Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ F YRIR um ári birtist stutt grein í dagblað- inu Japan Times sem vakti athygli mína. Nýjasta tískubólan, að því er blaðið hélt fram, var sú að stúlkur létu hefta fyrir munn sinn til að líkjast sem mest teiknimyndafígúrunni Hello Kitty sem er lítil kisa með engan munn. Tók nokkra stund fyr- ir blaðamann að átta sig á því að þarna var um aprílgabb að ræða því tíska ungs fólks í Japan er nokkuð öfgakennd um þessar mundir. Strákarnir lita hárið á sér ljóst, mála sig jafnvel sumir og ganga í risavöxnum gallabuxum með rass- inn hangandi niður að hnjám. Stelp- urnar sem reyna sem mest að tolla í tískunni aflita á sér hárið, mála and- litið þeldökkt og bæta svo ofan á silfurlituðum varalit og augnskugga, þannig að þær líkjast helst verum úr framúrstefnulegri geimferðamynd. Kæmi þá nokkuð á óvart þótt þær létu hefta saman á sér munninn? Hvað sem Hello Kitty líður finnst mörgu eldra fólki í Japan að tíska unga fólksins sé gengin út í öfgar og telja að hún sé til marks um það að unglingar hundsi algerlega þau gildi sem japanskt þjóðfélag byggist á. Benda margir á að aukið tilefn- islaust ofbeldi meðal ungs fólks og stóraukið vændi unglingsstúlkna beri vott um stefnuleysi ungs fólks og skort á tillitssemi og virðingu fyrir öðrum. Vilja margir ganga svo langt að halda því fram að aga- og siðleysi ungs fólks hafi leitt til auk- inna félagslegra vandamála og geri það erfiðara fyrir Japani að komast út úr þeim efnahagserfiðleikum sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Verðmætamati fyrri kynslóða hafnað? Það er óumdeilanlegt að Japan stendur frammi fyrir miklum efna- hagslegum og stjórnmálalegum vandamálum og því kannski skiljan- legt að ungt fólk hafni verðmæta- mati fyrri kynslóða. En tískan geng- ur í bylgjum og öfgakenndum sveiflum og það getur verið erfitt að meta hvort hún endurspeglar miklar breytingar á hegðun og viðhorfum fólks. Mér gafst tækifæri til að hitta fjóra háskólastúdenta við Ibaraki háskóla í Mito-borg, um 100 km norður af Tókýó, og notaði það til að spyrja þau um væntingar þeirra til framtíðarinnar og viðhorf þeirra til japansks þjóðfélags. Viðmælendur mínir eru Kie Yamada, Eri Wat- anabe, Kotaro Kuniya og Tomohiro Hayashi. Eri og Kie, stelpurnar í hópnum, eru 18 og 19 ára. Eri er í kennaranámi en Kie í náttúrufræði. Kotaro, 22 ára, og Tomohiro, 21 árs, eru báðir í félagsvísindanámi. Efnahagserfiðleikar síðustu ára hafa orðið til þess að ungt fólk á erf- iðara með að finna sér vinnu eftir að það útskrifast úr háskóla en áður var. Ég byrjaði á því að spyrja hvort þau væru búin að velja sér framtíð- arstarf. Kotaro, sem mun útskrifast nú í vor svarar fyrst. „Ég er búinn að ákveða að fara í auglýsingar og er búinn að finna vinnu. Ég er að hugsa um að vinna þar í svona 3-4 ár en hvað tekur þá við veit ég ekki. Ég var frekar að vonast eftir starfi við alþjóðatengsl en ákvað síðan að kannski væri best að halda því bara sem tómstundagamni. Ég vildi krefjandi og skapandi vinnu og ákvað því að fara út í auglýsinga- hönnun.“ Eri segist hafa vitað frá því að hún var lítil hvað hún vildi verða. „Ég er núna að læra að verða kennari og vil vinna við það, en nú upp á síðkastið hef ég verið að hugsa um að ég myndi gjarnan vilja vinna líka með börnum á öðrum sviðum.“ Kie og Tomohiro eru hins vegar ekki búin að ákveða sig. Kie segir: „Ég er allt- af að skipta um skoðun. Mig langaði til að fara í langskólanám og jafnvel út í rannsóknir en nú er ég ekki svo viss.