Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 59
Bag of Joys leika í allra síðasta sinn NAUTHÓLSVÍKIN skartaði sínu fegursta þennan síðasta júlídag. Hnokkar og hnátur hlupu í sandin- um, busluðu og bösluðu, full af lífi og leik. Á Kaffi Nauthól sátu hins vegar fjögur ungmenni, hrærandi í kaffi- bollum og pælandi í súpu. Þau eru Bag of Joys, herrar mínir og frúr: Gleðipönksveitin eina og sanna sem tröllreið fátæklegu landslagi ís- lenskrar nýbylgju fyrir sex árum eða svo með glettnum lagasmíðum og glúrnum textum. „Það er frábært að geta loks haldið almennilega lokatónleika,“ segir Sig- hvatur Ómar Kristinsson um uppá- tækið og rifjar upp að síðustu tón- leikar sveitarinnar hafi verið hálfbrösóttir. „Þeir voru í tilefni af lúðraútgáfu- röð Smekkleysu en þá var hljóm- sveitin í raun hætt. Það voru bara ég og Gústi á fylleríi og við gerðum bara einhverja steik.“ „Sighvatur kenndi mér lögin uppi á sviði!“ rifjar Gústi upp. Það stendur ekkert ... Í grein sem þessari er ekki nema sjálfsagt að rifja stuttlega upp sögu sveitarinnar. „’94 var hún stofnuð,“ segir Sig- hvatur, nokkuð efins í röddinni þó. „Fljótlega kom svo út kassettan Minnir óneitanlega á Grikkland.“ Téð snælda er í dag hópdýrkað, sí- gilt verk en frumstæður andi umlyk- ur hana, hvort sem um er að ræða umbúðir, hljóm eða lagasmíðar. „Já, hún er eiginlega algjör snilld,“ segir Unnar og kímir. Þetta var árið 1995 en síðar sama ár kom út sjötomma sem ber hið fróma nafn Nú á ég vermand vini. Gústaf vill nú ekki kannast við ártalið en dregur í land eftir ábendingar sveitarmeðlima. Það er nokkuð merkilegt hvað minnið svíkur Joys- limi, það er meira eins og þau hafi verið í sýrurokksbandi, sem er að koma saman aftur eftir 35 ár, en að sex ára gamalt nýbylgjuband sé að hittast á nýjan leik. Söngkonan Lena Viderø kom svo inn í bandið eftir sjötommuna. Hún rifjar upp að hún hafi verið látin syngja lagið „Big in Japan“ (með Alphaville) í eins konar inntökuprófi. Strákarnir kannast hins vegar ekk- ert við það. Meðlimir eru á því að geisladisk- urinn Eins og ég var motta sem út kom árið 1997 hafi verið banabiti sveitarinnar. Enda var hann svana- söngurinn. „Það stendur ekkert inni í honum!“ hrópar Lena upp yfir sig. Gaman að vera saman Það virðist margt á huldu um ástæður þessarar endurkomu. „Það eru svo margir búnir að biðja um þetta,“ segir Lena söngkona. „Maður fær ekki frið fyrir fólki.“ „Nei,“ segir Sighvatur aftur á móti. „Þetta er bara skemmtilegt.“ „Nei, mér finnst þetta ekkert skemmtilegt,“ segir Lena þá að bragði. „Ég er bara að gera þetta af því að það er verið að biðja um þetta.“ „Það bað enginn mig um að gera þetta,“ svarar Sighvatur henni. Allir hlæja dátt. Hér er augljós- lega á ferðinni græskulaust gaman að hætti Bag of Joys. „Þetta er gaman,“ viðurkennir Lena loks. „Gaman að vera saman.“ Allir standa hins vegar á því fastar en fótunum að hér sé um að ræða loka-loka-lokatónleika sveitarinnar. „Lena er að fara til útlanda,“ til- kynnir Sighvatur. „Ég er svo í ann- arri hljómsveit. Tuddinn (þ.e. Unnar Arnalds) er líka orðinn eðlisfræðing- ur og svona.“ Lagasmíðar Bag of Joys eru í knappari kantinum þannig að þriggja og hálfs tíma tónleikar að hætti Brúsa frænda eru vart inni í myndinni. „Það var útlit fyrir 35 laga tón- leika,“ segir Unnar hlæjandi. Og þó fjöldinn verði ekki alveg svona mikill, verða gleðipokarnir þó með rúmlega 20 lög í farteskinu. Gangan niður minningastíg Bag of Joys hefst á Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21. Um upphitun sér hljómsveitin Rúnk en einnig ætlar Sighvatur að bregða sér í hlutverk kassettusnúðs; ætlar að leika tónlist úr vinsælum tölvuleikjum sem hátt fóru á gullöld tölva eins og Sinclair Spectrum, Amstrad og Commodore. Gleðinýrokksveitin Bag of Joys var talsvert áber- andi um miðjan síðasta áratug. Arnar Eggert Thoroddsen hitti sveitina í Nauthólsvík og ræddi við hana um lokatónleikana sem fram fara í kvöld. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Bag of Joys, 2001: Frá vinstri: Sighvatur Ómar Kristinsson, Gústaf Bergmann Einarsson, Lena Viderö, Unnar Bjarni Arnalds. arnart@mbl.is Skemmtanaskjóð- an opnuð á ný ÞAÐ eru systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal sem eru í fremstu víglínu djasskvintettsins sem leikur fyrir gesti og gangandi á Vídalín í Austurstræti í kvöld, og hefjast tónleikarnir kl. 22:30. Ragnheiður er ung djasssöng- kona í námi í Tónlistarskóla FÍH, en bróðir hennar Haukur er saxó- fónleikari í framhaldsnámi í þeim rómaða skóla Rytmisk Musikkons- ervatorium í Kaupmannahöfn. Með þeim á gítar leikur Ómar Guðjóns- son, bassann plokkar Þorgrímur Jónsson og Hjörleifur Jónsson leik- ur á trommur. Nokkur í uppáhaldi „Við fjögur höfum verið að æfa í einhvern tíma, en nú er Haukur staddur á landinu og sá sér fært um að spila með okkur í kvöld,“ segir söngkonan. „Ég hef alltaf haft gaman af djassi, hef hlustað á hann síðan ég var ellefu ára og sungið opinberlega af og til seinustu tvö ár.“ Ragnheiður segir meginundir- stöðu dagskrárinnar vera gömlu góðu standardarnir, en að þau ætli sér einnig að lauma inn nokkrum nýrri lögum, jafnt poppuðum sem rokkuðum. „Lög með söngkonunni Sade og eftir Tom Waits verða leikin. Af djasssöngkonum hefur Nancy Wil- son verið í miklu uppáhaldi hjá mér og svo syng ég líka lög sem t.d Sar- ah Vaughan hefur gert fræg,“ segir Ragnheiður. „Í kvöld ætlum við að reyna að skapa þessa rólegu og þægilegu kaffihúsastemmningu,“ segir djass- söngkonan unga að lokum. Djasskvintett á Vídalín Djass með smá poppi Haukur og Ragnheiður spila og syngja ásamt félögum í kvöld. Morgunblaðið/Sigurður Jökull MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 59 MAGNAÐ BÍÓ Hláturinn lengir lífið. VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur! Hláturin l gir lífið. VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur! Myndin sem manar þig í bíó Sýnd. 6, 8 og 10.  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters! Sýnd. 6, 8 og 10. betra en nýtt Sýnd kl. 10. Síðustu sýningar  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Dýrvitlaus og drepfyndinn Sýnd kl. 8. Hláturinn lengir lífið. VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6. B.i. 12 Síðustu sýningar Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 6 og 8. Vit nr 243. Kvikmyndir.com strik.is Hugleikur Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Vit nr. 245 Sýnd kl. 8 og 10. Enskt tal. Vit nr. 244. Sýnd kl. 10. Síðustu sýningar Vit nr 243. www.sambioin.is Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 10. Vit nr 243. Sýnd kl. 8. Ísl tal. Vit 245Sýnd kl. 8 og 10. Hláturinn lengir lífið. VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur! Dýrvitlaus og drepfyndinn Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Strik.is Kvikmyndir.comDV Mbl Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10. B. i 12. l tri .i i ir. Hláturinn lengir lífið. VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur! Meira miskunnarleysi. Meiri ósvífni. Myndin sem manar þig í bíó Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Ný eyja. Nýjar tegundir. Nýjar hættur. Forsýning Forsýnd kl. 8 B.i.10 ára. Allt er þegar þrennt er. Myndin opnaði með þvílíkum látum í Bandaríkjunum nú fyrir stuttu. Júragarðurinn 1&2 var aðeins upphitun. Nú hefst rússíbanaspennan fyrir alvöru og af fullum krafti. Besta Júragarðsmyndin til þessa. Með Sam Neill (Jurassic Park, Even Horizon), William H. Macy (Fargo, Boogie Nights), Téa Leoni (The Family Man, Bad Boys), Alessandro Nivola (Face/Off) og Trevor Morgan (The Patriot). Leikstjóri: Joe Johnston (Jumanji, Honey, I Shrunk The Kids, The Rocketeer).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.