Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 31 UNNUR Ösp Stefánsdóttir, leiklistar-nemi á leið á lokaár Listaháskóla Ís-lands, frumflytur í kvöld heimilda- leikinn „Venjuleg kona?“ í Nýlistasafninu. Unnur á veg og vanda af sýningunni ásamt Birni Thors, skólabróður hennar, en hún er eini leikari sýningarinnar. Til uppsetningar á sýningunni fengu þau styrk úr Nýsköpunar- sjóði námsmanna auk þess sem Listaháskól- inn leggur verkefninu lið og Nýlistasafnið leggur til húsnæði. Hugmyndin að verkinu kviknaði í leiklistardeildinni í vetur og hefur þróast áfram í sumar. „Mér hefur lengi fundist sú menning sem borin er á borð fyrir okkur í nútímanum, þá sérstaklega sjónvarpsmenningin, vera að fjarlægjast raunveruleikann heldur mikið,“ segir Unnur Ösp aðspurð um tilurð verksins. Verkið kallast „Venjuleg kona?“ og kýs Unn- ur að kalla form þess heimildaleik, en það fjallar um konur á sjálfsævisögulegan hátt. „Ég kalla þetta heimildaleik, vegna þess að verkið er allt byggt á raunverulegum atburð- um. Annars vegar inniheldur verkið viðtals- brot sem unnin eru upp úr viðtölum sem ég tók við konur úti á götu og hins vegar flyt ég textabrot úr sjálfsævisögum. Þessi aðferð er vel þekkt innan kvikmyndagerðarlistar, það er að segja heimildamyndir, en minna hefur borið á henni í leikhúsinu svo mér fannst til- valið að rannsaka þetta form. Heitið „Venju- leg kona?“ vísar eiginlega til þess, að allt það fólk sem maður mætir á götum úti á sér ákveðna sögu, fulla af dramatík og fegurð.“ Unnur segir að í verkinu komi fram allt sem snertir manneskjuna, og þar mætist upplifanir sem eru bæði erfiðar og stórkost- legar. Verkið fjallar þó ekki um ákveðnar konur, heldur um konur sem slíkar. „Ég byggi verkið á reynslu nokkurra kvenna sem ég þekki ekki og nokkrum ævisögum sem ég vann upp úr. Engin áhersla er lögð á það hver persónan er, enda kemur það ekki mál- inu við. Margar lýsingarnar sem þarna koma fram eru mjög áhrifamiklar.“ Ástæðan fyrir að Unnur valdi konur sem umfjöllunarefni var einfaldlega sú, að mynda ákveðinn ramma um verkið. „Ég hefði alveg eins get- að fjallað um konur og menn, því margt af þessu efni eru tilfinningar og atburðir, sem karlmenn geta alveg eins fundið fyrir og lent í. Við erum jú öll frekar lík inn við beinið. Það er mín von að áhorfendur eigi eftir að finna samleið með þessum persónum sem þarna koma fram, jafnt karlar og konur. “ Leiksýningin er í Nýlistasafninu og lætur Unnur vel af því að koma þar fram. „Eig- inlega fannst mér enginn annar staður en Nýlistasafnið koma til greina og ég fékk mjög jákvæðar móttökur frá aðstandendum safnsins. Mér fannst nauðsynlegt að rýmið sem verkið væri sýnt í væri svolítið þröngt og mikil nálægð væri við áhorfendur. Það hefði ekki verið hægt að sýna þetta á stóru sviði, í þeirri mynd sem þetta er í dag. Þetta átti að vera þannig að áhorfandinn væri á sama plani, kæmi inn í eitthvað rými og yrði vitni að einhverju.“ Unnur Ösp er fyrsti nemandi Listaháskóla Íslands sem hlýtur styrk úr Nýsköpunar- sjóði námsmanna. Hún segir verkið hafa hentað vel til þess forms sem krafist er, eins konar rannsóknar. „Í raun er þetta rannsókn á þessu heimildaleikhúsformi, hvernig maður kemur einhverjum raunverulegum hlutum á framfæri í gegn um ákveðið listform og hver munurinn er á þessu og hinu hefðbundna leikhúsformi.“ segir hún og segist ekki hafa orðið vör við svipað form á Íslandi áður. „Sýningin sjálf verður stór hluti af niður- stöðum rannsóknarinnar, en ég ætla líka að hafa umræðuhóp eftir eina sýninguna og bera undir fólk hvaða upplifun það fékk af þessu formi.“ „Venjuleg kona?“ er frumsýnt í Nýlista- safninu í kvöld, en verður sýnt næstu tvær helgar eftir verslunarmannahelgi. Sýningar hefjast kl. 21. Hver er þessi venjulega kona? Morgunblaðið/Jim Smart ÞAÐ er óhætt að segja að Syl- vester Stallone hafi ekki tekist nógu vel upp með handrit sitt að kvikmyndinni Driven. Þar segir frá Jimmy Bly, sem er ungur og hæfileikaríkur kappaksturskappi, leikinn af Kip Pardue, sem á eitt- hvað erfitt með að höndla þrýst- inginn sem hann finnur úr öllum áttum sem mögulegur heimsmeist- ari. Það er ekki fyrr en Joe nokk- ur Tanto, sem Stallone túlkar, er fenginn til að vera aðstoðarmaður hans að drengurinn áttar sig bet- ur. Joe var nefnilega sérlega efni- legur sjálfur á sínum tíma en eyði- lagði fyrir sjálfum sér og hann kennir nú unga manninum sitt af hverju um heimspekina á bak við sigur. Það er gaman að sjá