Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 22
Flækja Leikmennirnir raða sér í hring. Í stað þess að grípa í höndina á næsta manni, á að finna tvo aðra í hringnum til að leiða. Leikurinn gengur síðan út á að hjálpast við að leysa flækjuna án þess að sleppa höndunum, heldur klifra yfir og undir handleggi. Það getur verið skemmtilegt að fara í þennan leik í sundi, þar sem allir eru svo léttir í vatni. Svo getur líka einn verið „hann“ og þá leiðir hann engan, heldur reynir að leysa flækjuna með því að skipa hinum fyrir hvert þeir eigi að skríða og klifra. Fallin spýta Hér er spýtu stillt upp við húsvegg, og er einn leikmaður valinn gæslumaður spýtunnar. Hann lítur undan á meðan hin- ir fela sig í nánasta umhverfi og reynir síðan að finna þá. Ef hann sér t.d glitta í hann Einar, hleypur hann og ver spýtuna. Ef Einari tekst hins vegar að hlaupa að spýtunni fyrst, fellir hann hana og segir: „Fallin spýta fyrir mér“, og þar með er Einar sigurvegari. Einnig er hægt að halda áfram og gefa öll- um færi á að fella spýtuna, en sá sem fellir hana síðast verður næsti gæslumaður. Skólinn er byrjaður ... ... en sumarið er ekki búið! ÞÓTT mörgum finnist gaman að byrja aftur í skólanum, hitta félagana og kaupa nýtt skóla- dót, þá er smá sorglegt að sumarið skuli bráðum vera á enda. En það er ekki alveg búið og til að lengja það er frábær hugmynd að leika sér úti á meðan veðrið er ennþá gott. Hér koma nokkrir leikir sem þið getið farið í með krökkunum í hverfinu. Eða jafnvel að fá allan bekkinn í skipulagt leikjamót. Hvernig væri það? Kúluspil Þið getið krítað þennan leik úti á stétt, eða á götu þar sem næstum engin umferð er. Þið sjáið á myndinni að þetta er fer- hyrningur sem er skipt í reiti sem eru síð- an númeraðir frá 1 til 5. Litlum bolta, stál- eða glerkúlu er komið fyrir fyrir framan upphafsreitinn. Síðan reynið þið með öðr- um bolta eða kúlu að láta uppstylltu kúl- una skjótast inn á reitina, og reyna þann- ig að safna sem flestum stigum. Hver má reyna þrisvar í einu. Kýló Leikmönnum er skipt í tvö lið. Leikvöllurinn er gerður með því að merkja fjórar hafnir í fer- hyrning með u.þ.b tíu metrum á milli (sjá mynd). Lið A er inni á vellinum en lið B er í röð við upphafshöfnina, ásamt einum manni úr A liðinu. Fyrsti í röð kýlir boltanum út á leikvöll- inn og hleypur úr upphafshöfn og helst í aðra eða þriðju höfn og að lokum allan hringinn. Þetta gera liðsmennirnir koll af kolli. Lið A á að grípa boltann og kasta honum eins fljótt og auð- ið er til A-leikmannsins í höfn sem kastar hon- um í jörðina og segir „Kýló!“ Ef B-liðsmaður er á milli hafna þegar kallað er „Kýló“, verður hann að fara aftast í röðina og reyna aftur. Leikið er í vissan tíma og þá fær A-lðið að reyna fyrir sér og það lið vinnur sem nær flestum leik- mönnum allan hringinn. Hún Guðlaug Björt Júlíusdóttir, 4 ára úr Ytri-Njarðvík, er bjartsýn á að veðrið verði gott, enda teiknar hún risasól fyrir ofan húsið sitt. En í garð- inum hjá henni vaxa bæði baunatré og sólblóm. Risasól HÉR kemur svolítil gáta. Hvað er það sem gefur manni orku allan daginn og gerir mann um leið fal- legan og passar í manni tennurnar? Svar: Ávextir og grænmeti í nesti. „Æ, þessi var fúll,“ hugsa sumir núna, „auk þess sem appelsínur gera mann klístraðan á höndunum og perusafi lekur út um allt!