Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 41 Á UNDANFÖRN- UM árum hefur tals- vert verið gert til að þess að byggja upp fjöl- skylduhátíð á Akureyri um verslunarmanna- helgina. Ljóst er að þar hefur margt verið vel gert þótt ekki séu allir á eitt sáttir með hvernig til hefur tekist þegar á heildina er litið. Raunar hafa samkomur um verslunarmannahelgina lengstum sætt tals- verðri gagnrýni og má vera að sumt það sem miður getur farið þegar fólk kemur saman til að skemmta sér verði betur sýnilegt þegar hátíðin er haldin í þéttbýli. Nú hefur verið blásið til sóknar á Akur- eyri með hátíð sem nefnist „Ein með öllu!“ og er markmiðið að byggja upp fjölskylduhátíð sem sátt getur ríkt um. Ég tel að hér sé á ferðinni verð- ugt markmið sem að skipti miklu fyrir Akureyri að náist. Byggt upp til framtíðar Málið á sér reyndar talsverðan að- draganda og að því hefur m.a. komið hópur fyrirtækja á Akureyri sem gengur undir nafninu „Veðurguðirn- ir“ og hefur sameinast um átak sem miðar að því að efla Akureyri. Ýmsir fundir hafa verið haldnir og einhugur er um að ekki megi skilja verslunar- mannahelgina á Akureyri eftir í lausu lofti, ef svo má segja. Það skiptir okk- ur öll miklu máli að fólk kjósi að sækja bæinn heim og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Niðurstaðan var að leita eftir samstöðu fyrirtækja í bænum og liðsinni bæjaryfirvalda við að byggja upp hátíð sem sómi er að. Afsprengi þessarar vinnu er „Ein með öllu!“ Samningar hafa náðst við öfluga aðila um að leggja hátíðinni fjárhagslegt liðsinni og Akureyrar- bær kemur einnig að henni með ýms- um hætti. Að hátíðinni lokinni verður sest niður og metið hvernig til hefur tekist. Ég tel að hér sé staðið að mál- um með ábyrgum hætti sem líklegt sé að skili tilætluðum árangri. Einhvers staðar stendur að Róm hafi ekki verið byggð á einni nóttu og það á ágætlega við í þessu tilfelli. Hér er verið að byggja upp hátíð á nýjum grunni sem mun væntanlega taka ein- hver ár að festa sig í sessi. Hátíðin verður að fá svigrúm til að þróast með réttum hætti og það mun taka sinn tíma. Mikilvægt er að ná um þetta breiðri samstöðu meðal fyrirtækja í bænum og bæjarbúa alla. Fleiri fjölskylduhátíðir Akureyringum er raunar ekkert nýnæmi að því að taka á móti miklum fjölda gesta. Nefna ná síðustu páska sem tókust einstaklega vel í alla staði. Bæinn sóttu heim þúsundir gesta og svo virðist sem páskar á Akureyri séu að öðlast ákveðinn sess í huga fólks því alltaf stækkar sá hópur sem kýs að verja þessum frídögum í skjóli ey- firskra fjalla. Einnig má nefna Andr- ésar andar leikana, ESSO- og Polla- mótin og fleiri viðburði sem draga til sín fjölda fólks. Allir þessir viðburðir sem hér hafa verið nefndir eru sann- kallaðar fjölskylduhátíðir þar sem bæjarbúar jafnt sem gestir áttu ánægjulegar stundir. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við Akureyringar getum með sama jákvæða hugar- farinu og við höfum byggt upp fjöl- skylduhátíð um páskana byggt um fjölskylduhátíð um verslunarmanna- helgina og í það verkefni hefur nú ver- ið ráðist. Spurning um hugarfar Það er ekki vandalaust fyrir Akur- eyringa að taka á móti þúsundum gesta yfir eina helgi og alls ekki sjálf- gefið að það gangi snurðulaust fyrir sig. En hvað þarf til þess að það megi gerast? Eflaust er þar margt sem hjálpast að en mín skoðun er sú að hér sé sýnu mikilvægast að skapa jákvætt við- horf meðal bæjarbúa gagnvart því að fá allt þetta góða fólk í heim- sókn. Það hefur tekist hvað varðar páskana, Andrésarleikana, ESSO- og Pollamóts- helgina. Þetta sama já- kvæða viðhorf er mikil- vægt að skapist í garð verslunarmannahelgar- innar. Eftir lögreglunni hefur t.d. verið haft að þrátt fyrir mikinn mannfjölda nokkrar helgar í sumar og á tíðum mikla gleði hafi hún ekki átt ónæðissamari daga en gengur og gerist. Þannig þarf þetta líka að vera um verslunarmannahelgina. Gangi allt vel og slysalaust fyrir sig verður orðspor hátíðarinnar gott. Nú verður gerð tilraun með að hafa tjaldsvæðið við Þórunnarstræti opið en undanfarin ár hefur því verið lokað yfir verslunarmannahelgina. Ég tel rétt að bjóða upp á tjaldsvæði í hjarta bæjarins þar sem sundlaugin, mið- bærinn, Listagilið og margt fleira er í göngufæri. Ef rétt er að málum staðið á ekki að vera meiri vandkvæðum bundið að hafa tjaldsvæðið opið þessa helgi en aðrar stórar ferðahelgar sumarsins. Skátarnir á Akureyri sjá sem kunnugt er um rekstur tjald- svæðanna og eru að öðrum ólöstuðum hvað best til þess fallnir að halda uppi öflugri gæslu. Metnaðarfull dagskrá Til þess að fólk vilji koma til Ak- ureyrar, jafnt um verslunarmanna- helgina sem á öðrum árstímum, og bæjarbúar kjósi að taka þátt í gleðinni þarf sú dagskrá sem í boði er að vera þess eðlis að fólk sækist eftir henni. Með því skoða að dagskrá fyrir hátíð- ina „Ein með öllu!“ er ljóst að markið er sett hátt. Fjölskyldudagskrá á Ráðhústorgi alla dagana, unglinga- dansleikir með vinsælustu hljóm- sveitum landsins, almennir dansleik- ir, vönduð barnadagskrá, leiktækja- garður o.s.frv. Mér sýnist að allir aldurshópar eigi auðvelt með að finna margt við sitt hæfi. Við dagskrána sem sett er saman sérstaklega um þessa helgi bætist allt það sem Ak- ureyri hefur upp á að bjóða alla jafna. Þar má nefna vinsælustu og best búnu sundlaug landsins, úrval veit- ingastaða og verslana og ótal afþrey- ingarmöguleika. Dagskrá Listasum- ars er í fullum gangi og allt fléttast þetta saman í stórhátíð sem gaman verður að njóta. Sérstaklega er vert að vekja at- hygli á fjölskylduskemmtun á Akur- eyrarvelli á sunnudagskvöldið sem hefst með skrúðgöngu úr þremur hverfum bæjarins. Þessi kvöldstund verður hápunktur hátíðarinnar og virkilega spennandi að vita hvernig til tekst. Ég trúi því og treysti að þeir gestir sem koma til Akureyrar um verslun- armannahelgina fari ekki erindis- leysu. Þeir muni finna það sem þeir leituðu að og hafi hug á að koma aftur að ári liðnu. Það er markmið „Einnar með öllu!“ Verslunar- mannahelgin á Akureyri Kjartan Snorrason Höfundur er atvinnurekandi á Ak- ureyri og situr í stjórn „Veðurguð- anna“. Hátíðahöld Akureyringar, segir Kjartan Snorrason, ættu að geta byggt upp góða fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.