Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR eru nýjungagjarnir og fylgjast vel með því sem nýjast er í verslun og þjónustu. Neytend- ur á Íslandi eru kröfu- harðir og verslanir svara þessum kröfum með umhverfi, útbún- aði og vöruframboði sem skipa henni í fremstu röð. Einstak- lingar og hópar versl- unarmanna frá hinum Norðurlöndunum hafa á undanförnum árum komið gagngert til Ís- lands til að skoða versl- anir hér sem skara fram úr þeim verslunum sem þeir eru vanastir. Þetta á bæði við í matvöruverslun og einnig í sérvöruversluninni. Gjarnan er haft á orði að Íslendingar séu svo tískusinnaðir og smekklegir að þess vegna sé áhugavert að koma hingað til að skoða verslanir, sem séu á margan hátt alþjóðlegri en hliðstæð- ar verslanir í nágrannalöndunum. Verslunin skapar verðmæti Verslunin er fjölmennasta ein- staka starfsgrein á Íslandi, þar sem starfa um 16% alls vinnuafls lands- manna eða vel yfir 20 þúsund manns. Þá er verslun skilgreind sem skrifstofu- og afgreiðslustörf. Versl- un er límið í efnahagskerfi samtím- ans og verður sífellt þýðingarmeiri. Viðmið fyrri aldar þar sem frum- greinarnar sjávarútvegur og land- búnaður voru e.t.v. ásamt iðnaði taldar eina verðmætaskapandi at- vinnustarfsemin eru fyrir nokkru orðin að sögu. Nú er óumdeilt að verslun og þjónusta skapa mikil og vaxandi verðmæti fyrir þjóðarbúið og sést þetta m.a. á því að þótt rekstrarstöðvun verði í umræddum frumgreinum um tíma þá hefur það óveruleg áhrif á hagkerfið og þjóðfélagið þar sem aðrir þættir ganga eðli- lega. Spennandi starfs- vettvangur Það er spennandi vettvangur fyrir dugandi ungt fólk að hasla sér völl í verslun og þjón- ustu á Íslandi. Starfsframi er óvíða skjótari og kjör oftast ágæt. Það er krafist mikillar vinnu, en um leið eru þetta afar lifandi störf þar sem stöð- ug keppni ríkir og því færir það starfsfólki margar ánægjustundir. Aldur verslunarfólks mun líklega hækka örlítið að jafnaði miðað við óbreytta þróun í löggjöf um að út- rýma unglingavinnu. Starfskröfur munu og aukast, en þeim munu jafn- framt fylgja réttindi og umbun þeg- ar litið er til lengri tíma. Allt hefur þetta svo áhrif á verð til neytenda sem halda þarf í lágmarki til að fyr- irtækin séu samkeppnishæf og til að halda verslun sem mest í landinu. Ekkert bendir til annars en að þetta eigi að takast bærilega ef beitt er þekkingu og tækni sem hentar í greininni. Brýn þörf fyrir árangurs- tengdar tæknilausnir Stjórnendur í verslun og þjónustu standa frammi fyrir því að stýra fyr- irtækjunum þannig, að þau nái arð- semi í breyttu efnahagsumhverfi. Fyrirtækin merkja fljótt breytingar í eftirspurn og kaupgetu neytenda. Nú greina þau aukið aðhald neyt- enda varðandi útgjöld og þar með minni eftirspurn í vörum sem ekki eru beinlínis nauðsynjar. Jafnframt standa fyrirtækin, einkum þau minni, frammi fyrir aukinni sam- keppni við sterkari fyrirtæki og eins við klasa þar sem verslanir og þjón- usta safnast saman, en þeir draga meira til sín fólk sameiginlega en einstakar verslanir eða þjónustufyr- irtæki gera. Smásalar, ekki síst tæknistjórar og ráðgjafar í grein- inni, berjast við fjárhagsáætlanir og auknar kröfur vegna þess að hag- vöxturinn er að minnka. Upplýsing- ar um það hvernig hægt er að spara peninga með notkun tækni og ná þannig skjótari ávöxtun af fjárfest- ingum er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Tæknin breytist stöðugt og ekki er auðvelt að ná áttum og öðlast þá innsýn sem til þarf til að hafa taf- arlaus og ákveðin áhrif á reksturinn og arðsemina. Áhrifarík upplýsinga- kerfi og meðvirkar tæknilausnir varðandi ákvarðanatöku eru nauð- synleg stjórnendum í dag, einkum í verslun, þar sem stýra þarf þúsund- um vörunúmera inn og út úr versl- uninni auk þess að stjórna starfs- fólki, fjármagni o.fl. Krafa markaðarins um skilvirkni og sam- keppnisfært verð er miskunnarlaus og stjórnendur geta aldrei slakað á kröfum til sjálfs sín eða þeirra hjálp- artækja sem þarf til að ná árangri. SVÞ veita fræðslu og forskot SVÞ - Samtök verslunar og þjón- ustu hafa það hlutverk að upplýsa og fræða aðildarfyrirtæki þannig að þau geti í tíma lagað rekstur sinn að kalli samtímans. Fræðslustarf og upplýsingagjöf er þannig