Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á www.postur.is Veit Pósturinn hvar þú býrð Í niðurstöðum Skipulagsstofnunar segir að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu, neikvæðu umhverfisáhrif sem fram- kvæmdin muni fyrirsjáanlega hafa. Fjallað er í ítarlegu máli um áhrif virkjunarinnar og framkvæmda við hana á náttúrufar, landslag og sam- félag í úrskurði Skipulagsstofnunar. Stofnunin telur m.a. að upplýsingar skorti um umfang framkvæmdanna. Komið hafi í ljós að framkvæmdalýs- ing sem lögð var fram af Landsvirkj- un í matsskýrslu og fylgigögnum hafi ekki verið tæmandi um alla megin- framkvæmdaþætti. Hvergi sé að finna aðgengilegt yfirlit yfir alla meg- inframkvæmdaþætti og upplýsingar séu í sumum tilfellum misvísandi. Á grundvelli framlagðra upplýsinga liggi þó fyrir að líklegt sé að fram- kvæmdirnar hafi í för með sér veru- leg umhverfisáhrif, einkum vegna fyrri áfanga virkjunarframkvæmd- anna, og þá sérstaklega Hálslóns og veitu Jökulsár á Dal til Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts. Einnig er bent á að ekki liggi fyrir hvert orkuverð til álvers í Reyðarfirði verði, en Landsvirkjun fullyrði að framkvæmdin verði arðsöm. „Skipulagsstofnun telur enn frekar hafa verið leitt í ljós við athugun stofnunarinnar heldur en vænta mátti, þegar ákvörðun var tekin um matsáætlun um framkvæmdina síð- astliðið sumar, að virði náttúrufars á áhrifasvæði framkvæmdarinnar sé hátt og áhrif framkvæmdanna á nátt- úrufar í mörgum tilfellum veruleg og óafturkræf. Skipulagsstofnun telur því enn frekar en fyrr var ætlað að þörf sé á að fjárhagslegt mat á nátt- úruverðmætum sem framkvæmdirn- ar myndu raska eða eyðileggja sé lagt til grundvallar mati á þjóðhagslegum áhrifum framkvæmdarinnar,“ segir í úrskurði Skipulagsstofnunar. Heimilt að kæra úrskurðinn til umhverfisráðherra Í niðurstöðum úrskurðarins segir að Skipulagsstofnun líti svo á að leiði athugun stofnunarinnar í ljós að framkvæmd muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á við athugun stofnunarinnar að annar ávinningur sé slíkur að hann muni vega upp hin neikvæðu áhrif að viðunandi marki, þá beri stofnuninni að leggjast gegn viðkomandi framkvæmd. Heimilt er skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 5. september. Umtalsverð umhverfisáhrif og ófullnægjandi upplýsingar SKIPULAGSSTOFNUN leggst gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar ,,vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar“, eins og segir í úrskurði sem stofnunin birti í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra telur of fljótt að segja til um hvort stofnunin sé að dæma úr leik allar framkvæmdir í virkjunarmálum norðan jökla. Halldór Ásgrímsson utanríkisráherra segir úrskurðinn ekki koma á óvart. Fulltrúar náttúruverndarsamtaka fagna niðurstöðunni.  Ýmsir/32  Úrskurður/32 Formaður Framsóknarflokksins seg- ir úrskurðinn ekki koma sér á óvart SMÁRI Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, segir úr- skurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj- unar leiða til vangaveltna um hvort um sé að ræða pólitíska niðurstöðu frekar en faglega. Hann segir að flest af því sem komi fram í umhverf- ismatsskýrslunni og skipti megin- máli sé dregið í efa um leið og tekið sé undir margt af því sem komi fram í athugasemdunum. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, for- maður Landverndar, segir niður- stöðu Skipulagsstofnunar ekki koma sér á óvart og að hún sé í fullu sam- ræmi við þær upplýsingar sem fram koma í matsskýrslunni sjálfri. Hún segist treysta því að ríkisstjórn Ís- lands með umhverfisráðherra í far- arbroddi skoði málið ítarlega frá fag- legu sjónarmiði verði úrskurðurinn kærður. Þá segir hún mikilvægt að beðið sé eftir rammaáætlun ríkis- stjórnarinnar um nýtingu vatnsfalls og jarðvarma sem gefi stjórnvöldum nýja sýn og nýjan þátt til ákvarð- anatöku um stóriðjuframkvæmdir. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, á frekar von á að úrskurðurinn verði kærður. Haldist úrskurður Skipulagsstofnunar hins vegar óbreyttur verði ekki séð að vatnsorka í jökulám á Austurlandi verði nýtt í framtíðinni. Málið verði skoðað frá faglegu sjónarmiði  Þetta er/10 ÞAÐ hefur löngum verið sagt um álftina að hún sé á stundum grimm- astur íslenskra fugla. Að minnsta kosti eru fyrir því heimildir að álftir hafi ráðist á sauðfé og einnig menn og því er vissara að vera ekki fyrir þegar sá gállinn er á henni. Er ljós- myndari átti leið um Hamarsfjörð á Austfjörðum á dögunum blasti við honum þessi sjón. Engu er líkara en álftir og sauðfé hafi gert með sér þegjandi samkomulag. Álftin lætur bithagana í friði og sauðféð hættir sér ekki út á hólmana. Morgunblaðið/RAX Dýralíf í Hamarsfirði TVEIMUR bátum ferðaþjónustunn- ar Tindfjalla hvolfdi með 19 manns innanborðs eftir siglingu í straum- harðri Skaftá við Hunkubakka skammt frá Kirkjubæjarklaustri á ellefta tímanum í gærkvöld. Fólkið var starfsfólk á Hótel Kirkjubæjar- klaustri auk þriggja leiðsögumanna. Sveinn Akerlie, farþegi í öðrum bátnum, segir ferðina hafa verið ný- hafna þegar tveir fremstu af þremur bátum hópsins steyttu á skeri og þeim hvolfdi. „Við lögðum af stað í björtu veðri og allt gekk vel. Tveir fremstu bátarnir lentu svo í vand- ræðum og hvolfdi. Fólkið í bátunum var á floti niður ána en sumir náðu þó að koma sér aftur upp í bátana eða í land af sjálfsdáðum,“ sagði Sveinn. Nokkur hluti hótelstarfsmannanna fór ekki í siglingu heldur beið á ár- bakkanum. Þetta fólk kom, að sögn Sveins, félögum sínum samstundis til hjálpar. „Við héldum svo fjórir félagarnir áfram niður ána til að leita að fólki og gekk björgunin vel nema hvað tveir úr hópnum voru illa á sig komnir og gripu ekki árina þegar við vorum að reyna að koma þeim um borð. Það tókst þó um síðir og þeir hafa nú fengið aðhlynningu lækna.“ Eftir að öllum hafði verið komið á land var fólkið flutt í félagsheimilið á Kirkjubæjarklaustri þar sem það fékk frekari aðhlynningu. „Það eru allir undir teppum og margir eru enn í sjokki og grátandi,“ sagði Sveinn. Aðspurður hvort áin hefði verið óvenjustraumhörð sagði hann að hún væri mjög vatnsmikil núna og straumhörð. Björgunarsveitin í Vík var kölluð til hjálpar og þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, fór á vettvang með þrjá kafara innan- borðs. Þyrlan var kölluð til baka. Nítján björguðust úr Skaftá Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sveinn Jensson og Sveinn Aker- lie voru blautir og hraktir eftir að bátum þeirra hvolfdi í Skaftá. TÆPLEGA 70% verðmunur er á pylsum milli verslana á höf- uðborgarsvæðinu. Goðapylsur kosta minnst 479 kr. kílóið í Bónus en mest 812 kr. í Nettó, samkvæmt verðkönnun ASÍ á vörutegundum sem ætla má að séu mikið keyptar fyrir versl- unarmannahelgina. Könnunin var gerð í tíu verslunum sl. þriðjudag. Mikill verðmunur á pylsum  Um 70% verðmunur/20 TUTTUGU og tveggja ára gömul pólsk kona hefur verið úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald en hún var handtekin með 1.600 e-töflur inn- anklæða á fimmtudaginn í síðustu viku. Ljóst er að eiturlyfin voru ætl- uð til dreifingar hér á landi. Alls hefur verið lagt hald á um 23.600 e-töflur það sem af er þessu ári. Þetta er mun meira magn en lagt var hald á allt árið í fyrra. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði konuna þegar hún var að koma frá Kaupmannahöfn en hún hafði komið þangað frá Hamborg í Þýskalandi. Konan var handtekin þar sem tollverði grunaði að konan bæri fíkniefni. Fíkniefnalögreglan í Reykjavík var kölluð til og sem fyrr segir fundust 1.600 e-töflur á kon- unni. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að kon- an hafi lítið látið uppi við yfir- heyrslur. Í viðtali við Morgunblaðið í júlí sl. sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, að svo virtist sem fíkniefnasalar sæktust í auknum mæli eftir útlendingum til að smygla eiturlyfjum til landsins. Á síðustu 18 mánuðum hefur tollgæsl- an á Keflavíkurflugvelli stöðvað einn Dana, þrjá Ítala, Þjóðverja, Hollend- ing, Breta, einn Bandaríkjamann og nú síðast pólsku konuna vegna fíkni- efnasmygls. Sterkur grunur leikur á að öll hafi þau verið að smygla fíkni- efnum fyrir innlenda fíkniefnasala. Tekin með 1.600 e-töflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.