“ Tomohiro segir: „Ég er bara að læra það sem ég hef áhuga á og myndi gjarnan vilja vinna við eitt- hvað því tengdu. Takmarkið hjá mér er að finna áhugaverða vinnu sem er líka vel launuð.“ Hvað með fjölskyldulíf? Stjórn- völd í Japan hafa miklar áhyggjur af því að fæðingartíðni hefur hríðlækk- að á síðustu áratugum og er komin niður í 1,3 börn á konu. Mikil herferð hefur því verið sett af stað til að snúa þeirri þróun við. Eri, Tomohiro og Kotaro segjast öll vilja stofna fjöl- skyldu. Kotaro segir: „Við erum tvö systkinin og ég held að það sé alveg passlegt. Þrjú er svolítið mikið, eitt er einmanalegt fyrir barnið.“ Eri tekur undir það. „Ég held að það sé betra að eiga systkini, annars hef- urðu engan til að leika þér við.“ „Mér finnst ekkert leiðinlegt að vera einn, en það væri gott að eiga kær- ustu,“ segir Tomohiro. „Hvað börn varðar myndi ég helst vilja eiga þrjú en það er dýrt að borga fyrir skóla- göngu þeirra. Eitt barn er of lítið, ætli tvö sé ekki passlegt. Það er líka skemmtilegra fyrir foreldrana að eiga tvö.“ Kie er sú eina sem segist ekki viss um að hún vilji eiga börn. „Ég held ég myndi vilja gifta mig,“ segir hún, „en ég er ekki viss um að ég hafi áhuga á að eiga börn. Ég vil fa góða vinnu en stelpur sem vilja það finnst þær ekki geta átt börn.“ Pabbi mest í vinnunni og með vinnufélögum sínum Þau eiga það öll sameiginlegt að eiga feður sem unnu mikið og komu seint heim á kvöldin meðan þau voru að alast upp. Mæður þeirra unnu all- ar hlutavinnu eftir að börnin komust á skólaaldur en voru fyrst og fremst húsmæður. Eri segir: „Pabbi lék ekki mikið við mig þegar ég var lítil. Ef við fórum eitthvert út var það venjulega ég, mamma og litla systir mín. Pabbi hafði sína vinnu og jafn- vel þegar hann var í fríi var hann ekki mikið með okkur og mamma sá alltaf um heimilisverkin.“ Hin kinka öll kolli. Tomohiro segir: „Pabbi fór ekki mikið út með okkur, var mest í vinnunni eða með vinnufélögum sín- um. Það gerðist bara varla að við færum öll saman út sem fjölskylda. Mamma gerði heldur ekki mikið með okkur svo ég varð mest að leika mér einn.“ En Kotaro er í mun að koma því að, að það megi ekki al- hæfa um of út frá sameiginlegri reynslu þeirra. „Ég held að það séu samt margir japanskir krakkar sem hafa alist upp við aðrar aðstæður. Það eru margir pabbar sem fara með börnum sínum út að leika sér í almenningsgörðum, að spila hafna- bolta eða í Disneyland einu sinni í mánuði. Mér fannst alltaf að það hlyti að vera mjög gaman.“ Tomoh- iro brosir og segir: „Já, ég öfundaði alltaf þá krakka.“ Eri, Kie, Tomohiro og Kotaro eru sammála um það að feður þeirra hafi ekki haft mikil áhrif á þau. Kotaro segir þó að það sé pabba hans að þakka að hann hafi áhuga á ferðalög- um og því að kynnast öðrum lönd- um. „Ég fór með foreldrum mínum til Kóreu þegar ég var lítill og fannst mikið til þess koma að pabbi gat tal- að við fólk þar á ensku,“ segir hann. Kotaro segir þó að áhrif móður hans hafi verið miklu meiri. „Mamma mín er mjög sérstök. Hún er hrifin af fyndnum, skrýtnum hlutum og get- ur vingast við hvern sem er. Það hef- ur mótað mig mjög.“ Eri segir: „Mamma mín er mjög sterk og hefur kennt mér margt. Það gaf mér mikið sjálfstraust að sjá hversu framtaks- söm hún er.“ Tomohiro telur hins vegar að áhrif foreldra hans á hann hafi verið lítil. „Mamma og pabbi voru ekki mikið með mér. Pabbi hafði ekki gaman af börnum, held ég. Hann var þögull og vildi helst lesa blöðin þegar hann var heima. Ég lærði því að hlusta meira og las bækur. En það er það sem ég hef mest gaman af, að hlusta á fólk. Það er ekki það, að tengsl milli fólks í fjölskyldunni séu slæm, heldur það að allir vildu bara gera sitt.