Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 43 Mig langar að minnast Haraldar afa míns með nokkrum orðum. Hann var ein- stakur maður, einn sá skemmtilegasti sem ég hef haft kynni af, og var mér góður félagi og vinur og ekki að- eins í seinni tíð því hann bar ein- staka virðingu fyrir börnum. Þoldi ekki ef talað var við þau eins og þau hefðu ekkert vit, eða ef talað var um þau í þriðju persónu þegar þau voru viðstödd. Þannig átti að- eins að koma fram við dauða hluti, sagði hann. Honum var alltaf um- hugað um að örva vitsmuni barna sinna og barnabarna og naut ég góðs af því ekki síður en aðrir af- komendur hans. Hann setti mér fyrir verkefni í stærðfræði og lestri áður en ég byrjaði í skóla og ég hafði af því eintóma gleði og skemmtun. Þegar áhugi minn fór að vakna á veröldinni í kringum okkur gaf hann mér stóran Times- heimsatlas og sá ekki eftir skild- ingnum sem fór í þá veglegu gjöf, rétt eins og hann sá hvorki eftir þeim tíma né þeirri vinnu sem hann lagði í lögfræðiráðgjöf og að- stoð við þá sem áttu ekki fyrir þóknun. Sjálfur var hann alla tíð félítill þótt ekkert skorti á hæfi- leika eða menntun. Síðustu árin var hann með skrif- stofu í Bankastrætinu og þangað HARALDUR JÓNASSON ✝ Haraldur Jónas-son fæddist í Flatey á Skjálfanda 1. desember 1930. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 18. júlí. var gaman að reka inn nefið því móttök- urnar voru höfðing- legar og alltaf slæð- ingur af sérvitru fólki sem oftast var hvort tveggja kunn- ingjar hans og skjól- stæðingar. Oft upp- finningamenn sem leituðu til hans eftir aðstoð við að útvega einkaleyfi á hugar- fóstrum sínum. Hann var líka mikill uppfinningamaður sjálfur þótt hann stærði sig ekki mikið af því. Hann var ófeiminn við að bregða út af venjunni og jafnvel þannig að mörgum þótti hann fara yfir strik- ið. Hann gerði þó aldrei neitt slíkt í þeim tilgangi að ganga fram af fólki, heldur aðeins af því að það var honum eiginlegt og honum þótti það skemmtilegt. Kannski áleit hann einnig að heimurinn hefði gott af því að vera klipinn svolítið þannig að hann kæmist ekki hjá því að vakna úr doðanum og velta hlutunum fyrir sér upp á nýtt. Eitt sinn vorum við að aka eftir Miklubrautinni og veittum bæði athygli undarlegu aksturslagi bíl- stjóra fyrir framan okkur. Við fór- um að karpa um það hvort þessi bílstjóri væri karl eða kona, ég sá ekki betur en að þetta væri ungur maður en afi hélt því fram að þetta væri kona. Hann gaf í og reyndi að komast upp að hliðinni á umrædd- um bíl en tókst ekki. Bílstjórinn var þá orðinn var við að honum var veitt eftirför og jók hraðann en við fylgdum á eftir, inn hlið- argötu og alla leið inn í þröngt port. Við sáum að kona stökk út úr bílnum, hljóp á ofsahraða yfir bíla- stæðið og barði ákaft á bláa hurð. Afi sagði rólega: Nú, þetta var þá bara ung og falleg kona. Síðan sneri hann bílnum og við héldum okkar leið. Haraldur afi var trúaður á vel ígrundaðan hátt, trúði ekki bara einhverju og kannski eins og á við um okkur flest, heldur var búinn að leggja þessi mál niður fyrir sér af heilum hug og án þess að vera með endalausa fyrirvara og hálf- kák. Ég hef alla tíð dáðst að þess- um eiginleika í fari hans, eigin- leika sem hægt er að kalla trúarlegt hugrekki eða trúarheil- indi, og reynt að taka hann mér til fyrirmyndar. Ég