Morgunblaðið - 02.08.2001, Page 44

Morgunblaðið - 02.08.2001, Page 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Hannes-dóttir fæddist í Ytri-Hraundal í Hraunhreppi í Mýrasýslu 22. sept- ember 1911. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði 24. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Arn- björg Sigurðardótt- ir, f. 29. september 1887, d. 21. maí 1981, og Hannes Einarsson, f. 7. febrúar 1878, d. 13. júlí 1947. Systkini Sigrúnar eru Guðmundur, látinn, Guðrún Fanney, látin, Ingvi, látinn, Svava Sigurrós, búsett í Hafn- arfirði, Ellert Þórarinn, látinn, Margrét, búsett í Keflavík, Ein- ar, búsettur í Keflavík, Lára, bú- sett í Reykjavík, og Bjarnheiður, búsett í Hafnarfirði, auk fjög- urra systkina er létust í bernsku. Sigrún giftist 31. mars 1934 Sig- urði Jóhanni Guðmundssyni, sjó- manni og bifreiðarstjóra, f. 21. júlí 1906, d. 1. maí 1965, börn þeirra eru: 1) Guðmundur bif- vélavirki, f. 10. júní 1933, kvænt- ur Sesselíu Ingimundardóttur. 2) Arnbjörg, f. 1. sept. 1934, d. 6. apríl 1987. 3) Tyrf- ingur Hafsteinn húsasmíðameistari, f. 13. júní 1936, kvæntur Sigrúnu Guðnadóttur. 4) Hannes Reynir bif- vélavirki, f. 30. júní 1939, kvæntur Dag- mar Jóhannsdóttur. 5) Sigurður Vignir verslunarmaður, f. 26. apríl 1941, kvæntur Eddu H. Lúðvíksdóttur. 6) Guðni Sigurbjörn, framkvæmdastjóri í Tromsö í Noergi, f. 16. mars 1944, kvæntur Guðrúnu Sigurðs- son. 7) Grétar Þór, f. 26. mars 1945, d. 24. nóv. 1945. 8) Grétar Þór bifvélavirki, f. 4. jan. 1947, kvæntur Signýju Sigurhansdótt- ur. 9) Lilja Björk hárgreiðslu- meistari, f. 24. júlí 1951, gift Sig- urði Gunnari Ólafssyni. Barna- börnin eru 30, barnabarnabörnin 66 og eitt langalangömmubarn. Sigrún starfaði utan heimilis frá árinu 1960 til ársins 1982 við margs konar störf, meðal annars barnagæslu. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á tímum efnishyggjunnar, sem öllu virðist ætla að ganga fram af, er mörgum hætt við gleyma sjálfum sér og því sem gefur lífinu gildi. Flest eigum við fyrirmyndir góðar og slæmar, þeim slæmu reynum við að ýta frá okkur, svo þær verði ekki að átumeini, öll eigum við leiðarljós sem lýsir okkur veginn og víst er að tengdamóðir mín átti skært leiðar- ljós. Ég grundvöll á, sem get ég treyst, því Guð minn lagt hann hefur af elskú og náð, sem ei fær breytzt og óverðskuldað gefur. Að boði hans ég borinn var að bjartri laug og skírður þar af orði hans og anda. Á höfuð mitt og hjarta var hans helgi kross þá ristur sem augljóst tákn þess, að mig þar til eignar tæki Kristur, því keypt hann hefðı́ á krossi mig og knýtt með þeirri fórn við sig og nú á ný mig fæddi. Hve gott að eiga grundvöll þann, þá guðlaus vantrú hræðir, að sjálfur Drottinn verkið vann, sem veikan endurfæðir. Ég, allslaust barn, gat ekki neitt, en eilíft líf af náð var veitt, mitt nafn í lífsbók letrað. (Bjarni Eyjólfsson.) Ekki verður því haldið fram að ell- in hafi verið ástkærri móður minni grimm eða leikið hana illa. Drottinn veitti henni mildan dauða, friðsaman og átakalítinn þann 24. júlí síðastlið- inn. Sigrún hafði dvalið á Dvalarheim- ilinu