Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ H elgin framundan er ein sú kvíðvæn- legasta af öllum helgum ársins. Þó eru allir stað- ráðnir í því að njóta hennar. Annað væri nú. Enginn leggur upp með þau áform að verða fyrir áfalli eða slysi um helgina. Enginn unglingur sem safnað hefur í sumar fyrir kostnaðinum sem fylgir því að fara á Eld- borgina eða á Þjóðhátíð í Eyjum er barmafullur tilhlökkunar yfir því að verða barinn eða nauðgað og hefur uppi staðföst áform um að rangla um dauðadrukkkinn útí móum vestur á Mýrum eða í Herjólfsdal í 1–3 sólarhringa samfleytt. Þó er þetta fastur fylgifiskur verslunarmannahelg- arinnar. Þeir sem halda uppi gæslu á útihátíðunum og búa jafn- vel að ein- hverri reynslu af slíku hátíðarhaldi, gefa sér ákveðna tölfræði og telja sína hátíð hafa farið vel fram ef aðeins svo og svo marg- ir hafi lent í „ryskingum“, „verið við skál“, verið með „stút við stýrið“ og allar hinar klisjurnar sem slengt er á bæði borð svo fæstir hugsa lengur um alvör- una sem að baki býr. Ekki ætla ég mér það hlut- verk að leggja einum eða nein- um lífsreglur fyrir þessa helgi fremur en aðrar helgar ársins. Enda er jafnslæmt að einblína svo á þessa einu helgi að ofbeld- ið og drykkjuskapurinn sem við- gengst allar hinar helgar ársins verði talinn léttvægari en ella. Það getur varla verið nokkuð betra að láta berja sig til óbóta á malbikinu í miðbæ Reykjavík- ur eða í heimahúsi í vestur- bænum, en úti í ilmandi græn- gresinu fyrir austan, vestan, norðan eða sunnan. Það er engu að síður full ástæða til að ræða fyrirfram um hugsanlegar afleiðingar fremur en bíða átekta og hefja svo upp raust sína og segja með spek- ingssvip að of seint sé að byrgja brunninn... en læra samt aldrei neitt af reynslunni og endurtaka leikinn um næstu verslunar- mannahelgi. Varla efast þó nokkur um að flutningar milli lands og Eyja verði undir ákveðnari stjórn og skipulegri en raunin var í fyrra, afleiðingar hvers þarf ekki að rekja frekar. Þá má leyfa sér að láta þá von í ljósi að umferðar- slys verði færri, helst engin, um helgina. Ýmislegt hefur þó lærst. Til dæmis er orðið blessunarlega langt síðan haldin var útihátíð um hvítasunnuna. „Vor í dal“ hét ein slík og fer hrollur um þá sem voru á þeim stað á þeim tíma. Mikilvægasti þátturinn í þeim breytingum á skemmtana- mynstri unglinga undir lögaldri sem orðið hafa á seinni árum felst þó í meðvitund foreldra um hversu gríðarlega mikilvægt er að fylgja unglingunum vel eftir og mun lengur en áður tíðkaðist. Engum dettur lengur í hug að nýfermdur unglingur sé orðinn fullfær um að sjá um sig sjálfur að öllu leyti þó sú 19. aldar hugsun loði enn við marga af eldri kynslóðum að börnum og unglingum sé hollast að byrja að vinna sem fyrst og helst sem mest og lengst. Ýmsar þjóð- félagsbreytingar ásamt breyt- ingum á lífsmynstri fólks hafa þó orðið til þess að vinnu- framlag barna og unglinga er hvorki jafn mikilvægt samfélag- inu lengur né verjandi að þræla þeim út í sumarleyfi frá löngu skólaári. Ásókn barna í vinnu með skóla og í fríum stafar orð- ið alfarið af síaukinni einka- neyslu þeirra; til að fjármagna meðalneyslu meðalunglings dug- ir ekkert minna en framlag tveggja fullorðinna, til viðbótar því sem hann leggur sér til sjálfur. Meðalkostnaður við ferð á útihátíð um verslunarmanna- helgina hefur oft verið reikn- aður og birtur í dagblöðum og liggur áreiðanlega ekki undir 50 þúsundum í ár, varlega áætlað. Hvort þeim peningum er vel eða illa varið má liggja