sakna hans sárt en sam- gleðst honum um leið. Guðrún Eva Mínervudóttir. Nú er sá tími upp runninn sem ungur drengur óttaðist frá því að hann missi móður- afa sinn, þá aðeins átta ára gamall, en nú er hún amma á Lokó líka dáin. Tæplega tuttugu árum síðar man ég eins og það hafi gerst í gær, þegar mér var sagt að hann afi minn væri farinn upp til guðs. Söknuðurinn sem fylgdi í kjölfarið var mjög erfiður fyrir svo unga sál, þar sem afar og ömmur eru það besta sem til er í öllum heim- inum. Þessar minningar hellast yfir mann aftur þessa dagana þegar maður gerir sér grein fyrir því að nú er sá tími kominn að hún amma á Lokó er farin. Þó svo að árunum hafi fjölgað finn ég nú fyrir óskaplega miklum tómleika og söknuði. Það sem styrkir mann á stundu sem þessari er trúin, og að vita að nú er hún amma mín komin á stað þar sem enginn þarf að þjást. Amma var trú- uð og kirkjurækin og ég man margar ferðir þar sem við fórum saman upp í Hallgrímskirkju og hlýddum á mess- ur, eða fórum upp í kirkjuturn. Hún lét síðan ekki þar við sitja því litla dóttir mín var ekki orðin ýkja gömul þegar hún fór með hana til að sýna henni kirkjuna sína. Eftir þá ferð var það partur af heimsóknum þeirrar stuttu á Lokastíginn að heimsækja kirkjuna hennar ömmu og fóru þær margar ferðir þangað saman. Við amma á Lokó vorum miklir ANNA SIGRÍÐUR LOFTSDÓTTIR ✝ Anna SigríðurLoftsdóttir fædd- ist í Reykjavík hinn 8. mars 1922. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 17. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 27. júlí. vinir og mikill kærleik- ur var á okkar á milli. Til hennar gat ég leitað með alla hluti og hef ég sjaldan kynnst annarri eins góðvild og hlýju. Ef ég passaði mig ekki á því að koma vel klæddur í heimsókn á Lokastíginn var það óumflýjanlegt að verða dúðaður upp í trefla og húfur áður en mér var sleppt út í kuldann aft- ur. Slíkur var kærleik- urinn og væntumþykj- an að mér duldist það aldrei að ég var litla lífið hennar og hún vildi allt fyrir mig gera. Amma eldaði góðan mat og var mikil hús- móðir, og gleymi ég seint öllum þeim kræsingum sem hún bar á borð fyrir gesti. Enginn fékk að fara heim fyrr en hann hefði örugglega borðað nægju sína. Það var nú reyndar fleira brallað í eldhúsinu hennar ömmu heldur eneldamennska, því eldhúsið var líka flugvöllur. Reyndar var bara ein flugvél á flugvellinum, en það var skóskápur sem flaug oft- ast til Ameríku. Amma gat setið tím- unum saman við eldhúsborðið og beðið eftir mér á meðan ég flaug til Ameríku og til baka, en hún sá mér fyrir vörum til að flytja milli Íslands og Ameríku. Þó svo að nokkur ald- ursmunur væri á milli okkar gátum við setið og talað saman klukku- stundunum saman hvort heldur var í síma eða augliti til auglitis. Ég man t.d. að þegar kom að dönskunámi mínu í gagnfræðaskóla bauðst amma til að vera mér innan handar í nám- inu. Það er skemmst frá því að segja að ég og amma lærðum dönsku sam- an í þrjá vetur með góðum árangri, en amma talaði góða dönsku. Þau voru ófá kvöldin sem afi þurfti að sitja einn frammi í stofu og horfa á sjónvarpið, á meðan við amma lásum saman dönsku í símann. Árið 1996 þegar Jenný Sara fædd- ist kom okkur Írisi saman um að fyrsta símtalið yrði til ömmu á Lokó, þar sem henni var sagt að nú hefði hún eignast langþráða prinsessu. Ég átti það símtal inni