Garðvangi í Garði sl. tvö ár við umönnun og viðgerning af bestu gerð. Þrátt fyrir allt neikvætt tal um heilbrigðismál er oft litið fram hjá því sem vel er gert eða þaðan af bet- ur. Aðbúnaður á Garðvangi er góður og víst er að starfsfólk sem þar vinn- ur á sérstakar þakkir skilið fyrir all- an þann stuðning og góðmennsku sem Sigrún naut af þess hálfu og ættingjar hennar. Sigrún var fædd í Ytri-Hraundal í Hraunhreppi, Mýrasýslu, hvar hún átti heima þar til á öðru ári að hún flyst til Keflavíkur með foreldrum sínum, þar sem hún bjó þangað til hún fór á Dvalarheimilið Garðvang í Garði. Í föðurætt var Sigrún Skag- firðingur en Snæfellingur í móður- ætt. Foreldrar Sigrúnar eignuðust þrettán börn, tíu komust á legg en þrjú létust í frumbernsku, í aldurs- röð systkina var Sigrún þriðja, auk þess sem þau áttu eitt hálfsystkini. Það má nærri geta hvort allir hafi ekki þurft að hjálpast að í svo stórri fjölskyldu sem þessari, enda talaði hún um það við mig, að þeim hafi verið kennt að vinna, og uppeldið hafi mótast af virðingu fyrir foreldr- um og guðlegu innræti ásamt hjálp- semi í garð samferðamanna. Sigrún giftist hinn 31. mars 1934 Sigurði Jóhanni Guðmundssyni bif- reiðarstjóra frá Akrahóli í Miðnes- hreppi. Sigurður lést 1. maí árið 1965. Þeim varð níu barna auðið, eitt barna þeirra andaðist á fyrsta ári. Það var henni síðan mikill harmur þegar hún missti Arnbjörgu dóttur sína aðeins fimmtíu og tveggja ára að aldri úr krabbameini. Starfsvettvangur Sigrúnar var innan veggja heimilisins fram undir árið 1960 en upp frá því starfaði hún við barnagæslu á leikvelli, auk ræst- inga, fram að sjötugu. Sigrún þótti hafa sérstakt lag á ungviðinu. Sigrún var fyrirmyndarhúsmóðir, regluföst og lá ekki á skoðunum sín- um ef svo bar undir, aukinheldur hafði hún til að bera góðvild, trú- mennsku, hógværð, gæsku, frið, gleði, langlyndi og kærleik. Það er táknrænt um þann hug sem borinn var til hennar að hún var ýmist ávörpuð sem „systir góð“ eða „Sigga systir“ og náði það ávarp langt út fyrir systkinahóp hennar. Allra þeirra góðu eiginleika sem hún bjó yfir hef ég fengið að njóta í þau 25 ár sem lífsleið okkar hefur legið saman og er mér efst í huga þakklæti fyrir það. Það sem mér þykir þó vænna um er hversu iðin hún var við að miðla börnum mínum af þessum alls- nægtarbrunni sínum, hún var vakin og sofin yfir velferð og framgöngu þeirra frá fyrstu tíð. Á yngri árum þeirra var ekki óalgengt að hún legðist til svefns með þeim og var þá farið með bænirnar og endað á: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Að þessari yfirferð lokinni mátti vart greina hvort sofnaði fyrr, því þá átti að vera komin nótt. Sigrún var ljóðelsk, hafði gaman af söng, Pass- íusálmarnir skipuðu sérstakan sess í lífi hennar. Sálmabókin var ávallt á náttborði hennar, það er eftirtekt- arvert hvar hún síðast staðnæmdist í henni: Lát þennan dag, vor Drottinn, nú oss dýran ávöxt færa. Ó, bezti faðir, blessa þú vorn barnahópinn kæra. Nú frammi fyrir þér, vor faðir, stöndum vér, þín eldri’ og yngri börn, þín elska líknargjörn vor hjörtu virðist hræra. (V. Briem.) Sigrún var sífellt á vakt yfir börn- um sínum og afkomendum þeirra. Sigrún var heilsuhraust alla sína tíð, þurfti lítt að leita lækna eða fara í apótek, er mér ekki grunlaust um að hún hafi búið yfir lækningarmætti. Skömmu fyrir andlát sitt þurfti hún að fara frá sjúkrastofnun í sjúkrabíl á aðra stofnun til rannsókna, þegar búið var að aka henni til baka var það fyrsta sem hún spurði „er búið að greiða fyrir sjúkrabílinn?