáningartól, þrep- laust vaxandi eða minnkandi styrkur, hafi fyrst komið undir í Mannheim á miðri 18. öld, eins og tónsögurit vilja vera láta, enda hvergi fyrirskrifuð í eldri handritum. Flytjendur okkar tíma hafa eðlilega verið tregir til að bæta nokkru við sem „ekki stendur í nótunum“, en fyrr má nú vera. Nær- tækt dæmi væri t.a.m. hinir löngu uppbyggingarkaflar í Chaconnu Bachs fyrir einleiksfiðlu, sem varla er mannlega kleift að leika án stig- vaxandi styrks, þrátt fyrir að ekkert sé um það tilgreint. Eins var hér, sem víðast hvar fyrr og síðar, þegar Bachsveitinni svall móður eða rénaði. Staðirnir voru smekklega valdir og styrkbreytingarnar komu oftast nær sannfærandi út. Eftir stutta en kampakáta „Sin- fóníu“ eða þríþættan ítalskan óperu- forleik að Olimpiu (1685) eftir Aless- andro Scarlatti var komið að Konsert í d-moll fyrir óbó og kammersveit frá um 1716 eftir Feneyinginn Aless- andro Marcello (1669-1747; ekki að rugla við bróður hans Benedetto, höfund ádeiluritsins Il teatro alla moda) með Peter Tompkins í ein- leikshlutverki. Í alla staði bráðfallegt verk, sem eitt sér hefði nægt til að skipa höfundi við hlið mesta fulltrúa feneyska skólans, Vivaldis. Tónlistin var einföld og gegnsæ á ytra byrði, ófeimin við að nota vívaldísk ein- radda ritornelli, en sneisafull af mel- ódískri spennu og furðuáhrifamikil. Þar sveif kannski eftirminnilegast um loft viðkvæmur miðþátturinn á milli gustmikilla útþátta með „eter- ískum“ fimmundasekvenzum í ein- staklega fallegum samleik. Form fín- alsins minnti mann svo aftur á „Devisen“-aríur Bachs með reifun óbósins á sýnishorni af sínu efni í blá- byrjun. Barokkóbóið liggur við að megi kalla allt annað tónamboð en nútíma- arftaka þess. Tónninn er gjörólíkur; nánast eins og úr flygilhorni bak við flauelstjald. Það er að sama skapi vandmeðfarið, en þó að einstaka knúsað gaffalgrip á klappalaust forn- aldarhljóðfærið hleypti vart heyran- legri snurðu á leiftrandi perluþræði Tompkins, var einleikur hans í heild rakin snilld og ljómandi vel studdur af Bachsveitinni. Fjölbreytnin var fáu lík í leikhús- tónlist Matthews Lockes (1622-77) frá 1674 við Ofviðri Shakespeares. Þættirnir voru 11, og þótt finna mætti stundum verulegan enduróm frá endurreisnarstíl (og ekki aðeins með „úreltum“ dansi í bland eins og galliard), þá mátti einnig greina nýrri strauma úr fjölskrúðugum handraða tónskáldsins, ýmist af bráðmelódískum, eldhressum eða spaugilegum toga, og jafnvel skringi- legum. Að líkindum afar sjaldheyrt verk, en sannkallað eyrnayndi út í gegn. Händel lagði til „grand finale“ laugardagsins með fimmþættum Concerto grosso í B-dúr Op. 3 nr. 2 úr sex konserta setti sínu frá 1734. Sífrjó andagift meistarans kom m.a. fram í ólíkum rithætti þáttanna, með tveim fiðlum í I., óbósólóinnslagi í II. og hugvitssömum iðandi „double“- leik fiðlna í aftari hluta Gavottunnar (V.). En ekki sízt gustaði þó af síð- ustu þrem þáttum, sem hrifu mann miskunnarlaust upp úr skónum fyrir nánast takmarkalausa hryn- og lag- ræna andagift í stórglæsilegum flutningi Bach-sveitarinnar. Þar kvað við tónlist sem jafnaðist á við beztu bitana úr hinum mikla 12 verka bálki Händels Op. 6, er ásamt Brand- enborgarakonsertum Bachs þykir kóróna concerto grosso sköpunar barokktímans. Varla er heldur ofsagt að óbóin tvö og fagottið hafi ekki að- eins skerpt útlínur fiðluradda og fylgibassans, heldur einnig stóraukið dramatískar andstæður milli smá- hóps og stórhóps, enda hljómuðu fiðl- urnar fjórar í tutti-köflum fyrir vikið líkt og væru helmingi fleiri. Eftir slíka frammistöðu hlaut að kvikna von um væntanlega varð- veizlu á hljómdiski. Og helzt sem allra fyrst. Seiðandi síðbarokkTÓNLISTS k á l h o l t s k i r k j a Hljómsveitarverk eftir Purcell, A. Scarlatti, A. Marcello, Locke og Händel. Peter Tompkins, barokk- óbó; Bachsveitin í Skálholti undir forystu Jaaps Schröder. Laug- ardaginn 28. júlí kl. 17. SUMARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson FRAMLEIÐANDANUM Jeff- rey