Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 33 lega hafa á náttúrufar og landnotkun. Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands hefur bent á að langtíma þjóðhagsleg áhrif framkvæmdarinnar séu háð arðsemi hennar, en einnig áhrifum hennar á um- hverfi og samfélag, jákvæðum og neikvæðum. Í framlögðum gögnum Landsvirkjunar við til- kynningu framkvæmdarinnar til athugunar Skipulagsstofnunar segir að framkvæmdaraðili kjósi að líta á áætlanir um heildarstofnkostnað virkjunarinnar sem trúnaðarmál. Í viðbótarupp- lýsingum Landsvirkjunar hefur hinsvegar verið upplýst hver sé áætlaður kostnaður við fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og gefnar við- miðunarupplýsingar um arðsemiskröfu vegna hennar. Ekki liggur hinsvegar fyrir hvert orku- verð til álvers í Reyðarfirði verður, en Lands- virkjun fullyrðir að framkvæmdin verði arðsöm. Að sama skapi hafa ekki verið lagðar fram upp- lýsingar um arðsemi virkjunarinnar og áhrif framkvæmdarinnar á efnahag og samfélag ef orkan yrði seld til annarra nota, en eins og fram kemur í matsskýrslu Landsvirkjunar er virkj- unin lögð fram til mats á umhverfisáhrifum óháð markaðssetningu orkunnar og því hvort áform um byggingu álvers í Reyðarfirði ganga eftir. Í umsögnum og athugasemdum hefur ítrekað verið farið fram á að framkvæmt verði efnahags- legt mat á náttúrunni sem lið í mati á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur bent á að mikils virði geti verið að hafa einhverja aðferð til að meta hin nei- kvæðu umhverfisáhrif til fjár. Hagfræðistofnun hefur ennfremur vísað til framkvæmdar skilyrts verðmætamats víða erlendis sem sé langút- breiddasta aðferðin við mat á umhverfisáhrifum og hafi áunnið sér ákveðinn sess á því sviði. Í mat- sáætlun um Kárahnjúkavirkjun kemur fram að Skipulagsstofnun telji „... eðlilegt að ... [fjárhags- legt mat á verðmæti svæða og áhrifum á þau] sé lagt til grundvallar við þjóðhagslegt mat á áhrif- um framkvæmdanna í matsskýrslu“. Við þessu hefur ekki verið orðið af hálfu Landsvirkjunar. Skipulagsstofnun telur enn frekar hafa verið leitt í ljós við athugun stofnunarinnar heldur en vænta mátti, þegar ákvörðun var tekin um mat- sáætlun um framkvæmdina síðastliðið sumar, að virði náttúrufars á áhrifasvæði framkvæmdar- innar sé hátt og áhrif framkvæmdanna á nátt- úrufar í mörgum tilfellum veruleg og óafturkræf. Skipulagsstofnun telur því enn frekar en fyrr var ætlað að þörf sé á að fjárhagslegt mat á nátt- úruverðmætum sem framkvæmdirnar myndu raska eða eyðileggja sé lagt til grundvallar mati á þjóðhagslegum áhrifum framkvæmdarinnar. Í matsáætlun um Kárahnjúkavirkjun kemur fram að Skipulagsstofnun „... leggur áherslu á mikilvægi samanburðar á umhverfisáhrifum mis- munandi nýtingar á svæðinu, þ.m.t. núllkosts, og umfjöllunar um aðra mögulega orkuöflun til ál- vers á Reyðarfirði, í matsskýrslu um Kára- hnjúkavirkjun“. Einnig segir þar að Skipulags- stofnun leggi áherslu á að skýr samanburður á áhrifum mismunandi kosta á einstaka umhverf- isþætti, s.s. náttúrufarsþætti eins og landslags- heildir, búsvæði og verndaðar náttúruminjar og byggða- og mannlífsþætti eins og byggð og at- vinnulíf, búskap, útivist og ferðamennsku, verði kynntur í matsskýrslu. Skipulagsstofnun telur að umfjöllun matsskýrslu um núllkostinn sé ábóta- vant. Skipulagsstofnun minnir á að við umfjöllun um núllkost í mati á umhverfisáhrifum hlýtur að verða að gera ráð fyrir líklegri eða mögulegri þróun viðkomandi svæðis, en ekki eingöngu nú- verandi ástands þess. Í umfjöllun matsskýrslu um núllkost virðist hinsvegar fyrst og fremst vera miðað við núverand ástand á svæðinu. Það varðar t.d. mat matsskýrslu á áhrifum núllkosts á landsframleiðslu og samgöngur. Í matsskýrslu leggur Landsvirkjun fram samanburðarmat við tvo virkjunarkosti norðan Vatnajökuls ásamt því að fjalla stuttlega um aðrar leiðir til orkuöflunar. Niðurstaða matsskýrslu er að hagkvæmni Kára- hnjúkavirkjunar með veitu úr Jökulsá í Fljótsdal sé mest