Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ragnheiður mín. Nú er þínum þjáningum lokið. Þú hefur kvatt í bili, en það er ég viss um, að við munum hitt- ast á ný. Í örfáum orðum viljum við kveðja þig. Þakka þér fyrir kynnin, sem hóf- ust þegar við fluttum á Bakkann. Í næsta hús við ykkur Helga, og krakkana. Frá fyrstu stundu tókst þú okkur (já og þið öll) opnum örm- um. Alltaf varstu tilbúin að aðstoða og hjálpa, ef á þurfti að halda. Þú og Helgi voruð okkar stoð og góðu vinir er við fluttum inn í lítið samfélag. Þú áttir svo stórt hjarta og máttir ekkert aumt sjá, varst alltaf tilbúin að standa með þeim, sem minna máttu sín.Og ekki varstu feimin við að segja skoðanir þínar. En hlátur- inn og grínið voru aldrei langt und- an. Það var líf og fjör í kringum þig. Enda sóttust Ragnheiður nafna þín og Eldbjörg eftir að vera hjá ykkur. Þar mættu þær hlýju og kátínu. Kæra vinkona. Nú skilur leiðir um sinn. Guð geymi þig um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) RAGNHEIÐUR MARKÚSDÓTTIR ✝ RagnheiðurMarkúsdóttir fæddist á Landspítal- anum í Reykjavík 17. september 1954. Hún lést í Sjúkrahúsi Suð- urlands 16. júlí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Eyr- arbakkakirkju 21. júlí. Elsku Helgi. Þú sem hefur staðið þig eins og hetja. Guð styrki þig og krakkana, og öll hin sem eiga um sárt að binda. Nú er gott að eiga góðar minningar. Össi sendir ykkur innilegar kveðjur. Ingunn og Örn. Elsku Ragnheiður frænka. Mig langar að skrifa svo margt til að minnast þín, en það eru svo margar minningar að þær verða ekki allar skrifaðar hér. En ofarlega í mínum huga er spjallið sem við áttum á ættarmótinu í fyrrasumar. Þá sagði ég þér að þú værir mín hetja og mjög sterk mann- eskja og það er hverju orði sannara. Þú barðist hetjulega í erfiðum og ósigrandi bardaga, en nú ertu komin á betri stað og það er komið að kveðjustundu. Guð geymi þig elsku frænka. Elsku Helgi, Kjartan, Gunnar, Ómar, Gugga og aðstandendur. Mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Ólöf Árnný. Elsku Ragnheiður mín, nú er erf- iðri baráttu lokið. Mikið fannst mér þú vera ákveðin og hörð af þér en ég vanmáttug og veikbyggð. Ég held að öllum er umvöfðu þig á þessum erf- iða tíma hafi liðið eins og mér. Við viljum hafa allt eins og það hefur verið en ráðum engu. Ég vil minnast okkar bestu og áhyggjulausustu ára. Fyrst í Vallarhjáleigu smáar hnátur á eilífu iði, eins og fiðrildi í blóma- garði, alltaf sól og lífið svo sykur- sætt. Afi, mömmur, pabbar og systk- ini, heyskapur og hestar. Við örlítið þroskaðri í Gerðum, farnar að fara afsíðis tvær saman, uppátektarsam- ar og áhyggjulausar. Samverustund- irnar fannst okkur vera allt of stutt- ar. Þegar ég átti að fara suður, þú búin að suða um að fá að fara með eða ég að fá að vera eftir. Ef ekki tókst að sannfæra foreldra okkar um hversu nauðsynlegt væri fyrir okkur að fylgjast að, þá földum við okkur og héldum jafnvel að við myndum gleymast. Stundum tókst okkur þó að sannfæra fullorðna fólkið, þá urðu tvær litlar hnátur hamingjusamar og lofuðu öllu fögru, sem gleymdist um leið og bíll foreldra minna rann úr hlaði. Ég sé fyrir mér sigursvipinn þinn og heyri snöggu röddina þína segja: „Við unnum.