Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EITT góðviðriskvöldið fyrirskömmu var ég að gangaupp Stýrimannastíginn.Ég sá þá sérkennilegt trésem ég staldraði við og fór að skoða nánar. Það var svo undarlegt í laginu og eins og vaxtarsprotana frá sl. sumri hefði alla kalið. Tréð stendur út við gangstétt á lóðinni sem tilheyr- ir Stýrimannastíg 4. Húsið sem lóðin er í kringum er fremur lítið timbur- hús, sérkennilega grænt á lit með fal- legum palli og litríkum blómum í garðinum. Meðan ég stóð og horfði á tréð rifjaðist nú upp fyrir mér að ein- mitt í þessu húsi ætti hún líklega heima hún Regína litla, tíu ára sögu- persóna í dans- og söngvamynd sem verið er að taka upp og vinna um þessar mundir undir leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Um þetta hafði ég heyrt rætt nokkru áður í kaffiboði. Ég ákvað að leita frekari upplýsinga um hið sérkennilega tré og hringdi í Völvu Árnadóttur sem býr að Stýri- mannastíg 4 ásamt Gunnari Gunnars- syni manni sínum og þremur köttum. Hún tók því vel að segja mér frá trénu og bauð mér í heimsókn. Er ekki að orðlengja það að fáum dögum síðar sit ég inni í litla græna húsinu og klappa kettinum Sindra, sem er kolsvartur og mjög mannelskur. Fengu vatn frá Ránargötu „Ég keypti húsið í apríl 1989 og hafði þá enga hugmynd um hinn merkilega vesturbæjarvíði sem var í garðinum,“ segir Valva. „Ég og fyrri maður minn Karl Benjamínsson höfð- um verið að leita okkur að litlu og vinalegu húsi og sáum eitt slíkt aug- lýst vestur í bæ. Við gengum hingað og sáum húsið og ákváðum að kaupa það. Það hafðist. Við fluttum í það 22. desember sama ár. Við komumst fljótlega að því af hverju allir gluggar höfðu alltaf verið hafðir opnir. Það voru brotnar skolpleiðslurnar út úr húsinu, settur hafði verið steinn yfir gatið. Potthleðslur voru upp á veggj- um í kjallaranum vegna þess hve vatnsleiðslurnar voru hátt uppi í göt- unni. Við endurnýjuðum rafmagn og skiptum um leiðslur og fengum vatn úr Ránargötunni, annars hefðum við þurft að grafa upp garðinn. Auk þess er vatnsæðin í Stýrimannastígnum sú efsta í Reykjavík og varla til skipt- anna. Þeir voru í það minnsta fegnir nágrannarnir og menn hjá Vatnsveit- unni þegar í ljós kom að við gætum fengið vatn til okkar úr Ránargöt- unni. Karl, maðurinn minn, sem ég missti síðar, hafði fótbrotnað á báðum fótum stuttu eftir að við keyptum hús- ið en við ákváðum að flytja í það eigi að síður þótt það væri með tveimur stigum og það yrði að fara niður í kjallara niðrum hlera á eldhúsgólfinu. Margir hafa teiknað og málað vesturbæjarvíðinn Nokkru eftir að við keyptum húsið hafði frændi minn komið með mynd af húsinu hér og vesturbæjarvíðinum og í framhaldi af því komst ég að því hvers konar merkistré þetta væri. Það er ekki bara mér og mínum sem finnst þetta tré skemmtilegt ásýndum, ég hef oft séð bæði útlend- inga og líka Íslendinga stansa og skoða tréð og sumir hafa fengið sér sæti hinum megin á götunni og teikn- að það eða málað. Mér þótt strax vænt um þetta tré og spurði Sigurð Blöndal fyrrum skógræktarstjóra, kunningja minn, um þetta skrítna tré sem mér virtist helst að væri að deyja. „Ég skal athuga þetta,“ svaraði