Morgunblaðið - 02.08.2001, Page 58

Morgunblaðið - 02.08.2001, Page 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Kolbeinn Þorsteinsson skemmtir föstudags- og laugardagskvöld.  CLUB 22: Breski plötusnúðurinn Dj Panik tryllir lýðinn fimmtudags- kvöld kl. 21 til 2. 18 ára aldurs- takmark og 500 króna aðgangseyr- ir. Barði úr Bang Gang spilar fram á nótt föstudagskvöld. Dj Johnny mætir galvaskur og sér um tónlist- ina fram á morgun laugardags- kvöld. Þau Andrea Jónsdóttir og Óli Palli taka höndum saman og ljúka verslunarmannahelginni sunnudagskvöld. Frítt inn til 2 öll kvöldin. Frítt inn alla nóttina fyrir handhafa stúdentaskírteina.  GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveit- in Í svörtum fötum heldur uppi fjörinu fimmtudagskvöld. Tveir heppnir gestir geta unnið miða á Eldborgarhátíðina. Hljómsveitin Ný dönsk spilar nýtt og gamalt efni laugardags- og sunnudagskvöld. Forsala aðgöngumiða á Gauknum. Hljómsveitin Kalk mánudagskvöld.  GULLÖLDIN: Það eru snilling- arnir Svensen og Hallfunkel sem halda uppi fjörinu föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld.  H-BARINN AKRANESI: Diskó- rokktekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur föstudags- og laug- ardagskvöld. Miðaverð er 500 krón- ur frá miðnætti.  H. M. KAFFI, Selfossi: Bjórband- ið heldur sína eigin innihátíð föstu- dags- og laugardagskvöld.  KA-HEIMILIÐ, Akureyri: Hljómsveitin Skítamórall föstu- dagskvöld. Sálin hans Jóns míns spilar laugardagskvöld. Hljómsveit- in Greifarnir sunnudagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Vinir Dóra koma saman eftir nokkurt hlé fimmtudagskvöld kl. 22. Hljóm- sveitina skipa þeir Halldór Braga- son, Ásgeir Ásgeirsson, Guðmund- ur Pétursson og Jón Ólafs. Hljómsveitin Spútnik spilar mánu- dagskvöld.  KAFFI-LÆKUR, Hafnargötu 30, Hafn.: Njáll spilar létta tónlist föstudags- og laugardagskvöld.  KAFFILEIKHÚSIÐ: Hljómsveit- in The Bag of Joys heldur sína fyrstu og einu tónleika í fjögur ár fimmtudagskvöld kl. 21. Hljóm- sveitina skipa þau Sighvatur Ómar Kristinsson, Unnar B. Arnalds, Lena Viderö og Gústaf Bergmann Einarsson. Einnig kemur fram hljómsveitin Rúnk og kassettusnúð- urinn Músíkvatur. Miðaverð er 800 krónur.  KRÁKAN, Grundarfirði: Viðar Jónsson heldur uppi sama fjörinu og síðustu helgi föstudags- oglaug- ardagskvöld.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveit Hilmars Sverrissonar og Péturs Hjálmarssonar skemmtir gestum föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld.  MÚLINN, Húsi málarans: Tón- leikar með Kristjönu Stefánsdóttur í tilefni af nýútkomnum geisladiski hennar fimmtudagskvöld. Með henni spila Agnar Már Magnússon, Birkir Freyr Matthíasson, Michael Erian, Uli Glassman og Thorsten Grau.  NELLYS CAFÉ: Dj Le Chef og Dj Finger sjá um að skemmta gest- um föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. 500 krónur inn eftir miðnætti.  NIKKABAR, Hraunbergi 4: Kol- beinn Þorsteinsson trúbador föstu- dags- og laugardagskvöld.  NÝJA BÍÓ, Siglufirði: Milljóna- mæringarnir ásamt Páli Óskari og Bjarna Ara laugardags- og sunnu- dagskvöld.  ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Stuðbandalagið leikur fyrir dansi föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hljómsveitina skipa þeir Orri Jónsson, Indriði Jósafatsson, Ásgeir Holm, Bragi Björnsson og Guðjón Guðmunds- son.  RABBABARINN, Patreksfirði: Hljómsveitin Sólon spilar mánu- dagskvöld.  RAUÐA LJÓNIÐ: Guðmundur Reynisson spilar mánudagskvöld.  RÁIN, Keflavík: Hljómsveitin Hafrót leikur um verslunarmanna- helgina.  SIRKUS, Klapparstíg: Mínus og Klink halda dúndurtónleika í port- inu laugardagskvöld. Heitt á grill- inu frá kl. 19.  SJALLINN, Akureyri: Sálin hans Jóns míns föstudags- og sunnu- dagskvöld. Hljómsveitin Greifarnir laugardagskvöld.  SPORTKAFFI: Hljómsveitin Buttercup fimmtudagskvöld.  SPOTLIGHT: Ibiza-stemming alla helgina. Dj Cesar spilar föstu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld.  THOMSEN: Undirtónar og Thomsen standa fyrir góðu partýi alla helgina. Fram koma Egill Sæ- björns, Natalie og Raven, Frank Murder og Einóma fimmtudags- kvöld, Dj Sunshine (Sóley), Skurk- en, Biogen, Ívar Örn, ILO og Mar- geir föstudagskvöld, Dj Guðný Súpergirl, Hugarástand og Mark Knowles laugardagskvöld, Robbi Chronic, Árni Einar og Darius sunnudagskvöld. Kvöldin hefjast kl. 22 og miðaverð er 500 krónur. 18 ára aldurstakmark.  ÚTHLÍÐ, Biskupstungum: Hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar fimmtudags- og föstudagskvöld. Hljómsveit Rúnars Júlíussonar laugardags- og sunnudagskvöld.  