Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Guð ÞAÐ hefur vart far- ið fram hjá neinum Íslendingi að smá- bátaeigendur reru líf- róður fyrir tilveru sinni á lokadögum Al- þingis í maí sl. Krafa þeirra var skýr, þ.e. að þeir yrðu látnir í friði. Þeim varð ekki að ósk sinni, sjávarút- vegsráðherra ákvað að fara ekki að vilja meirihluta alþingis- manna og fresta framkvæmd laga um krókabáta. Þeir voru því niðurlútir trillu- karlarnir sem yfirgáfu Alþingi að kvöldi 19. maí. Frá því þessi dapra niðurstaða leit dagsins ljós hefur margt gerst í þjóðfélaginu sem styrkt hefur kröfu og stöðu trillukarla. Fyrst er þar til að taka skoðanakönnun sem DV gerði. Þar var spurt: „Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að smábátar njóti sérréttinda til veiða við Ísland.“ Svörunin var mjög góð eða 89% og voru 81,8% fylgjandi því að smábátar nytu sérréttinda. Þá kom fram í þjóðarpúlsi Gall- up að sjávarútvegsráðherra og gjörðir hans nutu ekki trausts meirihluta kjósenda Sjálfstæðis- flokksins, 54,5% þeirra voru ekki ánægðir með hans störf. Þetta tvennt hefði átt að nægja til að ráðherrann myndi athuga sinn gang og fallast á viðræður við trillukarla um sættir. Landssam- band smábátaeigenda var reiðubú- ið að slá af kröfum sínum um óbreytt kerfi, þó aðá engan hátt röksemdir lægju til þess að ástæða væri til að gefa eftir. Ráðherrann hefur aftur á móti, þrátt fyrir þessu skýru skilaboð, ákveðið að sitja við sinn keip og lýsa yfir að ekki komi til greina að falla frá kvótasetningu krókabáta. Stjórn Landssambands smá- bátaeigenda ályktaði nýverið um þá stöðu sem upp er komin. Í henni er skorað á ríkisstjórn að setja hið fyrsta bráðabirgðalög til að viðhalda núverandi veiðikerfi krókabáta. Þannig yrði komið í veg fyrir þá vá sem annars blasir við hinum dreifðu byggðum. Ný- legur dómur Héraðsdóms Reykja- víkur sýnir að þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi hafa stjórn- völd fulla heimild til að grípa inn í með slíkri lagasetningu. Þá liggur og fyrir álitsgerð Sigurðar Líndal og Skúla Magnússonar sem stað- hæfir að stjórnvöldum er heimilt að stjórna veiðum krókabáta með núverandi fyrirkomulagi.“ Í niðurlagi ályktunarinnar segir eftirfarandi: „Það er brýn nauðsyn fyrir þjóð sem lifir á nýtingu fiskistofna að veiðunum sé stjórnað með þeim hætti að þeir vaxi og dafni ásamt því að mannlífi og menningu aukist þrek og þor. Þetta gerist því aðeins að sátt ríki meðal þjóð- arinnar um fyrir- komulag og fram- kvæmd fiskveiðanna. Stjórn Landssam- bands smábátaeig- enda ítrekar enn á ný fyrri yfirlýsingar sín- ar um vilja til að leysa mál í samvinnu og sátt við stjórnvöld. En til að svo megi verða þarf vilja beggja til.“ Fjölsóttasti fundur sem haldinn hefur verið á Vestfjörðum nú hin síðari ár fór fram 26. maí sl. Um áttahundruð manns sóttu fundinn og var vilji fundarins afar skýr, það er að fyrirhuguð lagasetning um breytingar á veiðikerfi króka- báta kæmi ekki til framkvæmda. Skömmu áður höfðu á þriðja þús- und Vestfirðinga ritað nafn sitt þar sem skorað var á stjórnvöld að koma í veg fyrir lagasetninguna. Engin spurning er að margvís- legar forsendur liggja að baki víð- tækum stuðningi við sjónarmið trillukarla. Íslendingar hafa nokk- ur innbyggð grundvallaratriði sem ekki má ráðast á, né særa. Eitt slíkt er trillukarlinn og rómantíkin kringum trilluútgerðina. Trillu- karlinn sækir sjóinn einn síns liðs, augun nema bátinn sem sker logn- ið á sjónum og ómur af vinalegu vélarhljóði berst til eyrna. Komið að landi þar sem fólkið horfir á spriklandi fiskinn og virðir fyrir sér athafnir trillukarlsins. Athafn- ir sem auðga mannlífið, eru í sátt við fiskistofnana og náttúruna. Komi núgildandi lög til fram- kvæmda er vegið alvarlega að því sem hér hefur verið lýst. Við sem eigum alla afkomu okk- ar og fjölskyldna undir útgerð smábáta biðjumst vægðar af hálfu Alþingis og ríkisvalds. Vægð Guðmundur Halldórsson Höfundur er trillukarl í Bolungarvík Smábátar Við sem eigum alla af- komu okkar og fjöl- skyldna undir útgerð smábáta, segir Guð- mundur Halldórsson, biðjumst vægðar af hálfu Alþingis og ríkis- valds. ÞAÐ verpir þrasta- par í garðinum heima. Ég hef í huganum ímyndað mér, að sama spörvafjölskyldan komi alltaf ár eftir ár, því hreiðrin eru nær alltaf í sömu tveimur trjánum. Einungis er það mismunandi á hvaða grein hreiðrin eru hverju sinni, stundum á fimmtu hæð, stundum á þeirri sjöttu. Parið byrjar að verpa snemma vors og kemur venjulega upp ungum úr tveimur til þremur vörpum á sumri hverju. Þegar þrengjast fer um ungana brölta þeir upp úr hreiðrinu, sumir hanga á greinum trésins lengi vel, aðrir falla ófleygir beint til jarðar. Það er þá undir því komið hvort stríðaldir kettirnir í hverfinu koma í morðhugleiðingum í skemmtiferð að drepa sér til dund- urs og gamans, því eins og allir vita er það skiljanlegt að kettir, sem ekkert hlutverk hafa lengur, verði að fá að drepa varnarlausa unga til afþreyingar, eða svo er sagt. Þó að aðeins þrír til fjórir ungar komist upp af oft allt að átján samtals halda foreldrarnir áfram að verpa, unga út og fæða afkvæmin af slíkri elju, að það vekur aðdáun. Í Guðspjalli 27. júlí segir Jesús um spörvana: ,,Og ekki fellur einn þeirra til jarðar án vitundar föður yðar.