Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 45 ✝ Guðrún Guðjóns-dóttir fæddist í Tungu í Fljótshlíð 17. mars 1908. Hún lést á hjúkrunar- deildinni á Lundi 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Jóns- son, bóndi í Tungu, f. 20. mars 1872 í Mið- koti í Fljótshlíð, d. 5. apríl 1952 í Tungu, og kona hans, Ingi- laug Teitsdóttir, f. 4. ágúst 1884 á Grjótá í Fljótshlíð, d. 27. júlí 1989, og jarðsungin á Breiðaból- stað á 105. afmælisdegi sínum. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og var Guðrún elst þeirra, þá Sigurlaug, f. 8. júní 1909, átti Guð- mund Guðnason, f. 4. október 1909 frá Kotmúla í Fljótshlíð. Þau byggðu nýbýlið Fögruhlíð úr Kot- múlalandi árið 1936 og bjuggu þar til 1990 er þau fluttu á Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Guðmundur lést 12. sept. 1998. Næstur að aldri er Odd- geir, f. 4. júlí 1910, fv. hreppstjóri, fræðimaður og bóndi í Tungu 1942–1991. Kona hans er Guðfinna Ólafsdóttir ljósmóðir, f. 19. júlí þeim tíma féll Markarfljót vestur í Þverá sem þá var einatt ill yfir- ferðar, áður en fyrirhleðslur voru gerðar til varnar. Guðrún vann síðan áfram hjá foreldrum sínum í Tungu til ársins 1942, en það ár tóku Oddgeir, bróðir hennar, og Guðfinna, kona hans, við búinu í Tungu. Guðrún fór þá starfsstúlka að Breiðaból- stað til sr. Sveinbjarnar prófasts Högnasonar og konu hans, Þór- hildar Þorsteinsdóttur, og vann þar um árabil sem haust- og vetr- arstúlka en á sumrin var hún kaupakona hjá Oddgeiri, bróður sínum í Tungu. Um 1953–54 fór hún sem bústýra að Voðmúlastöð- um í Landeyjum til bræðranna Guðmundar og Árna Kristjáns- sona og 1956 flutti hún með þeim til Þorlákshafnar og sá þar um heimilishald fyrir þá. Guðmundur lést 1964 en Guðrún bjó áfram með Árna í Þorlákshöfn þar til þau fluttu á Dvalarheimilið Lund á Hellu árið 1983. Árið 1989 fluttu þau á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Árni lést 28. júlí 1999. Guðrún dvaldist áfram á Kirkju- hvoli, en þar sem þreki hennar og heilsu fór mjög hnignandi var hún flutt skömmu fyrir andlátið á hjúkrunardeildina á Lundi þar sem hún lést 14. júní sl., þá orðin 93 ára. Útför hennar var gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 23. júní. 1922 á Syðra-Velli í Flóa. Þau eru búsett á Hvolsvelli frá 1991. Yngst systkina Guð- rúnar er Þórunn, f. 11.8. 1911. Hennar maður var Kristinn Jónasson rafvirkja- meistari á Eyrar- bakka, f. 21. júní 1897, d. 13. mars 1973. Guð- rún gekk í barnaskóla Fljótshlíðar sem þá var farskóli. Hún fór ung að taka þátt í heimilis- og bústörf- um og kom þá fljótt í ljós dugnaður hennar og einstök vandvirkni. Guðrún var heitbundin Eyvindi Albertssyni, f. 3. nóv. 1908 í Skipa- gerði í Landeyjum, miklum gáfu- og ágætismanni. Hann hafði stofn- að til búskapar á hluta á austur- jörðinni í Teigi í Fljótshlíð með að- stoð móður sinnar, Salvarar Tómasdóttur, en afráðið var að þau Guðrún og Eyvindur tækju við jörð og búi í Tungu vorið 1936. En skömmu áður en að því kæmi gerð- ist það hörmulega slys 13. apríl þá um vorið, að Eyvindur