“ Kie hefur svipaða sögu að segja. „Ég hef ekki tekið eftir neinum bein- um áhrifum frá pabba á mig. Hann skipti sér ekki mikið af uppeldi okk- ar krakkanna, ég leitaði alltaf til mömmu og ömmu með vandamál mín. En kannski á ég það pabba að þakka að ég hef áhuga á náttúru- fræði af því hann er hrísgrjóna- bóndi.“ Líklegt að vinnan verði mikilvægari fjölskyldunni, það er bara svoleiðis í Japan Hvernig skapar maður gott fjöl- skyldulíf? Kotaro segir: „Ég vil ekki þurfa að vinna um helgar og myndi vilja leggja meiri áherslu á fjölskyld- una en gert var þegar ég var lítill. Að fjölskyldan geri hluti saman. Það er samt líklegt að vinnan yrði mik- ilvægari, það er bara svoleiðis í Jap- an.“ Tomohiro segir: „Ég held það sé vegna þess hvernig atvinnumark- aðurinn er hér. Það er oft sagt að Japan byggist á hópum frekar en einstaklingi. Fyrirtækið verður hluti af lífi þínu. Eins og fjölskylda. Mað- ur getur ekki bara farið í frí þegar mann langar, en langar náttúrulega ekki til að vera stjórnað að ofan. En fyrirtækin eru sterk og maður getur ekki slitið sig frá þessu kerfi. Þetta er vinnuumhverfi þar sem verður að umbera hluti og leggja mikið á sig. Ef fyrirtækið segir að þú eigir að gera eitthvað gerirðu það. Ég myndi vilja skapa börnum mínum umhverfi sem væri mjög ólíkt því sem ég ólst upp við. Að fjölskyldan fari öll út saman og ferðist saman.“ Eri segist gjarnan vilja að faðirinn gæti tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Kie seg- ist vilja öðru vísi fjölskyldulíf en það sem hún ólst upp við og meira jafn- rétti. „Ég vil að hjón geti bæði unnið og tekið jafnan þátt í uppeldi barnanna. Konan á ekki bara að sjá um það.“ Talað um jafnrétti en sést ekki almennt í samfélaginu Kotaro tekur undir það að inn- leiða þurfi meira jafnrétti. „Það eru alls kyns lög í gildi og talað um í fyrirtækjum að það eigi að vera jafn- rétti en ég get ekki séð að það sé al- mennt í samfélaginu. Mér finnst sjálfum að hjón geti bæði unnið og síðan hjálpast að við heimilisverk þegar heim kemur. Konan á ekki endilega að elda heldur eiga þau að hjálpast að. En þegar börn eru kom- in til sögunnar finnst mér að konan eigi að sjá um börnin. Ekki það að hún megi ekki vinna heldur hitt að ég held að það sé gott fyrir barn að hafa mömmu sína hjá sér. Mamma var heima hjá mér meðan ég var að alast upp og mér þótti það mjög gott.“ Eri segist sammála þessu. „Mér finnst það ekki gott að konur hér virðast alltaf hætta að vinna þegar þær gifta sig. Samt finnst mér að ég ætti að ala upp mín eigin börn. Það er ekki það að menn eigi að vinna og konur að sjá um barnaupp- Við þurfum meira jafnrétti U N G T F Ó L K Í J A P A N Ungt fólk í Japan er mikið gefið fyrir tískusveiflur. Strákar aflita hár sitt og stúlkur ganga í svo háum hælum að þær gnæfa yfir hæstu karlmenn. Mætti ætla að hafin væri uppreisn í landinu. Hulda Þóra Sveinsdóttir ræddi við fjögur japönsk ungmenn og komst að því að þrátt fyrir félagsleg vandamál og efna- hagsþrengingar virðist tal um að ný kynslóð hafi varpað gildismati þeirrar gömlu á haugana ekki á rökum reist. Kie Yamada segir að efla þurfi jafn- rétti í Japan. Tomohiro Hayashi, Eri Watanabe og Kotaro Kuniya ræða reynslu sína. Morgunblaðið/Hulda Þóra Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.