Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 56

Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ   Í HLAÐVARPANUM Fimmtudag 2. ágúst kl. 21.00. Tónleikar Bag of joys              WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA - AUKASÝNINGAR Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 11. ágúst kl. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið OFANVERÐUR sjöundi áratug- urinn og öndverður áttundi, er hin nýja gullöld Hollywood hvað snertir ótrúlegan fjölda hágæðaafþreying- armynda og sígildra mynda. Hins vegar er gengi kvikmyndaveranna upp og ofan. Því veldur mikið magn af ómerkilegu uppfyllingarefni, þó ennfrekar talsverður fjöldi mislukk- aðra fokdýrra stórmynda sem enginn vill sjá þegar til kemur. Undir lok þess sjöunda eru nánast öll kvikmyndaverin rekin með tapi, utan Universal. MGM er aðeins svip- ur hjá sjón, harðsvíraður pen- ingamaður, Kirk Kerkorian, nær undirtökunum um sinn, það verður síst til að hressa upp á fjárreiður fornfrægrar draumasmiðjunnar. 20th Century Fox veður ýmist áfram í ökla eða eyra í peningamálum. Eftir að hafa jafnað sig á Kleópötru æv- intýrinu (sem fór reyndar fljótlega að skila hagnaði), koma dagar velsældar með hvert kassastykkið á eftir öðru, þar sem Tónaflóð – The Sound of Music, trónir hæst. Ýtir Á hverfanda hveli af stalli og verður mest sótta mynd allra tíma um árabil. Síðan koma afæturnar í hrönnum; Dr. Do- little, Staircase, Hello Dolly, Tora! Tora! Tora! Handan við 1970 hefjast svo enn á ný blómatímar hjá þessu óbangna fyrirtæki. Warner Bros-Seven Arts, lendir um sinn í hæpnum félagsskap við Kinney National og tapar jafnframt óhemju fé á mistökum á borð við Camelot. Það hriktir í Paramount með ógnardýrum ólánsgripum eins- og Paint Your Wagon. UA græðir og tapar á víxl, hvað verstu skellirnir eru Chitty, Chitty, Bang, Bang og Battle of Britain. Tími toppmyndanna Fyrri hluti áratugarins einkennist af eftirminnilegum kassastykkjum og klassík sem Hollywood framleiðir heima og í ríkara mæli, erlendis. Árin ’66–70 eru jafnvel enn glæsi- legri. Stórvirkin koma líkt og á færi- bandi, myndirnar sem verða taldar upp hér á eftir sýna best stórfeng- leika tímabilsins: 1966: Doctor Zhivago. Eitt til- komumesta verk stórmyndasmiðsins Davids Lean, byggð á sögu Borisar Pasternak um byltinguna 1916, og eftirhreytur hennar. Julie Christie ærir karlana, Omar Sharif heillar konur. Who’s Afraid of Virginia Woolf? Leikhúsmaðurinn Mike Nich- ols flytur stormasamt verk Albees af fjölunum með tilþrifamikilli hjálp Elizabeth Taylor og Richard Burton. Þau eiga ekki betri dag saman á tjaldinu. A Man For All Seasons. Söguleg átök í Englandi á sextándu öld milli Sir Thomasar Moore (Paul Scofield) og Hinriks konungs, VIII (Robert Shaw), meistarlega leikin og leikstýrt af Fred Zinneman. 1967: The Dirty Dozen. Afþreying- armynd með miklu mannvali, um leiðangur dauðadæmdra stríðsfanga inn í Þýskaland nasista. Mögnuð og margstæld. Cool Hand Luke. Paul Newman óborganlegur sem óbrjót- anlegur harðjaxl er lætur ekki bug- ast í Suðurríkjafangelsi, sannkallaðri vítisholu. Snilldarlegt aukaleikaraval (George Kennedy, Strother Martin, J.D. Cannon o.fl.). Bonnie and Clyde. Raunsæ, blóðug, um glæpahyskið sem rændi og drap á tímum krepp- unnar í Suðvesturríkjunum. Hefur gífurleg áhrif á kvikmyndir næstu áratuga. In the Heat of the Night. Sidney Poitier og Rod Steiger leika lögreglumenn, jafn ólíka að innræti sem útliti. Magnþrungið handrit, leikur og leikstjórn. 1968: The Graduate. Fáar myndir hafa nokkru sinni endurspeglað jafn listavel umbrotatíma í sögu Banda- ríkjanna. Sá nýútskrifaði (Dustin Hoffman) þarf ekki aðeins að velja sér framtíðarstarf heldur hvort hann ætlar að taka dótturina fram fyrir móður hennar í bólinu. Hoffman, Anne Bancroft, Simon og Garfunkel, öll ómótstæðileg. The Odd Couple. Besta mynd sólskinsdrengja kvik- myndanna, Jacks Lemmon og Wal- ters Matthau. Planet of the Apes. Ein besta afþreyingarmynd sögunnar, af vísindaskáldlegum toga. Mannkynið að tortíma sér. Prýdd einu magnað- asta lokaatriðinu og bestu gervum og förðun sem sést hefur. 