Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 48
AFMÆLI 48 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það var síðdegis í kalsaveðri hinn 4. febrúar 1909 að nýgiftu hjónin, læknirinn og húnvetnski bóndason- urinn Þórður Sveins- son frá Geithömrum í Svínadal og brúður hans, Ellen Johanne Kaaber, óku eftir brúð- kaup sitt í léttikerru Lúðvíks Kaaber frænda hennar neðan úr Reykjavík og inn að Kleppi, væntanlegu heimili sínu og vinnu- stað húsbóndans. Ekki fer sögum af því hvað hin tvítuga Kaupmannahafnarstúlka hugsaði þegar þessi kuldalega nýja veröld blasti við. Hún var hið yngsta 13 barna hins efnaða og vel metna Jens Ludvig J. Kaaber og konu hans Söru Armand Kaaber og þetta var henni áreiðanlega framandi frá allsnægt- um og hlýju umhverfi foreldrahús- anna. En ungu hjónin horfðu fram á veginn, ástin, vongleðin og bjartsýn- in fylltu hug þeirra. Stofninn var sterkur, festi skjótt rætur og hér spruttu greinar hans í góðu umhverfi ævintýraheimsins við Sundin blá. Barnahópurinn varð stór, sex synir og ein dóttir. Elstur var Hörður, fæddur í desember 1909. Síðan komu Úlfar, 2. ágúst 1911, þá Sveinn, Nína Thyra, Agnar, Gunnlaugur og loks Sverrir og öll urðu þau merkir og landsþekktir Íslendingar. Ótrúlegt en samt satt að hinn síungi óvenju- legi maður, Úlfar Þórðarson, hið elsta systkinanna sem á lífi eru, er að verða níræður. Upplagið var gott og hinir sterku persónuleikar læknis- hjónanna á Kleppi gáfu sveininum unga traust veganesti og veittu hon- um góðan undirbúning fyrir lífs- gönguna. Aðalsmerki Úlfars Þórðar- sonar er hinn óeigingjarni gefandi persónuleiki. Hugsun hans og um- hyggja beinist ævinlega fyrst og fremst að velferð annarra og að hjálpa þeim sem þess þurfa við. Hon- um er svo tamt að horfa aðeins á hið jákvæða, gamansama og skemmti- lega og tala aldrei illa um aðra menn, að það fer ekki hjá því, að svo ötull, hugmyndaríkur og réttsýnn maður sem hann er í eðli sínu og í fram- göngu, hafi haft sterk og góð áhrif á samfélag sitt og samferðamenn á langri ævi. Margir samtíðarmenn okkar af eldri kynslóðinni hafa skrif- að ævisögu sína, sagt frá mönnum og málefnum sinnar samtíðar. Sannar- lega eru þetta oft merkar heimildir um sögu okkar fortíðar og samtíðar, en ótrúlega hefur oft viljað við brenna, að eigin persóna var sett framarlega í frásögninni og stundum gleymdist það sem miður fór hjá við- komandi og annarra verk voru lítið nefnd. Úlfar Þórðarson er ekki þannig gerður. Hann setur sína per- sónu í skuggann og kærir sig koll- óttan um þótt aðrir trani sér fram og láti á sér bera og hann er því miður ekki í hópi þeirra sem hafa skráð minningar sínar, en sögur hans af at- vikum úr lífi og starfi og af samferða- mönnum hérlendis og erlendis eru ógleymanlegar. Fáa þekki ég skemmtilegri menn sem segja frá at- vikum úr bernsku sinni við Sundin blá, frá námi sínu og fram- haldsnámi og lífinu í Þýskalandi fyrirstríðs- áranna, frá löngu við- burðaríku starfi sem héraðslæknir og síðan sem augnlæknir í Reykjavík í 60 ár. Aldrei bregst minnið í frásögninni um liðna atburði. Mannanöfn og staðanöfn gera at- burðina ljóslifandi og saga síðustu aldar glæðist lífi og litum. Ég var svo lánsamur að kynnast lækninum og manninum Úlfari Þórðarsyni fyrir tæpum 40 árum og það hefur verið ómetanlegt og mann- bætandi að hafa átt hann að vin nán- ast öll