Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 5
Þegar Vesturbæjarhátíðin var hér um árið og garðveisla var haldin hér í garðinum, sem allur var þá blöðrum skreyttur, þá hafði ég aflað mér upp- lýsinga um fyrri íbúa hússins. Ég fékk langan lista, hér hafði sem sé bú- ið margt fólk úr ýmsum stéttum sam- félagsins. Stundum bjuggu hér þrjár fjölskyldur. Fyrst eftir að ég flutti í húsið varð ég stundum vör við einhvern en ég vissi aldrei hver það var. Enn heyrum við mikinn umgang uppi á lofti. Þótt allir kettirnir séu úti og enginn hérna nema ég er samt verið að sýsla eitt- hvað á rishæðinni. Við keyptum húsið af frænku Ás- laugar dóttur Jens trésmiðs. Áslaug bjó hér alla ævi sína. Það var ótrúlega margt til hér niðri og plássið var ótrú- lega vel nýtt, hólf og skápar fyrir allt sem hugsast gat. Vel hafði verið geng- ið frá öllu, pappír á öllum veggjum. Á stríðsárunum var byggt við húsið og gert salerni, sú smíði var mun síðri en húsið sjálft að öðru leyti – sennilega gerð af vanefnum. Ætlum að halda í þetta tré eins og hægt er Ég er óskaplega ánægð með þetta hús. Ég vildi alltaf búa á þremur hæð- um, ég vildi hafa eina hæð til aðgeyma draslið, það er kjallarinn, eina sem maður er fljótur að taka til í, það er fyrsta hæðin og svo rishæð þar sem maður getur haft það eins og maður vill. Við höfum smám saman verið að endurnýja húsið. Auk þess sem fyrr er talið var skipt um járn og glugga, húsið hafði verið augnstungið. Húsið var málað fyrir skömmu og það var engin tilviljun að það var málað dökk- grænt, við fórum með mynd af því í málningarverslun og þar voru mátað- ir alls konar litir á það í tölvu. Sá græni varð svo fyrir valinu eftir mikla umhugsun. Nýlega voru svo settar nýjar tröpp- ur, byggður pallur og girðing endur- nýjuð í kringum lóðina. Vegna kvik- myndarinnar er enn op í girðinguna við tréð góða – vesturbæjarvíðinn. Við ætlum að reyna að halda í þetta tré eins lengi og því endist aldur en við ætlum líka að koma til græðlingi til þess að endurnýja það,“ segir Valva. Það hefur teygst úr þessari heim- sókn og umræðum um tréð og húsið. Sindri – hinn kolsvarti köttur, er löngu horfinn til félaga sinna í sófan- um. Ég stend upp og þakka fyrir mig. Þegar ég kveð stingur Valva að mér ljósriti af minningargrein sem birtist um Herdísi Jóhannsdóttur – skrifuð af Karen Karlsson. Þær voru báðar íbúar í þessu húsi sem ég stend nú framan við. Allt er nú kunnuglegra en áður var – ég tek mér stöðu fyrir framan vesturbæjarvíðinn og les kafl- ann um Stýrimannastíg 4 í umræddri grein. Herdís var einhleyp og starfaði lengst af sem verkakona. „Í nóvem- ber 1959 fluttum við hjónin í sama hús og Herdís bjó í að Stýrimannastíg 4,“ segir Karen í greinni. „Við vorum þá nýgift og fengum á leigu rishæðina. Fólk sem á leið framhjá Stýrimanna- stíg 4 hugsar sennilega ekki út í að húsið var einu sinni heimili ungra hjóna með barn, auk húsráðandans og Herdísar sem leigði lítið forstofuher- bergi. „Minnsta höllin í vesturbæn- um“, kölluðum við Herdís það.“ Ég skoða líka upplýsingar úr manntali 1922, þá bjuggu þarna auk fyrrnefndra hjóna og barnsins Ás- laugar, dóttur þeirra, námsmær og eitt gamalmenni. Árið 1938 er Jens ekki lengur í lifenda tölu, kona hans og dóttir, sem þá er orðin verslunar- mær, búa í húsinu auk nýrrar náms- meyjar, sjómanns og frúar hans. Á allt þetta fólk og fjölmarga aðra sem þarna hafa búið á ýmsum tímum hefur vesturbæjarvíðirnn skyggt um stund þegar það gekk til og frá heimili sínu. Nú stend ég í skugga hans og skoða hann enn skamma stund. Tréð er orðið gamallegt – því er ekki að neita. En vonandi á það þó eftir að standa lengi enn, húseigendum að Stýrimannastíg 4 og öðrum til stakrar ánægju. Garðveisla á Vesturbæjarhátíð. Til vinstri er vesturbæjarvíðirinn í miklum sum- arblóma. Stýrimannastígur 4 á áratugnum milli 1940 og 1950. Vesturbæjarvíðirinn er þarna í vetrarbúningi. vesturbæjarvíði í görðum á þessu svæði en flest þessi tré eru þó farin núna. Aftur á móti var lítið um að hann væri gróðursettur úti á landi. Það kemur til af því að víðir þessi er hér alveg á sínum norðurmörkum. Hann kelur nánast alltaf á ársprot- um af því að hann undirbýr sig ekki á réttum tíma fyrir veturinn. Þegar komið er norðar í landið eru skilyrði enn óhagstæðari. Hins vegar er til geysistórvesturbæjarvíðir við lækn- isbústaðinn á Kirkjubæjarklaustri. Það tré er ekki mjög gamalt og hef- ur vaxið þar mjög vel vegna þess að fremur hlýtt er á þeim slóðum. Vesturbæjarvíðir verður ekki miklu eldri en sem nemur manns- aldri. Trén eru því að týna tölunni flest.