þýðingar- mikill hluti þess starfs sem SVÞ fæst við á hverjum tíma. Vefur sam- takanna, www.svth.is er ekki síst notaður til þess arna og er þar m.a. að finna upplýsingar um sýningar og ráðstefnur sem hafa skírskotun til umræddra fyrirtækja. SVÞ - Samtök verslunar og þjón- ustu senda öllu verslunarfólki góðar kveðjur í tilefni af frídegi verslunar- manna. Sigurður Jónsson Verslanir Áhugavert þykir að koma hingað til að skoða verslanir, segir Sig- urður Jónsson og bend- ir á að þær séu á marg- an hátt alþjóðlegri en hliðstæðar verslanir í nágrannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu. Verslun í breyttu umhverfi Betri fætur betri líðan á góðum skóm Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin                 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Amma óskast Við erum tvær skólastelpur í Salahverfi 7 og 8 ára sem þurfum á elskulegri ömmu að halda eftir skóla á meðan mamma er að vinna (ca 20 tímar á viku). Upplýsingar í síma 698 4222. Sölumaður Innflutningsverslun með kælivélar og skyldan búnað óskar eftir sölumanni. Kröfur: Tæknimenntun eða staðgóð þekking á kælikerfum skilyrði, einnig er góð ensku- og tölvukunnátta nauðsynleg. Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „K — 2001" í síðasta lagi 10. ágúst. Kennara vantar að Grunnskólanum í Bárðardal S-Þing. næsta skólaár. Skólinn þjónar 6 til 12 ára nem- endum. Íbúð á staðnum. Skólinn er í 70 km fjarlægð frá Akureyri og Húsavík. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri, Aníta L. Þórarinsdóttir í síma 464 3286 eða formaður skólanefndar Jóhanna Rögnvaldsdóttir í síma 464 3292. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst nk. Menntaskólinn í Reykjavík Matráður óskast Menntaskólinn í Reykjavík auglýsir eftir mat- ráði til að sjá um kaffiveitingar og léttan hádeg- isverð fyrir starfsmenn skólans. Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofnana og fjármálaráðherra. Umsækjandi þarf að geta komið til starfa 22. ágúst. Umsóknir berist rektor fyrir 10. ágúst. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir rektor eða skrifstofu- stjóri í síma 545 1900. Grunnskólinn í Ólafsvík Fjölbrautaskóli Vesturlands, Snæfellsbæ Vegna forfalla vantar grunn- eða framhalds- skólakennara til starfa næsta skólaár. Um er að ræða 1 stöðugildi. Kennslugreinar eru stærðfræði og raungreinar í efstu bekkjum grunnskólans og í Fjölbrautaskóla Vesturlands í Snæfellsbæ. Gott húsnæði, húsnæðisfríðindi og flutnings- styrkur er í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist undirrituðum sem jafnframt gefa allar frekari upplýsingar. Sveinn Þór Elinbergsson, skólastjóri, s. 895 2651 og 462 1213. Elfa Eydal Ármannsdóttir, aðstoð- arskólastjóri, s. 436 1150 og 436 1606. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TILKYNNINGAR Til sölu Tilboð óskast í eignir verksmiðju þrota- bús Thermo Plús Europe á Íslandi sem staðsett er í Reykjanesbæ. Um er að ræða verksmiðju til samsetningar á kælitækjum ásamt varahlutalager. Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „T — 11424" fyrir 8. ágúst. Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun fyrir Síld og fisk ehf. Síld og fiskur ehf. hyggst stækka svínabú sitt að Minni — Vatnsleysu. Eftir stækkun verða stæði fyrir alls 5.700 eldissvín. Byggðar verða þrjár nýjar byggingar auk hreinsikerfis. Þeim sem vilja kynna sér drög að tillögu að matsáætlun er bent á heimasíðu Línuhönnunar hf. www.lh.is og eru allir sem áhuga hafa hvatt- ir til þess að kynna sér tillöguna. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Almenn samkoma fellur niður í kvöld vegna Kotmóts. www samhjalp is Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðarsamkoma í umsjón majórs Elsabetar Daníelsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Vegurinn hvetur meðlimi sína að mæta á mót Hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti um Verslunar- mannahelgina. Vegna mótsins fellur samkoman í kvöld niður, sama á við um unglingasam- komu á föstudeginum. Opið hús sunnudag og fjölskyldubæna- stund á mánudaginn. Næsta samkoma verður fimmtudaginn 9. ágúst. „Verið ætíð glaðir. Biðjið án afl- áts. Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.