fullorðinsárin og það eru raunar sérstök forréttindi að hafa fengið að kynnast honum. Þá er ég viss um að mikill fjöldi manna sem kynnst hafa þessum sérstaka manni er mér hjartanlega sammála. Fyrir framan mig á vinnuborði mínu er mynd af ungum manni. Hann er ljós og bjartur yfirlitum og stoltur á svip þar sem hann 22 ára gamall stendur við fleyið sitt á sum- ardegi í Englandi þá nýbakaður flug- maður. Föður unga mannsins leist ekki meira en svo á uppátæki son- arins þegar hann, í miðhluta lækn- isfræðinámsins við Háskóla Íslands, gerði hlé á náminu og hélt til Eng- lands til flugnáms. Þessi maður sem mér þykir vænst um allra þeirra sem ég þekki, að mínum nánustu undan- skildum, er hinn einstaki maður Úlfar Þórðarson augnlæknir. Þótt hugur Úlfars Þórðarsonar stæði til flugsins, ætluðu örlögin honum annað starf í lífinu. Ég er ekki í vafa um að hann hefði náð langt á sviði flugsins en atvinnu- möguleikarnir þar voru litlir árið 1932 og sem betur fer fékk þjóðin að njóta starfskrafta hans, þegar hann að loknu sérfræðinámi sínu í Þýska- landi hóf sinn glæsta feril sem augn- læknir. Þeir eru margir Íslending- arnir og á öllum aldri sem Úlfar Þórðarson hefur hjálpað á löngum farsælum læknisferli, með skarp- skyggni sinni og þekkingu svo og ótrúlegri hæfni til þess að tileinka sér það nýjasta í greininni og und- irritaður er sannarlega ekki sá eini sem á honum líf sitt að launa. Úlfar Þórðarson hefur víða skilið spor sín eftir og haft mótandi áhrif á mörgum sviðum þjóðlífsins. Það er af svo ótrúlega mörgu að taka. Hann var um langa hríð áberandi í heil- brigðis-, íþrótta- og tómstundamál- um borgarbúa. Hlíðarendi við Öskju- hlíð væri til dæmis tæpast það sem hann er í dag ef Úlfar hefði ekki komið þar að málum. Allir íslenskir flugmálastarfsmenn þekktu Úlfar Þórðarson sem var trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar um áratuga skeið. Hann átti um langt árabil hlut í flug- vélum og einkaflugið átti hauk í horni þar sem hann var ekki síður en atvinnuflugið. Þá hefur Úlfar af mik- illi alúð hlúð að íslenskri náttúru og forganga hans í skógrækt og upp- græðslu hefur víða breytt ásýnd landsins. Þegar hann á efri árum hófst handa við að rækta upp og planta trjám í nánast gróðurlausa mela sem hann eignaðist við Hafra- vatn, var ekki slegið slöku við og verkin lofa svo sannarlega meistar- ann. Í þessu efni sem öðrum hefur hann sannarlega verið fyrirmynd yngri kynslóða og hvatning þeim sem erfa landið okkar. Þessi sérstaki öðlingur tekur á móti vinum sínum í Valsheimilinu við Hlíðarenda á af- mælisdaginn sinn, 2. ágúst, milli kl. 17 og 20. Ég óska mínum sanna og góða vini Úlfari Þórðarsyni til hamingju með daginn þegar hann stígur inn í tí- unda áratuginn sinn! Skúli Jón Sigurðarson. Níræður er í dag 2. ágúst Úlfar Þórðarson augnlæknir. Áratugum saman sinnti hann læknisverkum í Reykjavík og vítt um hinar dreifðu byggðir landsins. Þær aðstæður sem þessi kynslóð lækna kom heim til eru flestum í dag með öllu óskiljanlegar. Það er ástæða til að leiða hugann að því fyrir sporgöngumenn þeirra, hve mikið þeir lögðu á sig. Úlfar lærði læknisfræði við Há- skol Íslands og útskrifaðist þaðan 1936. Eftir að hafa starfað sem hér- aðslæknir á Sauðárkróki, og nærri orðið fastur sem læknir þar, sneri hann sér að augnlækningum og nam þær við Háskólasjúkrahúsið í Berlín og Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn á árunum 1936 til 1940. Hann sneri síðan heim og sigldi ásamt félögum sínum á Frekjunni sögufræga för heim til Íslands. Í stuttu máli var starfsferill hans beint framhald af því, ein frægðarför. Það er ekkert sem læknir getur óskað sér frekar að loknum starfs- degi en að hafa verið farsæll, og það hefur Úlfar verið. Sumir eru vafalítið betur fallnir en aðrir til að stunda þetta starf, en flest okkar væru mjög sátt við að hafa þá eiginleika Úlfars sem samanlagt gera hann að úrvals lækni. Úlfar starfaði á augnlæknastofu sinni í Reykjavík í um 60 ár og var hluti af eðlilegum hjartslætti mið- bæjarins áratugum saman. Þéttsetn- ar biðstofur og marghólfa húsakynni voru yfirfull af fólki langt fram á kvöld. Sjúklingar með rauð og bólgin augu, nýskorin augu, með auga- steina stóra eins og hundarnir í Eld- færunum fylltu öll skot. Ef síminn var ekki tekinn af og stungið í skúff- una reyndu sjúklingar jafnvel að svara fyrir lækninn og leggja sitt af mörkum. Á Landakotsspítala hóf Úlfar störf 1942 og starfaði samfleytt þar við augnlækningar til 1981 eða tæp 40 ár. Hann hóf jafnan störf eld- snemma á morgna á undan öllum öðrum og síðan leit hann á sjúklinga sína á spítalanum áður en heim var haldið seint á kvöldin. Vinnan á Landakotsspítala var kefjandi en þar var endastöð hinna erfiðari vandamála sérgreinarinnar. Því var nauðsynlegt að sinna viðhalds- menntun og flytja til landsins nýj- ungar í augnlækningum. Þessu sinnti Úlfar afburða vel og heimsótti reglulega virtar stofnanir víða um heim. Þessa nutu sjúklingar hans um allt land og reyndar þjóðin öll líkt og jafnan gildir um nýja þekkingu sem flutt er til landsins. Auk þess að sinna augnlækning- um um landið og miðin var Úlfar trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar 1962–1997 auk fjölda annarra starfa. Hann var formaður byggingarnefnd- ar Borgarspítalans 1973–1978 og sat í ótal nefndum og stjórnum tengdum heilbrigðismálum borgarinnar. Úlf- ar stofnaði rannsóknarsjóð við Borg- arspítalann til minningar um for- eldra sína og son sinn Þórð. Sjóður þessi hefur styrkt rannsóknir í lækn- isfræði við spítalann um árabil og gerir enn. Fyrir okkur augnlækna gegndi Úlfar mörgum trúnaðarstörfum, var í ritstjórn tímarits norrænna augn- lækna í 20 ár, skipulagði norræn augnlæknaþing og sat í ýmsum stjórnum. Úlfar varð snemma þjóðsagnaper- sóna vegna starfa sinna. Smitandi dugnaður hans og elja í starfi hafði áhrif á okkur starfssystkin hans. Við erum hreykin af að hafa slíkan mann í okkar hópi og sendum honum okkar áköfustu kveðjur á þessum degi. F.h. Augnlæknafélags Íslands Elínborg Guðmundsdóttir formaður. Á fjórða áratug síðustu aldar kom Sigurjón Pétursson upp aðstöðu að Álafossi fyrir sumarbúðir ung- menna, sem send voru til ögunar og uppfræðslu í góðum siðum. Á foss- brún í Varmá, hinum upprunalega Álafossi, hafði verið reist stífla, sem myndaði uppistöðulón, líklega 40x75 m stórt og vel djúpt. Áin var volg svo þarna var fyrir hendi stærsta sund- laug á landinu. Snemma í júnímánuði 1936 tók hópur ungra sundmanna úr Ármanni, KR og Ægi að koma til æf- inga í sundknattleik í þessari laug, sem var eina sundlaug landsins sem gaf tækifæri til æfinga á löglegum sundknattleiksvelli. Þeir komu á tveimur fólksbílum upp úr kl. 20 og fylgdumst við strákarnir með fyrstu æfingunum, en