Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 7
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson Vegna nýrrar tækni í erfðavísindum gætu lyf í framtíðinni orðið klæðskerasaumuð að mismunandi arfgerð þeirra sem þurfa að nota þau. ragnheidur@mbl.is Í samantekt um eiginleika lyfs og Sérlyfjaskrá eru auka- verkanir yfirleitt flokkaðar eftir því hve algengar þær eru og einnig eftir því hve alvar- legar þær eru. Rannveig telur að taka beri tillit til þessarar flokkunar þegar ákveðið er hvort tilkynna beri. „Mjög al- gengar eða vægar aukaverk- anir er ekki ástæða til að til- kynna Lyfjastofnun um,“ sagði Rannveig. „Lyfjastofnun vill alltaf fá tilkynningu um alvar- legar aukaverkanir og óvænt- ar. Á fyrstu fimm árum lyfsins í almennri notkun er mjög mikilvægt af fá upplýsingar sem ekki eru þekktar í lyfja- bókum og þær aukaverkanir sem metnar eru sem sjaldgæf- ar. Komi í ljós aukning sjald- gæfra aukaverkana þá færast þær milli flokka. Með þessu móti eru nýjustu upplýsingar best gerðar aðgengilegar og um leið er hámarksöryggis gætt,“ sagði Rannveig Gunn- arsdóttir forstjóri Lyfjastofn- unar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 B 7  AÐ mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis væri afar ólíklegt að fram hjá íslenskum læknum færu jafn- alvarlegar aðvaranir og rætt er um í tengslum við lyfið Baycol eða Lipobay. „Í tilfellum sem þessu má segja að smæðin sé okkar styrkur þótt í öðrum tilfellum geti hún verið okkar veikleiki,“ sagði Sigurður. „Öll óvenjuleg atvik innan heilbrigðiskerf- isins hvort sem þau má rekja til aukaverkana lyfs sem er lítið eða illa þekkt eða hvað annað sem úrskeiðis fer ber samkvæmt lögum að til- kynna til Landlæknisembættisins. Þessi tilkynningaskylda er í höndum viðkomandi stofnunar eða sjálfstætt starfandi læknis sem sjúklingurinn er til meðhöndlunar hjá. Ég tel þetta fyrirkomulag virka nokkuð vel þann- ig að ef alvarlegir hlutir gerast í heil- brigðiskerfinu þá er það tilkynnt. Smæðin gerir það einnig að mjög fljótt kemur í ljós inni á stofnunum að eitthvað hefur farið úrskeiðis og líkurnar á að aukaverk- anir af því tagi sem hér um ræðir kæmu aftan að okkur eru mjög litl- ar. Auðvitað er aldrei hægt að fullyrða að lyf sem hér er notað geti ekki komið fram með aukaverkun sem eng- inn hefur þekkt. Að það færi hér fram hjá læknum í langan tíma tel ég hins vegar ólík- legt og vísa enn og aft- ur í smæðina.“ Tilkynningaskylda Það er samdóma álit, bæði Lyfjastofnunar og Land- læknisembættisins, að íslenskir læknar þyrftu að standa sig mun betur í að tilkynna óvenjulegar auka- verkanir lyfja. Sigurður telur einkum tvær skýringar koma til greina á þessari lélegu framgöngu í skráning- armálum. Annars veg- ar að þessi markaður sé svo lítill hér á landi að fátítt sé að læknar telji sig sjá eitthvað sem megi koma til góða. Hin skýringin sé sú að menn sýni kæru- leysi gagnvart skrán- ingu. „Það verður að segjast eins og er að það gengur ekki vel að fá íslenskt heilbrigð- isstarfsfólk til að skrá, hvort heldur sem það eru óvenjulegar lyfja- aukaverkanir eða sýk- ingar inni á sjúkra- húsum svo að annað dæmi sé tekið. Við teljum mjög nauðsynlegt að vekja fólk til vitundar um mikilvægi skráningar. Hún er forsenda þess að yfirsýn náist yfir umrædda mála- flokka og án yfirsýnar getum við ekki brugðist við,“ sagði Sigurður. Yfirsýn næst ekki án skráningar Sigurður Guðmundsson YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, sími 588 5711 Vetrardagskrá byrjar mánudaginn 3. sept. Við bjóðum mjög góðar alhliða æfingar, sem byggðar eru á HATHA-YOGA, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Byrjendatímar- sér tími fyrir barnshafandi konur - almennir tímar. Morgun-, dag- og kvöldtímar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.