Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 02.08.2001, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 55 DAGBÓK Snertilinsur - fyrir veiðimenn - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945 Tilboð Barnamyndatökur verð frá kr. 5.000 Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. HACKETT-tvíburarnir, Jas- on og Justin, eru Bretar fram í fingurgóma – kurteisir heið- ursmenn með þurra kímni- gáfu, spila veikt grand og opna á fjórlit í spaða og hjarta. Breskara getur það ekki verið. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ KD106 ♥ 10632 ♦ -- ♣ K9642 Vestur Austur ♠ 9 ♠ G843 ♥ 85 ♥ DG7 ♦ KDG108742 ♦ 95 ♣Á10 ♣G873 Suður ♠ Á752 ♥ ÁK94 ♦ Á63 ♣D5 Vestur Norður Austur Suður Jason Justin -- -- Pass 1 hjarta 5 tíglar 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Spilið er tveggja ára gamalt og kom upp í úrvalskeppni átta sveita í Bretlandi. Hækkun Justins í slemmu er svolítið hörð, því þrátt fyrir 17 punkta er skiptingin jöfn og tígulásinn tæplega verð- mætur. En Jason fékk enga ástæðu til að gagnrýna bróð- ur sinn fyrir fífldirfsku í sögnum. Vestur kom út með tígul- kóng, sem Justin trompaði og spilaði strax hjarta á níuna. Hann trompaði svo annan tígul, tók ÁK í hjarta (henti laufi úr borði) og síðan tígulás og henti nú spaða. Austur varð að henda laufi frá fjór- litnum. Laufdrottning kom næst og vestur tók með ás og spilaði tígli í þessari stöðu: Norður ♠ KD10 ♥ -- ♦ -- ♣ K96 Vestur Austur ♠ 9 ♠ G843 ♥ -- ♥ -- ♦ DG108 ♦ -- ♣10 ♣G8 Suður ♠ Á752 ♥ 4 ♦ -- ♣5 Með tíglinum þvingaði vestur makker sinn í spaða og hjarta, en hitt hefði ekki verið betra að spila svörtu spili, því þá hefði Justin trompað lauf- ið frítt. “Thank you partner. Well played.“ BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú ert vinnufús og vandvirk- ur og fólk getur treyst því að þú leysir verkefni vel af hendi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki hugleiðingar um framtíðina skemma fyrir þér nútíðina. Slappaðu af og njóttu þess sem þú hefur. Sá hefur nóg er sér nægja lætur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert allra vinur þessa stundina og ættir að láta þér vel líka í flestum tilvikum. Mundu bara að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ættir að athuga hvort þú getur leyft þér að eignast hlut, sem þig hefur lengi dreymt um, án þess að fara yfir strikið í fjármálum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt á hættu að spenna myndist milli heimilis og vinnustaðar. Þú verður að taka á málunum, því annars áttu á hættu að allt fari úr böndunum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Flýttu þér hægt, það getur forðað þér frá mörgum mis- tökum. Reyndu að sjá veröld- ina eins og hún er, en ekki eins og þú vilt helst að hún sé. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef þú vilt heyra sannleikann ómengaðan, verður þú líka að vera viðbúinn því sem í hon- um felst. Synjaðu ekki beiðni góðs vinar um aðstoð í neyð. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er komið að því, að þú hljótir verðug laun erfiðis þíns. Njóttu þeirrar stundar sem skapast milli stríða og gerðu þér einhvern dagamun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en sjálfs þín. Vinur þinn upplifir sam- band ykkar svo að leiti beri í milli. Leiðréttu það strax. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Líttu um öxl og reyndu að gera þér grein fyrir rauða þræðinum í atburðarás síð- ustu daga. Þar kunna að leyn- ast mikilvæg skilaboð um framhaldið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er algjör óþarfi að fara stöðugt í felur. Þú ert maður fyrir þinn hatt og átt að hressa upp á sjálfstraustið svo þú þorir að láta sjá þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver átök gjósa upp á vinnustað þínum, en þú skalt halda þig utan við þau af fremsta megni. Vanræktu hvorki vini þína né vanda- menn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu það ógert að kveða upp úr um hlutina að lítt athuguðu máli. Það kann ekki góðri lukku að stýra að láta stjórn- ast fyrst og fremst af ósk- hyggju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla LJÓÐABROT Ellivísa Finn eg tekur að förlast kraftr, fjör og orku lina, en þó vil eg ekki yngjast aftr fyrir alla veröldina. Eiríkur Hallsson STAÐAN kom upp á EM einstaklinga í Ohrid í Make- dóníu. Skákhornið gerir þessa vikuna ýtarlega grein fyrir handbragði Braga Þorfinnssonar (2.292) á mótinu. Hann hafði hvítt gegn svissneska alþjóðlega meistaranum Beat Zuger (2.448). 25. Hxd8! og svart- ur gafst upp enda verður hann mát eftir 25. ...Hxd8 26. Df7+ Kh8 27. Dxh7#. Skákin tefldist í heild sinni: 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. b6 e6 6. Rc3 Rxd5 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 7. Rxd5 exd5 8. Dxd5 Rc6 9. e4 Be7 10. Rf3 Hb8 11. Bc4 0-0 12. Bd2 Hxb6 13. 0-0 Hxb2 14. Bc3 Hb6 15. Had1 d6 16. Dh5 Bf6 17. e5 g6 18. Dh6 Bg7 19. De3 He8 20. Df4 Be6 21. Hxd6 Db8 22. Bxe6 fxe6 23. Rg5 Rd8 24. Hdd1 Bh6 o.s.frv. 85 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 2. ágúst verður 85 ára Guðrún Pétursdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 2. ágúst, verður fimmtug Jó- hanna L. Jónsdóttir, for- stöðumaður Listasetursins Kirkjuhvols, Laugarbraut 15, Akranesi. Eiginmaður hennar er Valdimar Björg- vinsson, verslunarstjóri. Þau eru að heiman í dag. 85 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 2. ágúst, verður 85 ára Ólafur Jónsson, rafeindavirki, Lynghaga 24 í Reykjavík. Eiginkona hans var Hjördís Jónsdóttir, fyrrv. verslunar- maður. Ólafur ver deginum með nánustu fjölskyldu sinni. Það er frá félagsmálayfir- völdunum, mamma. Ég fæ mína eigin íbúð snemma. Fyrirgefðu! Þú gleymdir byssunni þinni. 80 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 2. ágúst verður áttræð Laufey Pálsdóttir, saumakona frá Siglufirði, Austurbrún 6, Reykjavík. Hún er að heim- an í dag. 40 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 3. ágúst verður fertugur Einar Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri SBK hf. Ein- ar og eiginkona hans, Helga Steindórsdóttir, bjóða ætt- ingjum, vinum og samstarfs- fólki til veislu í kvöld, 2. ágúst, kl. 20-24, um borð í Hafsúlunni við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. FRAMKVÆMDASÝSLA ríkisins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sem fram hafa komið í fjölmiðlum um gerð skilamata hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. „Á árunum 1995–2000 voru gerð tíu skilamöt og voru þau vegna eft- irtalinna verka: Flugstöð Leifs Eríkssonar, bíla- stæði, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, innritunarsalur, kristnihátíð Þing- völlum, Tollhúsið Tryggvagötu, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, flutningur Landmælinga Íslands, Hæstiréttur Íslands – nýbygging, lögreglustöð á Selfossi, skrifstofa bæjarfógeta og lögreglustöð á Siglufirði og heilsugæslustöð á Akureyri. Fullyrðing um að einungis sex skilamöt hafi verið unnin árin 1995– 2000 er því röng. Á árunum 1990– 1995 voru eftirtalin skilamöt unnin undir umsjón Framkvæmdasýslu ríkisins: Heilsugæslustöð Þönglabakka 6, Reykjavík, heilsugæslustöð Grinda- vík, heilsugæslustöð á Húsavík, sýsluskrifstofur og lögreglustöð á Húsavík, meðferðarheimilið Vík á Kjalarnesi, Háskólabíó – stækkun, heilsugæslustöð í Ólafsvík, dómhús í Reykjavík, heilsugæslustöð á Höfn