drukknaði af hesti í Þverá fyrir neðan Teig. Á Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit að það er konan, sem kyndir ofninn minn... (Davíð Stefánsson.) Þessar ljóðlínur þjóðskáldsins koma mér í hug þegar ég minnist heiðurskonunnar Guðrúnar Guð- jónsdóttur frá Tungu, sem átti nokk- urn hlut að uppeldi mínu á unglings- árum, þegar hún var í hópi heimilisfólksins á Breiðabólstað um allmargra ára skeið. Eins og í öllum góðum skáldskap má leggja dýpri merkingu en við blasir í fyrstu í hin einföldu orð skáldsins, sem að ofan eru tilfærð. Að bera eldhúslampann um húsið á myrkum morgnum og kynda ofninn sem veitti yl og notalegar aðstæður til dagsverksins, var hlutverk sem stundum var ekki metið til fulls svo sem vert var og einatt af höndum innt án þess „að alheimta daglaun að kvöldum“. En í þessu getur einnig falist líking um mikilvægi hinnar fyrstu gerðar í aðhlynningu og upp- eldi yngri kynslóðarinnar og jafn- framt nauðsyn þess að glæddur sé eldur hugsjóna, meðal yngri sem eldri, til betri og fegurri framtíðar jafnréttis, friðar, skilnings og sátta meðal stétta, þjóða og allra jarðar- barna. Á árunum milli stríða, á fjórða tugi síðustu aldar, voru hin svoköll- uðu nútímaþægindi óvíða komin til sögunnar, a.m.k. í sveitum landsins. Eftir litla og lausa olíu- og kolaofna, sem mikil eldhætta fylgdi, komu vatnsmiðstöðvar með ofnum á þili og kolakatli í kjallara. Það var oft kalt á nóttinni og á morgnana áður en kynt var upp. Þessi verk annaðist Gunna af mikilli samviskusemi. Alltaf fyrst á fætur, eldsnemma morguns, að kveikja ljós á lampa, lífga glóð í elda- vélinni og kynda miðstöðina, kola- ketilinn í suðausturhorni kjallarans sem var grjóthlaðinn með moldar- gólfi, en að suðvestanverðu var strokkur og skilvinda í afþiljuðu her- bergi, þar sem Gunna vann úr mjólkinni með öðru heimilisfólki, eftir að hafa sinnt mjöltum ásamt fleirum. Svo komu ný og nútímalegri húsa- kynni og jafnvel vélar og tæki til léttis í eldhúsi með rafmagni og sjálfvirkri olíukyndingu. Þeim fram- förum fagnaði hún, en hélt áfram að vera árrisulust allra, reiða fram morgunverðinn og segja sjöfréttirn- ar úr útvarpinu þegar aðrir voru að tína á sig spjarirnar. Raunar eru þetta fremur aukaat- riði og aðeins umgjörð um það sem Gunna bjó yfir og átti innra með sér. Hún var alin upp í Tungu með for- eldrum sínum og systkinum, að ógleymdri föðursystur sinni, Vigdísi Jónsdóttur, sem einnig var langdvöl- um á Breiðabólstað. Á heimilinu í Tungu var ekki aðeins frábær verk- menning að þeirra tíma hætti, með saumum og vefnaði og list- og húsa- smíði, heldur var þar einnig slík auðgi þjóðfræða, ættfræði, kveð- skapar og náttúruvísinda að sjald- gæft má teljast. Og fæst af þessu var skráð til síðustu tíma, en ein kyn- slóðin nam af annarri. Gunna í Tungu var vel gefin kona og verkhög og hefði kannski átt ann- an feril á öðrum tíma. En ung að ár- um, á blómaskeiði ævinnar, varð hún fyrir svo óvæntri og biturri reynslu, er hún missti unnusta sinn, að skilj- anlegt verður að hún gat aldrei orðið söm og áður. Ör