ÚTLAGINN, Flúðum: Diskó- rokktekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur sunnudagskvöld. Miðaverð er 500 krónur.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi föstudags-, laugardags og sunnudagskvöld.  VÍDALÍN: Kvartett Röggu Grön- dal spilar fimmtudagskvöld.  VÍKIN, Höfn: Rúnar Þór og félagar föstudags- og laugardags- kvöld.  ÝDALIR, Aðaldal: SSSól hefur yfirreið sína um landið mánudags- kvöld.  ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN: Hljómsveitin Jagúar með tónleika sunnudagskvöld. Dj Afro Funk opnar kvöldið. Fólk er hvatt til að mæta í 70’s-klæðnaði. Frá A til Ö Hljómsveitin Mínus spilar ásamt Klinki í portinu hjá Sirkus. Morgunblaðið/Arnaldur Egill Sæbjörns tekur þátt í helgarveislu Undirtóna og Thomsen. ÞUNGAROKKIÐ, einkanlega hið umdeilda afkvæmi þess, svartþunga- rokkið, þarf oft og tíðum að gjalda fyrir hluti sem tengjast ekki tónlist- inni sem slíkri á nokkurn hátt. Hvað svartþungarokkið áhrærir hefur kol- svört, satanísk ímyndin og fáránleg- ustu ofbeldisverk eins og kirkju- brennur og morð fælt flesta frá því sem skiptir höfuðmáli, þ.e. frá sjálfri tónlistinni. Án þess að ætla að leggja dóm á það hversu samtengd tónlistin þarf nauðsynlega að vera menning- unni sem henni fylgir er engu að síð- ur mikilvægt að átta sig á því að svartþungarokkið getur verið glæst- ur og tilkomumikill stíll; hreinasta list sem lýtur sömu fagurfræðilegu einkennum og önnur tónlist. Þessari staðreynd verða því miður allt of margir af; einfaldlega vegna þess að fíflagangurinn í kringum formið slær sandi í eyru þeirra. Fyrir stuttu kom út geislaplatan The Goat of Mendes með bresku öfgaþungarokkssveitinni Akercocke. Plötunni hefur verið hampað í þunga- rokksblöðum, eins og t.a.m. Terrori- zer sem er Biblía þeirra sem vilja það „hratt, hátt og þungt“, sem meistara- legu verki sem setji nýja staðla um leið og unnið sé úr fornum arfi á einkar séðan hátt. The Goat of Mendes er athyglis- verð blanda af dauðarokki því sem hæst fór í byrjun síðasta áratugar; Ljósmynd/Joanna Surmacz Settlegt svartþungarokk(?). Meðlimir Akercocke leggja áherslu á vand- aða sviðsframkomu og snyrtilegan klæðaburð. Akercocke FORVITNILEG TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen svartþungarokki og dómsdagsrokki því sem sveitir eins og Anathema hafa lagt stund á. Eins og nafnið gef- ur til kynna eru meðlimir rammir sat- anistar og er það undirstrikað með öfugum krossum, textum, lagaáferð og ekki síst lagatitlum eins og „Horns of Baphomet“, „Infernal Rites“ og „Of Menstrual Blood and Semen“. Sveitin er byggð á rústum satan- ísku þungarokkssveitarinnar Salem Orchid sem starfaði um og upp úr tí- unda áratug síðustu aldar. Hún lagði upp laupana árið 1992 en samkvæmt trommuleikara Akercocke og eins stofnenda hennar, David Gray, voru meðlimir farnir að „eyða of miklum tíma í útbreiðslu satanískra hugsjóna og of litlum tíma í að æfa sig á hljóð- færin“. Akercocke var svo stofnuð árið 1996 og fyrsta platan, Rape of the Bastard Nazarene, kom út árið 1999 og var gefin út af meðlimum sjálfum undir merkjum Goat of Mendes Re- cords. Plata sú vakti gríðarathygli innan þungarokksheima og gerði sveitin samning við Peaceville-útgáf- una í kjölfarið en hún hefur löngum verið með stórtækari þungarokksút- gáfum og er með sveitir eins og Ka- tatonia, My Dying Bride, Opeth og At the Gates á sínum snærum. The Goat of Mendes kom svo út síðastliðinn júní og hefur líkt og frumburðurinn vakið mikla athygli fyrir meinfýsna og allrosalega nálgun við þungarokksformið. Ætli það geti þá verið að djöfullinn eigi öll bestu lögin? BRESKI plötusnúðurinn Dj Panik mun sjá um að þeyta skífum fyrir dansáhugamenn á Club 22 í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem hann sækir Ísland heim og hefur hann meðal annars troðið upp á Herra Breakbeat.is-keppninni og á Synthetic-viðburði á Gauknum fyrr á árinu. Dj Panik er plötusnúður í fullu starfi á einum öflugasta trommu- og bassatónlist- arstað heims, Movement í Lond- on. Hann er jafn- framt með útvarps- þátt á vefsíðunni londondirect.com. Dj Panik er van- ur að nálgast trommu- og bassa- tónlistina frá öllum hliðum þar sem hann blandar sam- an eldri tónum við spánýja tónlist. Húsið verður opnað klukkan 21 og stendur við- burðurinn til klukkan 2. Miða- verð er 500 krón- ur. Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar um kappann á www.panik.com. Breskt óðagot á 22 Dj Panic þeytir skífum Íslandsvinurinn Dj Panik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.