Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐINN laugardag skrifar Stef- án Pétursson, fjármála- stjóri Landsvirkjunar, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni: Stjórnarformaður LSR, Reyðarál og Landsvirkjun. Í þessari grein er undirrituðum sendur tónninn og sú einkunn gefin að þekk- ingu minni sé „stórlega ábótavant“. Fjármálastjóri Landsvirkjunar fagnar því að ég skuli hafa áhyggjur af afkomu Landsvirkjunar en með semingi þó því hann bætir því við að þessar áhyggjur af afkomu Lands- virkjunar „mega þó ekki hafa for- gang umfram þá ábyrgð og áhyggjur sem hann á að hafa af ávöxtun þeirra sjóða sem honum er treyst fyrir“. Er hér vísað í setu mína í stjórn Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins, LSR. Hvers vegna leyfi? Í þessari blaðagrein sem virðist samin í nokkru tilfinningauppnámi er farið um víðan völl. Meðal annars er býsnast yfir þeirri ábendingu minni að ekki sé lokið lögformlegu umhverfismati hvorki fyrir álver né fyrir virkjun og því ekki ljóst hvort ráðist verði í þessar framkvæmdir. „Hvernig taka menn viðskipta- ákvarðanir,“ spyr Stefán Pétursson fjármálastjóri með nokkrum þjósti og „hver eru rökin fyrir því að bíða þurfi eftir öllum leyfum áður en mál eru skoðuð og metin?“ Mér er ljúft að upplýsa Stefán Pét- ursson um afstöðu mína þótt ég telji þetta mál engan veginn eins einfalt og mér virðist hann álíta. En í þessu sambandi vil ég leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og að staðið verði við þau loforð og fyrirheit sem gefin eru. Þannig hefur því verið marglýst yfir að ekki skuli ráðist í neinar fram- kvæmdir sem tengjast virkjunum eða álveri fyrr en öll tilskilin leyfi liggi fyrir og efnahagslegar forsend- ur séu ljósar. Af slíkum smámunum virðast Landsvirkjunarmenn ekki mjög uppteknir og hafa þrýst á fjárfrekar und- irbúningsframkvæmd- ir. Í blaðagreinum í vor og í sumar hef ég ítrek- að en án árangurs ósk- að eftir því við hlutað- eigandi yfirvöld að skýring sé gefin á vega- framkvæmdum sem augljóslega tengjast virkjunaráformum þvert á gefin fyrirheit. Við þekkjum það af reynslunni að næsta vers er síðan að svo miklir fjármunir séu komnir í undirbúnings- framkvæmdir að vart verði aftur snúið. Ég hef leyft mér að vera talsmað- ur þess sjónarmiðs að stíga öll þau skref sem stigin verða af varfærni og yfirvegun. Við skulum hafa það hug- fast að um er að ræða mjög afdrifa- ríka ákvörðun fyrir landið og fyrir þjóðina og því brýnt að hvergi verði rasað um ráð fram. Hér hefðu stjórn- völd þurft að hafa vit fyrir ákafa- mönnum í Landsvirkjun. Því er nú öðru nær enda snúast þær deilur sem hafa risið einmitt um vinnu- brögð stjórnvalda og þann þrýsting sem lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjár- festingaraðilar eru beittir til þess að knýja fram stuðning við stóriðju- áform stjórnvalda. Loforð innheimt síðar Í byrjun júnímánaðar var stjórn- armönnum og starfsmönnum stærstu lífeyrissjóðanna boðið til fundar að hlýða á fulltrúa frá fjár- festingarhópnum um Reyðarál, Hæfi ehf., Þjóðhagsstofnun og Lands- virkjun. Allir framsögumenn drógu upp bjarta mynd af þeim fjárfesting- arkosti sem lífeyrissjóðunum kæmi til með að standa til boða. En tíminn væri naumur, var fundarmönnum tjáð, og væri mikilvægt að viljayfir- lýsingar kæmu frá lífeyrissjóðunum helst fyrir júlílok. Slíkar yfirlýsingar mættu vera óformlegar á þessu stigi en „loforðin yrðu innheimt“ upp úr áramótum. Síðan gerist það að fulltrúar Hæfis senda lífeyrissjóðun- um plagg til undirritunar, „Secrecy agreement“, eða samkomulag um trúnað. Opinberlega var því að sjálf- sögðu alltaf haldið fram að ekkert annað stæði til en að kanna málin, engar ákvarðanir