verða eftir, sem aldrei hverfa, en sú þunga reynsla varð henni einnig skóli til þroska í því sem öðrum má verða til hjálpar í nauðum, umhyggjusemi og meðlíð- unar í annarra vanda, þjónustuvilja og hjálpsemi hvar sem þörf er á. Þess fengu ekki síst að njóta börnin sem í návist hennar voru. Þess er vissulega ljúft að minnast af eigin reynslu frá liðnum árum, og líka þeirrar tryggðar og samkenndar sem óbrigðul var alla tíð. Gunna í Tungu hafði numið sín fræði í heimaskóla, þulur, kvæði, þjóðsögur og vísnagerð sem kom sér vel þegar kveðist var á og úrslitum réði að rétt væri farið með „stuðl- anna þrískiptu grein“ og að engin þurrð yrði á rétt kveðnum stökum. Í stuttu máli má segja að hún hafi búið að fágætum sjóði fróðleiks, sagna og kveðskapar eins og raunar systkinin öll frá Tungu, þó að bróðir hennar, Oddgeir, sé þeirra kunnastur fyrir fræðimennsku sína og ritstörf. Gunna í Tungu var næm og natin við allt sem lífsanda dró. Hlúði að vexti og þroska hvar sem þörf var á. Hún lét sér annt um börn og ung- linga og virtist skilja og skynja þeirra þarfir og viðhorf ekki síður en foreldrarnir. Henni var lagið að miðla af fróðleik sínum, hvort sem var í gamanmálum eða alvöru. Oftast var það gert til að kæta og létta öðrum í skapi í dagsins önn og erli. Hún breiddi í kringum sig birtu velvildar og umhyggju, jafnt fyrir mönnum sem málleysingjum. Hún hændi að sér dýrin sem hún um- gekkst og mátti glöggt greina að hún átti vinum að mæta, ekki síst þegar hún settist að mjöltum eða var að gefa hænsnunum. Öll sín verk vann hún af frábærri vandvirkni og samviskusemi svo aðrir máttu af læra. Það er vissulega margs að minn- ast og margt að þakka frá liðnum samverustundum og hlýhugur og þakkarkennd býr í hugum vina og samferðafólks. Göfgi og fórnarlund á sín laun að lokum. „Gott þú góði og trúi þjónn, gakk inn til fagnaðar herra þíns“, sagði frelsarinn forðum. Gott er að mega treysta orðum hans. Blessuð sé minning Guðrúnar Guðjónsdóttur frá Tungu. Sváfnir Sveinbjarnarson. GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Andrés HelgiBjarnason fædd- ist á Suðureyri við Súgandafjörð 10. júlí 1934. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. júní síðastliðinn. Andrés var sonur hjónanna Sigurborgar Sumar- línu Jónsdóttur, f. 23. apríl 1903, d. 6. apríl 1991, og Bjarna Guðmundar Friðrikssonar, vita- varðar og sjómanns, f. 31. júlí 1896, d. 5. nóv. 1975. Systkini Andrésar voru: Drengur Bjarnason, f. 1923, d. óskírður sama ár; Elísabet Friðrikka, húsfreyja í Reiðholti, f. 19. okt. 1924, d. 19. okt. 1958; Bergþóra Jósefína, f. 2. júní 1926, d. 6. ágúst 1932; Ása, f. 10. ágúst hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Hermann Alfreð, f. 17. feb. 1948, viðskiptafræðingur í Reykjavík. Andrés kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Hrafnhildi Svövu Guðmundsdóttur, hinn 15. júlí 1960. Börn Andrésar og Hrafn- hildar eru: 1) Bergþóra, f. 21. sept. 1959, húsfreyja á Kiðafelli. Eiginmaður hennar er Sigurbjörn Hjaltason, f. 10. júní 1958. Börn þeirra eru: Hrafnhildur Björk, f. 27. ágúst 1979, Rakel Rán, f. 18. nóv.1981. 