“ Síðan breyttumst við í unglinga og urðum skvísur. Farnar að verða upp- teknar af sjálfum okkur, framtíðinni og námi. Báðar orðnar giftar konur, með börn og bú. Þú flytur í bæ og ég í sveit. Börnin orðin fullorðin. Ég orð- in amma. Og þú elskan mín kveður allt of fljótt í blóma lífsins, áttir svo ótalmargt eftir sem ástvinir vildu njóta með þér. Ég kveð þig með ljóðinu „Sökn- uður“ eftir tengdaföður minn heit- inn. Það heltekur sál mína harmafregn í hjartanu sorgin brennur. Og tilfinninganna táraregn um titrandi kinnar rennur. Þær spurningar vakna í harmþrungnum hug er hrygg ég stari út í bláinn. Hvort vina mín hafi aðeins farið í flug sé flutt en ekki dáin. (Geir G. Gunnlaugsson.) Hvíl í friði. Þín frænka, Hjördís. ✝ Óðinn Valdi-marsson fæddist á Akureyri 21. janú- ar 1937. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Kristjánsson og Þor- björg Jónsdóttir. Óð- inn var yngstur þriggja bræðra, en hinir eldri eru: Sig- þór, sem er látinn, og Ragnar, sem er búsettur á Akureyri. Óðinn ólst upp á Ak- ureyri og leit alltaf á sig sem Ak- ureyring. Hann lærði prentiðn á Akureyri og vann síðan ýmis störf m.a. hjá Rafmagnsveitunni og ýmis störf á sjó. Söngurinn og tónlistin var samt það sem flestir tengja hann við. Hann söng með Atlantica, með hljómsveit Ingi- mars Eydal og KK og margir muna tónleika hans á Egilstöðum og Akureyri til styrktar Marínar Hafsteinsdóttur, dótturdóttur hans, en hún þurfti að gangast undir erfið- ar hjartaaðgerðir. Óðinn eignaðist tvö börn: 1) Önnu, f. 1961, móðir hennar er Kristín Sveins- dóttir. Eiginmaður Önnu er Hafsteinn Guðmundur Hin- riksson, þau eru bú- sett í Danmörku og börn þeirra eru: Fannar, Sunna og Marín, sem lést 1998; 2) Jón Óðinn, f. 1963, móðir hans er Sigríður Waage. Kona hans er Elvý Guðríður Hreins- dóttir. Þau eru búsett á Akureyri og eiga tvo syni sem heita Óðinn Snær og Birkir Blær. Fyrir átti Jón Óðinn, Jóhann Frey. Útför Óðins fór fram frá Foss- vogskapellu 23. júlí. Minning um Óðin afa. Ég vil minnast Óðins með fáein- um orðum. Hann var alveg ein- stakur maður, alveg frá því ég var lítil stelpa hefur Óðinn alltaf verið mér eins og afi, ég kallaði hann alltaf afa og hann tók mér alltaf sem einu af barnabörnunum sín- um. Þegar hann var giftur Auði ömmu minni og hún og afi voru að passa mig er það efst í huga mín- um þegar ég og afi sátum fyrir framan sjónvarpið með alla kettina í fanginu. Þú varst alltaf svo kátur og hress og ég man að við sungum alltaf saman. Einu sinni baðstu mig að syngja með þér til þess að styrkja litlu dótturdóttur þína sem þú vildir allt gera fyrir. Mér fannst alltaf svo gaman og yndislegt að vera í kringum þig, elsku afi minn. Minn- ing þín mun alltaf geymast í hjarta mínu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Kolbrún Eva. Einn af okkar bestu dægurlaga- söngvurum var til moldar borinn þriðjudaginn 24. júlí á Akureyri. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Inga Dóra. ÓÐINN VALDIMARSSON                  ! "#! $ %# $ % $ &     ' ()* + , -./ 01 2-1   ! "    3  #" %  " $ %2 ""  #" % 4% #! % -,  #" % )03#& #$ * * 5 +((*  % & & '   () * + &   , , $ &  -, &+   67 1 &   $  $ ,  8 57' ) +((* ,, !,.9  +   ! - % "  "+    3:% " # %# "0 "0"1 %$,,$ & . " " / ,  0  &0&  " ,   +  + ; <(= : %$. 7 0 & )-"  %"#! % 4 $20-" #! 4 ;2 ""  4-" #! % -, >? #2 "" < -" " 4)" ! "#! % $ &       8@ + 3 : ""1: # 2-1  ",: AA ! 2% "   ' "   +    1 % $ %"1 "#!  2 "" 2 # % !"#! 0% $ 1,#"#! % *%2 " "1 ,#"" % !"#! < ,,#""  % -,"#! $ ,#"" " @$ % $ ,#"" #! % B! "#!  $ %  $ & 2 + & +  0   &0& "   +   +  +   & 5 ! C % <- # <" C4 2 """& @ % ?( 0%%2 #! D $ E( 0%%2 "" $3# "#! 4 "#! &F&*% "  $ %  $ &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.