af fyrirliggjandi kostum með tilliti til um- hverfisáhrifa, kostnaðar og þeirrar orkuþarfar sem ráðgert er að uppfylla. Skipulagsstofnun tekur undir það sem fram hefur komið í athuga- semdum að til grundvallar samanburði á um- hverfisáhrifum við aðra virkjunarkosti hefði ver- ið æskilegt að fyrir lægju niðurstöður rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma. Einnig vísar Skipulagsstofnun til þess sem fram kemur í sérfræðiáliti Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands um að ókleift sé að leggja dóm út frá hagrænum forsendum á niðurstöðu Landsvirkjunar um samanburð við aðra virkj- unarkosti þar sem engar upplýsingar eru lagðar fram um kostnað við einstaka virkjunarkosti. Skipulagsstofnun telur þannig ekki liggja fyrir nægilegan samanburð raunhæfra kosta, m.t.t. orkuöflunar sem kunni að hafa minni umhverfis- áhrif í för með sér en fyrir liggur að framkvæmd- ir við Kárahnjúkavirkjun munu hafa. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga um mat á um- hverfisáhrifum skal Skipulagsstofnun í úrskurði sínum taka ákvörðun um hvort fallist er á við- komandi framkvæmd, með eða án skilyrða, eða hvort lagst er gegn viðkomandi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa. Sam- kvæmt lögunum teljast umhverfisáhrif umtals- verð þegar um er að ræða „veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum“. Skipulagsstofnun lítur svo á að leiði athugun stofnunarinnar í ljós að fram- kvæmd muni hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á við athugun stofnunarinnar að annar ávinningur sé slíkur að hann muni vega upp hin neikvæðu áhrif að viðunandi marki, þá beri stofnuninni að leggj- ast gegn viðkomandi framkvæmd í úrskurði sín- um. Við málsmeðferð Kárahnjúkavirkjunar sam- kvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun tvívegis sett fyrirvara við af- greiðslu málsins vegna umfangs þess, fram- lagðra gagna og þeirra tímafresta sem settir eru í lögunum. Þannig segir í niðurstöðu Skipulags- stofnunar um matsáætlun um Kárahnjúkavirkj- un: „Kárahnjúkavirkjun er umfangsmikil fram- kvæmd sem felur í sér marga framkvæmdaþætti sem hver um sig er matsskyldur og talinn geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það gildir m.a. um öll lón sem eru stærri en 3 km², alla efnistökustaði sem eru stærri en 50 þús. m² og 150 þús.3 og alla vegi sem eru 10 km eða lengri. Aðrir einstakir framkvæmdaþættir Kára- hnjúkavirkjunar falla eftir atvikum undir ákvæði 6. gr. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrif- um um tilkynningaskyldar framkvæmdir og kunna þannig hver og einn einnig að geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Það er því ljóst að mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúka- virkjunar hlýtur að verða mjög umfangsmikið. Í tillögu Landsvirkjunar að matsáætlun er fram- kvæmdinni, gagnasöfnun og mati á umhverfis- áhrifum lýst með nokkuð almennum hætti. Þann- ig liggja þar ekki fyrir upplýsingar um alla meginframkvæmdaþætti. Einnig er farið nokkuð almennum orðum um hvernig staðið verði að mati á umhverfisáhrifum einstakra framkvæmdaþátta. Þannig liggur ekki fyrir í öllum tilvikum hvernig staðið verður að matinu, s.s. um gagnasöfnun, árstíma og tíma- lengd rannsókna, aðferðir við mat á áhrifum og hvernig fyrirhugað er að setja niðurstöður mats- ins fram í matsskýrslu. Í heild virðist þó hin al- menna lýsing sem fram kemur í tillögu fram- kvæmdaraðila ná til allra helstu þátta sem taka þarf á í mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofn- un fellst því á tillögu framkvæmdaraðila að mat- sáætlun með fyrirvara um nánari skoðun ein- stakra þátta matsins, annaðhvort þegar framkvæmdin verður tilkynnt til athugunar sam- kvæmt 10. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og eftir atvikum kröfu um frekari gögn þá sbr. 4. mgr. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum eða við framlagningu ítarlegri tillagna að áætlunum fyrir framkvæmdina í heild eða tiltekna þætti hennar.