“ En það er til fullt af ávöxtum og grænmeti sem er gott að hafa í töskunni, eru góðir á bragðið og búa yfir dularfullri fortíð og kynngimögnuðum krafti sem þú hefur líkast til lítið hugsað út í … eða hvað? Kiwier gott að skera í tvennt og borða með te- skeið. Sumir kalla það Kínaberið því þaðan er kiwi-ið upphaflega. Það er stútfullt af C-vítamíni sem styrkir ofnæmiskerfið og getur komið í veg fyrir að þið verðið veik … ja, kannski akkúrat á litlu jólunum. Lítil epli.Viltu verða keisari í heimsveldi eða stór- merkilegur heimspekingur? Forn-Rómverjar og -Grikkir voru miklir eplamenn og borðuðu m.a. lítil epli sem passa vel í munna sem munu mæla mektarorð. Bananinnbreytir þér ekki í apa, en hins vegar get- ur próteinið í honum gefið þér vöðva til að berjast í frumskógi frímínútnanna. Vínber.Hvernig er hægt að leika sér og bæta æða- kerfið um leið? Fara í keppni um hver getur kastað fleiri vínberjum upp í sig. Gulrætur innihalda D-vítamín og karotín sem geta hjálpað til við að sjá betur sætasta bekkjarfélagann og gefa þér líka smálit á kroppinn. En það vissu munkarnir ekki sem byrjuðu að rækta þær á miðöld- um. Leyndó! Rófurhafa verið á milli tannanna á helstu hetjum Íslandssögunnar allt frá upphafi. Nokkrir bitar í poka og það er aldrei að vita hvaða framtíð bíður þín …  Nafn: Ragnheiður Erlingsdóttir. Fædd: 3. ágúst 1989. Bekkur: 7. RLJ Uppáhaldsfag: Tónmennt, og eig- inlega allt. Mér finnst fínt að byrja í skólanum, og hitta alla krakkana, mér var far- ið að leiðast heima. Það er líka gaman að sjá breytingarnar sem er verið að gera á skólanum.  Nafn: Bergdís Bjarnadóttir. Fædd: 28. september 1989. Bekkur: 7. RLJ Uppáhaldsfag: Stærðfræði. Mér finnst ágætt að byrja aftur í skólanum og hitta krakkana og finnst allt í lagi að hann hafi byrjað snemma í ár.  Nafn: Vignir Þór Þórisson. Fæddur: 20. september 1991. Bekkur: 5. ÞAG Uppáhaldsfag: Stærðfræði. Það er gaman að hitta gamla vini aftur og líka mjög skemmtilegt að fara aftur að læra. Skólinn byrjaði samt svolítið snemma í ár, en ég er ekkert fúll og hlakka til vetrarins.  Nafn: Atli Már Báruson. Fæddur: 17. júní 1991. Bekkur: 5. ÞAG Uppáhaldsfag: Íþróttir. Mér fannst bæði gaman og leiðilegt að byrja í skólanum. Ég er að von- ast til að hitta nýja krakka og hlakka til að byrja að læra ensku.  Nafn: Birgir Þór Guðmundsson. Fæddur: 6. nóvember 1991. Bekkur: 5. ÞAG. Uppáhaldsfag: Landnám og enska. Mér finnst gaman að byrja í skól- anum, og er alveg sama þótt hann byrji snemma. Það er gaman að hitta krakkana aftur og að byrja í Landnámu. Hvernig er að byrja í skólanum? Spurt í Hlíðaskóla VISSUÐ þið að það er auðvelt að binda inn ykkar eigin dagbók, lím- miðabók eða minnisbók? Eða bara að binda inn ritgerð eða önnur skólaverkefni? Það sem þið þurfið: ✘ Blaðsíðurnar sem þið ætlið að binda inn. ✘ Pappaspjöld sem forsíðu og baksíðu. ✘ Blaðrenning fyrir kjölinn, sem þarf að vera jafnlangur og blaðsíð- urnar og um 4 sentimetrar á breidd. ✘ Heftari, skæri og lím. Það sem þið gerið: ✘ Raðið blaðsíðum og spjöldum í rétta röð í bunka. Best er að hanna forsíðuna áður en lengra er haldið. ✘ Leggið blaðrenninginn á hvolf vinstra megin á blaðsíðubunkann, þannig að brúnin nemi við brún bunkans. ✘ Heftið allt saman fjórum sinnum um einn sentimetra frá brúninni. ✘ Brjótið blaðrenninginn aftur fyrir brúnina þannig að hann feli heftin. ✘ Límið renninginn niður aftan á bókinni og klippið ef hann nær út fyrir. Einkabókin mín! Fjör að föndra Nammi namm Gott og gáfu- legt í gogginn Margt er barna bölið segir gamall íslenskur málsháttur. Já, sumir fullorðnir halda kannski að það sé auðvelt að vera barn, en svo er ekki. Börn þurfa sífellt að læra eitthvað nýtt, oft með því að reka sig á og það getur verið sárt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.