Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 37 AF því berast nú fréttir að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi rýmkað afgreiðslu- tíma útsölustaða sinna. Nokkrar verslanir eru nú opnar fram eftir kvöldi á föstudögum og á laugardögum margar til kl. 16 en þó einhverj- ar til kl. 18. Langflestir fagna þessari auknu þjónustu enda er hún í nokkru samræmi við þá þjónustu sem ganga má að vísri hjá öðrum verslunum. Hafa neyt- endur eðlilega krafist þess að geta gert sín innkaup á þeim tímum sem þeim sjálfum best hentar og sem mest af innkaupunum á sem skemmstum tíma, allt í einni ferð. Að þessari kröfu neytenda hafa verslanir al- mennt lagað sig og nú síðast versl- anir hins opinbera. Það er ánægju- legt að loksins hafa menn áttað sig á því að sala á áfengi er þjónusta sem ekki er í nokkru frábrugðin þjónustu kaupmanna almennt. Þetta leiðir því hugann að hlutverki ÁTVR. Einkasölu ríkisins á áfengi var komið á með lögum árið 1921 um leið og fyrirkomulagi á innflutningi á lyfj- um og hjúkrunarvörum var breytt. Tilgangurinn var að koma böndum á sölu þess áfengis sem var leyft að flytja inn þrátt fyrir bannlögin. Um leið tók ríkið í sínar hendur, af lyfsöl- um, allan innflutning á lyfjum og öðr- um hjúkrunarvörum. Til stóð reynd- ar að svipta einkaaðila heimild til að versla með lyf og ætlunin var að sett yrðu lög um einkarétt ríkisins til smásölu lyfja, líkt og með áfengi, en frá því var horfið. Ástæða lagasetn- ingarinnar árið 1921 var annars veg- ar sú að einkasala ríkisins á áfengi átti að færa ríkinu miklar tekjur en hins vegar átti áfengissmásala ríkis- ins að tryggja einhvers konar eðli- lega úthlutun á því áfengi sem fékkst flutt inn á þeim tíma. Læknar og lyf- salar höfu selt áfengi fram að þeim tíma og einhverjir góðborgarar hafa sjálfsagt verið sárir yfir því að það voru einkum læknar og lyfsalar sem fengu að kaupa, auðvitað í lækninga- skyni. Dýralæknar voru líka stór- tækir í áfengiskaupum, auðvitað líka í lækningaskyni en í þeirra tilviki til handa kúm. Sjálfsagt hefur tilkoma smásölu ríkisins á áfengi að einhverju leyti orðið til þess að fleiri en læknar áttu auðvelt með áfengiskaup og ljóst er að smásalan hefur fært ríkinu miklar tekjur. En ef þessi rök hafa einhvern tímann átt rétt á sér, en ýmsir ef- uðust um það á sínum tíma, þar á meðal ýmsir þingmenn, þá má full- yrða að þau rök eiga ekki lengur við um þá áfengissmásöluverslun ríkis- ins sem á sér stað í dag. Áfengi er ekki lengur bannvara og einkarétt- ur hins opinbera til inn- flutnings á því féll niður árið 1998. Tekjuöflun ríkisins af áfengissölu er fráleitt háð því að ríkið sjálft sýsli með áfengið. Óþægilega mörg dæmi sanna það en nefna má olíufélögin sem starfa sem inn- heimtustofnanir fyrir eldsneytisskatta ríkis- sjóðs. Hið opinbera missti því ekki spón úr aski sínum þótt versl- unum ÁTVR yrði lokað. Verslunarráð Íslands hefur löngum bent á tilgangsleysi ÁTVR og hefur í áratugi lagt til að verslun með áfengi verði í höndum einkaaðila eins og aðrar vörur. Verslunarráð hefur margoft dregið í efa þau rök fyrir ÁTVR sem hér hefur verið minnst á en einnig þau rök sem seinna voru höfð í frammi og lutu að takmörkun á aðgengi almennings að áfengi. Í mikilvægu forvarnarstarfi ýmissa hefur það nefnilega verið tal- in forsenda í baráttu gegn áfengis- bölinu svokallaða að ríkið sjái um smásöluverslunina og takmarki starfsemi sína á margan hátt. Auðvit- að er þetta með öllu ósannað en nú er ljóst að ekki einu sinni ríkið sjálft tel- ur nauðsynlegt að takmarka starf- semi ÁTVR. Með breyttum og bætt- um afgreiðslutíma verslana ÁTVR eru því einfaldlega engin rök lengur fyrir þessum verslunarrekstri af rík- isins hálfu og reyndar má vel taka undir sjónarmið Jóns Þorlákssonar þáverandi þingmanns sem í upphafi sá engar gildar ástæður fyrir laga- setningunni árið 1921. Það er orðið löngu tímabært að lög um áfengissölu verði tekin til endur- skoðunar og ríkið láti af þessum verslunarrekstri sem öðrum. Sigríður Á. Andersen Höfundur er lögfræðingur Verslunarráðs Íslands. Áfengi Með breyttum og bættum afgreiðslutíma verslana ÁTVR eru, að mati Sigríðar Á. Andersen, engin rök lengur fyrir þessum verslunarrekstri af ríkisins hálfu. Áfengissala fyrr og nú verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval Höfðabakka 1, sími: 567 2190 Nýjar myndir 300 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.