“ Þá tilkynnti Skipulagsstofnun Lands- virkjun við móttöku framkvæmdarinnar til at- hugunar samkvæmt 10. gr. laga um mat á um- hverfisáhrifum að „... sökum þess knappa tíma sem Skipulagsstofnun er gefinn samkvæmt lög- um til að yfirfara matsskýrslur eftir tilkynningu og þess hve umfangsmikil framkvæmdin við Kárahnjúkavirkjun er hefur Skipulagsstofnun ekki verið kleift að gera tæmandi úttekt á því hvort matsskýrslan uppfylli kröfur matsáætlun- ar og reglugerðar varðandi alla þætti fram- kvæmdarinnar“. Skipulagsstofnun telur ljóst af framlögðum gögnum framkvæmdaraðila, málsmeðferð stofn- unarinnar og framkomnum umsögnum og at- hugasemdum að svo víðtæk framkvæmdaáform sé erfitt að fella að málsmeðferð samkvæmt ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun telur að þeir frestir sem settir eru í lögunum um kynningu og ákvörðun um mat- sáætlun og matsskýrslu séu ekki til þess fallnir að tryggja fullnægjandi kynningu og umfjöllun meðal stofnana, almennings og félagasamtaka í samræmi við markmið laganna um eins umfangs- mikil framkvæmdaáform og hér um ræðir. Skipulagsstofnun minnir á markmið laga um mat á umhverfisáhrifum og það sem fram kemur í nefndaráliti umhverfisnefndar Alþingis um frumvarp það sem varð að lögum um mat á um- hverfisáhrifum varðandi þau sjónarmið sem hafa beri í huga við framkvæmd laganna, s.s. að nátt- úruauðlindir skuli nýttar af varúð og skynsemi. Einnig minnir Skipulagsstofnun á að í athuga- semdum með frumvarpi því sem varð að lögum um mat á umhverfisáhrifum kemur fram að frumvarpið er byggt á þeim meginreglum sem hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar byggist á, m.a. reglunni um að hver einstaklingur eigi rétt á umhverfi sem stuðlar að heilbrigði og farsæld, rétti sérhvers einstaklings varðandi ákvarðanir er snerta nánasta umhverfi hans og mengunar- bótareglunni. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða Skipulagsstofnunar, að teknu tilliti til framlagðra gagna við athugun stofnunarinnar, að Kára- hnjúkavirkjun allt að 750 MW, eins og hún er lögð fram í tveimur áföngum og fjórum verk- hlutum, muni hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmd- um verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu, neikvæðu umhverfisáhrif sem framkvæmdin mun fyrirsjáanlega hafa. Enn- fremur að upplýsingar skorti um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar. Því er, með vísan til b-liðar 2. mgr. 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, lagst gegn fram- kvæmdinni.“ TURKRÆF UMHVERFISÁHRIF gt á áhrif taka um- a vanáætl- haft nægi- umfang da þegar gsstofnun framlögð- irhugaðar éu ekki að ð 18. gr. mhverfis- ngu fram- , afmörk- stofnunin kki vera í um Kára- kýrt yfirlit ftir atvik- segir í úr- ar, hag li um um- a fram- nin á að f á nátt- fnahag á ð. „Þar af bindandi nnar ein- mhengi við eiðingar,“ segir m.a. í úrskurðinum. Í umfjöllun Skipulagsstofnunar um áhrif framkvæmdanna á ein- stökum sviðum kemur m.a. fram að þegar eingöngu sé litið til áhrifa Hálslóns, sem yrði til við megin- stíflu í Jökulsá á Dal, á jarðvegsrof og áfok bendir margt til þess að lón- ið muni hafa varanleg neikvæð um- hverfisáhrif á víðfeðm svæði austan Jökulsár á Dal, sem hefur verulegt gildi, m.a. með tilliti til jarðvegs og gróðurfars. Ekki hefur verið sýnt fram á með nægjanlegri vissu að unnt sé að koma í veg fyrir eða draga úr þeim með mótvægisað- gerðum að viðunandi marki. Skipulagsstofnun telur að ábend- ingar Orkustofnunar og Land- verndar gefi tilefni til að ætla að þau áhrif sem leitt geta af hækkun vatnsborðs, s.s. á gróður og fuglalíf, landbúnaðarland og neysluvatn, kunni að vera vanmetin. Því sé ekki unnt að álykta með vissu um um- hverfisáhrif framkvæmdanna út frá upplýsingum um vatnsborðshækk- un í framlögðum gögnum Lands- virkjunar. Skipulagsstofnun telur ljóst af niðurstöðum Náttúrufræði- stofnunar að Hálslón sé líklegt til að hafa veruleg, neikvæð, óafturkræf áhrif á gróður og smádýr og að