á fæðingarstofu og var það ógleymanlegt að heyra gleðina í röddinni þegar ég sagði henni tíðindin. Síðan eftir að Jenný Sara hefur komist til vits og ára hef- ur amma á Lokó orðið jafn órjúf- anlegur þáttur af lífi hennar og amma hefur alla tíð verið fyrir mér. Nú stend ég í sömu sporum og for- eldrar mínir fyrir tuttugu árum og þarf að útskýra fyrir fimm ára gam- alli dóttur minni að amma á Lokó sé dáin og farin upp til himna. Það hef- ur reynst auðveldara en við mátti búast, en sú litla fór með mér og móður sinni í heimsókn til ömmu sinnar þremur dögum áður en hún lést, þar sem við kvöddum hana og sú litla öðlaðist skilning á að amma var orðin mjög veik. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að svo ungar sálir eiga erfitt með að skilja lífið til fulls því Jenný Sara stefnir á að galdra ömmu sína aftur til afa á Lokó. Amma, ég get ekki látið lokið þessum fátæklegu orðum mínum án þess að þakka þér fyrir allar þær dásamlegu ánægjustundir sem við höfum átt saman í þau tæplega tutt- ugu og átta ár sem ég hef lifað. Þú varst alltaf órjúfanlegur þáttur af lífi mínu þar sem ég kom vikulega til ykkar afa frá því að ég var smáungi. Ég var alltaf ömmustrákur, og ég man að ég krafðist þess þegar ég svaf hjá ykkur afa að sofa alltaf við hliðina á rúminu þínu. Ég mun aldrei gleyma samtali okkar þremur dögum áður en þú kvaddir, þar sem bæði ég, Íris Elísabet, Jenný Sara og mamma heimsóttum þig, en þau orð þín eru mér ógleymanleg og hjálpa mér mik- ið í þeirri miklu sorg sem fylgir frá- falli þínu. Megi guð geyma þig. Ingimar Kári Loftsson. Kveðja frá Ungmennafélagi Íslands. Árla sunnudags- morgunsins 22. júlí sl. barst mér sú harmafregn að fyrr um nóttina hefði látist af slysförum vinur minn og félagi, Pálmi Gíslason, fyrrverandi formaður Ungmennafélags Íslands. Ekki er ætlunin að rekja hér ævi Pálma, eða segja frá öllu því er hann gerði fyrir ungmennafélagshreyf- inguna, því slíkt væri efni í heila bók. Pálmi var alla tíð virkur ung- mennafélagi og starfaði af heilind- um að framgangi hreyfingarinnar hvar sem var og hvenær sem var, hann var ávallt reiðubúinn að taka að sér verkefni fyrir hreyfinguna þegar til hans var leitað og vann þau verk af mikilli alúð og samvisku- semi. Í september 1977 var Pálmi feng- inn til að gegna formennsku í húsa- kaupanefnd UMFÍ og tókst undir hans forystu að fjármagna húsa- kaupin að Mjölnisholti 14 á ótrúlega skömmum tíma og þar með var UMFÍ loks komið í eigið húsnæði. Árið 1979 tók Pálmi við sem for- maður Ungmennafélags Íslands og gegndi því starfi í 14 ár eða til ársins 1993. Á þessum tíma var mikil vel- gengni innan Ungmennafélags Ís- lands og ekki síst fyrir þá sök að PÁLMI SIGURÐUR GÍSLASON ✝ Pálmi SigurðurGíslason fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal í A-Húna- vatnssýslu 2. júlí 1938. Hann lést af slysförum 22. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Víði- staðakirkju í Hafnar- firði 30. júlí. Pálmi stýrði samtök- unum af mikilli festu og trúmennsku. Pálmi var hugmyndaríkur maður og mikill nátt- úruunnandi og kom sá áhugi fram í þeirri stefnu sem hann rak í formannstíð sinni því mörg umhverfisverk- efni UMFÍ má rekja til hugmynda frá Pálma. Þó að Pálmi hætti sem formaður Ung- mennafélags Íslands árið 1993 starfaði hann af fullum krafti fyrir samtökin allt til æviloka. Það var mikill feng- ur fyrir ungmennfélagshreyfinguna að hafa svo góðan og traustan dreng innan sinna raða og starfa hans verður ávallt minnst með virðingu og þökk. Við sem eftir sitjum finn- um til tómleika að hafa ekki lengur þann bakhjarl sem Pálmi var okkur og erum fátækari eftir, þó erum við rík að hafa fengið að kynnast Pálma og njóta starfskrafta hans um ára- tugaskeið. Pálmi var sæmdur heiðursfélaga- krossi Ungmennafélags Íslands í 90 ára afmælishófi samtakanna árið 1997. Kæra Stella, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur, fyrir mína hönd og Ungmenna- félagshreyfingarinnar allrar votta ég ykkur mína innilegustu samúð og bið algóðan Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Um leið þakka ég Pálma samfylgdina og öll þau störf sem hann vann fyrir Ungmenna- félag Íslands. Blessuð sé minning um góðan dreng. Þórir Jónsson, formaður Ungmennafélags Íslands. Alltaf er maður óviðbúinn þegar kall- ið kemur og nákomið fólk hverfur á braut í blóma lífsins. Hugur- inn manns leitar þá til baka og maður spyr, af hverju núna? En svarið er það sama og alltaf, æðri máttarvöld ráða. Við Árni Már áttum samleið um 14 ár, en þann tíma hefði ég viljað lengja þannig að samverustundir hefðu orðið ennþá fleiri, allir brandarar sem sagðir voru, létt- leikinn og alvaran rædd á þeim nótum að allt verði auðvelt í fram- kvæmd. Þegar við hjónakornin fórum út í að byggja okkur hús, fengum við mikinn stuðning frá tengdaföður mínum, kostnaðar- hliðin rædd, hvernig framkvæmd skyldi haga, og svo framvegis. Árni var mættur á þeirri helgi sem byrjað var á sökklum og var með okkur í þessu, þegar vel stóð á. Hann var málarameistarinn okkar, og skipulagði þá vinnu sem var vel úr hendi gerð, en hann var búinn að tala um að koma eftir sum- arfríið og klára það litla sem eftir er, en ég veit að sá eða sú sem klárar mun fá þá hjálparhönd þína, ómeðvitað. Nokkrar veiðiferðir fórum við saman á árum áður, ógleymanlegur tími sem geymdur verður í minningunni ásamt fleiri samverustundum. Jólaboðin annan í jólum voru ÁRNI MÁR WAAGE ✝ Árni Már Magn-ússon Waage fæddist í Reykjavík 21. janúar 1942. Hann varð bráð- kvaddur á Mallorka 6. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 20. júlí. fastur liður í stórfjöl- skyldunni þar sem skyldumæting var viðhöfð á heimili þeirra hjóna, sam- heldnina í svo stórri fjölskyldu er vart hægt að hugsa sér betri. Nú er komið að leiðarlokum, ég vil þakka þér fyrir að eiga þig fyrir tengdaföður og traustan vin. Elsku Sigga og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur og blessa ykkur í sorginni. Sigurjón Björn Sveinsson. Elsku afi, við söknum þín sárt, þú ætlaðir með okkur í bíó þegar þú kæmir heim frá Mallorka, þú fórst með okkur í leikhús, við söknuðum þess að geta gist hjá þér og farið í sund á morgnana í Árbæjarlaug, svo fórum við í bak- aríið og í göngutúra og löbbuðum fram hjá sjoppunni og keyptum sælgæti, en nú ertu farinn frá okk- ur og beint til himna, við höldum að þér líði bara vel þarna uppi, við sáum mús fyrir framan húsið og héldum að þú værir að hrekkja okkur. Við kveðjum með þessari bæn: Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. J. frá Presthólum) Kveðja Sveinn Ingi, Silja Rut, Kristín Erna og Arna Karen. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.