Sigurður. Hann lagði stundum bíln- um sínum við tréð og nokkru síðar spurði hann mig hvort hann ætti ekki að senda mér mann og láta fella tréð, „þetta er orðið svo gamalt og verður ekki mikið eldra,“ sagði hann. Ég var ekki sátt við þá niðurstöðu heldur tókum við hjónin okkur til, færðum stéttina aðeins frá trénu og fórum að sinna því með þeim árangri að það er lifandi enn. Það laufgast svo seint að stundum hef ég haldið að það sé dáið, en seint og um síður koma svo ný lauf og svona hefur þetta gengið. Við tókum einhvern tíma teinung af trénu og stungum niður bakvið húsið. Hann breiddi sig út um allt en varð ekki fallegur svo við hentum hontum þegar við breyttum lóðinni.“ Einu sinni var tréð allt í slaufum Ég spyr hvort rétt sé munað hjá mér að þetta hús, Stýrimannastígur 4, sé heimili Regínu litlu í samnefndri nýrri kvikmynd og þá hvernig það bar til að hún varð heimilismanneskja þar? „Helga Stefánsdóttir leikmynda- hönnuður bankaði upp á hér dag einn og sagði mér að aðstandendur um- ræddrar myndar væru að leita að svona húsi með svona tré í garðinum og spurði hvort til greina kæmi að taka hluta af myndinni hér,“ svarar Valva. „Við Gunnar maðurinn minn samþykktum þetta og svo hefur ým- islegt verið hér að gerast suma daga á meðan við höfum verið í vinnunni. Einu sinni var tréð t.d. allt í slaufum þegar ég kom heim, það var mjög sætt. Við höfum haft gaman af að Regína og móðir hennar skuli hafa búsest hér með þessum hætti. Ég veit lítið um þessa sögu sem kvikmyndin segir frá en hitt veit ég að það er in- dælisfólk sem að kvikmyndagerðinni kemur. Það er aðeins hið ytra sem húsið er heimili mæðgnanna – allt sem á að gerast inni í húsinu er tekið upp í stúdíói. Það pláss er töluvert stærra en það sem við höfum hér inni – ég sagði um daginn við kvikmyndafólkið í gríni að ég vildi gjarnan fá þessa fer- metra sem þarna um ræðir. Ég uppgötvaði það í tengslum við myndina að ég væri ekki eins litaglöð og ég hafði haldið, í það minnsta jókst litadýrðin í garðinum þegar kvik- myndafólkið fór að setja þar niður blóm. Enn heyrist umgangur á loftinu Einu sinni var vesturbæjarvíðirinn með samanslungnar greinar efst og þá fékk hann nafnið ástartréð. Vafa- laust hefur Jens Jónsson trésmiður eða kona hans Ingibjörg Þorsteins- dóttir sett þetta tré niður skömmu eftir að þau reistu þetta hús árið 1921. Ég fór einu sinni og ætlaði að fá teikn- ingar hjá Borgarverkfræðingi af hús- inu, þar voru aðeins til útlitsteikning- ar – svartar, rétt eins og rispaðar hefðu verið með nál útlínur hússins með krossgluggum á. Á teikningunni stóð: Hús Jens Jónssonar – ekkert annað. Þegar við vorum að taka ein- angrunina úr loftunum niðri í kjallara þá fundum við í spónunum, sem þá voru notaðir til slíks, gamalt Alþýðu- blað sem á stóð 31. desember 1921. Því hafði greinilega verið stungið þarna til gamans. Við gerðum svo eins þegar við endurnýjuðum vegg hér niðri, settum þar inn dagblað og kók- flösku. Ástartréð – hinn merki- legi vesturbæjarvíðir Vesturbæjarvíðirinn á Stýrimannastíg 4 leikur hlutverk í dans- og söngvamyndinni Regínu sem verið er að vinna að. Valva Árnadóttir býr í um- ræddu húsi og segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá trénu sínu skrítna, húsinu og kynnum af kvik- myndatöku á heimaslóðum. Morgunblaðið/Þorkell Valva Árnadóttir við vesturbæjarvíðinn sem stendur í garði hennar á Stýri- mannastíg 4. ÉG ER alinn upp með hon-um,“ segir Jóhann Páls-son garðyrkjustjóri þegarhann er spurður um kynnisín af vesturbæjarvíði. Jó- hann er um þessar mundir að láta af starfi sem garðyrkjustjóri Reykja- víkurborgar. Við höfum mælt okkur mót við rafstöðina upp við Elliðaár. Þar er gamall vesturbæjarvíðir sem við komum sérstaklega til að skoða og ljósmyndari Morgunblaðsins til að mynda. „Í sumarbústað foreldra minna, sem byggður var 1922 upp við Keldur, var vesturbæjarvíðir og stendur „forresten“ ennþá, kominn eitthvað yfir sjötugt,“ heldur Jóhann áfram. „Tréð sést þó ekki vel, er inn- an um önnur tré sem ég gróð- ursetti.“ bætir hann við. „Þetta var eitt algengasta tréð á millistríðs- árunum í vesturbæ Reykjavíkur og barst hann raunar víðar, t.d. hingað í Elliðaárdalinn þar sem hann var í garði við heimili móðursystur minn- ar, Rannveigar Einarsdóttur. Hún og Guðfinna, móðir mín, skiptust oft á plöntum, veit ég. Það gæti verið að mamma hafi fengið sinn vesturbæj- arvíði úr garði systur sinnar, ég veit það þó ekki fyrir víst. Aðrar trjáplöntur voru í garði sumarbústaðarins, m.a. reynitré. Í grenndinni sluppu eitt sinn út kan- ínur. Þegar snjóaði nöguðu þær all- an börk af reyniviðnum en víðibörk- urinn inniheldur mikið af salisylsýru, sama og aspirín er unnið úr. Kanínurnar voru ekki hrifnar af því og létu vesturbæjarvíðinn því í friði.“ Upphaf vesturbæjarvíðis „Upphafs þessarar plöntu hér á landi er að leita til þess er Jón Ey- vindsson kaupmaður flutti inn græn- ar stofuplöntur frá Þýskalandi á fyrstu tugum 20. aldar. Á þeim árum var alsiða að flytja vörur í fléttuðum tágakörfum og þannig voru þessar blómplöntur fluttar hingað. Algengt var á þessum tíma að í kringum fangelsi erlendis væri plantað mikið af víði sem svo fangar fléttuðu körf- ur úr til umræddra nota. Sonur Jóns sem Ísleifur hét og var þá í kringum fermingu veitti því athygli að það voru komnir grænir sprotar og einhver rót á teinunga í körfu sem hafði blotnað. Hann gróðursetti þetta af rælni í potti og setti síðan út í garð á Stýri- mannastíg 9. Ísleifur þessi varð síð- ar þekktur byggingavörukaup- maður hér í borg. Ég ræddi sjálfur við Ísleif um þessa gróðursetningu svo ég hef upplýsingarnar frá fyrstu hendi. Þetta gerðist um 1910, en þá var nánast ekki hægt að fá neitt af trjá- plöntum til gróðursetningar hér. Teinungurinn úr körfunni dafnaði vel. Auðvelt reyndist að fjölga þess- um víði og var það óspart gert. Varð hann því mikið áberandi í görðum í kringum Stýrimannastíginn, t.d. á Vesturgötu, Ránargötu og víðar. Það mátti til skamms tíma sjá Saga vesturbæjarvíðisins Fyrir mörgum árum tal- aði Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri við Ísleif Jónsson sem hóf ræktun vesturbæjarvíðisins fyr- ir einstaka tilviljun. Morgunblaðið/Golli Jóhann Pálsson, fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, við vesturbæjarvíðinn við rafstöðina upp við Elliðaár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.