fljótlega var fótbolt- inn látinn ganga fyrir. Þegar spurzt var fyrir um tilgang æfinganna var upplýst, að hér væri kominn flokkur, sem ætti að taka þátt í 11. Ólymp- íuleikunum í Berlín í byrjun ágúst. Í hópnum voru nokkrir piltar, sem áttu eftir að vinna að vexti og við- gangi sundíþróttarinnar, Jón Ingi Guðmundsson, Jónas Halldórsson og Þorsteinn Hjálmarsson, og aðrir, sem síðar urðu velþekktir í þjóðlíf- inu, Logi Einarsson, hæstaréttar- dómari, Pétur Snæland, iðnrekandi, Rögnvaldur Sigurjónsson, píanóleik- ari, og Úlfar Þórðarson, augnlæknir, sem í dag fyllir níunda tuginn. Flokkurinn hélt síðan utan til Hamborgar með Dettifossi hinn 16. júlí og til þess að spara sváfu íþrótta- mennirnir í lest. Tók ferðin til Berl- ínar rúma viku, svo hætt er við, að æfingastigið hafi eitthvað slaknað, er komið var á áfangastað. Eftir Ólympíuleikana varð Úlfar eftir í Berlín, þar sem hann hóf fram- haldsnám í augnlækningum, en flutti sig síðan yfir til Kaupmannahafnar og þar var hann staddur, er Þjóð- verjar hernámu Danmörku 9. apríl 1940. Þá lokuðust inni nokkur hundruð Íslendinga, sem sáu sér litla möguleika á heimferð út til Íslands. Fyrst lokaðist leiðin um Holland og ekki auðveldaði sú staðreynd, að Bretar höfðu hertekið Ísland sama dag, og nokkrum vikum síðar lok- aðist leiðin um Ítalíu og Bandaríkin. Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari, var staddur í Kaupmannahöfn og varpaði fram í vinahópi þeirri tillögu að kaupa vélbát til siglingar heim til Íslands. Gísli Jónsson, vélstjóri, var einnig staddur í Höfn og hann spurð- ist fyrir um möguleika á slíkum kaupum og fékk þær upplýsingar, að ekki yrði mögulegt að fá útflutnings- leyfi nema að hámarki fyrir 30 tonna bát, sem búið væri að úrelda. Lárus Blöndal, skipstjóri, var til í tuskið, og Gunnar var ráðinn stýrimaður, þótt hann hefði ekki stýrt öðru farartæki en bifreið. Þá var að fá leyfi þýzku herstjórnarinnar og Gísli réðist ekki á garðinn, þar sem hann var lægstur, heldur sneri sér með hjálp milliliðs til yfirvalda í Berlín og fékk sent þaðan heimfararleyfi, en það var að- eins gilt til Bergen. Gísli leitaði að bát, sem uppfyllti skilyrðin og fann einn í Fredriks- havn á Norður-Jótlandi. Þetta var 30 tonna bátur, 52 ára gamall og eig- andi bátsins, Knudsen, hafði verið með hann í 48 ár. Gísli lýsti aðkom- unni svona: Þegar komið var að skipshliðinni, leizt mér ekki meira en svo á fleytuna. Hún var að vísu 30 smálestir að stærð, en útlitið var ekki aðlaðandi. Sá hlutinn sem í sjó var, var þakinn sjávargróðri, eins og kollan hefði ekki verið hreyfð árum saman. Það sem upp úr stóð, var bókstaflega mosavaxið, grænt á lit og slímhúðað. Siglurnar voru rifnar og reiðinn allur fúinn og ónýtur. Legufæri ónýt, seglin léleg, engin vinda og mannabústaður ekki fyrir skepnur, hvað þá fyrir menn, ekkert eldstæði og allt í óhirðu og fýlu. Það var sáralítil lestarhola í skipinu, því að það hafði verið smíðað til að flytja lifandi fisk, svo að botn skipsins um miðju var allur með smágötum og miðbik þess því fullt af sjó. Með hverjum planka í byrðing og þilfari mátti reka hnífinn viðstöðulaust alla leið að hjöltum, annars var ekki sjá- anlegur fúi í viðnum. Í því var 70 hestafla vél, sem virtist vera nýleg. Knudsen skipstjóra þótti svipur- inn á mér ekki vera mjög ánægju- legur, þar sem ég var að fara hönd- um