Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ   Í HLAÐVARPANUM Fimmtudag 2. ágúst kl. 21.00. Tónleikar Bag of joys              WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA - AUKASÝNINGAR Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 11. ágúst kl. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið OFANVERÐUR sjöundi áratug- urinn og öndverður áttundi, er hin nýja gullöld Hollywood hvað snertir ótrúlegan fjölda hágæðaafþreying- armynda og sígildra mynda. Hins vegar er gengi kvikmyndaveranna upp og ofan. Því veldur mikið magn af ómerkilegu uppfyllingarefni, þó ennfrekar talsverður fjöldi mislukk- aðra fokdýrra stórmynda sem enginn vill sjá þegar til kemur. Undir lok þess sjöunda eru nánast öll kvikmyndaverin rekin með tapi, utan Universal. MGM er aðeins svip- ur hjá sjón, harðsvíraður pen- ingamaður, Kirk Kerkorian, nær undirtökunum um sinn, það verður síst til að hressa upp á fjárreiður fornfrægrar draumasmiðjunnar. 20th Century Fox veður ýmist áfram í ökla eða eyra í peningamálum. Eftir að hafa jafnað sig á Kleópötru æv- intýrinu (sem fór reyndar fljótlega að skila hagnaði), koma dagar velsældar með hvert kassastykkið á eftir öðru, þar sem Tónaflóð – The Sound of Music, trónir hæst. Ýtir Á hverfanda hveli af stalli og verður mest sótta mynd allra tíma um árabil. Síðan koma afæturnar í hrönnum; Dr. Do- little, Staircase, Hello Dolly, Tora! Tora! Tora! Handan við 1970 hefjast svo enn á ný blómatímar hjá þessu óbangna fyrirtæki. Warner Bros-Seven Arts, lendir um sinn í hæpnum félagsskap við Kinney National og tapar jafnframt óhemju fé á mistökum á borð við Camelot. Það hriktir í Paramount með ógnardýrum ólánsgripum eins- og Paint Your Wagon. UA græðir og tapar á víxl, hvað verstu skellirnir eru Chitty, Chitty, Bang, Bang og Battle of Britain. Tími toppmyndanna Fyrri hluti áratugarins einkennist af eftirminnilegum kassastykkjum og klassík sem Hollywood framleiðir heima og í ríkara mæli, erlendis. Árin ’66–70 eru jafnvel enn glæsi- legri. Stórvirkin koma líkt og á færi- bandi, myndirnar sem verða taldar upp hér á eftir sýna best stórfeng- leika tímabilsins: 1966: Doctor Zhivago. Eitt til- komumesta verk stórmyndasmiðsins Davids Lean, byggð á sögu Borisar Pasternak um byltinguna 1916, og eftirhreytur hennar. Julie Christie ærir karlana, Omar Sharif heillar konur. Who’s Afraid of Virginia Woolf? Leikhúsmaðurinn Mike Nich- ols flytur stormasamt verk Albees af fjölunum með tilþrifamikilli hjálp Elizabeth Taylor og Richard Burton. Þau eiga ekki betri dag saman á tjaldinu. A Man For All Seasons. Söguleg átök í Englandi á sextándu öld milli Sir Thomasar Moore (Paul Scofield) og Hinriks konungs, VIII (Robert Shaw), meistarlega leikin og leikstýrt af Fred Zinneman. 1967: The Dirty Dozen. Afþreying- armynd með miklu mannvali, um leiðangur dauðadæmdra stríðsfanga inn í Þýskaland nasista. Mögnuð og margstæld. Cool Hand Luke. Paul Newman óborganlegur sem óbrjót- anlegur harðjaxl er lætur ekki bug- ast í Suðurríkjafangelsi, sannkallaðri vítisholu. Snilldarlegt aukaleikaraval (George Kennedy, Strother Martin, J.D. Cannon o.fl.). Bonnie and Clyde. Raunsæ, blóðug, um glæpahyskið sem rændi og drap á tímum krepp- unnar í Suðvesturríkjunum. Hefur gífurleg áhrif á kvikmyndir næstu áratuga. In the Heat of the Night. Sidney Poitier og Rod Steiger leika lögreglumenn, jafn ólíka að innræti sem útliti. Magnþrungið handrit, leikur og leikstjórn. 1968: The Graduate. Fáar myndir hafa nokkru sinni endurspeglað jafn listavel umbrotatíma í sögu Banda- ríkjanna. Sá nýútskrifaði (Dustin Hoffman) þarf ekki aðeins að velja sér framtíðarstarf heldur hvort hann ætlar að taka dótturina fram fyrir móður hennar í bólinu. Hoffman, Anne Bancroft, Simon og Garfunkel, öll ómótstæðileg. The Odd Couple. Besta mynd sólskinsdrengja kvik- myndanna, Jacks Lemmon og Wal- ters Matthau. Planet of the Apes. Ein besta afþreyingarmynd sögunnar, af vísindaskáldlegum toga. Mannkynið að tortíma sér. Prýdd einu magnað- asta lokaatriðinu og bestu gervum og förðun sem sést hefur. 