milli hluta, og er langt frá því helsti ókost- urinn við hinar stóru skemmt- anahelgar ársins. Versti gallinn er væntingarnar sem við þær eru bundnar. Það á að skemmta sér meira, betur og lengur en hinar helgarnar; allt á að ganga upp, skemmtun, drykkja, ferða- lög, útilega og kynlíf. Þetta er stór pakki sem erfitt er að hnýta utan um án þess að eitt- hvað af innihaldinu fari úr bönd- um. Meðvitund foreldrakynslóð- arinnar um þær viðsjár sem útihátíðir geta haft í för með sér á uppruna í því að foreldrar unglinga í dag þekkja útihátíðir af eigin raun. Útihátíðir 8. ára- tugarins í Saltvík, á Húsafelli og í Atlavík eru þeim vafalaust mörgum í fersku minni og margir vilja eflaust forða börn- um sínum frá því að ganga í gegnum viðlíka reynslu. Borg- arsamfélagið íslenska hefur alið af sér þrjár kynslóðir sem fædd- ar eru eftir 1950 og þekkja af eigin raun útihátíðir í þeirri mynd. Vafalaust á það sinn þátt í því að foreldrar unglinga í dag vita betur en foreldrar þeirra hvað til stendur þegar tjaldið og svefnpokinn er tekinn fram úr geymslunni frá árinu áður. Ung- mennafélagsandinn sem áður sveif yfir vötnum er horfinn veg allrar veraldar, þó sjálfur muni ég eftir að enn hafi eimt eftir af honum í Atlavík 1973 þegar nokkrir ungir piltar reyndu að sýna glímu við litlar undirtektir þeirra sem þar voru. Vonandi verða allir jafnglaðir við helgarlok og nú við upphaf hennar; vonandi markar þessi verslunarmannahelgi engin þáttaskil til hins verra í lífi neins unglingsins. Vonandi skynja sem flestir alvöruna sem felst í þessum óskum og gera sér fulla grein fyrir að það at- hæfi sem hér hefur verið lýst af hógværð sem hinum neikvæðu þáttum verslunarmannahelg- argleðinnar er í rauninni ekkert annað en glæpsamlegt athæfi. Helgin framundan Er nokkuð betra að láta berja sig til óbóta á malbikinu í miðbæ Reykjavíkur en úti í ilmandi grængresinu fyrir aust- an, vestan, norðan eða sunnan? VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is FJÖLMARGIR hafa lýst áhyggjum yf- ir fyrirhuguðu laxeldi í kvíum hér við land. Fullvíst má telja að laxar í þúsundatali sleppi úr kvíunum ef af þessu verður. Tal manna um að lítil eða engin hætta sé á að laxinn sleppi úr kvíun- um er eins og hvert annað óráðshjal. Dettur mönnum í hug að efnið í kvíunum þoli hamfarir íslenskr- ar náttúru svo sem stórveður með tilheyr- andi reköldum, t.d. bátshlutum, vörpum eða rekaviði? Þá geta snjóflóð og skriðuföll valdið tjóni á kvíunum í þröngum fjörðum og hafís gæti gjöreyðilagt umrædd mannvirki ef hann kæmi að landinu. Á árunum 1965–1971 var ís árlega við Norðurland og oft suður um Austfirði, t.d. við Eskifjörð. Þá sást til hafíss úr Suðursveit 1968 svo að Austfirðir eru ekki gulltryggðir fyr- ir hafískomu. Ekki er ástæða til að rengja að afleiðingin af kvíaeldi gæti orðið sú sama og í Noregi, að eldisfiskur- inn blandaðist villta stofninum og ylli hruni. Laxeldi í kvíum í Noregi er arðvænlegt í dag ef ekki er tekið til- lit til þess tjóns sem það hefur valdið á villta stofninum. Hins vegar er þetta áhættu- söm atvinnugrein. Ýmsir óþekktir þættir geta komið fram og valdið skaða. Sýking í kvíum getur orðið að fári og hverfur þá arð- urinn eins og slökkt sé á kerti. Það er því engan veginn viðunandi að hætta tilveru villta laxastofnsins og taka gild gjörsamlega haldlaus rök þess efnis að laxinn sleppi ekki úr kvíunum. Hverfi villti laxastofninn úr ánum er það í rauninni óbætanlegt því samkvæmt reynslunni hefur reynst erfitt að koma stofninum