Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 47

Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 47 Valdimar S. Jónsson er látinn. Ég á góðar minning- ar tengdar þessum trausta manni. Þessar minningar tengjast stofnum Mígren- samtakanna og undirbúningi þess að það félag varð til árið l978. Valdimar var Vestfirðingur og kom fljótlega í ljós að hann þekkti forfeður mína í Hnífsdal, sem hann bar vel söguna. Það hafði glatt mig. Ég hef oft hugsað til Valdimars á undanförnum árum, því leiðir skildu þegar nýtt fólk kom til starfa í félagi okkar. Langaði hreinlega að vita af VALDIMAR SIGUR- BJÖRN JÓNSSON ✝ Valdimar Sigur-björn Jónsson fæddist á Ísafirði 31. október 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Vída- línskirkju í Garðabæ 24. júlí. honum, hvernig hann hefði það, hvað hann væri að gera. Svarið er komið. Kallið er komið. Hann lézt l5. júlí sl. eft- ir stutt veikindi. Valdimar S. Jónsson var í stjórn Mígren- samtakanna mörg fyrstu ár þess, boðinn og búinn að bæta hag félagsins. Vissi hvað það var mikils virði að læra um sjúkdóminn mígren og standa sam- an og styðja að rann- sóknir yrðu gerðar og rétt greining á þeim krankleika. Margir af stofnfélögunum eru farnir, m.a. Ingibjörg Einarsdóttir, Regína Einarsdóttir og Árni Böðv- arsson. Ég vil þakka vinsemd og góðan hug. Aðstandendum votta ég djúpa samúð. Blessuð sé minning Valdimars. Norma E. Samúelsdóttir. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- för hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina Á rúmu ári hafa ör- lögin ráðið því að við systkinahópurinn frá Hömrum höfum orðið að sjá á eftir tveimur systrum okkar, fyrst Bertu og nú Svönu. Báðar voru þær í blóma lífs- ins á miðju aldursskeiði, en örlögum sínum fær enginn ráðið. Svana, sem við kveðjum nú, er í miðjum systkinahópnum að aldri en SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR ✝ Svanhildur Jak-obsdóttir fæddist á Hömrum í Reyk- holtsdal í Borgar- firði 4. maí 1942. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 14. júlí. flest vorum við á svip- uðu reki þannig að oft var mikið um að vera á stóru heimili í leik og starfi ásamt góðum félagsskap barna og unglinga í fjölmennum Reykholtsdalnum, það- an eigum við öll góðar minningar. Ung að árum kynnt- ist Svana Óla eigin- manni sínum og stofn- uðu þau heimili fyrst í Keflavík og síðan í Njarðvík. Þaðan er margs að minnast, enda lögðu þau sig bæði fram um að laða að sér fólk og þá ekki síður að halda tengslum við fjölskyldur sínar. Heimilisstörf og barnauppeldi urðu því hlutskipti Svönu þegar á unga aldri. Við systkini hennar stöndum í mikilli þakkarskuld við hana, því ávallt var hún reiðubúin og jafnvel sóttist eftir að fá að hafa systkina- börnin hjá sér og sýndi þeim eins og öllum öðrum tryggð alla tíð. Þá var einnig einkennandi fyrir Svönu, og lýsir kannski best per- sónuleika hennar, umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín í lífinu. Frá því á unglingsárum sínum, er hún starfaði við heimili fyrir þroska- hefta á Kleppjárnsreykjum, þar til hún fór síðan aftur til starfa utan heimilis voru störf hennar einmitt á þeim vettvangi og nutu þar margir kærleiks hennar og hlýju. Þótt síðustu ár væru að mörgu leyti erfið fyrir Svönu vegna veik- inda hélst ætíð sama umhyggja og væntumþykja við fjölskyldur okkar systkinanna og börn okkar. Elsku Óli og fjölskylda, eftir þessa núverandi sorgardaga mun framtíð- in breyta þeim í ljúfar endurminn- ingar um Svönu. Hvíl þú í friði Svana mín. Valgerður og Magnús. Elsku afi. Mér fannst svo gam- an að tefla við þig og þú vannst alltaf. Þú sagðir mér oft sögur þegar ég var að fara að sofa um það þegar þú varst pínulít- ill, þegar þú fórst að sækja kind- urnar og hestana og líka um hund- inn þinn. Ég þakka þér afi minn, ég sakna þín. Tómas. Það var sumarið 1975 sem ég kynntist Ingólfi Péturssyni þegar óskað var eftir aðstoð hans við að koma á svokölluðu „bónuskerfi“ við rekstur sumarhótelsins á Hallorms- INGÓLFUR PÉTURSSON ✝ Ingólfur Péturs-son fæddist í Áreyjum í Reyðar- firði 6. ágúst 1924. Hann lést á öldrun- ardeild Landakots- spítala 16. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 25. júlí. stað. Ingólfur var hug- myndafræðingurinn að kerfinu og hafði hann þróað það í gegnum ár- in með vinnu sinni við hin ýmsu hótel á land- inu. Ingólfur var mjög fágaður maður og óvenjulegt næmi hans fyrir fólki og líðan þess kom sér vel í hótel- rekstrinum. Hótel skyldi reka þannig að allir nytu góðs af, þ.e.a.s. eigendurnir, starfsfólkið og ekki síst viðskiptavinirnir. Þjónustan við gestina var honum í blóð borin í rík- ara mæli en vant er hjá Íslending- um. Hann var alltaf til staðar ef að- stoðar var þörf og virtist kunna ráð við öllum vanda. Hann hafði ótrú- lega mikla starfsorku og fannst mér stundum eins og hann þyrfti ekkert að sofa. Hann var hógvær og lít- illátur í allri framkomu og hafði enga þörf fyrir að hafa sig í frammi nema þá til að hjálpa. Þannig mætti Ingólfur á Hallormsstað þegar hefja átti hótelrekstur þar sumarið 1975 og hjálpaði hann okkur starfsfólkinu við að koma rekstrinum af stað. Þegar Ingólfur taldi sín ekki lengur þörf kvaddi hann og fór, en lét okk- ur vita að alltaf væri hægt að ná til hans. Ég vissi að hann var á sífelld- um þeytingi um landið við að leið- beina við ferðaþjónustu. Að loknu sumrinu hafði hann samband við mig og bauðst til að aðstoða við upp- gjör sumarsins. Þvílíkur öðlingur sem hann Ingólfur var. Mér verður stundum hugsað til þess hvers vegna hann var aldrei í hópi þeirra sem hlutu opinbera við- urkenningu fyrir störf sín. Blessuð sé minning Ingólfs Pét- urssonar. Ásthildur S. Rafnar. Fyrsta minning mín um mömmu er frá því að ég var fjögurrra ára gamall. Þá fórum við í fyrsta skipti saman í heimsókn til afa og ömmu í Ólafs- firði. Á þessum tíma var farið með rútu frá Hofsósi út á Ketilás, en það- an á hestum inn sveitina, yfir Lág- heiði og ofan í Ólafsfjörð. Ég var reiddur á hnakknefi alla leiðina. Síð- ar átti ég eftir að fara margar ferðir til Ólafsfjarðar með mömmu eftir að vegurinn kom og ferðamáti breytt- ist. Mamma var góð kona sem vildi öllum vel, en skapmikil, tilbúin að gefa og hjálpa þegar þurfti. Hún hafði alla tíð miklar og hlýjar tilfinn- SVANHVÍT JÓHANNESDÓTTIR ✝ Svanhvít Jóhann-esdóttir fæddist í Ósbrekkukoti í Ólafsfirði 8. júní 1910. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 10. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hofsóskirkju 17. júlí. ingar til Ólafsfjarðar og skyldfólks síns þar. Hún var yngst sjö systkina, alin upp hjá foreldrum sínum í Ós- brekkukoti. Hún flutt- ist að Enni í Unadal þegar þau pabbi fóru að búa saman, og átti þar heima upp frá því. Mér verður oft hugs- að til þess hvernig að- stæður mömmu voru þegar hún var að byrja búskap í Enni. Ekkert rafmagn, ekki sími og ekki rennandi vatn. Þvo þurfti þvotta af stórri fjölskyldu, eldiviðurinn var borinn inn og staðið tímum og dögum saman yfir þvotta- bölum. Þá má ekki gleyma útivinnu og margskonar erfiði og uppeldi fimm barna. Það var ekki furða þótt heilsan færi að bila og líkamskraftar væru á þrotum. Mig langar að segja nokkur orð við mömmu hér. Nú ertu búin að fá hvíldina mamma mín, og baslið og stritið á enda. Nú ertu komin til pabba og til systkina þinna og foreldra. Nú eru veikindin á enda. Margur dagurinn var langur hjá þér, en þó fékkst þú þína ósk uppfyllta að vera sem lengst heima, lengur en margur annar hefði getað í sömu sporum. Þar naust þú einstakrar umhyggju, fórnfýsi og hjálpsemi Hullu systur, sem ég verð henni ævinlega þakklátur fyrir. Margt var það sem mamma gerði fyrir mig. Ég ber nafn Jóhannesar Jónssonar móðurafa míns og hef sennilega oft notið þess. Ég fékk að njóta þeirrar blessunar sem ekkert kemur í staðinn fyrir, en það er sú móðurást sem sigrar allar þrautir. Eftir að pabbi dó árið 1979 bjó mamma áfram í Enni undir vernd- arvæng Hullu systur. Hún var sæmi- leg til heilsu fyrstu árin þar á eftir, en fljótlega þyngdist róðurinn. Und- ir það síðasta voru það fæturnir sem gáfu sig og komst hún lítið um. Hún lést eftir stutta sjúkrahúslegu, ég kom til hennar í síðasta skiptið á sunnudegi, en á þriðjudagsmorgni var hún öll. Hún var orðin aðfram- komin en það síðasta sem hún spurði mig um var hvernig gengi með lang- ömmubarnið hennar, en litla stúlkan var þá nýkomin úr aðgerð á sjúkra- húsi í Reykjavík. Ég kyssti mömmu að lokum og sagði við hana: „Mamma mín, ég kem fljótlega til þín aftur.“ Ég vil segja að lokum: Vertu sæl, mamma, og berðu kveðju mína. Jóhannes. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi    ,   0    &0% & "      +     $  $   $  ,   )*8@G +(( :0 2$,HI )0  11 & 3      &  $  ! " 4   3 & 3   % *%2 ""   '! % "  5 % " , < % % "  4# % #! @ 14"' 1"" @ % ?@&53 $   4# % #! '! 5& % "" 2 J& % "" ' 1&@ 14"" @ %4"5&@ 14""  4@ 14"#! & /  ,   0    &0% & "      + 4 $  <)* @&)*8 '! !3"%$.9  % " &       0"1  %3 $"10# &

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.