2) Örn Viðar, f. 6. júlí 1962. 3) Elísabet María, f. 2. sept. 1966. Sambýlismaður hennar er Eiríkur Kjartansson. 4) Kolbrún, f. 14. ágúst 1967. Andrés var trésmíðameistari að mennt og starfaði sem slíkur drýgstan hluta ævinnar. Hann var listfengur mjög og fékkst mikið við tréskurð og framleiðslu ýmissa muna. Andrés var einnig mikill áhugamaður um íþróttir og lék í öldungaflokki Hauka um árabil. Útför Andrésar fór fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði hinn 27. júní. 1927, sjúkraliði í Reykavík; Eyjólfur Sigurður, f. 3. janúar 1929, sjómaður í Hafnarfirði; Friðrik Þórður, f. 29. ágúst 1930, d. 7. ágúst 1983, tollvörður í Keflavík; Þórhallur, f. 6. ágúst 1932, d. 30. mars 1992, sjómaður í Hafnarfirði; Anna, f. 27. apríl 1936, versl- unarmaður í Garða- bæ; Páll, f. 22. sept. 1937, pípulagninga- meistari í Reykjavík; Karl, f. 14. júní 1939, d. 6. des. 1939; Karl, f. 16. nóv. 1940, múr- ari í Hafnarfirði; Sigríður Borg- hildur, f. 16. feb. 1942, d. 3. júní 1946; Arnbjörg Jóna, f. 4. okt. 1943, húsfreyja á Suðureyri; Borghildur Fríða, f. 9. maí 1946, Bróðir minn, Andrés Helgi Bjarnason, er látinn. Við systkinin ólumst upp á Suðureyri við Súg- andafjörð og á Galtarvita í stórum systkinahópi. Persónuleiki Andrés- ar kom þar strax í ljós, brosmild- ur, dugmikill og hrekklaus dreng- ur. Meðan sum okkar systkinanna áttum það til að vera tekin á tepp- ið hjá foreldrum okkar fyrir bernskubrek var ekki um það að ræða hjá Andrési. Hreinlyndi, hjartagæska og hjálpsemi eru eig- inleikar sem ég hef alltaf tengt Andrési. Bóngóður var hann og alltaf var auðsótt mál að leita til Andrésar eftir hjálp við ýmiss konar smíðar, enda var hann lag- hentur og ákaflega fær í sinni iðn, trésmíði. Íþróttahæfileikar Andr- ésar komu snemma í ljós. Hann var afburðamaður í frjálsum íþróttum og vann til fjölda verð- launa á íþróttamótum á Núpi við Dýrafjörð. Áhugi Andrésar á íþróttum átti eftir að endast ævi- langt. Hann fylgdist ávallt vel með í heimi íþróttanna og stundaði lengst af knattspyrnu með félögum sínum. Andrés fylgdist einnig vel með þjóðmálum og hafði skoðanir á þeim. Hann ræddi þjóðmál af einurð og staðfestu með réttlætið alltaf að leiðarljósi. Andrés fluttist suður frá Súg- andafirði ungur maður og nam tré- smíði. Hann starfaði sem tré- smíðameistari mestan hluta ævi sinnar. Andrés var hamhleypa til vinnu og afkastaði oft á við þrjá menn. Það var gæfuspor fyrir bróður minn er hann gekk að eiga Hrafnhildi Guðmundsdóttur. Sam- an reistu þau sér yndislegt heimili í Garðabænum og ólu þar upp börn sín. Þangað var alltaf gott að koma og gaman að fylgjast með þessum listrænu hjónum smíða fagra hluti. Einnig var það aðdá- unarvert hve mikla alúð þau lögðu í gullfallegan garðinn sinn. Upp úr miðjum aldri átti Andrés við erfið veikindi að stríða um tíma. Líkaminn var ekki samur á eftir en andlegt atgervi beið ekki hnekki af. Með þakklæti fyrir samfylgdina kveð ég Andrés bróður minn að sinni og sendi eiginkonu og fjöl- skyldu hugheilar samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng lifa. Ása Bjarnadóttir. ANDRÉS HELGI BJARNASON Elsku langamma. Ég kveð þig með síðasta erindinu úr kvæðinu um okkur sem þú gafst mér. Sofðu mín Sigrún, sofðu nú rótt. Guð faðir gefi þér góða nótt. (Jón Thor.) Þín Sigrún. Elsku langamma. Nú ertu farin til Guðs og við sökn- um þín, þegar við förum með bæn- irnar biðjum við Guð að faðma þig frá okkur. Við þökkum þér allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Góða nótt elsku amma Sigga. Ólöf Björk og Lilja Björk. Nú þegar leiðir skilur streyma svo margar fallegar minningar frá liðn- um samverustundum um huga okk- ar. Þú varst alltaf svo hlý og góð og hafðir allt það til brunns að bera sem prýða má eina manneskju. Það var fyrir rúmum fimmtíu ár- um sem fundum okkar bar saman. Þá varstu enn ung og glæsileg með barnahópinn þinn. Það ljómaði allt í kringum þig af hreinlæti, góðvild og hjartahlýju. Ég tel mig hafa verið heppinn mann að hafa átt þess kost að vera samferðamaður þinn í lífinu. Þú gafst mikið af þér og varst mikil og góð fyrirmynd fyrir okkur Heiðu, þá nýtrúlofuð. Við leigðum þá í kjall- aranum á Baldursgötu 2 í Keflavík. Það var á þessum tíma sem við Heiða gengum í hjónaband og þið hjónin, þú og Sigurður Guðmunds- son eiginmaður þinn, voruð vígslu- vottar. Það var svo í framhaldi af þessu sem þú fékkst ærið verkefni. Þú varst yfir systur þinni við flestar fæðingar drengjanna okkar og varst hennar stoð og stytta. Heiða mun aldrei gleyma því hvað henni var mikill styrkur af nærveru þinni. Það er frá þessum tíma sem við eigum margar fallegar og góðar minningar með ykkur hjónum. Það var svo árið l965 sem þú varst fyrir þeirri djúpu sorg að missa eig- inmann þinn, þá 55 ára gömul. Þú tókst því með stillingu og hugprýði eins og þín var von og vísa, og lífið hélt áfram. Þú miðlaðir hlýju og góð- vild til okkar allra. Börnin okkar og barnabörn fóru ekki varhluta af því. Við þökkum þér fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem þú sýndir þeim. Þú varst mannvinur að eðlisfari. Ég heyrði þig aldrei hallmæla nokkrum manni, það voru allir góðir í þínum augum. Það er sagt að augun séu spegill sálarinnar og kom það skýrt fram í ásjónu þinni. Þið Heiða voruð mjög samrýndar systur og ferðuðust mikið saman, til sólarlanda, Dan- merkur og Noregs. Einnig innan- lands, vestur á firði, voruð viku á Súgandafirði hjá Ingu systur minni. Það var einnig á þessum árum sem þú komst með okkur í sumarbú- staðinn. Þar ríkti kyrrð og friður, kvöldsólin umvafði okkur og Þing- vallavatn skartaði sínu fegursta. Kvöldkyrrðin var rofin með fögrum gítarhljómum frá Ingu Jónasar og við sungum „Undir bláhimni“. Þess- um yndislegu samverustundum munum við aldrei gleyma. Elsku Sigga, við munum varðveita minningu þína og muna öll þín góðu verk. Við vitum að þér verður vel tekið handan móðunnar miklu og biðjum góðan Guð að varðveita þig og fjöl- skyldu þína. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ragnar og Bjarnheiður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.