í fyrra horf eftir að hann hefur hrunið. Til að koma í veg fyrir svo ógnvekjandi tjón ætti því ekki að leyfa kvíaeldi á laxi. Lítið sem ekkert mark er nú tekið á röksemdum og kvörtunum. Það eina sem gildir er að kæra til- urð kvíaeldis svo að ekki verði kom- ist hjá að dómar falli. Því mun vera þörf fyrir harðari mótstöðu gegn umræddu kvíaeldi og að Landssam- band veiðifélaga, aðrir veiðiréttar- eigendur og náttúruverndarsamtök hafi forgöngu um málarekstur. Það er von mín að sá skjótfengni gróði sem sumir sjá í kvíaeldi blindi ekki svo sýn að afdrifaríkar ákvarð- anir verði teknar er skaðað gætu laxveiði á Íslandi um ókomna fram- tíð. Laxeldi í kvíum Aðalbjörn Benediktsson Lax Það eina sem gildir, segir Aðalbjörn Bene- diktsson, er að kæra tilurð kvíaeldis. Höfundur er fv. bóndi og ráðunautur. ÞÁ er Guðmundur góði Arason fór í Drangey að vígja eyna kom hann að stað í berginu þar sem óvætt- ur bað sér griða með orðunum „Vígðu nú ekki meira Gvendur biskup, einhversstaðar verða vondir að vera“. Guðmundur skildi þá eftir óvígðan hluta af bjarginu fyrir óvætt þessa að búa í. Það er ekki úr vegi að rifja upp þessa þjóðsögu af um- burðarlyndi kaþólskra manna á miðöldum nú þegar borgar- ráð synjar Kaffi Austurstræti um framlengingu vínveitingaleyfis. Kaffi Austurstræti er orðið athvarf fólks sem blótar Bakkus í óhófi. Af þessu verða samborgarnir fyrir ýmiss konar óþægindum þegar drukknir gestir staðarins leita út af staðnum út á Austurvöll, Austurstræti og Ing- ólfstorg. Það fer ekki vel saman að vera með börnin í spássitúr innanum dauðadrukkið, veikt og meitt fólk. Það er réttilega ekki gott að bara hörðustu gleðimenn landsins séu í hjarta miðborgarinnar. En hver er lausnin sem yfirvöld grípa til? Jú, að svifta staðinn vínveitingaleyfi, vona líklega að þar með fari allir viðskipta- vinir staðarins í afvötnun og vanda- málið hverfi. Kaffi Austurstræti varð að drykkjumannamiðstöð þegar Keisar- anum var lokað. Keisarinn var góður staður, vel í sveit settur við Hlemm, nálægt strætó, Tryggingastofnun og lög- reglustöðinni. Veitingamaðurinn rak staðinn af alúð og hafði mikinn skiln- ing á kjörum viðskiptavina sinna. Menn gátu drukkið uppá krít þegar hart var á dalnum og upphitaður kofi að húsabaki var athvarf þeirra sem ósjálfbjarga voru eftir lokun. Þarna gátu menn setið að drykkju óhultir fyrir fordómum samborgaranna. Stöðum þar sem drukkið er í óhófi fylgja að sjálfsögðu vandamál, en það leysir ekki vandann að fjarlægja ein- kennin en láta sjúkdóminn ósnertan. Keisaranum var lokað og vandamálið skaut upp kollinum á öðrum stað, því miður í hjarta borgarinnar. Að loka fyrir vínveitingaleyfi Kaffi Austur- strætis er ekki framtíðarlausn því að sjálfsögðu verður annar bar fyrir val- inu sem helsti samkomustaður drykkjufólks. Hvar sá bar verður veit enginn núna, en það verður að teljast líklegt að hann verði í miðborginni. Yfirvöld munu þá væntanlega að nokkrum tíma liðnum þurrka þann stað líka og hrekja fólkið á næsta stað. Það er undarleg skammsýni að loka þeim stöðum sem vand- ræði fylgja og verða steinhissa þegar vanda- málið kemur upp ann- ars staðar. Einhvern tíma hefði þetta verið kallað að flýja raun- veruleikann. Eitt sinn var drykkjumaður spurður: „Veistu ekki að brennivínsdrykkja er flótti frá raunveruleik- anum?“ Og hann svaraði: „Margur hefur bjargað sér á flótta!“ Sú aðferð yfirvalda að loka öllum þeim stöðum sem drykkjumenn sækja virðist vera byggð á heimspeki drykkjumannsins. Staðreyndin er sú að engin einföld lausn er nú til á þeim vanda sem hér er við að etja. Er þá kannski kominn tími til að leita nýrra lausna?