væru í sjónmáli. Engu að síður var farið að nefna upp- hæðir sem kæmu nú frá lífeyrissjóð- unum, átta til tíu milljarðar. Frá sjónarhóli lífeyrissjóðanna hljóta þetta að teljast óvenjuleg vinnubrögð. Fram til þessa hafa þeir ekki komið að viðræðum um fjárfest- ingarkosti fyrr en þeir eru fyrir hendi. Hér er hins vegar um það að ræða að taka þátt í að skapa fjárfest- ingarkost. Það er ljóst að aðkoma líf- eyrissjóðanna hefur ekki aðeins fjár- hagslega þýðingu heldur einnig félagslega. Yfrirlýsing frá stærstu lífeyrirssjóðum landsins er talin geta haft áhrif á erlenda aðila auk þess sem slík ákvörðun myndi án nokkurs vafa styrkja stóriðjuáform stjórn- valda hér innan lands. Ég hefi bent á að með þessu móti væru lífeyrissjóð- irnir komnir í pólitískt hlutverk og við skyldum þá ræða það opinskátt hvort okkur þætti það æskilegt. Fyr- ir þessa afstöðu hef ég uppskorið þá gagnrýni að ég hljóti að teljast póli- tískur. Það er hins vegar ég sem er að benda á þann þrýsting sem er á að nota lífeyrissjóðina í pólitískum til- gangi og ég hef haft uppi varnaðar- orð. Sjálfur hef ég vissulega verið talsmaður þess að skoða fjárfesting- ar lífeyrissjóðanna í félagslegu ljósi, til dæmis verið því fylgjandi að nýta þá til uppbyggingar í húsnæðiskerf- inu. En forsenda þessa – og þetta er grundvallaratriði – er að um sé að ræða fullkomlega traustan fjárfest- ingarkost. Lífeyrissjóðirnir eru myndaðir til þess að varðveita lífeyr- issparnað landsmanna og ekki rétt að tefla fjárfestingum þeirra í neina tvísýnu. Lífeyrissjóðirnir og stóriðjuáformin Ögmundur Jónasson Ál Ég er talsmaður þess sjónarmiðs, segir Ög- mundur Jónasson, að öll skref verði stigin af var- færni og yfirvegun. Höfundur er stjórnarformaður LSR UNDANFARNA daga hefur afsögn Birgis Guðjónssonar, formanns heilbrigðis- ráðs ÍSÍ, verið til um- fjöllunar í fjölmiðlum. Ástæðuna segir hann vera áralangan ágrein- ing sinn við forystu- menn ÍSÍ um lyfjaeft- irlitsmál. Niðurstöður lyfjadómstóls í fjórum nýlegum málum, sem hann getur ekki sætt sig við, voru að sögn Birgis dropinn sem fyllti mælinn. Í nýlegri grein í Morgunblaðinu gerði undirrituð grein fyrir málavöxtum þessara fjögurra dómsmála og verða málsatvik því ekki rakin hér. Í málflutningi Birgis á undanförnum vikum hafa hins veg- ar komið fram svo alvarlegar ásak- anir á hendur samstarfsfólki hans innan íþróttahreyfingarinnar að ekki er hægt að sitja þegjandi undir þeim. Alvarlegar ásakanir Birgir hefur lagt áherslu á að ágreiningur sinn sé við forseta og framkvæmdastjórn ÍSÍ. Því skýtur skökku við að sá efnislegi ágreining- ur sem hann lýsir felst einkum í því að hann er ekki sammála niðurstöð- um Lyfjadómstóls ÍSÍ. Fram- kvæmdastjórn ÍSÍ réði ekki niður- stöðum dómstólsins, sem var skipaður fimm vel hæfum dómend- um, þremur lögfræðingum, einum lækni og einum fulltrúa íþróttahreyf- ingarinnar. Hann hefur jafnvel látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að líklega hafi dómstólnum verið gefin góð ráð áður en hann komst að niðurstöðu. Í þessum aðdróttunum felast mjög al- varlegar ásakanir um óheiðarleika okkar samstarfsfólks hans og að að- ilar innan framkvæmdastjórnar hafi haft óeðlileg áhrif á störf og niður- stöðu dómstólsins. Ennfremur hefur hann fullyrt að aðilar innan fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ hafi ítrekað reynt að hafa áhrif á hvaða íþrótta- menn eigi að taka í lyfjaeftirlit, hvernig eigi að framfylgja refsingum og hverja eigi að ákæra. Í raun ættu framkvæmdastjórn ÍSÍ og dómend- ur í Lyfjadómstóli ÍSÍ að krefjast þess af Birgi að hann biðjist opinber- lega afsökunar á þessum órökstuddu ásökunum. Það skal fullyrt hér að enginn inn- an framkvæmdastjórnar