um skipið hans og hrista höfuðið. „Þú getur ekki fengið betra sjó- skip,“ sagði hann. „Ég þekki hana, hún hefur verið annað heimili mitt í nærri hálfa öld. Líttu á brjóstin á henni. Það er ekki sú bára á Atlants- hafinu, sem þau mylja ekki undir sig, Líttu á afturendann. Þú getur beitt honum á hvaða báru sem þú vilt, og líttu á belginn, hann veltir af sér öll- um skvettum. Skrokkurinn getur enzt aðrar fjórar vélar, karl minn. Þetta er bezta skip, ófúið og eikin hörð sem stál. Synd að höggva hana upp. Þeir heimtuðu það, þessir bölv- aðir bjánar í Kaupmannahöfn, sem létu styrkinn í nýja bátinn, að þessi yrði höggvinn upp, mætti aldrei fara til fiskjar aftur.“ Gísli keypti bátinn á hálft níunda þúsund danskra króna og innifalið í verðinu var blessun frú Knudsen. Seljandinn fékk tvær vikur til þess að ganga frá farkostinum og fín- pússa hann. Þá var að „munstra“ í áhöfn en leyfið var bundið við 7 menn. Ekki var hörgull á umsækj- endum, en þegar hafði verið ráðið í „brúna“ og með Gísla í vélarrúminu yrði Björgvin Fredriksen, Úlfar var skipaður matsveinn og hásetar þeir Konráð Jónsson og Theodór Skúla- son. Ekki var auðsótt að fá olíu á tankinn, en með loforði við konu danska viðskiptamálaráðherrans um að láta hana fá fregnir af syni hennar í London, ef farkosturinn kæmist á leiðarenda, fékkst olíugeymir fylltur. Sunnudaginn 21. júlí var lagt í hann og haldið til Kristiansand í Noregi, Stavanger og Bergen, en lengra náði leyfi þýzku herstjórnarinnar ekki. Gunnar var reiprennandi talandi á þýzka tungu og hélt til Osló til fund- ar við herstjórnina þar og kom til baka með brottfararleyfi út til Ís- lands. Eftir tilkynningar til allra varðstöðva í Noregi var haldið til Færeyja og haldið áfram unz lagzt var að bryggju í Reykjavík 12. ágúst. Þeir voru komnir heim til ástvina og fjölskyldna heilu og höldnu eftir sigl- ingu yfir hafið á ónýtum bát, í gegn- um nýlagt tundurduflabelti í Skage- rak og nærri kafsigldir af togara undan suðurströnd Íslands. Þeir höfðu sýnt áræði og dirfsku, lagni við erfið yfirvöld og ýtni, er það átti við. Þar af spratt nafn bátsins, Frekjan. Þegar frá leið, fór Úlfar að gefa sig meira að félagsmálum og tók að sér formennsku Knattspyrnufélagsins Vals 1946 og varð forkólfur í upp- byggingu æfingasvæðisins við Öskjuhlíð, gerð malarvallar, undir- búningi grasvallar og kaupum á stál- grind fyrir íþróttahús. Hann leitaði tilboða erlendis og fékk tilboð frá Belgíu og festi kaup á einni stál- grind, en þegar hann komst að því, að verðið hefði lækkað verulega, seldi hann grindina útgerðarmanni í Hafnarfirði undir fiskverkunarhús og keypti aðra á nýja verðinu. Þetta hafnfirzka hús er í dag Íþróttahús Hauka. Geysimikið vinnuframlag félagsmanna kom þessum fram- kvæmdum áleiðis og þar lét Úlfar ekki sitt eftir liggja þrátt fyrir tíma- frek læknisstörf hans. Naut hann við þessar framkvæmdir iðnaðar- manna í félaginu og þar fóru fyrir bræðurnir Jóhannes og Magnús Bergsteinssynir. Um miðja öldina tók undirritaður að sér með öðrum þjálfun yngstu knattspyrnuflokka KR og þá var eldri sonur Úlfars, Þórður, farinn að leika með 4. flokki Vals, en það var þá yngsti aldursflokkur knattspyrn- unnar, og Úlfar lét sig sjaldnast ÚLFAR ÞÓRÐARSON Veistu að þ að er útsala í Kr ílinu? Já það er 30-70 % afslátt ur af ö llu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.