2001: A Space Odyssey. Tilkomumikil, vitræn fram- tíðarsýn Kubricks og ein sú besta af alvarlegum toga. Tækniundur síns tíma, prýdd frábærri tónlist og nokkrum, meistaralegum atriðum. Rosemary’s Baby. Tímamóta hroll- vekja Polanskis er hrikaleg martröð ofsóknaræðis og óhugnaðar. In Cold Blood. Einstök í sinni röð, segir í leiknum heimildarmyndarstíl frá kaldrifjuðum og tilgangslausum morðum sem vöktu mikið umtal og óhug á sjöunda áratugnum. The Producers. Dásamlegasta og geggj- aðasta farsaklassík Mels Brooks, fjallar um seinheppna svikahrappa sem hyggjast græða á hruni öm- urlegs Broadwaysöngleiks, A Springtime For Hitler (!). Hrein snilld. 1969: Bullitt. Grjóthörð spennu- mynd með ísköldum Steve McQueen sem sjálfstæður og snjall lög- reglumaður og hortugur Robert Vaughn í hlutverki gjörspillts stjórn- málamanns er lítið síðri. Butch Cass- idy and the Sundance Kid. Tíma- mótavestri með bestu tvíeykissamsetningu sögunnar: Paul Newman og Robert Redford, sem út- lagar um aldamótin 1900. Fram- úrskarandi og frumleg mynd á allan hátt með hrífandi stjörnum, handriti og tónlist. The Wild Bunch. Ein blóði drifnasta mynd sögunnar undir- strikar óhugnað ofbeldis og afvega- leiðingu vopnabrölts, eins og Peck- inpah er manna lagnast. Midnight Cowboy. Ein besta mynd sem gerð hefur verið um einsemd, ör- birgð, vináttu og volæði undirmáls- manna sem óstuddir geta litla björg sér veitt í allsnægtaþjóðfélaginu. Jon Voight, Dustin Hoffman, tónlistin, leikstjórn Johns Schlesinger, hand- ritið; allt hjálpast að við að skapa eina af perlum sjöunda áratugarins. Easy Rider. Enn ein byltingarmyndin, endurspeglar mæta vel undarlega upplausnartíma með góðri tónlist Steppenwolf, ofl. 1970: M*A*S*H. Besta mynd Ro- berts Altmans og skemmtilegasta á sinn meinlega hátt. Elliot Gould og Donald Sutherland eru ekki hold- gervingar þeirra líflækna sem maður vill sjá við sjúkrabeðinn sinn. Little Big Man. Dustin Hoffman fer ham- förum (í orðsins fyllstu merkingu), í litríkri og oftast gamansamri sögu villta vestursins, á 19. og fram á 20. öld. They Shoot Horses, Don’t They? Hálfgleymd perla um niðurlægingu mannssálarinnar á árum kreppunnar miklu. Umgjörðin er þoldanskepnni, sem endurspeglar fullkomlega mis- kunnarleysið þegar kjörin eru bág. Woodstock. Ef fólk vill upplifa hippa- menninguna er mælt með þessari óborganlegu og sögulegu tónleika- mynd. Hér eru Hendrix, Sly and the Family Stone, Country Joe and the Fish og aðrir poppguðir og áhrifa- valdar þess sjötta og sjöunda. Skemmta á þriðja hundrað þúsund villuráfandi ungmennum, flestum í reykkófi og sýrurugli. Góðæri í Evrópu Evrópskir kvikmyndagerðarmenn eru einnig að gera í bland stórmerkar myndir. Frakkar skara talsvert fram úr enda halda þeir sig nær eingöngu á heimavelli. Bæði vegna tungu- málaerfiðleika, metnaðar og þjóð- arstolts. Truffaut er á sínu frjósam- asta skeiði og gerir nokkrar af öndvegisverkum sínum á ofanverð- um áratugnum; La Mariée était en Noir – Brúður í svörtu (’66), Baisers volés – Stolnir kossar (’68), Hafmeyj- an í Mississippi – La Siréne de Miss- issippi (’69). Lýkur honum með ein- stökum glæsibrag, því 1970 koma tvær af merkustu myndum hans; Villidrengurinn - L’Enfant Sauvage, og Domicile conjugal – Herbergi með fæði, sem er þriðja og næstsíðasta myndin í sjálfsævisögulegum bálkn- um um Antoine Doinel. Félagar hans í Nýbylgjunni sitja heldur ekki auðum höndum. Jean- Luc Godard telur sig nokkurt oln- bogabarn í hópnum en lýkur þó við fjölda merkra mynda, þ.