Morgunblaðið - 25.08.2001, Síða 45

Morgunblaðið - 25.08.2001, Síða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 45 KOMIN er út námskrá Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins fyrir haustmisseri 2001. Í henni eru kynnt tuttugu námskeið sem öll fjalla um efni er tengjast fötlun barna og ungmenna og eru ætluð aðstandendum og starfsfólki sem vinna með börnum með þroskafrá- vik og fatlanir. Efni námskeiðanna er af ýmsu tagi. Má þar nefna ákveðnar teg- undir fötlunar, s.s. einhverfu, aspergers-heilkenni, downs-heil- kenni og heilalömun og er á þeim m.a. fjallað um eðli og áhrif fötl- unarinnar, meðferð, þjálfun og kennslu. Einnig má nefna námskeið í öðrum sérhæfðum meðferðarleið- um, s.s. atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu, í notkun óhefðbund- inna tjáskiptaleiða, s.s. tákn með tali og blisstáknmáli, og kennsla í notkun matstækja ætluð fagfólki. Flest minni námskeiðin eru hald- in í Gerðubergi og sækja þau að jafnaði 30-40 manns. Lengd ein- stakra námskeiða er á bilinu 8-24 kennslustundir. Flestir leiðbeinendur á nám- skeiðunum eru starfandi sérfræð- ingar hjá greiningarstöð, en einnig eru aðrir kallaðir til eftir efni hverju sinni. Von er tveimur er- lendum gestafyrirlesurum. Annars vegar Ninu Lovaas sem heldur námskeið um skrifuð orð sem tjá- skiptatæki fyrir börn með ein- hverfu í Gerðubergi 30. ágúst og hins vegar dr. Mark Sigurjón Innocenti, sem verður aðalfyrirles- ari á námsstefnu um snemmtæka íhlutun (early intervention) á Grand Hóteli 9. til10. október. Námskeiðin eru auglýst á heima- síðunni: www.greining.is Tuttugu námskeið á veg- um Greiningarstöðvar STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir um land allt til að leggja sérstaka áherslu á umfjöllun og aðgerðir gegn sívaxandi fíkniefnanotkun unglinga og jafnframt vinna skipu- lega að fræðslu og forvörnum í samvinnu við lögregluyfirvöld og félagasamtök sem láta sig þessi mál varða. Fleiri háðir fíkniefnum „Afleiðingin af sívaxandi smygli á eiturlyfjum og aukinni athafnasemi eiturlyfjasala í sölu og dreifingu er fyrst og fremst sú að fleiri og fleiri ungmenni verða háð notkun fíkni- efna með öllum þeim hörmulegu af- leiðingum sem því fylgja. Glæpir og ofbeldi fara vaxandi, heimili eru ekki lengur óhult fyrir innbrotum og einstaklingar verða fyrir líkams- árásum fíkniefnaneytenda í leit að verðmætum til að fjármagna kaup á eiturlyfjum,“ segir í frétt frá sam- bandinu. Tillögum hrint í framkvæmd „Í framhaldi af skýrslu starfs- hóps Sambands íslenskra sveitar- félaga um fíkniefnafræðslu og for- varnir í grunn- og framhalds- skólum, sem kynntar voru á síðasta stjórnarfundi sambandsins, sam- þykkir stjórnin að efna til sam- starfs við menntamálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, áfengis- og vímuvarnarráð, félagasamtök og fyrirtæki í þeim tilgangi að hrinda í framkvæmd tillögum starfshóps- ins.“ Ályktað um fíkni- efnavandann FERÐAMÁLASAMTÖK Vestmannaeyja harma ákvörðun Flugfélags Íslands að hætta flugi til Vestmanna- eyja í haust. Var ályktun þessa efnis samþykkt á fundi samtakanna nýverið. „Samtökin telja málið graf- alvarlegt vegna áframhald- andi búsetu í Vestmannaeyj- um og fyrir ferðaþjónustuna almennt. Samtökin skora á Flugfélag Íslands að endur- skoða ákvörðun sína og leita allra leiða til að halda uppi áætlunarflugi til og frá Vest- mannaeyjum.“ Flugi til Eyja verði haldið áfram ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Hlutastarf Starfsmaður óskast í 40% starf við pökkun hjá matvælafyrirtæki. Hentugur vinnutími. Umsóknir sendist til auglýsingadeilar Mbl. fyrir 30. ágúst merktar: „Hlutastarf — 11534“. Matreiðslumenn Óskum eftir að ráða duglegan og áreiðanlegan matreiðslumann. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Upplýsingar í símum 896 4773 og 891 8283. Veitingahúsið Jenný við Grindavíkurveg. Starfsfólk óskast nú þegar í afgreiðslu. Vinnu- tími frá kl. 13—17 og frá kl. 13—18.30. Nánari upplýsingar í símum 698 9542 og 699 3677. Oddur bakari, Reykjavíkurvegi 62, sími 555 4620. Húsamálarinn Per H. Villa, Noregi óskar eftir fagfólki til málningarvinnu og gólflagninga, frá ágúst/september. Húsnæði útvegað. Fyrirtækið hefur 5 starfs- menn og er í norðvestur Noregi. Hafið samband við: Maler Per H. Villa, Skorgevik, 6390 Vestnes, Noregi. Sími 00 959 22 062 eða 0047 711 81 388, fax 00 47 711 81 477. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Miðstöð símenntunar Prófanám í samstarfi við Flensborgarskóla á haustönn 2001. Námið metið til eininga og kennt skv. námskrá framhaldsskóla. Grunnáfangar í íslensku, stærðfræði, ensku og ítölsku, enska 403, spænska 103 og 503. Innritun 27., 28. og 29. ágúst frá kl. 16—19. Sími 585 5860. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Námskeið vegna löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala Námskeið fyrir þá, sem vilja öðlast löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipaslar, skv. lögum um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu, er áætlað að hefjist 18. september nk. Námskeiðið verður því aðeins haldið að næg þátttaka fáist. Kostnaður vegna námskeiða og prófa greiðist með námskeiðs- og prófgjöldum. Fjárhæð gjalda hefur ekki verið ákveðin, en hún ræðst af fjölda þátttakenda á námskeið- inu. Umsóknir um þátttöku sendist á þar til gerðu eyðublaði, sem er á heimasíðu dómsmálaráðu- neytis: www.domsmalaraduneyti.is undir liðn- um upplýsingar - ýmislegt og í afgreiðslu ráðu- neytisins, Arnarhvoli, Lindargötu. Umsóknir skulu sendar fyrir 4. september nk. til ritara prófnefndar, Eyvindar G. Gunnars- sonar hdl., Hamraborg 10, Kópavogi, eða með faxi í númer 555 6045 eða með tölvupósti á netfangið egg@tax.is . Reykjavík, 23. ágúst 2001. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsölur Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 30. ágúst 2001, kl. 14.00, á eftir- töldum eignum: Klausturbrekka, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Steins Sigurðs- sonar. Gerðarbeiðandi er Guðlaug Kristófersdóttir. Lindargata 3 n.h., Sauðárkróki, þingl. eign Hótels Tindastóls ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Lindargata 3 e.h., Sauðárkróki, þingl eign Hótels Tindastóls ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Ljótsstaðir, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jarðasjóðs ríkisins. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður ríkisins. Syðri—breið, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Kjartans Björg- vinssonar. Gerðarbeiðendur eru Íbúðalánasjóður og Búnaðarbanki Íslands hf. Sæmundargata 5G, Sauðárkróki, þingl. eign. B.A.D. ehf. Gerðarbeið- andi er sýslumaðurinn á Sauðárkróki. Víðigrund 6, 0302, 3.h.t.v., Sauðárkróki, þingl. eign Valgerðar Sig- tryggsdóttur. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður. Víðigrund 28, 0303, 2.h.t.h., Sauðárkróki, þingl. eign Ágústu Sigur- bjargar Ingólfsdóttur. Gerðarbeiandi er Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 23. ágúst 2001. SUMAR- OG ORLOFSHÚS Sumarbústaðalóðir í Biskupstungum Á Reykjavöllum er nýtt sumarbústaðahverfi. Þar er ævintýralegt útsýni yfir Ármót og til jökla og Heklu. Lóðirnar eru leigulóðir og eru ca 1/2 ha að stærð. Innifalið í stofngjaldi er vegur og lagnir fyrir heitt og kalt vatn að lóðarmörkum og heildargirðing umhverfis hverfið. Innifalið er tengigjald fyrir heitt vatn. Boðið er upp á aðstöðu fyrir báta við Tungufljót. Greiðslukjör. Verið velkomin að skoða. Uppýsingar í símum 897 3838 og 861 8689. TILKYNNINGAR          25% afsláttur af ættfræðirit- um, 50% af öðrum bókum. Gott úrval bóka við allra hæfi. Gvendur dúllari, fornbókasala, Kolaportinu, sími 898 9475. Hefur þú séð þessa bifreið? Bifreiðinni JF-831, sem er blágræn Toyota Corolla XLI sedan ´95, var stolið af bílasölu þann 16. júlí sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina, vinsamlega látið lögregluna í Reykjavík vita. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Er kominn aftur Heilun og ráðgjöf og fyrri lífs heilun. Brynjar (á kvöldin) í s. 551 0682. Sunnudagsferð 26. ágúst kl. 10.30. Reykjavegur 7. ferð. Bláfjöll - Lambafell. Gengið austan Bláfjalla. Um 6 klst. ganga. Verð 1.500 kr. f. fé- laga og 1.700 kr. f. aðra. Brottför frá BSÍ. Stansað við Select. Miðar í farmiðasölu. Fararstjóri Gunnar H. Hjálmarsson.       mbl.is ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.