Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 60

Morgunblaðið - 02.08.2001, Side 60
60 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8.10. Vit 235. B.i. 12. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 255. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 249 PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. r , i r r tti lífi irr ilíf .  KVIKMYNDIR.is 1/2 Hug- leikur Sýnd Kl. 3.50 og 6. Vit 234 NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 243.  strik.is Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 245 Enskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 244 Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Kvikmyndir.com  Ó.H.T.Rás2  strik.is Kvikmyndir.com DV Hugleikur Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína.  DV Sýnd Kl. 3.45. Vit 213 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Kvikmyndir.com DV  strik.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.  Ó.H.T.Rás2Hugleikur Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.  strik.is Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Kvikmyndir.com Mbl DV TILLSAMMANS Sýnd kl. 4, 6 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 10.30. B.i. 16. 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4 og 6 íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 enskt tal Stærsta ævintýri sumarsins er hafið Kvikmyndir.com RadioX DV THE MAN WHO CRIED ÞVÍ MIÐUR strákar! Hin föngulega Beyonce Knowles úr Destiny’s Child má ekki eiga kærasta því fað- ir hennar, Mathew Knowles, telur hana ekki hafa tíma til þess. Mathew, sem einnig er umboðs- maður hljómsveitarinnar, vill að dóttirin einbeiti sér að tónlistarferl- inum og segir að ástamál séu ein- göngu til að flækja fyrir henni. Beyonce á eina yngri systur og er Mathew að sögn mjög strangur í uppeldri dætra sinna og hefur helgað líf sitt tónlistarferli þeirra. Hann tók lán með veði í húsinu sínu til þess að koma Destiny’s Child fram á sjónarsviðið og vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi sólóferils systurinnar, Solange. Beyonce er að sögn ekki sátt við ákvörðun föður síns þó að hún skilji hans sjónarmið. Má ekki eiga kærasta Reuters Destiny’s Child. Hin ósnertanlega Beyonce er í miðið. AÐ ÞESSU sinni sýnir Filmundur myndina The Man Who Cried, nýjustu mynd Sally Potter, en hún vakti fyrst athygli með myndinni Or- lando frá 1992, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Virg- iniu Woolf. The Man Who Cried skartar miklum stjörnuskara og er óhætt að segja að valinn maður sé í hverju rúmi, en með aðalhlut- verk fara Christina Ricci, Johnny Depp, John Turturro og Cate Blanchett. Myndin gerist á tímum seinni heimstyrjaldar- innar og segir frá Suzie (Ricci) sem er rússneskur gyðingur. Móðir hennar er látin og faðir hennar hefur yfirgefið föðurlandið og haldið til Ameríku til að freista gæfunnar. Hann hafði lofað að senda eftir Suzie og ömmu hennar, en ekkert heyrist frá honum. Amma kemur Suzie í skip sem hún heldur að sé á leiðinni til Ameríku, en í staðinn fer það til Englands, þar sem Suzie elst upp hjá fósturfjölskyldu. Þegar hún hefur lokið skólagöngu sinni ákveður hún að freista gæfunnar og fer að vinna sem dansmey í leikhúsi í París. Þar kynnist hún ýmsum litríkum karakt- erum, meðal annars samlanda sín- um, hinni stórglæsilegu dansmey Lolu (Cate Blanchett) sem reynist Suzie mikil hjálparhella. Lola verður hrifin af hinum dáða óperusöngvara Dante Dominio (John Turturro), en í ljós kemur að hann er hliðhollur fas- istum, og verður hann Suzie því skeinuhættur þegar þrengja tekur að gyðingum á þessum slóðum. Sjálf verður Suzie ástfangin af sí- gaunanum Cesari (Johnny Depp), og verður hún að berj- ast gegn miklum fordómum í sam- félaginu vegna þessa sambands. Þó að Suzie hafi tekist að leyna uppruna sínum gerir hún sér grein fyrir því, að henni er ekki vært mikið lengur í París. Hún þarf því að velja milli þess að vera með Cesari og taka þar með mikla áhættu, eða halda til Am- eríku í leit að föður sínum. The Man Who Cried er afar stór- brotin mynd og minnir handrit Sally Potter oft á tíðum á myndir frá ár- dögum Hollywood. Ýmislegt annað er sótt til þessa tíma, en eins og áður leggur Potter mikla áherslu á sjón- rænan þátt verka sinna og að þessu sinni fékk hún hinn 81 árs gamla kvikmyndatökumann, Sacha Vierny, sem hefur meðal annars unnið við langflestar myndir Peter Green- away, í lið með sér. Hann hafði lita- gæði og notkun fyrstu litmyndanna til hliðsjónar við gerð myndarinnar sem gefur henni sérstakt yfirbragð. Tónlistin í myndinni er blanda af ítalskri óperutónlist, tregasöngvum sígauna og klezmertónlist. Þó að The Man Who Cried sé ekki tónlistar- mynd í hefðbundnum skilningi má segja að tónlistin sé í viðameira hlut- verki en venja er, þar sem hún er ekki aðeins í bakgrunni, heldur styð- ur hún við þau átök sem eiga sér stað milli ólíkra hópa og stétta í mynd- inni. The Man Who Cried verður frum- sýnd í kvöld kl. 22:30 í Háskólabíói og endursýnd mánudagskvöldið 6. ágúst á sama tíma. Maðurinn sem grét Johnny Depp í The Man who cried. Filmundur sýnir The Man Who Cried flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.