á m. Mascul- in-Féminin, La Chinoise, Week-End, sem hann gerir í heimalandinu, auk One Plus One (Sympathy for the Devil), í Bretlandi. Claude Chabrol er afkastamikill og skilar m.a. af sér öndvegismyndunum Les Biches (’68), La Femme Infidéle (’69) og sjálfan Slátrarann – Le Boucher (’70). Jac- ques Rivette er rólegur í tíðinni, set- ur þó allt á annan endann með Nunn- unni – La Religieuse (’66). Eric Rohmer vekur heimsathygli með Ma Nuit chez Maude (’68), einni af six contes moraux, sextettinum um sið- ferðið, sem samanstendur m.a. af La Collectionneuse (’67) og Le Genou de Claire (’70). Alain Resnais lýkur við hina rómuðu Stríðinu er lokið – La Guerre est finie (’66). Louis Malle er enn einn mikilhæfur leikstjóri Frans- manna, hróður hans berst til landsins með sýningum Þjófsins í París – Le Voleur (’67). Claude Lelouch stýrir Jean Louis Trintignant og Anouk Aimée í Manni og konu (’66), sem verður vinsæl um allan heim. Syst- urnar fögru Catherine Deneuve og Francoise Dorléac kæta augað í Ungu stúlkunum í Rochefort (’67), eftir Jacques Demy. Belle de Jour (’67), sú mynd sem víðast fer af verk- um meistara Bunuels, er samstarfs- verkefni Frakka, Ítala og Spánverja. Fer sigurför vítt um heiminn og hlýt- ur mikið lof og verðlaun á Feneyjum. Roger Vadim er á groddalegri nótum í Barbarellu (’67), með Jane Fonda, nýjustu eiginkonu sína í titilhlutverk- inu. Costa-Gavras tekur á einræð- isstjórnum í Z (’69), og Stalínism- anum í Játningunni (’70). Gróskan í Frakklandi ýtir við ná- grönnum þeirra í norðri. Fyrsta merki vestur-þýsku nýbylgjunnar eru Törless hinn ungi – Der junge Törless (’66), mynd Volkers Schlön- dorff og Stúlka gærdagsins – Ab- schied von gestern, eftir Alexander Kluge. Ítalir láta ekki sitt eftir liggja á merkum tímum gæðamynda. Gilo Pontecorvo vinnur verðskuldað til aðalverðlauna á Feneyjum ’66, fyrir Orrustuna um Alsír – La Battaglia di Algeri, grimma ádeilu í heimild- armyndarstíl á kúgun nýlenduveld- anna. Lundúnasveiflan heillar jafnvel Michelangelo Antonioni, sem heldur til borgarinnar og fangar andrúmið giska vel í Blow Up (’66). Pasolini ögrar hins vegar siðfræðinni í Theo- rema (’68), er hann lætur aðalpersón- una (Terence Stamp), forfæra alla meðlimi broddborgarafjölskyldu. Luchino Visconti er á svipuðum slóð- um í Gotterdämmerung (’68). Ítalskir leikstjórar halda áfram að hneyksla samtímanum, Fellini lætur ekki sitt eftir liggja. Satyricon (’69), er e.k. La Dolce vita Rómaborgar á tímum Pet- roniusar. Sergio Leone lýkur „doll- ara“-þrennunni og skapar enn einn afburða spaghettivestrann með Once Upon a Time in the West (’69) Þó svo að breskir kraftar flykkist yfir hafið er nokkur uppsveifla á heimavíg- stöðvunum. Lindsay Anderson fer hvergi, og vekur verðskuldaða at- hygli með If... (’68). Stórleikarinn Michael Caine er farinn að koma upp á yfirborðið í myndum eins og Alfie (’66). Annar snillingur, Charles Chaplin, lýkur ferlinum með Greif- ynjunni frá Hong Kong (’67), heldur dapurlegum endalokum. Franco Zeffirelli lýkur við Rómeó og Júlíu (’68), leikarinn Richard Attenbor- ough sýnir að hann kann ýmslegt fyr- ir sér bak við tökuvélarnar er hann leikstýrir Oh, What a Lovely War (’69). Sá óforskammaði listamaður, Ken Russell, frumsýnir Women In Love (’69). Stórmyndameistarinn David Lean, lokar áratugnum með Ryan’s Daughter (’70), prýddum mögnuðum leik Johns Mills og Ro- berts Mitchum. Tékkarnir Milos Forman, Jiri Menzel, Vera Chitylova og Ivan Passer eru í fararbroddi bjartsýnna, frjálslyndra kvikmyndagerðarmanna sem reyna að brjótast undan viðjum kommúnismans. 1966 líta dagsljósið nokkur tímamótaverk, pólitískar, kaldhæðnar og ögrandi, hálffaldar ádeilur á þjóðfélagsástandið. Closely Watched Trains, Peter and Pavla og Loves of a Blonde eru hvað kunnust verka tékknesku nýbylgjunnar. Kassastykki og klassík Faye Dunaway, Estelle Parsons, Gene Hackman, Michael J. Pollard og Warren Beatty; frægasta þjóðvegagengi Bandaríkjanna, kennt við höfuðpaurana, Bonnie og Clyde. Aparnir siðsömu rökræða hvað þeir eigi að gera við Charlton Heston í Apaplánetunni. Eitt magnaðasta tvíeyki sögunnar: Paul Newman og Robert Redford í Butch Cassidy and the Sundance Kid. Bíóöldin1966-1970 eftir Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.