“ Sigrún hafði yndi af ferðalögum og eftir að við hjónin eignuðumst sumarhús var það regla fremur en undantekning að hún færi með okk- ur „í sveitina“. Þegar henni var til- kynnt hvert för væri heitið færðist jafnan mikil gleði yfir hana og þegar þangað var komið hafði hún ávallt sitt sæti við gluggann. Væri nægur tími til brottfarar hafði hún oft und- irbúið sig og hafði í farteski sínu sitt af hvoru tagi til að seðja svanga munna. Til elskulegrar tengdamóður: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því hann ber umhyggju fyrir yður. (1. Pét. 5:7) Í kærleika og þakklæti. Sigurður Gunnar Ólafsson. Þegar ég hugsa um samferð okkar elsku amma þessa hálfu öld sem leið- ir okkar lágu saman koma einungis upp í hugann ljósar og fallegar minningar. Minnisstæðar eru mér þær mörgu stundir sem við áttum í eldhúsinu á Baldursgötunni. Ávallt voru móttökurnar jafn höfðinglegar og gefandi. Þú svo kærleiksrík og hlý, og ávallt til staðar fyrir svo marga. Í návist þinni var svo þægi- legt og sjálfsagt að vera. Hógværð þín, einurð og umhyggja gerðu þig að kjölfestu í lífi margra. Iðjusemin og fórnfýsin var öðrum til eftir- breytni. Lífsviðhorf þitt var klass- ískt og rammíslenskt, með tryggð og trúfestu sem meginþræði. Hlutskipti þitt elsku amma er aðdáunarvert, að eignast alla þessa afkomendur, umvefja þá ást og vera elskuð af þeim. Margt væri öðruvísi væru fleiri gæddir þínum kostum. Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyr- ir þær mörgu björtu samverustund- ir sem þú gafst og þá leiðsögn sem þú hefur veitt með breytni þinni. Svo sannarlega hefur þú lagt þitt á vog- arskálarnar til að gera lífið bjartara og efla trúna á hið góða. Þinn dóttursonur Jóhann Rúnar Björgvinsson. Sigrún. Merkir leyndardómur sigurs. Sigrúnar valkyrju er getið í Völs- ungakviðu. Sigrún er dásamleg. Hún er hugmyndarík en jafn- framt hógvær. Hún nýtur sín best við störf þar sem þörf er á kærleik og umhyggju. Sigrún er jafnan fús til að rétta öðrum hjálparhönd án þess að ætl- ast til neins í staðinn. Vinum hennar þykir vænt um hana og fjölskyldan dáir hana. Elsku amma Sigga. Þessi orð eiga vel við þig. Ó hvað ég á eftir að sakna þín, við vorum svo góðar vinkonur þótt það væru rúm 50 ár á milli okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa haft þig svo lengi hjá mér, ég á svo fallegar minningar um þig sem ég geymi í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ástarkveðja. Þín Gréta. Elsku amma mín. Með þessum skrifum langar mig að minnast þín. Á leið minni frá Keflavík daginn sem þú varst kistu- lögð stöðvaði ég bílinn minn fyrir ut- an Baldursgötuna. Í gegnum tárvot augun fannst mér ég sjá þig sitja við eldhúsgluggann eins og þú varst vön og fylgjast með hverjir komu, ýmist til þín eða á hárgreiðslustofuna í kjallaranum hjá henni Lilju frænku. Í huga mínum rifjuðust upp allar þær yndislegu stundir sem ég átti með þér þegar ég kom að heimsækja þig. Fyrir mér voru það eins og jólin í hvert sinn. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér og varst mér svo góð. Ég man að þú hafðir geymt föt af Lilju sem þú ætlaðir mér. Þú færðir mig í þau, fallega kápu og tilheyrandi, horfðir stolt og ánægð á litlu ömmu- stelpuna þína, tókst í hönd mína og við nöfnurnar löbbuðum glaðar sam- an yfir Hafnargötuna. Ég man að á kvöldin þegar við við vorum búnar að fara saman með bænirnar þá end- aðir þú alltaf bænastundina okkar með orðunum: „Sofðu mín Sigrún, og sofðu nú rótt, Guð faðir gefi góða þér nótt.“ Ég ók í burtu og himininn grét með mér. Öll þau tár sem fallið hafa eru vegna þeirra yndislegu minninga sem ég á um þig, elsku amma mín og mun ég ætíð varðveita þær í hjarta mínu. Alltaf varst þú til staðar, til að gleðjast með mér, til dæmis á fermingardaginn minn. Ég man að þú varst svo falleg í peysu- fötunum þínum. Oft hafðir þú orð á því hvað við nöfnurnar vorum fínar á myndinni sem tekin var þann dag og þú hafðir uppi á hillu hjá þér. Það var svo gott að geta verið hjá þér og halda í hönd þína þegar þú kvaddir okkur á dánarbeði þínum. Þú varst umvafin þeirri ást og umhyggju sem þú hafðir alltaf sýnt okkur. Ég veit að þú varst ánægð að hafa þína nán- ustu hjá þér. Þú andaðast í fangi ást- kærrar dóttur þinnar á fimmtugs- afmæli hennar. Það má segja að hlutirnir hafi snúist við, fimmtíu ár- um fyrr var hún í fangi þínu. Guð geymi þig, elsku amma mín, þín Sigrún Hannesdóttir. Elsku amma. Það er erfitt að setjast niður og ætla að minnast þín, því fátækleg orð fá því ekki lýst hve mikils virði þú varst mér, og hvað það var gott að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í návist þinni og undir þín- um vendarvæng. Þú varst mér miklu meira en bara amma, frá því ég man eftir mér hef- ur þú verið fastur punktur í lífi mínu. Það leið varla sá dagur að við hitt- umst ekki eða töluðum saman í síma. Ógleymanleg eru mér kvöldin þegar ég var lítill og þú lagðist fyrir fram- an mig og við fórum saman með kvöldbænirnar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Og þótt þú hafir ætlað að fara heim endaði það oftast svo að þú svafst nóttina. Amma, það er óhætt að segja að okkur hafi liðið vel sam- an því við hættum ekki að sofa sam- an fyrr en ég var orðinn tólf ára. Umhyggja þín fyrir mér var einstök. Ég er þess fullviss amma mín að nú verður vel tekið á móti þér. Þó að sjón og fætur væru farin að gefa sig nú hin seinni ár varstu alltaf jafn dugleg og hraust og þó svo að þú sæ- ir okkur misvel þekktirðu okkur allt- af á málrómnum. Þú varst alltaf tilbúin að mæta í afmæli, koma í bíl- túra, sem oft enduðu heima hjá mömmu og pabba þaðan sem við eig- um svo góðar minningar um þig, því þar sátum við oft saman ræddum mikið, og þú áttir svo gott með að hlæja og ekki leiddist þér þegar pabbi eldaði