ÍSÍ, né starfsmenn ÍSÍ aðrir en þeir sem beinlínis hafa unnið við skipulagn- ingu lyfjaeftirlits, hafa nokkru sinni reynt að hafa áhrif á framkvæmd lyfjaeftirlits, ákærur, dóma eða fulln- ustu refsinga. Síðan lyfjaeftirlit hófst á vegum ÍSÍ hefur lyfjaeftirlitsnefnd og síðar heilbrigðisráð ÍSÍ haft alger- lega frjálsar hendur til þess að ákveða í hvaða íþróttagreinum og við hvaða tækifæri lyfjaeftirlit yrði fram- kvæmt og hvaða íþróttamenn yrðu valdir til eftirlitsins. Allir sem reynst hafa brotlegir við lyfjareglur ÍSÍ hafa verið ákærðir og dæmdir sam- kvæmt gildandi reglum og öllum refsingum hefur verið framfylgt til fullnustu. Það er óhjákvæmilegt að krefjast þess af Birgi Guðjónssyni að hann rökstyðji ofangreindar ásakanir sínar og nefni dæmi máli sínu til stuðnings. Hverjir hafa reynt að hafa óeðlileg áhrif á framkvæmd lyfjaeftirlits og hvenær, við hverja hefur verið áralangur ágreiningur og um hvað snerist hann? Kjósi hann að skýra þetta ekki frekar er hér um að ræða dylgjur og ærumeiðing- ar sem eðlilegt og rétt væri að draga hann til ábyrgðar fyrir. Málflutningur ákæranda Birgir Guðjónsson undirbjó og flutti sjálfur þau fjögur mál sem hér um ræðir fyrir Lyfjadómstóli ÍSÍ. Hann nýtti sér ekki heimild sína til að leita við það aðstoðar lögfróðra að- ila heldur vann öll ákæruskjölin sjálf- ur. Í fyrri grein minni voru færð rök fyrir því að eitt málanna hafi verið rekið fyrir röngum dómstóli, enda var því vísað frá, og að dómar í tveim- ur öðrum hafi verið vægari en efni stóðu til vegna óljósrar kröfugerðar. Í fjórða málinu bauð hann dómssátt áður en það var dómtekið en því var hafnað, enda eru engin ákvæði í lyfja- reglum ÍSÍ sem heimila að ljúka dómsmálum með þeim hætti. Í því máli varð hann einnig uppvís að því fyrir dómnum að leggja einungis fram þau gögn sem honum hentuðu en ekki önnur, sem hann hafði undir höndum en studdu mál sakbornings- ins. Þetta eru vinnubrögð sem und- irrituð getur ekki sætt sig við að séu viðhöfð innan íþróttahreyfingarinn- ar. Sópað undir teppið Birgir heldur því fram að með málalokum í þessum fjórum málum hafi þeim í raun verið sópað undir teppið. Flestir munu skilja það orða- lag þannig að látið hafi verið sem málin hafi ekki komið upp. Það er fjarri sanni. Ákært var í öllum mál- unum, dómstóll fjallaði um þau öll, komst að niðurstöðu í þeim öllum og þær niðurstöður voru kunngerðar. Þótt þær hafi ekki verið Birgi að skapi getur hann ekki með réttu haldið því fram að málunum hafi ver- ið sópað undir teppið. Óverjandi vinnubrögð Framganga Birgis Guðjónssonar í lyfjaeftirlitsmálum virðist því miður hafa mótast af refsigleði og blindri fullvissu um að hans eigin túlkun á reglum og málavöxtum sé sú eina rétta. Mér virðist hann hafi verið staðinn að því að þekkja ekki gildandi lyfjareglur ÍSÍ, sem bæði er ákært og dæmt eftir í málum sem þessum, auk þess að spilla málalokum með flausturslegum vinnubrögðum. Þessi uppákoma hefur kastað skugga á heilbrigðisráð ÍSÍ og gæti gert því erfiðara fyrir að gegna nauðsynlegu hlutverki sínu við lyfjaeftirlit af fag- mennsku og sanngirni. Það er von mín að afsögn hans tryggi að svona uppákomur endurtaki sig ekki og að ráðið nái að vinna á ný traust íþrótta- hreyfingarinnar og almennings. Mér sárna þær köldu kveðjur sem hann sendir mér og öðru samstarfsfólki sínu í íþróttahreyfingunni með órök- studdum ásökunum um lögleysu og spillingu. Slíkur málflutningur dæm- ir sig auðvitað sjálfur. Ásökunum Birgis svarað Sigríður Jónsdóttir Höfundur er varaforseti ÍSÍ. Lyfjamisnotkun Framganga Birgis, seg- ir Sigríður Jónsdóttir, virðist því miður hafa mótast af refsigleði. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.