ekki liggi fyrir hvort og þá hvernig unnt sé að bæta fyrir þau áhrif með mót- vægisaðgerðum að viðunandi marki. Í umfjöllun sinni um áhrif á fugla- líf kemur fram að Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið gerð nægj- anleg grein fyrir áhrifum fyrirhug- aðra framkvæmda við Hálslón á fugla. Vísar stofnunin m.a. til sérfræði- álits um að óvarlegt sé að ætla að Hálslón muni ekki hafa veruleg áhrif á heildarstofn heiðagæsa. Svæðið hafi alþjóðlega þýðingu fyrir tegundina og gert sé ráð fyrir að samtals geti varpstaðir 500 heiða- gæsapara farið forgörðum. Skipu- lagsstofnun tekur undir álit annarra um að ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til þess að með fullri vissu sé unnt að leggja mat á áhrif fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun á hreindýr. Þó sé ljóst að fyrirhugaðar fram- kvæmdir muni hafa umtalsverð áhrif á Snæfellshjörðina, um helm- ing íslenska hreindýrastofnsins, sem ekki verði bætt úr eða komið í veg fyrir með mótvægisaðgerðum. „Skipulagsstofnun telur að ljóst sé að fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa umtalsverð áhrif á jarð- myndanir, sem ekki verði bætt úr eða komið í veg fyrir með mótvæg- isaðgerðum. Undir Hálslón munu hverfa merk setlög frá ísaldarlokum og nútíma, hluti jökulgarða frá 1890, heitar uppsprettur, sérstæðar berg- myndanir og árfarvegir með fossum og gljúfrum,“ segir einnig í úrskurð- inum. Þá telur stofnunin ljóst að lands- lagsáhrif fyrirhugaðra fram- kvæmda yrðu veruleg, m.a. á svæð- um sem njóta formlegrar verndar. Fjöldi minja talinn í hættu Fram kemur að fimm menning- arminjastaðir munu hverfa við framkvæmdir við fyrri áfanga virkj- unarinnar en þær eru þó ekki taldar merkar. „Hins vegar hefur einnig komið fram að mikill fjöldi minja er talinn í hættu og því gætu fyrirhug- aðar framkvæmdir haft veruleg áhrif á fornminjar,“ segir í úrskurð- inum. Fjallað er ítarlega um bein og óbein áhrif framkvæmdanna á sam- félagið. Þar kemur m.a. fram að í sérfræðiáliti Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er bent á að engar upplýsingar sé að finna í mats- skýrslu Landsvirkjunar um áætlað- an stofnkostnað virkjunarinnar og verð á seldri orku. Ekki sé heldur fjallað um óvissu og efnahagslega áhættu tengda verkefninu. „Þá hafi Landsvirkjun ákveðið að meta ekki til fjár umhverfisáhrif Kárahnjúka- virkjunar, enda ekki borið skylda til þess. Af þessari ástæðu sé illmögu- legt að mynda sér skoðun á mati Landsvirkjunar á kostum þess og göllum að ráðast í virkjunina. Í sérfræðiáliti HHÍ er því haldið fram að öll umræða um Kára- hnjúkavirkjun verði ómarkviss þeg- ar hvorki liggi fyrir hvaða arðsem- iskröfur Landsvirkjun gerir né hvernig arðsemin er reiknuð. Ef af verði muni Kárahnjúkavirkjun verða langstærsta verkefni sem Landsvirkjun hefur ráðist í og fram- kvæmdir mjög miklar í hlutfalli við þjóðarframleiðsluna. Stærðar sinn- ar vegna muni arðsemi Kárahnjúka- virkjunar hafa mikil áhrif á heildar- afkomu fyrirtækisins. Fari svo að arðsemi verði óviðunandi geti sá rekstrarhalli sem af því skapist haft víðtæk samfélagsleg áhrif. Í þessu sambandi megi minna á að Lands- virkjun njóti ríkisábyrgðar og að fyrirtækið hafi einokun á almennum raforkusölumarkaði,“ segir í úr- skurði Skipulagsstofnunar. Stofnunin telur ljóst að talsverð óvissa sé um hver óbein áhrif virkj- unarinnar verða á þjóðarhag. Þá hefði þurft að fjalla ítarlegar um lík- leg áhrif framkvæmdanna á aðrar atvinnugreinar á Austurlandi á meðan á framkvæmdum stendur og fyrstu árin eftir að þeim lýkur og hvaða aðgerðir komi til greina til að bregðast við þeim áhrifum, verði þörf á því. Ekki sé heldur hægt að segja fyrir um líkleg langtímaáhrif út frá framlögðum gögnum. rkar á ögnum Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hefðu mikil umhverfisáhrif, sérstaklega fyrri áfangi virkjunarinnar. 0 MW Kárahnjúkavirkjunar og segir hana hafa umtalsverð og neikvæð umhverfisáhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.