Morgunblaðið - 02.08.2001, Page 49

Morgunblaðið - 02.08.2001, Page 49
vanta við hliðarlínuna, er Þórður lék. Það var mikið áfall, er Þórður týnd- ist í hafi suður af Grænlandi, er hann var að ferja heim litla flugvél með félaga sínum hjá Loftleiðum (og í Val) hinn 18. marz 1963. Eftir styrjöldina voru megin sam- skiptin við erlend knattspyrnulið á höndum félaganna, en landsliðið lék aðeins einn leik á ári, og 1950 engan. Félögin KR og Valur voru saman um móttöku erlends liðs annað hvert ár og 1953 tóku félögin saman á móti Waterford frá Írlandi og var Úlfar formaður móttökunefndar en undir- ritaður gjaldkeri. Gestirnir gistu í félagsheimili KR hvar komið hafði verið upp gistiaðstöðu og ráðinn þjóðfrægur matsveinn til þess að annast morgunverð og aðrar máltíð- ir, Lási kokk. Eftir á vildi Úlfar ganga frá þvotti á líninu en þegar leitað var eftir að gera upp fyrir verkið, bað Úlfar undirritaðan að koma niður á læknastofuna á viðtals- tíma. Við fórum út bakdyramegin út í bíl og síðan var ekið suður á Vals- völl og þar var fyrir einn maður að grafa skurð, var það Hafsteinn Guð- mundsson, síðar formaður ÍBK. Ræddust þeir við um stund um stefnu, dýpt og halla á skurðinum, en síðan var haldið í þvottahúsið og spjallað við eigandann og reikning- urinn gerður upp. Við fórum síðan aftur niður á læknastofu, Úlfar klæddist hvíta sloppnum, opnaði dyrnar að biðstofunni og sagði ósköp rólega „Gjörið svo vel, næsti.“ Úlfar hefur alla tíð verið mikill félagsmálamaður og virðist láta bezt að hafa mörg járn í eldinum sam- tímis og hreint ótrúlegt hverju hann hefur fengið áorkað. Hann var einn af 10 stofnendum Sundfélagsins Æg- is 1927, aðeins 16 ára gamall, um tveimur áratugum síðar tekur hann að sér formennsku Vals. Hann var kosinn til borgarstjórnar Reykjavík- ur 1958 og í framhaldi af því í stjórn Íþróttavallanna í Reykjavík. Þegar sú nefnd var lögð niður 1962 og stofnað Íþróttaráð Reykjavíkur, tók hann við formennsku Laugardals- nefndar, sem hafði skilað af sér Laugardalsvellinum 1959. Næsta verkefni nefndarinnar var að ljúka byggingu Laugardalslaugarinnar, sem vígð var 1. júlí 1968. Ótaldar eru þær nefndir, sem hann starfaði í inn- an heilbrigðisgeira borgarinnar. Úlf- ar lét eftir öruggt borgarstjórnar- sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eftir prófkjör 1978, og við tók Davíð Oddsson. Sumarið 1967 tók Úlfar að sér for- mennsku Íþróttabandalags Reykja- víkur og þá hófst 17 ára farsælt sam- starf okkar að málefnum íþróttafélaganna í Reykjavík. Með honum kom nýtt blóð inn í fram- kvæmdastjórn bandalagsins, en fyrstu 20 árin hafði forystusveitin breytzt lítið. Á fyrstu stjórnarárum Úlfars hófst getraunastarfsemin með samvinnu ÍBR, ÍSÍ og KSÍ, en síðan bættist UMFÍ við, þegar vagn- inn var kominn á fulla ferð. Banda- lagið annaðist þennan rekstur fyrstu 15 árin. Þá voru fest kaup á jörð í Grímsnesinu með það fyrir augum að koma þar upp æfingabúðum fyrir aðildarfélögin. Vegna breyttra aðstæðna var jörðin seld síðar, þegar framkvæmd- ir voru komnar nokkuð áleiðis. Margt var á döfinni í íþróttamál- um Reykjavíkur á stjórnarárum Úlf- ars. Þá hófust íþróttir fatlaðra, skíðasvæði Reykvíkinga í Bláfjöllum var opnað, byggð var Íþróttamiðstöð II í Laugardalnum í samstarfi ÍBR, ÍSÍ og KSÍ, bandalagið beitti sér fyr- ir rafvæðingu skíðaskála félaganna, ný íþróttafélög komu til sögunnar eftir því sem ný hverfi byggðust, mörg ný, stór íþróttahús risu með möguleikum á umfangsmeiri keppni og æfingum. Aldrei skorti verkefni og stjórnarfundir undir forystu Úlf- ars voru skemmtilegir og líflegir, flestir meðstjórnenda hans voru með honum öll 17 árin. Undirritaður vill þakka Úlfari Þórðarsyni fyrir langa samfylgd og ánægjulegt samstarf innan ÍBR og framkvæmdastjórn bandalagsins færir honum beztu árnaðaróskir á þessum tímamótum. F.h. Íþróttabandalags Reykjavík- ur, Sigurgeir Guðmannsson. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 49 AFMÆLI ASKUR, Fraxinus excelsior, er merkilegt tré. Askurinn er af smjörviðarætt, Oleaceae og á heim- kynni suður um Evrópu frá Noregi og allt austur í Asíu. Hann er há- vaxinn og myndarlegur, verður allt að 40 m á hæð í heimkynnum sín- um og hefur breiða krónu. Börk- urinn er ljós yfirlitum og gerir það að verkum að dökk, hér um bil kol- svört brumin verða mjög áberandi að vetri til, sérstaklega endabrum- in því þau geta verið afar stór. Blöðin eru stakfjöðruð og minna í fljótu bragði á blöð reyniviðar. Askurinn laufgast seint. Blómgun- artíminn er á vorin fyrir laufgun, en hann hefur enn sem komið er ekki blómstrað hér- lendis. Aldinið er hneta með 3-4 cm löngum væng og eru hneturnar nokkrar saman í knippi. Knippin hanga á trénu fram á vetur og minna á ótal lyklakippur. Aski er aðallega fjölg- að með sáningu en ræktunarafbrigðum er fjölgað með ágræðslu. Hann getur orðið allt að 400 ára gamall. Haustliturinn er gulur. Askurinn er þurfta- frekur og þarf djúpan, rakaheldinn, frjóan og kalkríkan jarðveg auk þess sem hann þarf gott vaxtarrými. Þetta er verðmætt viðartré og er viður asksins þekktur fyrir sveigjan- leika, styrk og seiglu. Til marks um það má nefna að viðurinn var not- aður í hestvagna og hús fyrstu yf- irbyggðu bílanna. Talið er að fyrstu skíðin hafi jafnframt verið úr ask- viði. Í dag er viðurinn einkum not- aður í húsgögn, verkfæri og ýmiss konar íþróttavarning. Askur hefur verið ræktaður á Ís- landi í rúmlega 100 ár, en sú rækt- un hefur aldrei orðið umfangsmikil. Hann hefur átt erfitt upp- dráttar hérlendis því hann þarf talsvert meiri hita og skjól en almennt hefur verið í boði á Íslandi. Þó má finna einstaka plöntur í grónum og skjólgóðum görðum sunnanlands, hann þrífst tæpast annars staðar á landinu. Í Múlakotsgarðinum í Fljótshlíð er stór og glæsilegur askur, hugsanlega sá stærsti á landinu enda eru skilyrði þar óvenju góð á íslenskan mælikvarða. Askurinn laufgast yfirleitt ekki fyrr en undir miðjan júní en nær yfirleitt að fella laufið tímanlega á haustin. Þó get- ur hann orðið fyrir haustkali. Eins og áður sagði er askurinn tré með fortíð. Í norrænni goða- fræði lék askur Yggdrasils lykil- hlutverk því hann sá um það að halda himinhvelfingunni uppi og greinar hans breiddu sig út yfir alla heimsbyggðina. Hann naut því sérstakrar virðingar meðal nor- rænna manna. Ræktunarsaga asksins í Evrópu er löng því hann var gjarnan ræktaður við mannabústaði vegna þokkafulls vaxtarlags og þeirra viðarnytja sem hafa mátti af honum. Viðurinn er ekki það eina sem menn hafa nýtt af askinum. Ask- urinn var nýttur í lækningaskyni til að vinna bug á ýmsum kvillum. Te af blöðunum var drukkið sem hægðalyf, notað til meðhöndlunar á sýkingu í nýrum og þvagfærum og til að hrekja út sníkjudýr í melting- arveginum. Útvortis voru blöðin notuð í bakstra eða böð til að með- höndla sár sem vætlaði úr. Börk- urinn var svo notaður í stað kíníns til að lækka sótthita. Ýmiss konar hjátrú hefur verið tengd askinum. Þeir sem eru illa hrjáðir af vörtum geta til dæmis reynt eftirfarandi aðferð: Takið dá- litla sneið af beikoni, komið henni fyrir undir berkinum á aski og mun þá myndast nokkurs konar hrúður á berkinum. Þegar sárið grær hverfa vörturnar. Askurinn getur líka hjálpað þeim sem þjást af al- mennri taugaveiklun. Það eina sem þarf að gera er að klippa lítinn bút af nögl hvers fingurs og hverrar tá- ar auk svolítils lokks af hári. Næsta sunnudagsmorgun á að fara á fæt- ur fyrir sólarupprás og bora litla holu í stofn fyrsta asktrés sem við- komandi finnur. Neglurnar og hár- ið eru sett í holuna og holunni lokað og taugaveiklunin heyrir sögunni til. Aðrir kvillar sem askurinn var talinn vinna á voru til dæmis eyrnaverkur, gyllinæð og getu- leysi. Þessi goðsagnaplanta hefur lítið verið gróðursett á Íslandi undan- farna áratugi. Auk gömlu trjánna sem áður var minnst á, má finna eina og eina unga plöntu í görðum mjög áhugasamra garðræktenda. Hugsanlega væri hægt að rækta meira af aski á Íslandi ef rétt kvæmi kæmu til sögunnar. Í því sambandi hafa menn einkum ein- blínt til Noregs, því þar þrífst ask- urinn vel allt norður í Þrændalög, alveg að 63°40’ n.br. og því kannski mögulegt að finna kvæmi sem henta við íslenskar aðstæður. Auk þess að vera skemmtileg viðbót við þær trjátegundir sem nú þegar eru ræktaðar á Íslandi gæti askkvæm- ið gert sitt til að minnka almenna taugaveiklun í íslensku sam- félagi… ASKUR (Fraxinus excelsior) Guðríður Helgadótt ir , garðyrkjufræðingur. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 459. þáttur KIRKJUSTARF GUÐSÞJÓNUSTUR voru í Stóra- Núpskirkju og Ólafsvallakirkju um síðustu helgi þar sem Þorvaldur Halldórsson kom á vegum sumar- kirkju þjóðkirkjunnar og leiddi safnaðarsönginn og lék undir við heilaga kvöldstund, þar sem nær- veru Drottins var leitað. Næstu helgar verður Þorvaldur á ferð um Suðurland. Næsta laugar- dag verður líklega helgistund á Þingvöllum. Næsta sunnudag verð- ur Þorvaldur með helgistund í Galtalæk og á töðugjöldum í Rang- árvallasýslu helgina 19.-20. ágúst. Óhætt er að mæla með því að fólk láti leiðast til helgihaldsins, enda unun að taka undir söng Þorvaldar Halldórssonar biðjandi og þakk- andi, leitandi nærveru Guðs í lífinu. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12-12:30. Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, tenór og Guðmundur Sig- urðsson, orgel. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Taize-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með guði. Lif- andi ljós og reykelsi bjóða mann vel- kominn. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir vel- komnir. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstundirn- ar verða áfram í sumar kl. 22 í Vída- línskirkju. Hressing á eftir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þingvallakirkja. Þorvaldur Halldórsson og sumarkirkjan FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB veitir félagsmönnum sínum og öðrum vegfarendum margþætta að- stoð um verslunarmannahelgina, mestu ferðamannahelgi ársins. Að- stoðarbílar FÍB verða á ferðinni um allt landið og þjónustunet félagsins verður í viðbragðsstöðu. Á þjóðvegum landsins verður á annan tug þjónustufarartækja félagsins á ferðinni. Sólarhringsvakt verður í höfuðstöðvum félagsins auk þess sem starfsmenn og umboðs- menn félagsins verða í stöðugu sam- bandi við fjölmiðla. Vegfarendur munu því jafnharðan fá upplýsingar um hvar þjónustubíla FÍB verður að finna hverju sinni og á hvaða leið þeir eru. Sími FÍB að- stoðar er 5 112 112 og sími stjórn- stöðvar FÍB er 562 9999. Veita sjálfir aðstoð eða kalla eftir hjálp Starfsmenn þjónustubíla FÍB veita aðstoð á vegum úti ef t.d. dekk springur eða bíll verður rafmagns- laus. Ef meiri viðgerða gerist þörf, kalla þeir eftir þeirri aðstoð sem nauðsynleg er, t.d. eftir þjónustu dráttarbíla eða verkstæða, útvegun varahluta, aðstoð lögreglu eða sjúkraliðs, – í stuttu máli veita þeir alla þá aðstoð sem mögulegt er að veita í hverju tilfelli. Innan þjónustunets FÍB um allt Ísland eru alls um 30 umboðsmenn félagsins, tugir bifreiðaverkstæða og þjónustuaðila sem veita félagsmönn- um FÍB forgangsþjónustu. Fyrir at- beina FÍB verður sérstök vakt hjá flestum bifreiðaumboðum og stærstu varahlutaverslunum lands- ins um verslunarmannahelgina og mun stjórnstöð FÍB annast útvegun varahluta hjá þessum aðilum í neyð- artilvikum og koma þeim í réttar hendur. Aðstoð FÍB um verslunarmannahelg- ina í síma 5 112 112 Vegaþjónusta FÍB allan sólarhringinn FLUGMÁLAFÉLAG Íslands verð- ur með samkomu í Múlakoti í Fljóts- hlíð um verslunarmannahelgina sem kallast hátíð flugsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að nóg verði af tjaldstæðum og uppákomur verði margar. Þar eru nefnd atriði eins og flug- vélasamkoma, listflug, lendingar- keppni, pokakast, leikir, brenna, flugeldasýning, samkomutjald, kvöldvaka með uppákomum, o.fl. „Sjáumst hress í góðu veðri, fljúg- andi sem akandi,“ segir í fréttatil- kynningu félagsins. Nánari dagskrá mótsins er að finna á heimasíðunni www.flugmala- felag.is. Hátíð flugsins verður í Múla- koti um helgina ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.