“ Því er það svo, að það er öruggt að varnarlausir ungarnir komast í hendur föðurins, þegar kettirnir hafa lokið sér af með þá. En líkinga- mál Jesú er ekki alltaf auðskilið. Þó er það svo að hann tjáir það greini- lega að við þurfum ekkert að óttast, við séum, ef eitthvað er, í meiri met- um hjá föðurnum en fuglarnir. Þeg- ar hann talar þetta er farið að of- sækja hann og öll þau er fylgdu honum. Hann er að tala kjarkinn í sitt fólk. Hann segir, að við eigum að hrópa hátt um það, sem hann hvíslar okkur í eyra. En þurfum við á kjarki að halda? Ef til vill ekki hérlendis, ef til vill erum við dek- urþjóð, sem treyst- umst ekki til að þjást fyrir trúna, ef til vill hefur Drottinn sett okkur niður hér á þessu landi, okkur til varnar, eins og ung- ana, sem klekjast út þar sem engir kettir eru. Það er svo sem ekkert þrekvirki að tala um Guð, að játa trúna hér, þar sem engin hætta er á of- sóknum og raunar full- komið öryggi nema um náttúruhamfarir væri að ræða. En einnig þá værum við í höndum Guðs. Í þessum hugrenningartengslum um fuglana, um öryggi okkar í land- inu hér, leitar sú hugsum á hvað okkur sé ætlað að gera fyrir trúna, fyrir Guð í stað þess að deyja fyrir trúna. Það hlýtur að vera það, að sýna trú í samskiptum við aðra, að leggja eitthvað verulegt af mörkum í samskiptum við þá sem á þurfa að halda. Í starfi prestsins kynnist maður margs konar örbirgð, and- legri ekki síður en líkamlegri. En að ungir foreldrar, sem verða fyrir því að börnin þeirra veikist af lang- vinnum sjúkdómi, þurfi að verða ör- eigar þess vegna getur ekki verið að vilja Guðs. Sé barnið veikt á geði fer fyrir alvöru að syrta í álinn, geðveiki ræðir maður ekki, engu er líkara en svona fjölskylda sé holdsveik og far- ið með hana eins og farið var með holdsveika í fyrndinni. Búi fjölskyld- an t.d. norður í landi, foreldrarnir starfi bæði tvö utan heimilis til að komast af, er vart nema eitt fram- undan. Fyrir fjölskyldunni fer eins og þrastarungunum í garðinum mín- um, þrastarunganum, sem kötturinn drap og skildi eftir sundurtættan. Það er okkur sem þjóð ekki sæm- andi, að ungar fjölskyldur þurfi að fara á vonarvöl vegna veikinda barna sinna. Mér er kunnugt um fleira en eitt tilfelli, þar sem ástand- ið er slæmt, annað foreldrið þarf venjulega að hætta að vinna, tekj- urnar skerðast, kostnaður eykst, skuldir hlaðast upp, ástandið verður óþolandi, fjölskyldan tætist í sund- ur, allir verða eitt flakandi sár og það er vafamál hvort þau sár grói nokkurn tíma. Sjáir þú, sem þetta lest, einhvern möguleika til að breyta þessu ófremdarástandi, hvort sem er með að stuðla að kerf- isbreytingu eða einhvern veginn öðru vísi, viltu þá vera svo væn/ vænn að leggja þessu fólki lið? Auk þes er það svo, að það er nánast eins og að fá happdrættisvinning, að koma langveiku barni undir lækn- ishendur og það er ekki fagfólki á nærri fertugri barna- og unglinga- geðdeild að kenna heldur því, að ekki er til rými, ekki aðstæður til að taka við langveikum börnum. Megi góður Guð hjálpa okkur til að breyta því, sem við framast get- um hvert og eitt, þetta er alvarlegt. Jesús sagði að við ættum að hrópa um það, sem okkur væri hvíslað í eyra, gerum það nú, ræðum þetta opinskátt, gerum eitthvað. Í garðinum mínum slapp einn þrastarungi úr klóm kattarins, vegna hatrammlegrar árásar for- eldranna. Hann skreið í skjól undir trénu hjá heimilishundinum, sem lét sér fátt um finnast. Daginn eftir tók þrastarunginn flugið, flögraði fyrst upp á girðinguna, safnaði kjarki, lét síðan vaða og sjá, hann hvarf í blá- móðu góðviðrisdagsins með stoltum foreldrunum. Skyldi hann koma aft- ur næsta vor og byggja hreiður í fjölskyldutrénu sínu? Um þresti, þjóð og þjáðar fjölskyldur Þórey Guðmundsdóttir Börn Sé barnið veikt á geði, segir Þórey Guðmunds- dóttir, fer fyrir alvöru að syrta í álinn. Höfundur er settur sóknarprestur á Þingvöllum. Byggir upp og nærir NAGLANÆRING textil.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.