eitthvað sérstakt handa ykkur. Þó svo að þú hefðir orðið ní- ræð nú í september fannst þér það ekki vera mikill aldur þú varst alveg tilbúin til þess að verða hundrað ára, svo ung varstu í anda. Það er með sárum söknuði og trega sem ég kveð þig nú með þeim orðum sem þú kvaddir mig: Guð geymi þig. Ólafur Ágúst Sigurðsson. Elsku amma mín nú ertu farin, en mér finnst það svo skrítið. Þú skilur eftir þig svo stórt skarð sem enginn getur fyllt. Þú varst svo stór hluti í mínu lífi. Það var líka ósjaldan að þú sast við eldhúsborðið heima þegar ég kom heim seinnipart dags, og fór ég þá beint að faðma þig og kyssa. Þú varst svo mikið í kringum mig amma mín að mér fannst enginn dagur líða eðlilega nema ég hitti þig eða heyrði í þér. En nú á þessum tímamótum get ég yljað mér við allar þær góðu minningar sem ég á um þig elsku amma mín, og vil ég þakka guði fyrir öll þau góðu ár sem hann gaf mér með þér, og allt það sem þú hefur gert fyrir mig. En í dag kveð ég þig, eins og ég gerði þegar ég kvaddi þig í síðasta sinn úti á Garðvangi með orðunum: Góða nótt og guð geymi þig elsku amma mín. Frá fyrstu bernsku áttum ástúð þína, er ávallt lést á brautir okkar skína. Þín gleði var að gleðja barnsins hjarta og gera okkar ævi fagra og bjarta. Þér við hönd þú okkur leiddir og ljós og kærleik yfir sporin breiddir. Öll samleið varð að sólskinsdegi björtum, er sanna blessun færði okkar hjörtum. Þín góðu áhrif geymum við í minni, er gafstu okkur hér af elsku þinni. Við þökkum allt af heitu barnsins hjarta, er hjá þér nutum við um samfylgd bjarta. (I.S.) Guðni Sigurbjörn Sigurðsson. SIGRÚN HANNESDÓTTIR ✝ Guðbjörg Al-bertsdóttir fædd- ist á Lambalæk í Fljótshlíð 1. júlí 1947. Hún lést á heimili sínu í Hátúni 10B 20. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörg Sigurjónsdóttir og Albert Guðmunds- son. Systkini Guð- bjargar eru Guð- mundur Albertsson og Þórður og Þórdís Oddsbörn. Frá þriggja ára aldri ólst Guðbjörg upp í Eilífsdal í Kjós. Árið 1966 fluttist hún með for- eldrum sínum til Reykjavíkur og var þar búsett til æviloka. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum 1964–65 og vann síð- an á ýmsum stöðum, m.a. í Arnarholti, á Álafossi og í Hamp- iðjunni. Guðbjörg missti heilsuna 19 ára gömul og átti vist á sjúkrahúsum og á foreldraheimili sínu þar til hún fluttist á Norður- brún 37 og síðan Há- tún 10B. Sambýlismaður Guðbjargar frá 2. mars 1988 var Grétar R. Haralds- son. Útför Guðbjargar fór fram frá Fossvogskapellu 27. júlí. Ég, ástkær maðurinn hennar Guðbjargar frá 2. mars 1988, minn- ist þessarar góðu konu minnar sorgbitinn en er líka þakklátur góð- um Guði að leysa hana undan lík- amlegri áþján. Hún var hvers manns hugljúfi og kom það vel í ljós þegar hún veiktist 1. nóvember 2000 hvað hún fékk margar elsku- legar kveðjurnar frá mörgu fólki hér í borginni. Við Guðbjörg kynnt- umst hér í Hátúninu fyrir 17 árum og við urðum alltaf nánari með hverju árinu sem leið. Við lifðum vel saman góðu lífi hér í Hátúni 10b. Kær kveðja, Grétar R. Haraldsson. GUÐBJÖRG ALBERTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.