Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 29 SÍÐASTA kvöldið í tónleika- röðinni Piparbræðingur í Húsi Málarans, þar sem fram hafa komið Szymon Kuran fiðlu- leikari, Hafdís Bjarnadóttir rafgítarleikari og Þórdís Cla- essen slagverksleikari verður í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Að þessu sinni ætlar tríóið að fá til liðs við sig Grím Helgason klarinettleikara. Á efnisskránni er tónlist úr ýms- um áttum, latin, rokk, þjóðlög, frumsamið og frjáls spuni sem er einkennismerki hópsins. Loka Pipar- bræðingur sumarsins Laugardagur 4. ágúst Kl. 14. Jaap Schröder fiðluleikari flytur erindi um Henry Purcell og upphaf fiðluleiks á Englandi á 17. öld í Skálholtsskóla. Kl. 15. Henry Purcell, Sonnata’s of III Parts. Fyrri hluti: Sónötur I–VI. Kl. 17. Johann Sebastian Bach, tónverk fyrir tvo sembala. Kl. 21. Henry Purcell, Sonnata’s of III Parts. Seinni hluti: Sónötur VII–XII. Sunnudagur 5. ágúst Kl. 15. Henry Purcell, Sonnata’s of III Parts. Fyrri hluti: Sónötur I–VI. Orgelstund í Skálholtskirkju hefst á sunnudeginum kl. 16.40 með flutningi Steingríms Þórhalls- sonar á orgelverkum eftir J.S. Bach. Í messu kl. 17 verða fluttir þætti úr tónverkum helgarinnar. Sr. Egill Hallgrímsson predikar. Mánudagur 6. ágúst Kl. 15. Johann Sebastian Bach, tónverk fyrir tvo sembala. Tónleikarnir standa yfir í u.þ.b. klukkustund og er boðið upp á barnapössun í Skálholtsskóla fyrir þá sem þurfa. Veitingasala á milli tónleika er á vegum Skálholts- skóla. Aðgangur er ókeypis. Sumartónleikar í Skálholtskirkju KOMIÐ er að fjórðu tónleikahelgi Sumartónleika í Skálholtskirkju. Það eru tónverk eftir tónskáldin Henry Purcell og Johann Sebasti- an Bach, sem munu hljóma í Skál- holtskirkju um verslunarmanna- helgina. Sónötur Henrys Purcells Fiðluleikararnir Jaap Schröder og Svava Bernharðsdóttir, Sigurð- ur Halldórsson sellóleikari og org- elleikarinn Kee de Wijs flytja tríó- sónötur Purcells í tvennu lagi. Tríósónötur Purcells, sem fyrst voru gefnar út árið 1683, marka há- punktinn í tónsmíðaferli hans. Þetta heildarverk inniheldur tólf sónötur fyrir tvær fiðlur og fylgi- rödd. Mun það nú heyrast í fyrsta sinn í heild sinni hér á landi og flutt á hljóðfæri í stíl barokktímans. Sembalverk Johanns Sebastians Bachs Semballeikararnir Elín Guð- mundsdóttir og Helga Ingólfsdóttir flytja verk fyrir tvo sembala eftir J.S. Bach. Þær munu flytja þætti úr Fúgulistinni og konsert fyrir tvo sembala. Bach vann trúlega að Fúgulist- inni seinustu tíu æviár sín, en með hléum þó. Á tónleikunum um helgina verða fluttir nokkrir þættir úr þessu mikla heildarverki. Einnig flytja Elín og Helga einn af fjölmörgum sembalkonsertum Bachs. Konsertinn var uppruna- lega skrifaður fyrir tvo sembala ásamt strengjahljóðfærum. Hlut- verk strengjanna er þó það létt- vægt að konsertinn er iðulega flutt- ur án undirleiks strengja eins og nú verður gert. Helga Ingólfsdóttir Elín Guðmundsdóttir Tónverk eftir Purcell og Bach í Skálholti KAMMERTÓNLEIKAR á Kirkju-bæjarklaustri verða haldnir dagana 10., 11. og 12. ágúst í ellefta sinn. Í ár er brugðið útaf venju og fengnir til liðs söngvarinn Egill Ólafsson og franski bandóneonleik- arinn Olivier Manoury. Einnig koma fram Auður Hafsteinsdóttir fiðlu- leikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Helga Þór- arinsdóttir víóluleikari.Frá Belgíu kemur sérstaklega Michael Gutt- mann fiðluleikari sem er meðlimur í Ariaga-strengjakvartettinum, ein- um þekktasta strengjakvartett Belga. Á tónleikum helgarinnar kemur fram hljómsveitin Le Grand Tangó sem undir stjórn Oliviers Manoury hefur sérhæft sig í flutningi á arg- entískri tangótónlist í útsetningu Oliviers. Komu þau m.a. fram á tón- leikum á Listahátíð í Reykjavík fyr- ir nokkrum árum við frábærar und- irtektir. Það verður því óvenju breið efnis- skrá í ár þar sem blandast saman klassísk tónlist, argentískur tangó og dægurlög. Egill Ólafsson mun frumflytja frumsamin sönglög við ljóð Nínu Bjarkar en hann mun einnig syngja ljóð eftir Schubert, Brahms, Gershwin, Ríkarð Örn Pálsson og argentísk tangóljóð, bæði með bandóneon-undirleik ein- um og einnig með öllum hópnum. Einnig verða flutt strengjakvartett eftir Samuel Barber, strengjakvint- ett eftir Dvorák, sellósónata í F-dúr eftir Brahms, dúó fyrir selló og kontrabassa eftir Rossini, kvintett fyrir bandóneon og strengi eftir Piazzolla og frumsamin verk eftir Olivier Manoury. Listrænn stjórnandi Kammer- tónleika á Klaustri hefur frá upp- hafi verið Edda Erlendsdóttir píanóleikari sem búsett er í París. Tangó, klassík og dægurlög ÞORGERÐUR Sigurðardóttir myndlistarkona opnar sýningu sína Tréristur og stafræn þrykk á Hólum í Hjaltadal á morgun, laug- ardag, kl. 14. Myndirnar eru úr tveimur mis- munandi myndröðum, annars veg- ar tréristur og hins vegar stafræn þrykk. Tréristurnar eru allar unn- ar á síðasta ári af tilefni 2000 ára kristni í heiminum. Myndirnar eru leikur með form og liti en byggðar með krossformið að grunnhug- mynd. Stafrænu myndirnar eru allar frá þessu ári en Þorgerður hefur unnið þær eftir ljósmyndum sínum af hinu forna Hólaprenti, m.a. af Guðbrandsbiblíu sem Guð- brandur Þorláksson biskup lét prenta á Hólum 1584. Tréristur og stafræn þrykk á Hólum ALÞÝÐULISTAMAÐURINN Sig- urður Einarsson opnar sýningu í Pakkhúsinu á Höfn í dag, laugardag, kl. 14. Sigurður er búsettur á Sel- fossi en ættaður af Mýrum í Horna- firði. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, meðal annars á Hornafirði. Sýning Sigurðar stendur til 17. ágúst. Pakkhúsið er opið kl. 14-21. Alþýðulista- maður á Höfn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.