í Hornafirði, heilsugæslustöð á Dal- vík, heilsugæslustöð á Hvamms- tanga, Hornbrekka í Ólafsfirði, læknisbústaður á Sunnuvegi 1, Þórshöfn, listaskólinn í Laugarnesi og Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi. Samtals eru þetta því um 25 skilamöt. Samkvæmt eldri lögum um op- inberar framkvæmdir (63/1970 með breytilegum sbr. lög nr. 55/1993), sem giltu fram á mitt ár 2001, fór Ríkisendurskoðun með yfirstjórn skilamata, en ekki Framkvæmda- sýsla ríkisins líkt og lögin kveða nú á um. Þá hafði Ríkisendurskoðun það hlutverk að setja reglur um gerð skilamata. Ríkisendurskoðun setti fram reglur um gerð skilamata árið 1990. Kostnaður við vinnslu og prentun skilamata er umtalsverður. Fram- kvæmdasýsla ríkisins hefur því miður hvorki mannafla né fjármuni til þess að vinna hundrað skilamöt aftur í tímann. Aftur á móti var hafið átak í gerð skilamata á árinu 1999 en þá var ráðinn sérstakur starfskraftur til þess að sinna út- gáfu skilamata. Hefur frá þeim tíma verið sérstakt stöðugildi til þess að sinna þessu hlutverki. Í júlí 2001 voru um 30 skilamöt í vinnslu, þar af eru 12 á lokastigi og bíða út- gáfu innan skamms. Þau skilamöt eru eftirtalin verk: Fangelsið á Litla-Hrauni, hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði, Þjóðminjasafn í Vesturvör, Sjúkrahús Reykjavíkur, Tryggingastofnun, heilsugæslustöð í Kópavogi, Lánasjóður landbúnað- arins, Flughlöð FLE, einangr- unarstöð í Hrísey, Þjóðleikhús, Sjúkrahús Akraness og sendi- herrabústaður í London. Rétt er að taka fram að tilgangur ákvæðis laga um opinberar fram- kvæmdir um gerð skilamata er að bera saman kostnað sambærilegra framkvæmda. Í öllum þeim fram- kvæmdum sem lokið er og ekki hafa verið gerð formleg skilamöt yfir liggur að sjálfsögðu fyrir reikn- ingslegt uppgjör og lokaskýrsla verksins. Í mörgum framkvæmdum er bókhald ekki hjá Framkvæmda- sýslu ríkisins, í þeim tilvikum hefur oft og tíðum reynst örðugt að nálg- ast reikningslegt uppgjör til þess að geta lokið gerð skilamats. Þá hafa margir verkkaupar skirrst við gerð skilamata vegna umfangs og kostnaðar við þau. Hafa margir þeirra farið fram á að í stað form- legra skilamata verði gerðar stuttar yfirlitsskýrslur. Vegna umtalsverðrar vinnu við gerð skilamata hefur verið ákveðið að vegna smærri viðhaldsfram- kvæmda verði í stað skilamats gerð stutt yfirlitsskýrsla. Að öðru leyti er vísað til leiðbeinandi reglna Framkvæmdasýslu ríkisins um framsetningu skilamats.“ Yfirlýsing frá Fram- kvæmdasýslu um skilamöt ÞRIÐJUDAGINN 31. júlí var ekið á bifreiðina US-507, sem er VW Caddy, hvít að lit, og farið af vettvangi. Atvik- ið átti sér stað framan við Klapparstíg 16, Rvík, á bilinu kl. 10:00-14:15. Vitni að atvikinu, svo og tjónvaldur sjálfur, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Mánudaginn 30. júlí var ekið á bif- reiðina VT-734, sem er Subaru Justy, fólksbifreið, hvít að lit, og farið af vettvangi. Atvikið átti sér stað á bif- reiðastæði við verslunarmiðstöð við Lóuhóla í Breiðholti á bilinu kl. 06:30-08:10. Vitni að atvikinu, svo og tjónvaldur sjálfur, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Í ANNAÐ sinn verður gengist fyr- ir barnahátíð í og við Félagsheim- ilið Árnes í Gnúpverjahreppi um verslunarmannahelgina. Skipulögð dagskrá, sem að mestu er ætluð börnum, verður á laugardag og sunnudag. Meðal þeirra sem fram koma eru Solla stirða úr Latabæ, trúð- urinn Geiri gleðigaur, Jóhanna Guðrún, söngkona, töframaðurinn Bjarni og Ómar Ragnarsson les fyrir börnin. Þá verður dansað fram á nótt á föstudags- og laug- ardagskvöld, en á sunnudagskvöld verður varðeldur og samsöngur fram á kvöld. Barnahátíð í Árnesi FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.