“ En hvernig planta er þetta eig- inlega, spyr blaðamaður „Ja – það er nú það,“ segir Jóhann alvarlegur í bragði. „Þetta virðist vera tegundabastarður. Útlitslega líkist hann hópi nauðalíkra blend- inga sem mikið er til af í Evrópu og taldir eru bastarðar körfuvíðis, Salix viminalis L., selju S. capraea L. og gráselju S. cinerea L. Allar þær teg- undir blómgast fyrir laufgun og eins er um alla þekkta bastarða þeirra. Aftur á móti blómgast vesturbæj- arvíðirinn samtímis eða um það bil sem laufgun er að ljúka og virðist auk þess hafa möguleika á að verða stórvaxnari en þeir blendingar úr þessum hópi sem ég hef séð erlend- is. Þetta vekur grunsemdir um að eitthvert X sé í blöndun vesturbæj- arvíðisins – en hvað það er þori ég ekki um að segja. Hitt er víst að vesturbæjarvíðirinn er vel frjór, þetta er kvenplanta og ég hef séð blendinga þar sem loðvíðir er auðsjáanlega faðirinn. Á þeim árum sem þessar plöntur voru að gróa voru ekki heldur aðrar víðitegundir hér en nú eru þær fjölmargar.“ Er vesturbæjarvíðirinn þá elsti aðflutti víðirinn á landinu? „Nei, það er gamli gljávíðirinn í Aðalstræti, við vitum að hann var fluttur inn á áratugnum 1880 til 1890. Sá víðir fjölgaði sér ekki sjálf- ur því hann var karlplanta og af teg- und sem blómgaðist mjög seint. Honum var fjölgað með græðling- um.“ Þingvíðirinn dó í vorhreti 1963 en vesturbæjarvíðirinn lifði En væri hægt að búa til „róm- antíska“ plöntu þar sem vesturbæj- arvíðirinn væri móðir og gamli gljá- víðirninn faðir? „Nei, þessar tvær plöntur frjóvg- ast ekki saman,“ segir Jóhann og brosir. „Á seinni stríðsárunum var mikið ræktaður víðir sem kallaður var þingvíðir og stóð upphaflega í al- þingisgarðinum. Hann er úr þessum körfuvíðishóp líka, en miklu harð- gerari og glæsilegri planta. Hann var farið að rækta í stórum stíl eftir 1940 og þá datt alveg niður ræktun vesturbæjarvíðisins. Þess vegna sést hann mjög sjaldan í görðum sem gerðir voru eftir seinni heims- styrjöldina. Svo gerðist það í vorhretinu mikla 1963, þegar þingvíðirinn var farinn að vaxa en vesturbæjarvíðirinn, sem er suðlægrar ættar, var ekki farinn að hreyfa sig, að þegar hið mikla frost brast á þurrkaðist þingvíðirinn nærri alveg út en vesturbæjarvíð- irinn lét þetta aftur á móti ekki á sig fá. Þetta varð til þess að þingvíði hefur varla heldur verið plantað síð- an, þótt enn séu til falleg þingvíðitré, t.d. norðanlands.“ Var Ísleifur byggingavöru- kaupmaður ekki stoltur af að hafa ræktað vesturbæjarvíðinn? „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Jóhann. „Ég komst á snoðir um þessa sögu þegar ég var nýlega kominn hingað eftir að hafa verið búsettur á Akureyri í mörg ár sem forstöðumaður Lystigarðsins þar. Ég var að ganga upp Bárugötu og sá þar stórvaxinn vesturbæjarvíði í garði. Ég ákvað að fara og spyrjast fyrir um þetta tré. Ég hitti fyrir gamla konu sem sagði mér að um- rætt tré væri angi af vesturbæj- arvíðinum hans Ísleifs Jónssonar sem hefði búið á Stýrimannastíg 9. Þar með fór ég og leitaði Ísleif uppi til að heyra alla sólarsöguna. Ég geri talsvert af því að leita heimilda um gróðursögu plantna hér á landi. Þess má geta að vesturbæjarvíð- irinn hefur ekki svo mér sé kunnugt verið ræktaður á neinni gróðarstöð, það var svo auðvelt að koma honum til að fólk var ekkert að kaupa hann.“ Væri ástæða til að taka upp rækt- un vesturbæjarvíðis aftur? „Nei, við höfum svo miklu betri og hentugri efnivið nú. Það er aftur á móti gaman að hafa hann á sér- stökum stöðum sem sögulega heim- ild,“ segir Jóhann. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 B 5 Haustveisla Heimsferða til Benidorm frá kr. 29.985 El Faro Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í haust til Benidorm á hreint ótrúlegum kjörum, en á þessum vinsælasta áfanga- stað Íslendinga í sólinni nýtur þú 28 stiga hita í september, frábærra aðstæðna fyrir ferðamanninn og traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 38 sætin í haust Verðdæmi Verð kr 29.985 Hjón með 2 börn, 2 – 11 ára, flug, gisting, skattar, vikuferð 14. sept. Verð kr. 39.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, vikuferð, El Faro. Verð kr 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 2 vikur, 14. sept, El Faro.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.