Það eru til allgóð úrræði fyrir fólk sem hættir að drekka en engin fyrir þá sem vilja drekka mikið. Þó er vitað að alltaf verður til fólk sem leitar lífshamingj- unnar á flöskubotni. Við þurfum að viðurkenna að þessi lífsstíll er hluti af þjóðlífinu, þjóðmenningunni ef svo má að orði komast. Að undanförnu hafa menn litið á skipulagsmál höfuðborgarinnar frá nýju sjónarhorni. Það hefur skapað skemmtilega og frjóa umræðu sem hefur getið af sér margar áhugaverð- ar lausnir. Mig langar því að stinga hér að einni útópískri hugmynd að lausn á því vandamáli sem borgin glímir nú við. Í Reykjavík er margvísleg aðstaða fyrir borgarana að sinna hugðarefn- um sínum, göngustígar, sundlaugar, félagsmiðstöðvar, íþróttahallir, lista- söfn og meira að segja sérstakt svæði fyrir hunda. Kannski er kominn tími til að búa þeim sem hafa það að aðal- áhugamáli að drekka sig fulla viðun- andi aðstöðu; reisa félagsmiðstöð fyr- ir drykkjufólk. Drykkjumannamiðstöð þyrfti að hanna með tilliti til þarfa viðskipta- vinanna. Hjarta staðarins yrði stór bar gerður af sterkum efnum. Leigja mætti út veitingasöluna og gæti borg- in haft af því góðar tekjur. Í viðskipt- um gildir að þar sem eftirspurn er mikil má hafa góðar tekjur og á eng- um bar eru þyrstari viðskiptavinir en á drykkjumannabarnum. Í miðstöðinni gætu verið útibú frá helstu þjónustustofnunum Félagsmálastofnun, Trygginga- stofnun og SÁÁ gætu deilt með sér skrifstofu. ÁTVR gæti haft litla versl- un á svæðinu þar sem ódýrustu vín- tegundirnar væru til sölu eða jafnvel komið þar upp sjálfsala. Einnig væri tilvalið að hafa litla verslun á staðnum þar sem seldar væru ýmsar nauðsynja- vörur, t.d. tóbak og kökudropar. Apó- tek og lítil bráðamóttaka þar sem hægt væri að gera að minni háttar meiðslum gætu sparað mörg sporin. Gistiskáli, jafnheitur fangaklefa en örlítið vistlegri, þar sem þeir sem ekki komast heim eða eiga hvergi heima gætu fengið að liggja yfir blánóttina, myndi líka koma í góðar þarfir. Til- valið er að skreyta miðstöðina með myndum af merkum sukkurum t.d. hinum nýfræga Lalla Johns og Jóni gamla Kristófer sem var Kadett í hernum. Þar gæti jafnvel orðið til vís- ir að safni. Lögregluskóla- og lög- fræðinemar gætu séð um gæslu á staðnum. Þeir fengju þar tækifæri til að til að kynnast vel framtíðarvið- skiptavinum sínum. Þetta fyrirkomu- lag gæti sparað öllum sem þessum málum sinna fyrirhöfn og fé. Drykkjumannnamiðstöðinni þyrfti að velja góðan stað fjarri íbúðabyggð og nálægt lögreglustöð. Húsið fyrir norðan Hverfisstein og vestan við Frímúrarahöllina gæti hentað vel. Þar er stutt í almenningssamgöngur og lögreglan þyrfti ekki að fara langt til að heilsa uppá sína traustustu viðskiptavini. Jafnvel mætti reisa miðstöðina á norðurenda lóðar lögreglustöðvarinnar. Svona staður yrði til fyrirmyndar og ófyrirséð hvaða góðu afleiðingar það hefði ef samfélagið rétti utan- garðsmönnum sínum sáttahönd með þessum hætti. Velja þarf staðnum fallegt nafn í anda nafngifta annara félagsmið- stöðva borgarinnar. Nafnið á bergi því sem Guðmundur biskup góði skildi eftir óvígt í Drangey gæti verið viðeigandi; Heiðnaberg. „Einhvers staðar verða vondir að vera“ Sverrir Björnsson Drykkja Það leysir ekki vand- ann að fjarlægja ein- kennin, segir Sverrir Björnsson, en láta sjúkdóminn ósnertan. Höfundur er hönnuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.