2001: A Space Odyssey. Tilkomumikil, vitræn fram- tíðarsýn Kubricks og ein sú besta af alvarlegum toga. Tækniundur síns tíma, prýdd frábærri tónlist og nokkrum, meistaralegum atriðum. Rosemary’s Baby. Tímamóta hroll- vekja Polanskis er hrikaleg martröð ofsóknaræðis og óhugnaðar. In Cold Blood. Einstök í sinni röð, segir í leiknum heimildarmyndarstíl frá kaldrifjuðum og tilgangslausum morðum sem vöktu mikið umtal og óhug á sjöunda áratugnum. The Producers. Dásamlegasta og geggj- aðasta farsaklassík Mels Brooks, fjallar um seinheppna svikahrappa sem hyggjast græða á hruni öm- urlegs Broadwaysöngleiks, A Springtime For Hitler (!). Hrein snilld. 1969: Bullitt. Grjóthörð spennu- mynd með ísköldum Steve McQueen sem sjálfstæður og snjall lög- reglumaður og hortugur Robert Vaughn í hlutverki gjörspillts stjórn- málamanns er lítið síðri. Butch Cass- idy and the Sundance Kid. Tíma- mótavestri með bestu tvíeykissamsetningu sögunnar: Paul Newman og Robert Redford, sem út- lagar um aldamótin 1900. Fram- úrskarandi og frumleg mynd á allan hátt með hrífandi stjörnum, handriti og tónlist. The Wild Bunch. Ein blóði drifnasta mynd sögunnar undir- strikar óhugnað ofbeldis og afvega- leiðingu vopnabrölts, eins og Peck- inpah er manna lagnast. Midnight Cowboy. Ein besta mynd sem gerð hefur verið um einsemd, ör- birgð, vináttu og volæði undirmáls- manna sem óstuddir geta litla björg sér veitt í allsnægtaþjóðfélaginu. Jon Voight, Dustin Hoffman, tónlistin, leikstjórn Johns Schlesinger, hand- ritið; allt hjálpast að við að skapa eina af perlum sjöunda áratugarins. Easy Rider. Enn ein byltingarmyndin, endurspeglar mæta vel undarlega upplausnartíma með góðri tónlist Steppenwolf, ofl. 1970: M*A*S*H. Besta mynd Ro- berts Altmans og skemmtilegasta á sinn meinlega hátt. Elliot Gould og Donald Sutherland eru ekki hold- gervingar þeirra líflækna sem maður vill sjá við sjúkrabeðinn sinn. Little Big Man. Dustin Hoffman fer ham- förum (í orðsins fyllstu merkingu), í litríkri og oftast gamansamri sögu villta vestursins, á 19. og fram á 20. öld. They Shoot Horses, Don’t They? Hálfgleymd perla um niðurlægingu mannssálarinnar á árum kreppunnar miklu. Umgjörðin er þoldanskepnni, sem endurspeglar fullkomlega mis- kunnarleysið þegar kjörin eru bág. Woodstock. Ef fólk vill upplifa hippa- menninguna er mælt með þessari óborganlegu og sögulegu tónleika- mynd. Hér eru Hendrix, Sly and the Family Stone, Country Joe and the Fish og aðrir poppguðir og áhrifa- valdar þess sjötta og sjöunda. Skemmta á þriðja hundrað þúsund villuráfandi ungmennum, flestum í reykkófi og sýrurugli. Góðæri í Evrópu Evrópskir kvikmyndagerðarmenn eru einnig að gera í bland stórmerkar myndir. Frakkar skara talsvert fram úr enda halda þeir sig nær eingöngu á heimavelli. Bæði vegna tungu- málaerfiðleika, metnaðar og þjóð- arstolts. Truffaut er á sínu frjósam- asta skeiði og gerir nokkrar af öndvegisverkum sínum á ofanverð- um áratugnum; La Mariée était en Noir – Brúður í svörtu (’66), Baisers volés – Stolnir kossar (’68), Hafmeyj- an í Mississippi – La Siréne de Miss- issippi (’69). Lýkur honum með ein- stökum glæsibrag, því 1970 koma tvær af merkustu myndum hans; Villidrengurinn - L’Enfant Sauvage, og Domicile conjugal – Herbergi með fæði, sem er þriðja og næstsíðasta myndin í sjálfsævisögulegum bálkn- um um Antoine Doinel. Félagar hans í Nýbylgjunni sitja heldur ekki auðum höndum. Jean- Luc Godard telur sig nokkurt oln- bogabarn í hópnum en lýkur þó við fjölda merkra mynda, þ.