Stallone setja sig í hlutverk hins gamla og reynda sem miðlar af reynslu sinni til að uppfylla drauma sína í gegn- um yngri mann. En einmitt í hand- riti hans að Rocky, sem hann skrifaði fyrir einum 25 árum, var hann ungi, efnilegi og óagaði drengurinn, sem fékk tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn í boxi, og náði þangað með aðstoð þess gamla sem hafði aldrei réttu aðstoðina. En þótt sögurnar séu í grunninn keimlíkar, er þeim ekki saman að líkja. Á meðan Rocky var raunsönn, einföld og einlæg mynd, bara býsna góð, er Driven yfirborðskennd, húmorlaus, óáhugaverð. Maður skilur aldrei tilfinningar aðalhetjunnar, öll sag- an er sérlega klisjukennd, bæði væmin og hallærisleg, og kven- persónurnar í myndinni eru sér- lega illa skrifaðar. Eina sem var að litlu leyti áhugavert í myndinni var tæknileg hlið leikstjórnarinnar. Renny Har- lin er flinkur á því sviðinu, og í kappakstrinum, eða frekar þegar slysin urðu, voru margar áhrifarík- ar og flottar brellur. Harlin hefur hins vegar ekki tekist nógu vel upp með leikstjórn leikaranna, og almennt er leikurinn lélegur. Kip Pardue stendur sig þó ágætlega, hann er viðkunnanleg týpa og hefði áreiðanlega geta gert betur ef persóna hans hefði verið skýr- ari. Aðrar persónur eru svo klisju- kenndar að þær verða ýktar, eins og persóna Cathy, fyrrverandi eig- inkonu Joe, sem er eina stundina algjör tík og þá næstu góða eig- inkonan? Aumingja Gina Gershon að þurfa að leika hana. Robert Sean Leonard leikur bróður Jeffs, og er vægast sagt lélegur. Til Schweiger er sérlega lítið heillandi sem hinn frosni Beau Branden- burg aðalkeppinautur Jimmies og Estella Warren er sæt sem stelpan sem strákarnir vilja, og tekur sig vel út í sundlauginni þótt hún hefði átt að láta það ógert að herma eft- ir froski. Ungur nemur gamall temur KVIKMYNDIR S a m b í ó i n Leikstjóri: Renny Harlin. Handrit: Sylvester Stallone. Aðalhlutverk: Kip Pardue, Burt Reynolds, Til Schweiger, Gina Gershon, Estella Warren, og Robert Sean Leonard. Warner Bros 2001. DRIVEN Hildur Loftsdótt ir kostnað annarra glæpamanna þar til kemur að skuldadögum. Höfundur myndarinnar er Ta- keshi Kitano en mynd hans, Han- a-bi, var sýnd hér um árið þar sem hann lék með þögninni og úr varð næstum ljóðrænn tregi; Kitano er eins konar Clint Eastwood austurs- ins. Í Bróður er hann kominn til Bandaríkjanna og þá er eins og honum finnist við hæfi að hafa háv- aðann sem mestan og lætin sem óskiljanlegust. Mynd hans er of- beldiskennd að sönnu, hér á fyrst og fremst að selja skotbardaga og blóðslettur, en það sem verra er; hún er fram úr hófi tilviljanakennd BRÓÐIR eða „Brother“ líkist helst japanskri útgáfu af Scarface, þ.e. endurgerð Brians De Palma, nema hvað Bróðir er langt í frá jafngóð. Japanskur krimmi, sem lætur byssurnar tala, verður land- flótta og heldur til bróður síns í Bandaríkjunum þar sem hann legg- ur undir sig æ stærri svæði á og ruglingsleg. Maður veit aldrei hver verður skotinn næst eða hvers vegna og áður en langt um líður er myndin orðin illskiljanleg. Hvar sem tveir menn eða fleiri hittast eru dregnar upp byssur og menn verða eins og gatasigti. Sum- ir skjóta sig sjálfir í hausinn. Aðrir fremja harakiri með hníf. Enn aðrir skera af sér litla fingur, rúnir trausti að því er virðist. Eitthvað á þetta allt saman að segja um grafalvarlega menn að takast á við grafalvarlegar japansk- ar hefðir og hvernig japanska mafí- an heldur þær í heiðri en framsetn- ing Kitanos er með þeim hætti að hlegið var í salnum þegar minnst varði. Myndin skýtur einfaldlega yfir markið og verður kjánaleg á köflum, vandræðaleg og næsta furðuleg. Bræðra- bönd KVIKMYNDIR B í ó b o r g i n o g K r i n g l u b í ó Leikstjóri: Takeshi Kitano. Handrit: Kitano o.fl. Klipping: Kitano. Aðalhlutverk: Takeshi Kitano, Claude Maki, Omar Epps og Susumu Terajima. Japönsk/ bandarísk. 95 mín. „BROTHER“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 23. ágúst, í 2 vikur. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 49.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 23. ágúst, 2 vikur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 59.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 23. ágúst, 2 vikur. Síðustu sætin Stökktu til Costa del Sol 23. ágúst í 2 vikur frá kr. 49.985 Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Sími 555 0455 Sími 564 6440 20% afsláttur af barnamyndatökum í júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.