Katzenberg ætti ekki að leið- ast þessa dagana. Er að skáka sín- um gömlu húsbændum hjá Disney, hvaðan hann var brottrækur gerr fyrir nokkrum árum. Katzenberg var æðsti maður teiknimyndadeild- arinnar og maðurinn á bak við The Lion King, vinsælustu mynd henn- ar frá upphafi. En passaði að lok- um ekki inn í valdataflið innanhúss og því fór sem fór. Síðan hefur Katzenberg verið að stríða Dis- neyrisanum með myndum eins og Antz og Chicken Run, en ekki tek- ist að máta hann fyrr en með Shrek. Fyrir utan að vera að slá The Lion King út hvað vinsældir snertir gerir Shrek góðlátlegt grín að steinrunnum söguþræði Disney- myndanna og hlýtur að teljast nokkur tímamótamynd, svo frjáls- lega sem hún fer með viðteknar hefðir í þessum formfasta geira. Hér koma við sögu sem auka- persónur gamalfrægar Disneyfíg- úrur eins og Gosi og Mjallhvít og dvergarnir sjö, auk Peters Pan, Piparkökukarlsins, Rauðhettu og úlfsins o.fl. góðkunningja unnenda ævintýra og teiknimynda. Þeir eru hluti ævintýrasagnapersóna sem hinn hrokafulli Fraquhart lávarður (Harald G. Haralds/John Lithgow) smalar saman úr landi sínu og hol- ar niður í fenin þar sem græni ris- inn Shrek (Hjálmar Hjálmarsson/ Mike Myers) ræður ríkjum. Hann er ekki beinlínis smáfríður og því eilíflega verið að stríða honum, svo Shrek vill fá að vera í friði. Ein kynjaveran sem lávarðurinn hefur hrakið í fenjaskóginn er talandi asni (Þórhallur Sigurðsson/Eddie Murphy), sem treður sér inn á trölla. Saman halda þeir asninn í kvörtunarleiðangur til lávarðsins. Sú för endar með því að félagarnir gangast inn á að ræna hinni fögru prinsessu, Fionu (Edda Eyjólfs- dóttir/Cameron Diaz), úr haldi eldspúandi dreka. Lávarðurinn vill giftast Fionu til að verða alvöru kóngur en Shrek á að fá að launum fenin sín aftur. Útkoman er óvenju frísk og hressandi blanda af gamaldags Grimmsævintýri, Disneyteikni- mynd og nútímalegu galgopagamni í anda Murphys. Gömlu tabúin falla hvert af öðru, með vindgangi, ropum og munnsöfnuði sem verið hefur til þessa í ljósárafjarlægð frá teiknimyndahefðinni. Myndin er tölvuunnin í anda Toy Story-mynd- anna og vinnubrögðin öll hin fag- mannlegustu. Samstarfsfyrirtæki Dreamworks í tölvugrafíkinni er PDL, sem sannar hér og í Antz að það gefur Pixar (Toy Story) ekkert eftir. Handritið er oftar en ekki bráðfyndið, á mörkum þess að vera klúrt, en aldrei svo að börnum stafi ami að eða óhollusta. Húmorinn er óvenju breiður þótt ævintýrið sem slíkt sé kunnuglegt. Til umfjöll- unar eru báðar útgáfurnar, sú ís- lenska og enska, og óhætt að full- yrða að allir leikararnir fari á kostum. Murphy er óborganlegur, líkt og Lithgow, og þau Myers og Diaz eru lítið sem ekkert síðri. Laddi er bráðskemmtilegur asni, Hjálmar ljær aðalpersónunni skop- legt yfirbragð sem jafnframt vekur nauðsynlega samúð með Shrek. Harald G. er spaugilegur og leik- stjórnin og tæknivinna öll eins og best verður á kosið. DreamWorks samþykkti val aðalraddanna og fer þar sömu leið og Disney. Tónlistin er lífleg og einn þeirra þátta sem koma skemmtilega á óvart, með notkun gamalla poppslagara á borð við I’m a Believer, sem The Monk- eys sungu í den. Niðurstaðan er eldhress skemmtun fyrir alla fjöl- skyldumeðlimi, í sama hágæða- flokki og Toy Story, og enn frekar Toy Story 2. Tröll tíðar- andans KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó , B í ó - h ö l l i n , H á s k ó l a b í ó , N ý j a B í ó A k u r e y r i , N ý j a B í ó K e f l a v í k Leikstjórar Andrew Adamson og Vicky Jenson. Handritshöfundar Ted Elliott o.fl., byggt á bók Willi- ams Steig. Tónskáld Harry- Gregason Williams. Tölvuunnin teiknimynd. Íslensk talsetning, undir stjórn Júlíusar Agnarssonar: Hjálmar Hjálmarsson, Þórhallur Sigurðsson, Edda Eyjólfsdóttir, Harald G. Haralds, o.fl. Ensk tal- setning: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz, John Lith- gow o.fl. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. DreamWorks. 2001. SHREK 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.