á m. Mascul- in-Féminin, La Chinoise, Week-End, sem hann gerir í heimalandinu, auk One Plus One (Sympathy for the Devil), í Bretlandi. Claude Chabrol er afkastamikill og skilar m.a. af sér öndvegismyndunum Les Biches (’68), La Femme Infidéle (’69) og sjálfan Slátrarann – Le Boucher (’70). Jac- ques Rivette er rólegur í tíðinni, set- ur þó allt á annan endann með Nunn- unni – La Religieuse (’66). Eric Rohmer vekur heimsathygli með Ma Nuit chez Maude (’68), einni af six contes moraux, sextettinum um sið- ferðið, sem samanstendur m.a. af La Collectionneuse (’67) og Le Genou de Claire (’70). Alain Resnais lýkur við hina rómuðu Stríðinu er lokið – La Guerre est finie (’66). Louis Malle er enn einn mikilhæfur leikstjóri Frans- manna, hróður hans berst til landsins með sýningum Þjófsins í París – Le Voleur (’67). Claude Lelouch stýrir Jean Louis Trintignant og Anouk Aimée í Manni og konu (’66), sem verður vinsæl um allan heim. Syst- urnar fögru Catherine Deneuve og Francoise Dorléac kæta augað í Ungu stúlkunum í Rochefort (’67), eftir Jacques Demy. Belle de Jour (’67), sú mynd sem víðast fer af verk- um meistara Bunuels, er samstarfs- verkefni Frakka, Ítala og Spánverja. Fer sigurför vítt um heiminn og hlýt- ur mikið lof og verðlaun á Feneyjum. Roger Vadim er á groddalegri nótum í Barbarellu (’67), með Jane Fonda, nýjustu eiginkonu sína í titilhlutverk- inu. Costa-Gavras tekur á einræð- isstjórnum í Z (’69), og Stalínism- anum í Játningunni (’70). Gróskan í Frakklandi ýtir við ná- grönnum þeirra í norðri. Fyrsta merki vestur-þýsku nýbylgjunnar eru Törless hinn ungi – Der junge Törless (’66), mynd Volkers Schlön- dorff og Stúlka gærdagsins – Ab- schied von gestern, eftir Alexander Kluge. Ítalir láta ekki sitt eftir liggja á merkum tímum gæðamynda. Gilo Pontecorvo vinnur verðskuldað til aðalverðlauna á Feneyjum ’66, fyrir Orrustuna um Alsír – La Battaglia di Algeri, grimma ádeilu í heimild- armyndarstíl á kúgun nýlenduveld- anna. Lundúnasveiflan heillar jafnvel Michelangelo Antonioni, sem heldur til borgarinnar og fangar andrúmið giska vel í Blow Up (’66). Pasolini ögrar hins vegar siðfræðinni í Theo- rema (’68), er hann lætur aðalpersón- una (Terence Stamp), forfæra alla meðlimi broddborgarafjölskyldu. Luchino Visconti er á svipuðum slóð- um í Gotterdämmerung (’68). Ítalskir leikstjórar halda áfram að hneyksla samtímanum, Fellini lætur ekki sitt eftir liggja. Satyricon (’69), er e.k. La Dolce vita Rómaborgar á tímum Pet- roniusar. Sergio Leone lýkur „doll- ara“-þrennunni og skapar enn einn afburða spaghettivestrann með Once Upon a Time in the West (’69) Þó svo að breskir kraftar flykkist yfir hafið er nokkur uppsveifla á heimavíg- stöðvunum. Lindsay Anderson fer hvergi, og vekur verðskuldaða at- hygli með If... (’68). Stórleikarinn Michael Caine er farinn að koma upp á yfirborðið í myndum eins og Alfie (’66). Annar snillingur, Charles Chaplin, lýkur ferlinum með Greif- ynjunni frá Hong Kong (’67), heldur dapurlegum endalokum. Franco Zeffirelli lýkur við Rómeó og Júlíu (’68), leikarinn Richard Attenbor- ough sýnir að hann kann ýmslegt fyr- ir sér bak við tökuvélarnar er hann leikstýrir Oh, What a Lovely War (’69). Sá óforskammaði listamaður, Ken Russell, frumsýnir Women In Love (’69). Stórmyndameistarinn David Lean, lokar áratugnum með Ryan’s Daughter (’70), prýddum mögnuðum leik Johns Mills og Ro- berts Mitchum. Tékkarnir Milos Forman, Jiri Menzel, Vera Chitylova og Ivan Passer eru í fararbroddi bjartsýnna, frjálslyndra kvikmyndagerðarmanna sem reyna að brjótast undan viðjum kommúnismans. 1966 líta dagsljósið nokkur tímamótaverk, pólitískar, kaldhæðnar og ögrandi, hálffaldar ádeilur á þjóðfélagsástandið. Closely Watched Trains, Peter and Pavla og Loves of a Blonde eru hvað kunnust verka tékknesku nýbylgjunnar. Kassastykki og klassík Faye Dunaway, Estelle Parsons, Gene Hackman, Michael J. Pollard og Warren Beatty; frægasta þjóðvegagengi Bandaríkjanna, kennt við höfuðpaurana, Bonnie og Clyde. Aparnir siðsömu rökræða hvað þeir eigi að gera við Charlton Heston í Apaplánetunni. Eitt magnaðasta tvíeyki sögunnar: Paul Newman og Robert Redford í Butch Cassidy and the Sundance Kid. Bíóöldin1966-1970 eftir Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.